Þjóðólfur - 19.10.1874, Page 2

Þjóðólfur - 19.10.1874, Page 2
6 ýmsum stöðum. Mun það satt vcra, að «allt er víl sem var*. Eru engar líkur til, að Spánn sjái enda á óeirðum þess þetta ár eða hið næsta. Reifaraskapur fer mjög fram á Sikiley, svo að eigi fær lögreglu- stjórn eða dómstólar við ráðið, og þykir búið, að senda megi herlið þangað. Aðalóánægjuefnið við stjórnina eru nýjar skatta- álögur. Á dögum Franz konungs í Neapel máttu Sikileyjar- menn að mestu lifa og láta sem þeim sýndist, enda gjörði stjórnin lítið sem ekkert fyrir þá. Stjórn sú, er nú er, vill koma á sömu reglu með skattaálögur og annað sem er í hin- um hlutum ríkisins, en því nna Sikileyingar eigi. Reifarar þeir, er landsfriðnum raska, hafa myndað fjelag, er þeir kalla Naffia. Eru í því hinir verstu menn af öllum stjettum. Leggja þeir gjöld á menn til friðs sjer; en þeir sem eigi vilja kúgast, sæla afarkostum og líffáti. Á ýmsum öðrum stöðum hefur og borið á smáuppþotum ; en úr þeim hefur ekkert orðið. Hjá Prússum heldur áfram deilunni milli stjórnarinnar og kaþólskra. Kierkar þverskallast jafnt og þjett, en stjórnin þreytist heldur ekki að láta þá sæta fjárútlátum og fangelsi. Allmikill oröasveimur hefur verið og er enn um viðskipti Dana og Prússa. Hafa Prússar rekið ýrasa menn danska úrNorður- Sljesvík, og segja Danir, að þeir hafa ekki haft annað til saka en þjóðernið eitt. Aptur segja Prússar, að þessir rnenn hafi verið óeirðarseggir; er hvetti menn til mótþróa móti lands- drottnum. Hvorir sannara hafa, skal jeg ósagt láta. Var sagt, að Danastjórn hefði ritað Prússastjórn skorinort um þetta mál. Aptur bera aðrir það til baka, að Danir hafi nokkra línu skrif- að. Þá kom og upp sú saga, að Bismark hefði stungið upp á þvf við Kristján konung, að hann skyldi ganga inn í þýzka sambandið; skyldi danski flotinn samlagast hinum þýzka, og J>jóðverjar fá ýmsar hafnir í Danmörku. Aptur á móti skyldi Kristján konuugur fá aptur alla Sljesvík. En Kristján konung- ur hafnaði þessu boði. En það mun satt vera, sem sagt er bæði í Höfn og Berlín, að engin hæfa sje í þessu. Hjer liggja menn Þjóðverjum mjögáhálsifyrir viðskipti þeirra viðDani, þótt Ðanir þakki það lítið. .Segja Englendingar, að Þjóðverjum far- izt lítilmannlega að standa eigi við orð sfn í Praguesáttmálan- um; og geti þeir eigi borið annað til afsökunar óhaldinyrðum sínum í þessu efni, en rjett hins sterkara. R æ ð a ætluð til að haldast á þúsund ára þjóðhátíð íslendinga í Mil- waukee 2. dag Ágústmánaðar 1874 eptir R. B. Anderson1 pró- fessor við háskóla Visconsin-ríkis í Madison. Snúið hefur f á fsl. Jón Bjarnason2. [Söknm sjúkdóms á heimili sinu forfallaöist höfundurinn frá að sækja hátíð þessa, en ræðu sína Ijct hann í þess stað konia út í hinu norska dagblaði ,,Skandinaven“]. Mjer er það sönn ánægja, að eiga kost á að ávarpa hina fslenzku frændur mína á þessum hátíðisdegi yðar. Jeg hef i mörg ár varið nokkrum hluta þess tíma, er jeg eigi hef þurft til skyldustarfa minna, til að lesa sagnarit og Ijóð hinna gömlu forfeðra yðar; en við því gat eg eigi búizt, að mjer hlotnaðist að lala augliti til auglitis til niðja Ingólfs og Leifs, allrasízt hjer svo langt vestur f Vesturheimi. Það er ekki miklu meira en ár síðan eg sá hinn fyrsta íslending á æfi minni. Jeg sótti hann heim þar sem hann hefur aðset- ur, f La Crosse; jeg álti samtal við hann um ísland og sagna- rit þess, og í fvrsta sinni á æfi minni fjekk jeg að heyra tungu forfeðra minna. Maðurinn var vinsamlagur og gestrisinn ; en það, sem meira en allt annað hreif mig, var að hann f sann- leika var ísleudingur. Síðan hafa ýmsir ágætir fslendiugar sýnt mjer þann sóma og ánægju, að heimsækja mig ; nefni eg meðal þeirra fyrst og fremst hið ágæta skáld og frelsismann yðar Jón Ólafsson, og ásamt honum guðfræðinginn Pál torláksson, sem bæði hefur afbragðs málfræðislega menntun og í öllu viðmóti er hið mesta prúðmenni. |>að er varla þörf, að eg fullvissi yðnr um, að jeg hafði hina mestu ánægju af samfundum okkar, og að jeg tel þá báða góða vini mína. Jeg ann fslendingum fyrir þá sök, að þeir eru af sama 1) þessi ágæti maður er sem óðast að rita bækur um ísl. bókvísi í fomöld. — 2) p. e. vor gáfaði