Þjóðólfur - 19.10.1874, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 19.10.1874, Blaðsíða 4
8 og sonur Jóns prófasts f Vatnsfirði Arasonar sýslumanns f Ögri, sonar Magnúsar í Ögri Jónssonar á Svalbarði Magnússonar og Ragnheiðar Eggertsdóttur lögmanns Hannessonar. — Sira t*or- valdur missti konu sfna Guðrúnu, áður enn hann vígðist; yfir leiði hans, sem er fram undan kirkjudyrum á Miklabæ I Blöndu- hlíð, var lengi lítíl trjekapella. — Synir sira Þorvaldar og Guð- rúnar voru tveir, hjetu þeir Gottskálk og Ari; þeir sigldu báðir og staðnæmdust erlendis; Gottskálk var faðir Alberts Thor- valdsens, en Ari varð gullsmiður og vitum vjer eigi með vissu, hvað út af honum er komið'. — Faðir sira þorvaldar var Gottskálk lögrjettumaður á Möðrufelli f Eyjafirði; hann keypti siðan Hreiðarstaði f Svarfaðardal, og bjó þar lengi; eptir að sira Þorvaldur var kominn að Miklabæ, fór faðir hans til hans þangað, og var þar þangað til sira J’orvaldur dó, fór hann þá að búa aptur og bjó þá á I’orleifsstöðum hjá Miklabæ. Gott- skálk var tvígiptur, hjet fyrri kona hans Sigríður Jónsdóttir, og var sira f>orvaIdur þeirra son. Þá er Gottskálk kvæntist í seinna sinni, var hann orðin mjög gamall, og með þeirri konu sinni átti hann meðal annara barna Guðnýu, er giptist Ásgrími Dagssyni, (bjuggu þau lengi á Vöglum fyrir ofan Miklabæ, og áttu fjölda barna), og Gottskálk, sem lengi var utanlands í ýms- um löndnm, einkum þýzkalandi, sem dáti. Eptir að hann kom út aplur hingað til íslands, kvæntist hann og bjó á Miðgrund hjá Flugumýri; hann var hlnn bezti járnsmiður og kallaði sig Blander, af þvf að hann var úr Blönduhlið j hann drukknaði í Hjeraðsvötnunum 1821, er hann kom úr brúðkaupsveizlu Ólafs I’orbjörnssonar á Lundum og Ragnhildar Hinriksdóttur frá Reykjum í Tungusveit. Börn Gottskálks þessa dóu öll ung, utan einn sonur, er Þorsteinn hjet, og fór hann austur í Múla- sýslu. — Faðir Gottskálks, föður sira Þorvaldar, hjet Þorvaldur Gunnlaugsson, hans bróðir var sira Jón Gunnlaugsson á Mæli- felli, er dó skömmu eptir 1700; faðir þeirra var Gunnlaugur, er var lögrjettumaður og bjó á Gullbrekku f Eyjafirði, hans faðir Egill á Geitaskarði; hann átti 1608 Rannveigu dóttur Markúsar sýslumanns Ólafssonar og Ragnbeiðar Björnsdóttur Jónssonar biskups Arasonar; faðir Egils var Jón sýslumaður á Reykjum í Tungusveit, hans kona Guðný Einarsdóttir frá Ból- staðarhlfð, systir Skúla, föður I’orláks biskups Skúlasonar; faðir Jóns sýslumanns var Egill á Geitaskarði, er átti Guðrúnu Þor- leifsdóltur lögmanns Pálssonar, en móðir Þorleifs var Solveig dóttir Björns ríka hirðstjóra á Skarði á Skarðströnd torleifs- sonar; faðir Egils þessa fyrra var Jón sýslumaður á Geitaskarði Einarsson, kona hans var Kristín dóttir Gottskálks biskups grimma, hann var af norskri aðals ætt og hafði úlf í merki sínu; faðir Jóns var Einar Oddsson, kona hans hjet Ása Egils- dóttir Grímssonar, faðir Einars var Oddur Pjetursson á Holti vestur í Saurbæ; hans faðir Pjetur hefur verið fæddur um 1400. Af þessum Pjetri eru og þeir bræður, Pjetur biskup og Jón yfirdómari Pjeturssynir komnir langfeðgum. Það er víða, sem ætt þessi verður rakin upp til landnámsmanna í gegnum kvenn- leggi, en að gjöra það hjer yrði bæði of langt mál, og ætti eifji heldur við. x + y.______________ Hllgsj Ón. (Ort á þjóðhátíðinni). Og andinn mig hreif upp á há-fjalla tind, og jeg horfði sem örn yfir fold, og mín sál varð lík ís-tœrri, svalandi lind, og jeg sá ekki dupt eða mold. Mjer fannst eins og hefði jeg gengið upp gil fullt með grjótllug og hrœfugla-ljóð, fullt með þokur og töfrandi tröllheima-spil, uns á tindinum hœstum jeg stóð. Mjer þótti, sem hefði jeg þolað allt stríð sem að þola má titrandi reyr, og mjer fannst sem jeg þekkti’ ekki háska nje hríð, og að hjarta mitt hifðist ei meir.