Þjóðólfur - 19.10.1874, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 19.10.1874, Blaðsíða 1
27. ár. Reykjavik, 19. október 1874, 2. blað. F r j e t t i r. Póstar. Vestanpósturinn kom 13. þ. m., en norðanpóstur- inn Þ- IV., sögðu báðir mikið af itlviðri og ófærð; varð norð- anpóst. einkum fyrir hrakningi á Ooltavörðnheiði; sagði hann fjárskaða viða norðan úr sýslum sakir ofviðra og fanna, sem kom yfir menn 1 miðjum fjárleitunum. Skip þeirra Ooeffners á Skagaströnd var nýstrandað. Nýdáinn var merkur bóndi i Oörgárdal, Jón á Staðartungu. övcrgi var búið að kjósa þingmenn nema í Eyjafjarðarsýslu ; urðu það þessir: Einar Ásmundsson á Nesi (39) og Snorri verzlunarm. Pálsson (28). Af 448 kjósendum mættn 5 2; sira Arnljótur og Páll bóndi á Fornhaga hlutu 16 atkv. hver. — Póstshipið Diana, kapt. hlolm kom loks um kveldið (15. þ. m.) eptir 18 daga ferð; hafði það legið 10 daga inn á höfn- um í Leirvík og síðan í Færeyjum. Með því komu: Btne- dilct Gröndal með konu sinni og dóttur. Sýslumaður Aa- gaard frá V estm.eyjum, Símon kaupm. Johnsen, kaupm. Jörgen Johnsen (sonur Flensborgar eigandans, er nýdáinn er), og öillebrandt.- Tíðindi eru engin stórkostleg, og skulum vjer geta þess í næsta blaði, er oss þykir þess helzt vert, þegar vjer höfum lesið hin útlendu frjettablöð. — Andvari, timarit ísiendinga í Höfn, hve nú Ioksins vera kominn. Edinburgh 29. sept. 1874. Eptir hr. J. A. Hjaltalín. Sumarið hefir verið tiðindalaust hjer í landi. Yeðrátta hefir verið hagstæð, og uppskera hin bezta, bæði að vöxtum og nýtingu; hið sama er að segja um uppskeruna í Frakk- landi, Suður-Rússlandi, Austurríki og Ungverjalandi. Á ítalfu muna menn varla jafngóða uppskeru og í ár. ( Bandaríkjun- um í Vesturheimi, er hún og sögð að góðum mun meiri en í fyrra sumar. Hafa því kornvörur allar fallið að miklum mun í verði, hjer um bil um 8 mörk á tunnunni, og er búizt við að meira verði. Voðalegur og mannskæður atburður varð á járnbraut suð- ur á Englandi 10. þ. mán. Svo stendur á, þar sem atburður- inn varð, en það er hjá litlum bæ, er horp (Thorpe) heitir, að eigi er nema ein braut, verður því ein lest að bíða, þar til sú, er á brautinni er, er komin á stöðul. í þetta sinn vildi svo óhappalega til, að stölulvörðurinn Ijet i ógáti lest leggja af stað, áður en sú, er koma átti f það mund, var komin. Að vörmu spori rankaði hann við sjer, og sendi með frjettaþræð- inum boð til næsta stöðuls, þar sem leslin átti að fara fram hjá, að stöðva hana; en það var um seinan, og lestirnar hlup- ust að með fullrj ferð. hað var og til óhamingju, að bugur var á veginum, þar sem lestirnar mættust, og sá því hvorigur leslrekinn til hins, fyr en þeir mættust, og var því ekki kost- ur að stöðva eða lina neitt á ferðinni. Má nærri geta, hve mikið athlaupið hefir verið, þegar þess er gætt, að gufuvagn- arnir einir, auk hinna vagnanna, er þeir drógu, vógu hjer um bil 800 vættir, hvor þeirra, og báðir á flugferð; enda heyrðist langan veg, er lestirnar komu saman, svo sem drynjandi reið- arþruma. í annari lestinni voru 15 vagnar, en í hinum 14. En er gufuvagnarnir komu saman, hljóp annar upp á hinn og dró eptir sjer s[na |egt) ajjjr ^iDir fremstu mölbrotnuðu. Enn a egri 'ar atburður þessi við það, að niðamyrkur var á, og e 8 8t‘ ferðamönnum, er með lestunum voru, fund- ust au ir, en 5 bafa síðan lálist af rneiðslum. Það þvkir eptirtektavert, að á braut þessari hefur ekkert slys orðið í 30 ár, og stö u vör nriun, er gVQ hraparlega fipaðist f þelta sinn, ia i veri - ar við brautina, og aldrei skjátlast. En þótt vo alegir atbur ii veiði stundum í járnbrautarferðum, þá reyn- !!1 ^10 8V0> eitiíi ^e^r nema einn maður af hverjum 16 mil- jonum, er með járubrautum ferðast, að þvf leyti er á engan Ve6 óhættara að ferðast en með járnbraut. Þinglok urðu á Frakklandi í sumar með litlum tfðindum. Rjett fyrir þinglausnir bar vinstri fiokkur þingsins