Þjóðólfur - 15.02.1875, Qupperneq 3
41
e>Rin!egu kappi og árvekni þeim lögum sem vjer höfum, og
Þeim ráðum og reglum, sem reynslan kennir að mættu duga.
LÍTIL ATHUGASEMD.
í 9. blaði Þjóðólfs þ. á. stendur grein nokkur frá prest-
inum að Mosfelli sira Þorkeli Bjarnasyni, hvar í hann harðlega
átelur dvralækni Snorra Jónsson fyrir aðgjörðir hans og að-
gjörðaleysi hjer í sveit árið 1872, einkum á Suður-Reykjum ;
en þar eð jeg kannast ekki við sumt í grein þessari, finnst
mjer jeg vera knúður til að skýra frá því lesendum og heyr-
endum greinarinnar, að því leyti sem mjer viðkemur.
Ekki minnist jeg þess að nokkur «hreppsbúi hjer» Ijeti
mic7 lxeyra að nauðsynlegt væri að baða fullorðmi kindur mín-
ar í Stekkjarkoti um veturinn (1872), má það hafa verið mjög
óhappaleg yfirsjón af þeim sem framsýnastir þóttust vera, hafi
þeim annars verið alvarlega annt um að verða þekktir fyrir
framkvæmdarsama mannvini. 4. dag jiílímánaðar baðaði hjer
fyrst hreppstjóri Gnðmundur Einarsson frá Miðdal, en ekki »tim
fardagaleytið» var Snorri dýralækni þar við staddur, og mælti
svo fyrir að brúka skyldi 10 pund af valziskum meðulum til
100 potta af lög. Að kláðinn hafi oIifað góðu lífi» í ánum
mihum, er ólíklegt að prestur hafi vitað greinilegar en mjalta-
konurnar sem mylktu ærnar um sumarið, því 27. september
fannst fyrst að eitis lítill vottur í tveim af þeim. Að kláðinn
hafi uitbreiðst um sveitina hjeðan af bœ um hatistið» fremur
en frá öðrum bœjum sem kláðinn átti heima á á næstliðnum
vetri er hætt við, að prestinum veiti Ijettara að segja en
eanna. Böðunarnefudin í Mosfellssveit rjeði ehlii lækriingum
hjá mjer um haustið — 30. okt. heldur Sgr. Sæmundur
Sæmundsson frá Reykjakoti i Ölfusi, sem gjörði það vinsam-
lega fyrir mín tilmæli; held jeg að óvanir baðstjórar hjer, og
sveitin með, hafi má ske haft gott af að sjá og heyra máta
hans við böðunarverkið, því sú varð raunin á pann vetur, að
ekki þnrfti nema eitt bað á hverjum bæ í allri sveitinni, að
undanskildnm einum bæ hjer í grennd.
Suður-Reykjum, 2. febr. 1875. Jón Halldórsson.
(Aðs.) f Gísli prestur Thorarensen er fæddur á Stórólfshvoli
2l. nóvember 1818. Foreldrar hans voru sira Sigurður Gíslason
Thorarensen, síðast prestur eð Ilraungerði og Laugardæium,
nafnkenndur merkismaður, og Guðrún Vigfúsdóttir, systirþeirra
Bjarna amtmanns, þjóðskáldsins, og Skúla læknis. Af börnurn
þeirra hjóna, sira Sigúrðar og Guðrúnar, náðu að eins 3 synir
fullorðins aldri: Vigfús sýslumaður ( Straudasýslu (f 1854),
sira Gísli, og sira Stefán á Kálfatjörn. Sira Gísli útskrifaðist
úr Bessastaðaskóla 1840, sigldi samsumars til Kaupmanna-
hafnarháskóla, og tók þar fyrsta og aonað lærdómspróf (exa-
men artium og philosophicum) 1840—1841. Síðan las hann
guðfræði nokkur missiri, en þó meðfram skáldskaparrit og ýms
fögur fræðijþvi að þangað var hugurinn jafnan hneigður. Eptir
að sira Gísli var kominn hingað aptur til lands, var hann sett-
ur kennari við Reykjavíkur lærða skóla veturinn 1847-- 1848,