ungi landsmaður, sjera J. B. sem fór til Ameríku í fyrra. Ritstj. bergi brotnir sem jeg; íslendingar og Norðmenn eru ein þjóð- þeir eru bræður, sem í rjett þúsund ár hafa verið aðskildir; og það er i sannleika merkilegur alburður. að vjer, fslendingar og Norðmenn, skulum aptur hittast eptir þúsund ár hjer lengst vestur í Vesturheimi. Jeg ber ást og virðingu í brjósti til hinna íslenzku frænda minna fyrir þann frelsisanda og tilfinning fyrir sjálfstæðu þjóð- erni þeirra, sem þeir sýndu eptir orustuna í Hafursfirði, þá er Haraldur Hárfagri lagði óðul bænda nndir sig. Til þess að varðveita frelsi sitt þá, lögðu þeir aleigu sína í söluruar; þeir kusu heldur að yfirgefa frjóvsamar jarðir sínar í Noregi, hætta lífi sinu út á hið úfna og ólgufulla haf og taka sjer bólestu inn á milli jökla, snætinda, eldfjalla, hraunelfa, hvera og eyði- sanda á íslandi, heldur en að gangast Haraldi konungi hár- fagra á hönd með eignum sínum og óðnlum. Þeir sýndu og sönnuðu með aðferð sinni, að það er satt, sem stendur í hin- um fornu Háfamálum: «Bú er betra, þótt litit sje; Ilalr er hcima hver; Þótt tveir geitr eigi Ok langreptan sai, Þat er þó betra en bœn». Og er vjer nú stöndnm hjer Norðmenn og íslendingar, hvorir andspænis öðrum, þá hljótum vjer Norðrnenn, að fyrirverða oss fyrir forfeður vora fyrir það, að þeir eigi sýndu sömni frelsisást sem forfeður íslendinga. Jeg ber ást og virðingu í brjósti til íslendinga fyrir það, að þeir þrátt fyrir hið óblíða loptslag heima á ættjörðu þeirra, þrátt fyrir hina löngu vetur, er sólin algjörlega eða því sem næst hylst bak við sjóndeildarhringinn og hinu dimma himinn, að eins er upplýstur af regnborgalitum hinna glampandi norð- urljósa, þrátt fyrir fólksfæð þeirra, þrátt fyrlr allt þetta — segi jeg — eignuðust skáld og sagnaritara, sem standa framar öll- um öðrum meðal þjóðarinnar á sama tíma. þannig staðfesta þeir þann sannleika fyrir mannkyninn, að það er frelsið, sem lætur skáldskap og bókmenntir blómgvast. Var það ekki á þjóðveldistímabilinu að bókmenntir Grikkja stóðu í mestum blóma? Var það ekki líka á þjóðveldistimabilinu, að upp komu hinir frægu rithöfundar Rómverja? Litumst um hvervetna um heiminn, og v)er munum komast að raun um, að það er frelsið, sem hefur verið þjóðunum til blessunar. Fyrir þá sök að íslendingar varðveittu frelsisanda þann, er þeir tóku að arfi frá forfeðrunum, varð ísland heilagt must- eri, þar sem hinar fornu germönsku bókmenntir voru geymdar og færðar í letur. Hið forna germanska lif hjelzt lengur ó- breytt og sjálfstætt á fslandi en nokkurstaðar ella í heimin- um; fjekk það því tíma til að þróast og ávaxlast, og hinar fornu íslenzku bókmenntir, eddurnar sjer í lagi, eru hið full- þroskaða blóm fornaldarinnar. Þessi fornöld með hinni fögru, inndælu og skáldlegu guðfræði sinni átti þeim örlögum að að sæta í öllum öðrum germönskum löndum, að vera ofsótt og eydd af hjátrúarfnllum munkum og klerkum áður en vöxtur og viðgangur hennar hefðí náð þeim blóma, er henni varáskap- aður. ísland á þær bókmennlir i eigu sinni, sem allur heimur fyr eða siðar mun taka ástfóstur við og læra að dást að. Sá timi mun koma, að Sæmundar-Eddu, Snorra-Eddu, Heimkringlu, Njálu, Egils sögu Skallagrímssonar, Laxdælu og Grettis sögu verður að finna á heimili hvers eins menntaðs manns víðs vegar uui jörðina. í sambandi við þetta vil jeg geta þess, að ísland hefur ástæðu til að finna til sín andspænis öðrum þjóðum af ýms- um ágætum sonum, sem það hefur alið á seinni tímum. Guð- brandur Vigfússon, Eiríkur Magnússon og Jón lljaltalín halda uppi heiðri þess i Englandi og Skotlandi. Hinn heimsfrægi mynda- 8miðurAlbert Thorvaldssen var fslendingur. Próf. Fiske, vinur minn og yðar, hefur nýlega getið þess ( blaði til mín, að hann telji Jón Sigurðsaon i flokk hinna merkustu manna heimsins, er nú sje uppi. Hann ætlar, að Jón Sigurðsson með öllum rjetti eigi sæti á bekk með Gladstone í Englandi, hvort sem litið er til lærdóms hans eða stjórnarhygginda. Og májegspyrja, hverju landi mundi ekki þykja sjer sæmd að þvi að eiga eins gáfað- an, menntaðan og frjálslyndan mann eins og Jón Sigurðsson?

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.