Þjóðólfur - 19.11.1874, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 19.11.1874, Blaðsíða 2
14 (þingabrauð) og hjeldu áfram að ráða presta til. Þessi siður hjelzt því til þess er siðabótin kom, og Ordinanzía Iíristjáns 3. var útgefin 1537. Eptir henni áttn söfnuðirnir að kjósa sjer sjálfir presta sína. En því miður komst sá siður aldrei framar á: biskupar gáfu ljensstaðina eptir sem áður, enda fækkuðu bændakirkjurnar stórum, er þær voru ýmist gjörðar að beneficíum, eða annexíum þeirra. Eptir konungalögunum 1665, tóku konungar og einkum amtmennirnir að gefa brauð- in, ýmist með ráði biskupa eða að þeim fornspurðum, og var brauðaveitingarvaldið, eins og margt annað nm þá daga, mjög óákveðið og gjörræðislegt, allt þar til konungsbrjef af 10. maí 1737 ákvað að konungur sjálíur skyldi veita öll stærri brauð- in, en amtmenn hin smærri og liggur þetta skipulag til grund- vallar fyrir því, sem nú gitdir1. Nú er það skoðun vor að þessi áðursögðu upprunalegu og eðlilegu rjeltindi safnaða hjer á landi til að kjósa sjálfir, undir umsjón biskupa, sína presta,— þessi rjettindi ættum vjer smámsaman að fá aptur. Allstaðar í löndum, t. d. víða á Skotlandi og Englandi, þar sem söfn- uðir stjórna sjálfir kirkjum sínum með öllu tilheyrandi, svo sem kirkjusöng, skólum og kennimannaskipun, allt undir stjórn nefnda, með tilsjón biskupa, — allslaðar þar sýnist meiri kraptur, fjör og framtíð í kirkjulífinu, en þar sem öll ráð eru hjá (opt fjarlægum) yfirvöldum. í Danmörku gengur hreifing mikil í þessa stefnu. Vilja sumir þar ekki einasla ráða prest- um sfnum, heldur og mega stofna ný prestaköll, hvar sem þeim sýnist. Á það mál latigt í land, enda er ekki heilla- vænlegt að byrja það með frekju, slíkt á að lempa með góðu meðan unnt er og heimta ekki allt f senn2. En fyrir því höf- um vjer bennt á þetta, að vjer viljum bera þá tillögu á borð fyrir lesendur vora, að söfnuðir hinna rýrari og afshekktari brauða landsins fari sjálfir að hlutast til um útvegun presta til kirkna sinna í því skyni að bæta úr prestafæðinni, og um leið til að glæða kirkjulegt frelsis- og framfaralíf í landinu. Ættu menn að sjá og skilja, að hjer verður aldrei bót á ráð- in, nema bótin komi frá söfnuðunum sjálfum. Byrjunin sýn- ist oss eiga að vera á þennan hátt: bænarskrár æltu að koma til næsta þings, er færu þess á leið, að sú lagaákvörðun kæm- ist sem fyrst á, að söfnuðir allra rýrðarbrauða landsins megi sjálfir kjósa sjer hvern þann prest, sem biskup álítur hæfileg- an og samþykkir. Ef fleiri en einn byðust, skyldu sliptsyfir- völdin velja í milli þeirra. l>ar til þessi rjettindi fást og svo jafnan síðan, æltu söfnuðir þeir, sem hjer um ræðir, nú þegar að byrja, að sjá sjer út prestefni. En hvernig eiga þeir að fara að því? Sú framkvæmd er nú að vísu mjög undir atvik- um komin, en mikið tekst ef margir vilja, þegar áhuginn, fjör og framkvæmd fer að vakna. í fyrri daga er ekki annars getið, en að prestar yndu sjer eins á útkjálkabrauðum og annarstaðar, en hvað er athugandi 1) Sbr. Kirkjurjett J. P. bls. 59. I pápiskum sit) var framkvæmdar- valdit) hjá páf»Hoin, og svo hjá haus jörlum, orkibiskupnm og bisknpum; dómsvaldit) hjá biskopum og prelátom hans (sj-nodonum); löggjafarvalditi var og mestmegnis í höndom prelátanna; þd ort)u engin kirkju-nýmæli l"g hjer á landi, nema lögrjettan samþykkti. Kirkjurjettur J. P., bls. 17. 2) Móti kosningarrjetti safnatanna hafa menn einkom þat), ati menn kynuo at> láta blekkjast sökom fylgis etla fávizkn o s frv., en trygging sýn- ist uóg fyrir met) vaxandi reynslu og meunton, ef bisknp hefur samþykktar- valdit). Knda fá ýmsir braut) nó á dögum, sem lítil trygging er í íyrir kristniua við það? það, að þeir prestar sýnast mjög opt að hafa verið innbornir menn f sama hjeraði, og optlega efnamenn og óð- albornir. Að fá innanhjeraðsmenn fyrir presta, er auðsjáan- lega hið hagkvæmasta fyrir lleslra hluta sakir. Sumstaðar, t. d. í Grímsey, ættu söfnuðir, ef svo mætti segja, að ala sjer upp prestaefni, lála kenna þeim á sinn kostnað og laða að sjer með öllu moti (nema kúgun eða rangindum). Nú viljnm vjer ekki spá fieiru í eyðurnar um þetta mál; fáist rjettindin, kemur reynslan sem kennir. En kæmist það á að söfnuðirnir legðu sitt fram til þess að kalla til