____________________________ X) Umsjónarmatur nokkur et>a vaktari vib Knipþisbrú i Kaupmannahöíu. er lifíi 1838 eí>a lengnr, sag&ist vera brætrungnr Aiberts Thorvaldsens, og hefnr hann þ4 verib sonur Ara porvaldssoaar, en hanu nefndi sig eigi Thor- vaidsen, heldor hafbi hann breytt nokkub ættarnafuiuu, eða þó heldur faílir haus. eptir þvf sero harin eagti. Jeg andaði himinsins helgasta hlœ, og minn hugur svalg voðalegt þor, og öll hjarta mxns dulin og deyjandi frœ urðu dýrðleg, sem Ijómandi vor. En mín sál var þó kyr, því að kraptanna flua eins og kyrrasta jafnvœgi slóð, og mjer söng einhver fylling i sveUandi hug, eins og samhljóma gullhörpu Ijóð. Eins og heilög Guðs Tiitning lá hauður og scer,, allt var himnesku gull-Ietri skráð, meðan dagstjarnan kvaddi svo dásemdar-skær eins og deyjanda Guðssonar náð. AÐSEND FYRIRSPURN. Herra ritstjóri! hefur dómkirkjupresturinn engu svarað greininni í blaði yðar í sumar, sem fór þess svo hógværlega á leið við hann, og færði meira en nægilegar ástæður til, að hann fækk- aði sínum dönsku messum hjer í kirkjunni? pað má þó varla minna vera ep að þetr 200 á móti 2 fengi að lieyra ástæðurnar, hvers vegna presturínn heldur svo fast áfram að prjedika 5. eða 0. hvern helgan dag á útlenda tungu fyrir tómu húsinu, og til lítillar uppbyggingar þess- um söftmði, sem annars er mikils til of vaxinn einum, þótt hvert han8 einasta orð yrði skilið. a -L o. 41þin^Í8kosnini;ar. í pingeyjarsýslu höfum vjer frjett að kosningu hafi hlotið: Jón Siourbssom á Gautlöndum og Benidikt Kfust.iínsson prestur, í Múla. í Vestur-Skaptafellssýslu: Páll P.álsson, prestur, áPrestsbakka. — par eð hin hálofaða kosning Reykvíkinga (sjá ísafold nr. 2) skorti þó skynsemina á endanum, (í 4juridisk höfuð), áað kjósa aptur31. þ. m. Veitt embætti. Kennara-embætti við lærða skólann Benidikt Gböndal. — Kálfafellsstaður 6. þ. mán. sira Jóh. Knúti Benidiktssyni á Einholti í Homafirði. § k i p A k O m A. Til Reykjavíkur7. þ. „Nancy“ (97 tonB) frá Englandi með salt til Fischers-verzlunar. Sama dag „Vega“ (97 tons) frá Bergen með alls konar vörur til Sam- lagsverzlunarinnar norsku. 3. þ. m. „Concordia“, gufuskip (400 tons), frá Spáni að sækja fisk. — Til Hafnarfjarðar 23. f. m. „Elise Marie“ (55 tons) með ýmsar vörur til verzlunarfjelags Alptnesinga. — Til Borðeyrar kom Pjetr Eggerz 26. f. m. á 50 lesta skipi, aðnafni l „Cort Adeler“, eptir 9 daga ferð frá Bergen, með mikið af nauðsynjavör- um til húnverska fjelagsins. Annað skip fjelagsins (Elfrida) var þá á leið til Grafaróss. — Sokkið hjerað. Hjeraðið D e z o i n í Tyrkjaveldi sökk skyndi- lega aðfaranóttina hins 4. júlí í sumar 3 faðma 1 jörð niður. Landið sökk svo jafnt og beint að flest hús stóðu eptir. Daginn fyrir heyrðust skelfilegar dunur niður f jörðunni, svo fleBt fólk var flúið úr hjeraðinu áður en jarðskjalftinn kom. Auglýsingar. — Hjer með auglýsist, að SUNNUDAGASKÓLINN í Roykjavlk á að byrja sunnudaginn 1. Nóvember þ. á., og eru þeir, sem taka vilja þátt í kennslunni í tjeðum skóla, beðnir, að snúa sjer til einhvers af oss, er ritum nöfn vor hjer undir, frá 22.—26. þ. mán. I skólanum verða eins og að undanförnu kenndar sex lærdómsgreinir, nefnilega: skript og rjettritun, teikning, danska, enska, reiltn- ingur, söngur, og ef nógu margir vilja taka þátt í, þá landafrceði og saga. Reykjavík, 17. október 1874. Sigfús Eymundarsson. Jónas Helgason. Árni Gíslason. __ pann 4. þ. mán. hvarf af Sels túnunum grá h r y s s a 6 vetra gömul, fremur lítil, vel geng en nokkuð víxluð, mark: granngjört hálft af fr. hægra, Btandfj. fr., lögg apt' vinstra. Hvem þann, sem finnur hana bið eg að koma benni til mín eða aðgjöra mjer aðvart um móti borgun fyrir ómak sitt. Steinsholti við Reykjavík 11. október 1874 Iiallgr. Guðmundsson. — Skömmu fyrir slátt hvarf hjeðan rauðblesótt hryssa, 5 vetra gömul, með mark: gagnbitað hægra og biti aptan vinstra, og eru þeir, sem hitta kynnu þessa hryssu, beðnir að halda henni til skiia tíl mín eða gjöia mjer vísbending urn. Heyuesi, 4. okt. 1874. p. M. Stephensen. — Jarpskjóttur hestur, heldur lítill vexti, mark: blaðstýft apt. bægra, illa gjört, aljárnaður, hefur horfið frá Grímsstöðum við Rvík, og er beðið að skila houum til Magnúsar Ormssonar á Syðra-Kekki í Flóa. — Gráskjótt hryssa, óaffext í vor, 3—4 vetra, ótamin, hefur verið í óskilum sjer í hrepp síðan snemma í ágúst; mark: sýlt vinstra. Gefi eigandi hross þessa sig ekki fram innan mánaðar, verður það selt á uppboði. Seltjarnarneshreppi. IngjalJur Sigurðsson. Afgreiðslustofa pjóðólfs: Kirkjugarðsstígur Nr. 3. — ítgefaudi og ábyrgðarmaður: Mattliías Jocliumsson. Prentaður í prentsniiðju íslands. Eiaar pórðarson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.