Þjóðólfur - 08.05.1876, Síða 4
72
og Langanes*, og var hann síðustu daga f. m. víða kominn
inn í fjarðarbotna. Þó er svo að sjá, sem hann sje enn ekki
orðinn alveg fastur, heldur víðast hvar jakaís og lausgerður.
Ilarðindi megn mega því heita komin eða fyrir dyrum nálega
jafnt yfir allt. Af vesturlandi kvarta brjefin einkum um h e y-
skort, og nær sá skortur allt hingað á nes; þykja hey hafa
reynst afarljett, og víða gefist upp miklu fyr en varði* 1. Blöð
hafa borizt frá 20. f. m. (Norðlingur). Segja þau bæði hríðir
og heyskort úr sumum sveitum síðan ísinn kom. Víða
hlupu höfrungar inn á fjörðu undan Isnum, náðust 92 ÍFjalla-
höfn I Kelduherfi. Hval rak 20 ál. langan á Tjörnnesi og 2.
á Höfðaströnd. Menn voru og sumstaðar búnir að ná í nokkra
veiði af sel og hákarli í sumum veiðistöðum. Eitt vöruslcip
hafði komizt inn á Skagastörnd undan fsnum, en önnur mega
bíða, og er sagt að fleiri skip en eitt muni hafast við fyrir
austan Langanes.
— Slysfarir. í miðjum marz varð maður úti á Möðru-
dalsfjöllum, og 2 menn höfðu hrakist mjög af kali á þistils-
fjarðarheiði. — Nú um sumarmálin fórst skip undir Jökli, frá
Iljallasandi. Veður var ekki hvasst en landtaka ófær sökum
stórbrims. Formaðurinn var Snæbjörn sonur Kristjáns bónda
Jónssonar á Hergilsey, og hásetar hans valdir yngismenn úr
Vestur-eyjum. Horfði múgur manna á er skipi þessu hvolfði
fáa faðma frá «malarkampinum» og gat enginn björg veitt; er
svo sagt að skipið hafi fulla tvo tíma barist þar um í brim-
garðinum áður því kastaði upp að kampinurn með formannin-
um lifandi á kjölnum; hafði hann sýnt ótrúlega mikla þrekraun
og ávallt verið blýfastur við skipið. Hinir allir sex týndust þar
jafnóðum og hver þeirra varð sigraður af sjávarrótinu. Ern
meðal þeirra tilnefndir 2 efnismenn Pjetur Pjetursson frá Skál-
eyjum og Andrjes Magnússon úr Flatey. Slíkar grátlegar land-
töku-drukknanir eru því hörmulegri, sem þær eru tíðar á landi
þessu, og ekki síður fyrir þá sök, að öllum scm heyra þær,
og mörgum sem h o r f a á þær, dettur optast nær fyrst í hug
að spyrja: Æ, því lögðu mennirnir að slikri landtöku! því
miður verða menn of opt að láta sjer nægja þetta forna nor-
ræna dularsvar: Ekki má feigum forða.
— Af ísafirði. þegar póstur fór þaðan, var þar að
vísu hafis ókominn, en allt fullt með snjó, hret og harðindi,
og afii síðan áleið með minna móti (í Bolungarvík) mest sök-
um illviðra.
Hvað Tangakaupstaðinn snertir, gleður það oss að geta
með vissu sagt, að þar er töluvert að eflast áhugi og dreng-
skapur manna hvað menntunarlegar framfarir snertir síðan
kaupstaðurinn fjekk bæjarrjettindi, svo er og nú hinn nýi
barnaskóli byrjaður og haldinn með kappi og ástundun
helztu bæjarmanna. Er oss skrifað þaðan af merkum manni:
• Auk yfirkennara barnaskólans, kand. Árna Jónssonar og með-
kennarans Eggerts Jochumssonar, hafa þeir herrar St. sýslu-
maður Bjarnarson og verzlunarstjóri W. Holm kennt þar óbeð-
ið og borgunarlaust einn tíma á hverjum degi; hinn fyrnefndi
sem annars hefur feyki-miklar annir, sagnafræði með mestu á-
stundun, óg hinn síðarnefndi sönglist bæði börnum skólans og
öðrum utanskóla, einnig með lofsverðum áhuga. Sami herra
er líka organisti við kirkju bæjarins og þiggur engin laun fyrir.