sín presta (á sinn hátt eins og kennarar eru fengnir til frískóla), þá er þess meiri von, að fá eða engin brauð yrðu til lengdar prestlaus, eða þyrfti að taka npp (eins og uppflosninga) og gefa eða troða upp á aðra presta. Sameining brauða á sínum stöðum má að öðru leyti fara vel, og vjer álítum hættulaust fyrir kristnina þótt á stöku kirkjum yrði að fækka messum', — vjer meinum þar sem lítill söfnuður er, en setja kynni mega í staðinn ein- hverja stofnun til uppbyggingar. Án unglinga og alþýðuskóla (sem vjer bráðum skulum tala um) virðist, satt að segja, hrauðasameiningin mestmegnis tómt tildur. |>að er vaxandi líf, uppfræðing, og frjálst og þjóðlegt kirkjulíf, sem allir verða að hafa fyrir mark og mið og starfa að með eindrægni og gætni, fjöri og fylgi, ef duga skal. — i’JÓÐHÁTÍÐIIl. Oss hafa enn borizt nokkrar skýrslur um þjóðhátíðarhöld í hjeruðum; en þar lesendum vorum sem ekki eiga þar sjerstaklega hlut að máli, mun þykja nóg komið af jafn samkynja tíðindum, skal að eins geta hinna helzlu með fám orðum: Að Setbergi í Snæfellsnessýslu hjelt presturinn þar, sira Iielgi Sigurðsson, ásamt hinum gáfaða hreppstjóra þar í sveit, Stefáni Danielssyni, all-fagra veizlu með sóknarmönnum. Voru þar kvæði sungin fyrir konungs og íslands minni eptir ný- nefnda menn (hina sömu og ort höfðu minni þau er sungin voru áður við hátíðina í Stykkishólmi). Veizlan var haldin undir berum hirnni því veður var gott, og skemmtu allir sjer hið bezta. Að Svignasharði í Borgarfirði var og sama dag all-mikil veizla; stóðu fyrir henni bæudnrnir: IJalldór Bjarnars. á Litlu- Gröf, Jón Helgason á Eskiholti og Jón Jónsson á Galtarholti. þar voru 90 manns, flestir úr Stafholtssókn í Borgarhreppi. Halldór í Litin-Gröf hjelt þar tvær gáfulegar ræður, fyrir minni konungs og íslands, og eru þær í töiu þeirra mörgu ræða og kvæða, er alþýðumenn landsins hafa fiutt í sumar, og sem geyma bæri en glata eigi — þótt smá-blöð vor hafi ekki rúm fyrir það; — væri vel ef hvert hjerað fyrir sig hefði samtök um að safna og geyma í einu lagi, hið merkasta er kveðið hefur verið, mæll og framfarið á þjóðhátíð vorri. — í flestum sýslum munu samkomur, ein eða fleiri, bafa verið haldnar. þó höfum vjer ekki heyrt um liátíðarhöld i Skaptafellssýslu, og leljum vjer það vorkunnarmál, en síður Rangvellingum, hafi þeir ekki gjört sjer neinn dagamun. Höfðu Rangæingar, og einkum Árnesingar (Haukdælir og Oddaverjar, sbr. Sturlungu) 1) þat) er aubvitab, ab gó&ar messur ern aldrei of tibar, en hvab á a& 6egja nm hinar, einkum þar sem s ó n g u r i n n er, eins og vffca á sjer stat>, f grátlegu ástandi? Sönginn eiga söfno&irnir, engu sí&ur en prestarnir, a& endurskapa. Sjer pú nú, hinn mikli maður, Marka fyrir táknum hám, Er þinn lýður unir glaður Undir þessum fíkju-trjám? Spcglar nú hugar þíns heilaga lindin Húsið Guðs dýrðar og Moríju-tindinn? Ómar þjer Síonar sólfögur slóð Sálmanna himnesku gullstrengja ljóð? Eptir þig skal annar stærri Yfir-hirðir birtast jörð, Sjerðu hann í skuggsjá skærri Skipa Drottins veiku hjörð? Spúir nú sál þín á deyjanda degi Dýrðlegri komanda miskunar vegi? Manst þú nú eirorminn mörkinni á? Máttu nú krossinn á Golgata sjá? Hvíl nú Herrans kappinn sterki, Hvíl þig nú í ró og frið, Nú er lokið lífsins verki, Lát nú aðra taka við! Hart er að kallast frá hálfloknum iðjum, Ilart er að falla í sigrinum miðjum; þó hlœr þjer hugur við heilagri sýn: Ilimneska sólin Guðs trúfesti skín. — Ef við sál mín sama þolum, Sjáist að eins takmarkið, Lendi allt í mæðu-molum Myrkrið þegar tekur við: Skal þó til baka frá hverfandi hæðum Horfa með brennandi lofgjörðar ræðum, Framundan dvelur hin deyjandi brá Dýrðlegum Kanaans sólvöngum á. Gjarnan vil eg öðrum unna Um að bæta ruddan veg, Bráðum aðrir koma kunna Kann ske þrefalt meiri en jeg: Verði hjcr gjöldin mín gröfin og krossinn, Gleðstu þá sál min, við eilífu hnossin; Heyr þá frá Síonar sólfögru slóð Sálnanna himnesku gullstrengja Ijóð! Einn á Nebós helgu hæðum Hallar Móses þreyttri brá, Hnegir sólín hinnstu glæðum, Heilagt andlit stafar á: Aieinn hjá lýðnum í lífínu stóð hann, Langt ofar mannglaumnumhelveginn tróð liann, Guð var við líkið og legstaðinn bjó, Lokaði hans augum og vaggaði í rý. J

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.