fjekk Sólheimaþing í Skaptafellssýslu sumarið eptir, vígðist
þangað haustið 1848, kvongaðist litlu síðar, og átti Ingibjörgu
dóttir Páls amtmanns Melsleðs. Um vorið 1849 fór sira Gísli
austur til brauðs síns, settust þau hjónin að á Felli í Mýrdal,
og bjuggu þar alla þá stund, er hann var prestur í Sólheima-
þingnm. Árið 1873 var honum veitt Stokkseyrar- og Iíaldað-
arness prestakall í Árnessýslu, og þangað fluttust þau hjónin
á næstliðnu vori (1874) og settust að á Ásgautsstöðum, sem nú
er orðið prestssetur í því kalli. En honum var eigi ætlað, að
dvelja þar langvistum, eða verða þar ellidauðum. Fyrsta dag
jóla (25. des. 1874) ætlaðr hann að embætta á Stokkseyri —
sem er mjög skamt frá prestssetrinu — enda var hann korn-
lr>n á kirkjustaðinn og fjöldi sóknarmanna, og búið að hringja
lvær hringingar. Prestur sat i stofu og átti tal við nokkra
^enn, er þar voru inni, heill að sjá og glaður í viðræðum,
e'ns og hans var vandi. En fyr en nokkurn varði, hneig prest-
Ur niður þar sem hann sat, og var þegar örendur. Læknir
Var þar í nánd, og kom að lítilli stundu liðinni, en þrátt fyrir
Q"a tilraun hans varð Kfinu eigi bjargað, dauðinn varð þar yfir-
sterkari. fannig dó sira Gísli að vlsu sviplega, en þó þján-
lnearlausum dauða og fögrum, og er eigi óliklegt, að margir
mundu kjósa sjer slíkan dauðdaga. Sira Gísli var maður vel
gáfaður og vel að sjer og skáld gott, eins og sýna bæði sálm-
ar þeir, er hann hefir ort og prentaðir erti í sálmabókinni
(nr. 50, 53, 72, 247 og 376 í Rvíkur-útgáf. frá 1871), og ýms
önnur Ijóðmæli, þó fæst þeirra hafi enn komið fyrir almenn-
ingssjónir. í daglegri viðkynningn var hann einhver hinn geð-
prúðasti maðnr og skemtilegasti, síspaugandi og manna fyndn-
astur í orðum. Hann hafði blitt og viðkvæmt hjarta, og mátti,
sem menn segja, ekki aumt sjá. Að því er heyrzt hefur,
fjekkst hann talsvert við lækningar og varð mörgum að liði.
Hann var, að því sem kunnugt er, heilsugóður mestan hluta
æfinnar, en á hinum síðustu árum gjörðist hann nokkuð feit-
laginn og kenndi þá talsverðrar mæði fyrir brjósti, og mun sá
kránkleiki hafa orðið hans dauðamein. Vinir og vandamenn
sakna innilega þessa merka manns, og kona hans og 4 börn
þeirra (synir 2 og 2 dætur) eiga þar að sjá á bak ástríkasta
eiginmanni og föður.
— Hinn 24. dag ágústmánaðar f. á. vildi það slys til á Færeyj-
um, að prestur einn, Rúdolf Jensen að nafni, fjell fyrir björg
ofan og týndi lífi. Prestur þessi var prestnr á Sandeyjar-
prestakalli, og var á embættisferð sinni á ey einni, er Stóri-
Dímon er kölluð, er þetta hraparlega slys bar til. En svo
hagar þar til, að eyjan er öllum megin girt ógnarbröttum hömr-
um afarháum, og verður að eins á einum stað komizt upp á
hana um einstigi eitt, er liggur i tæpum sneiðingum upp ham-
arinn. Presturinn var á leið frá 'kirkju eptir af lokna em-
bæltisgjörð, og átti að ganga niður þetta einstigi. þeir, er
með honum voru, gátu eigi gjörla sjeð, hvort honum skruppu
fætur, eða hann fjekk aðsvif, en þó var það heldur ætlan þeirra.