fram þá uppá&tungu, að þá skyldi þingið ákveða lýðveldið að fullu, en sú uppástunga var hrakin með 374 atkv. gegn 333. Rjett á eptir var ákveðið að fresta skyldi umræðum um breytingar á fyrirkomulagi landstjórnar og kosninga, þar sem þá ekki var annað brýnt umræðu efni fyrir hendi, en þingseta orðin löng, var þingi skotið á frest þangað til um nýárs leyti. Hefur allt farið hóflega þar síðan. Er mönnum grunur á, að Bismarck þyki Frakkar vinna með nógu miklu afli og stöðuglyndi að herbúnaði sínum. Hefur verið gjört orð á því, að hann hafi fundið að við Frakka, að þeir gæti eigi vel landamæra sinna, þar sem veit til Spáns; og að hann leggi sig í framkróka, er færi gefst, að erla Frakka, því að hann þykist ekki hafa jafnað nógu vel á þeim síðurnar um árið. En Frakkar laka öllu mjúklega, og varast að gefa óvinunum færi á sjer. Snemma f þ. min. (septbr.) ferðaðist marskálkur Mac Mahon um vestur- Frakkland, og var honum hvervetna vel tekið. Slikt hefur samt litla þýðingu, því þótt Frakkar taki honum vel í dag, eru þeir, ef til vill, eins fúsir á að hrópa: niður með hann! á morgun. Sú hefur reyndin verið að undanförnu. — Lesendur yðar muna, ef til vill, eptir raarskálki Bazaine, er sat í Metz, og gafst upp raeð 160,000 manna fyrir Þjóðverjum við litinn orðstír. Fyrir þetta var haon eptir lögura Frakka dæmdur til dauða, en dóm- inum var breytt til 20 ára kastalafangelsis. Varhann settur á eyjuna St. Marguerite, skammt frá Marseilles. Þótti honum þar daufleg vist, og reyndi bæði kona hans og vinir að fá fangelsis tímann styttan. En er það eigi fjekkst, tóku þeir til annara ráða, að koroa honum þaðan, enda tókst þeim það snemma f f. mán. Gufubátur var leigður til að vera á vakki í kringum eyjHna. Eitt kveld, er veðr var dimmt og ókyrt, tókst Bazaine að komast út hjá varðmönnum, enda er mælt, að þeim hafi eigi verið með öllu ókunnugt um ferðir hans. Ljet hann sígast niður fyrir klettana í festi, en kona hans var þar fyrir með öðrum manni á báti. Svona er sagan sögð, en þykir nokkuð ótrúleg. En það er víst að undan komst hann, og ná Frakkar hans ekki. Lftið þykir Bazaine hafa aukið orðslir sinn með flótta þessum, og enn síður með varnarskjali, er hann sendi Vesíurheimsblaðinu »New York Herald«. Svo sem við er að búast, kveður bann dóm sinn ranglátan, og fer ó- fögrum orðum um Mac Mahon og aðra hershöfðingja Frakka; en verst er þó, þar sem hann játar, að stjórnenda skiptin á Frakklandi, hafi einkum hvatt hann til að gefa upp Metz. — Frakkar misstu hinn 12- þ. mán. einn af sínum mestu merkis- mönnum Franqois Pierre Guillaume Quizot. Hafði hann nálega sjö um áttrætt. Svo sem kunnugt er, átli hann mikinn þátt f sögu Frakklands frá 1830 til 1848; má svo að orði kveða, að hann rjeði lögum og lofum á Frakklandi frá 1840—48, og jafnframt að hann hefði allt ráð Orleans manna í hendi sjer. En fremur þótti honum mislagðar hendur f rikisstjórn, og endaði með vandræðum við stjórnarbyltinguna 1848. Síðan hefur hann eigi gefið sig við almennings málum. En þólt stjórnarstörf hans gleymist, mun nafn hans lengi uppi verða fyrir sagnarit hans; enda voru ritstörf maira við hans hæfi en stjórnarstörf. Nú er þó komið svo langt fyrir Spáni, að stórveldi Norð- urálfunnar, nema Rússland, hafa kannast við stjórn Serranos, og tekið á móti sendiherrum frá honum. Er það mest að þakka eða kenna tillögum Prússa. Þeir hafa og sent tvo járn- barða til Spáns, til að halda verndarskildi yfir í’jóðverjum, er þar búa, segja þeir sjálfir; en aðrir segja, til að stemma stigu fyrir aðflutuingum til Karlunga. Að öðru leyti hefur lítið gjörzt þar. Á hverjum degi heyrist, að nú ætli Serrano að láta fyrir alvöru skríða til skara með honum og Karlungum; en ekkert verður úr. Smáatlögur hafa orðið hjer og þar, og ýmsum vegnað betur. Állmikið heyrist og um spillvirki Karlunga á 5

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.