Jensen heitinn var góður og ötull kennimaður, og hafði það
fram yfir flesta aðra danska embættismenn á Færeyjum, að
hann Ijet sjer mjög annt um nllt það, er að færeyisku þjóð-
erni lýtur; og mun því minning hans lengi lifa í hjörtum allra
sannra Feyreyinga.
ÚR BRJEFI FRA AMERÍKU. (Sjá 5. bl. þ. á.).
(Niðurlag). Nokkru síðar mælti Scá, er þetta ritar, nokkur átninn-
ingarorð til íslendinga um að leggja eptirleiðis áhuga á varðveizlu feðra-
tungu sinnar, íslenzkunnar, í landi þessu. Tók hann fram, að óumflvj-
anlega nauðsynlegt væri fyrir (iá, eíns og allar aðrar fjóðir í þeasu
landi, að nema enska tungu svo vel mætti bjarga sjer í daglegu lífi; en
það væri heilög og háloit skylda hvers íslendings, að gleyma ekki eigin
tungu sinni, njo heldur blanda hana allskonar hrafnamáli, eins og frænd-
ur vorir af norðurlöndum gjöra sig svo stórlcostlega seka í, þá er hing-
að er komið. Meðal annars þótti ástæða að vara við því, að breytaept-
ir Norðmönnum hjer í landinu, í [iví, er peir margir hvorjir hafa breytt
nöfnum sínum eða tokið sjer ný nöfn frá rótum, er þeir halda á lopti
andspænis hinum ensku talandi landslýð, en hið forna norska nafn lafir
j)ó við pá meðal Linna norsku sveitunga þeirra; þeir þykjast veröa að
gjöra Ameríkumönnum auðveldara fyrir, að bera nöfn sín fram og taka
því upp á þessari flónsku'. Jón Ólafsson hjelt ræðu til heiðurs þeim
mönnum innan Bandaríkja, er mestan sóma og velvild hafa sýnt íslandi.
Tók hann sjer í lagi fram prófessor Willard Fiske við Cornell-háskóla í
íþöku, bæ einum í ríkinu New-York, hinn mikla Islandsvin, or fremur
öllum er það að þakka að ísland á þessu ári hefur fráYesturhoimifeng-
ið bókagjöfina miklu, sem hann auk þess af eigin efnum lagði svo ríku-
loga til. Jafnframt honum minntisthann á prófessor Rasmus B. Ander-
son, Norðmann fæddan í Bandaríkjunum, við báskóla Wisconsín-ríkis í
Madeson, er bezt gokkst fyrir bókasamskotunum til íslands hjer í vest-
urríkjunum einkum meðal Skandinava, og á líkan hátt og hinn fyrnefndi
heldur uppi og útbreiöir sóma íslands og þekkingu á bókmenntum þess
bæði í ræöum og ritum. í heiðursskyni hafði þeim báðum verið boðið
til hátíðar vorrar, en kvorugur gat komið; um að hinn fyrnefndi fengi
vcrið moð oss við þetta tækifæri gátum vjer í rauninni enga von gjört
oss, því frá íþöku til Mihvauke er óravegur; á hinum síðarnefnda áttum
vjer þar á móti nærri vissa von, en sjákdómur á heimili hans olli því,
að hann gat eigi heldur verið moð oss. (Ræða, semAnderson hafði ætl-
að sér að halda, á þúsundárakátíð vorri, hefur verið prentuð i blaði
þessu). Má af henni sjá, að maður þossi ann ættjörð vorri af kjarta.
Minni þessara tveggja menntamanna, or oss íslendingum og bókmonnt-
um voruni hafa upp vakizt hjernamogin Atlantshafs, var gjörður hinn
bezti rómur að, og skál þeirra drukkin moð hjartanlegri viðurkonning. pessi
var hin síðasta af eíginlegum hátíöarræðum vorum, ogskömmu síðar var
1) Til dæmia um það, hvernig hálfmenntaðir eða alveg ómenntaðir
Norðmcnn breyta nöfnum sínum, má gota þess, að Níelson er iðulega
breytt í Nelson, Olscn i Wilson, Björn í Benjamin, kvennmar.nsnafnið
Gro (~ Gróa á ísl.) í Julie, og allt eptir þessu.