Einnig þeir sira Árni prófastur og læknir f>. Jónsson hafa gefið
þar tímakennslu, þegar þeir hafa því við komið». Á Tangan-
um er nú nýbúið að stofna sparisjóð fyrir forgöngu helztu
manna — það er sá 4. á landinu.
Yíða á Vestnrlandi voru skip komin.
— Eptir fiskiskútu úr Færeyjum sem hleypti þessa daga inn
á Hafnarfjörð, er haft að hafis llggi austur og suður fyrir land
allt að Ingólfshöfða í Öræfum.
ATHUGASE M D TIL «SAUHBÆAR BINDINDIS- OG
LESTRAR-FJELAGS*.
Auglýsing þessa flelags (í 15. nr. t*dfs)' fellur vafalaust
1) Hin ótrúlegu breytilegu heygæði hjer á landi hafa lengi margan
blekkt og ollað stórtjóni. Jafnvel hin samvizkusamlegasta heyjaásetning
að haustinu getur því optlega reynzt óáreiðanleg.
flestum nýtum mönnum hið bezta í geð, og ósknm vjer þessui^
vorum ungu vinum til lukku og blessunar með fyrirtækið)
mikið gott megi þar leiða af litlum vísi. Vjer getum og 8,a
fjelagsmenn með Ijúfmannlegum undirtektum þeirra herra
ups og skólameistara, er falið er (ásamt ritstjóra þdfs) á heo1
ur að meta hinar væntanlegu bindindisritgjörðir. Einasta
þess getið að vjer leyfðum oss upp á væntanlegt samþý^1
fjelagsins að færa hinn tiltekna dag í auglýsingunni frá 1. d. a8;
til 30 dags sama mán., sökum þess að þann dag er me>rl
von að ritdómendurnir verði þá hjer heima staddir. — Seín
lilla smábending skulum vjer leyfa oss að benda vorum uag1’
vinum á, að þar sem þeir í auglýsingunni virðast vilja kailaþ30
siðferðislega skyldu „hófsemdarmanna“ að skrifa sig í algfirt
bindindi, þá þykir oss þeir þar nokkuð örorðir, þar marfc,|r
siögæðismenn kunna að skoða slíkt á nokkuð annan veg °8
ekki sem algildan sannleika, enda eru og þeir menn til, sel11
fyrir sakir tæprar eða sjerstaklegrar heilsu drekka einar e®'1
aðrar vfntegundir. Hins vegar er hvervetna viðúrkennt,
fátt sje þarfara og hamingjuvæalegra, en að ungir m e n "
og — ekki síður — óreglumenn gangi I algjört bindín(l''
Að allt mannkynið gjörði slíkt hið sama, væri án efa óskaráðt
en að þess verði auðið, skal enginn ætla.
— Þar sem vjer í síðasta blaði hermdum upp á ísafold,
Vestmanneyingum hefði verið drumbs við gjöf Mr. Smiths, Þ1’
er það skakkt hermt: ísafold hafði ekki sagt þ a ð, held111
bafa einhverjir aðrir borið það út.
— Eg bið yður herra ritst. að leyfa að tjóðólfur yðar flyo',
kveðju mína höfundi hinnar nýútkomnu nafniansu greiDar
Norðanfara bls. 17, og þau orð min, að hann hefði ekki þlir
að seilast til norðlenzku prentsmiðjunnar, til þess að koi1’1
þessari grein sinni á gang, því jeg hefði eins vel getað tek'
hans bróðurlegu bendingum eða aðflnniugum, þó hann h81 (
látið hana koma út f þjóðólfi eða ísafold meö n a f n i s i 11
undir. Vinsamlegast
S. B. Sivertsen.
VÖRUVERÐ í APRÍL í KAUPMANNAUÖFN:
Hvft ull 96 aura; í saltíisk er ekki í'arið að bjóða, heloe
eigi f harðan lisk; kaffipundið 80 aura; steinsykurpundið á
aura, og lakari sortir 33'/2 og 27(/4 a. ; púðursykur 23 alira’
neflóbakspundið 1 kr. 92 aura; munntóbakspundið 1 kr. ðd1'-
— 1 k. 60 aura; snurpundið 34 aura; sprittarpotturinn 4f> a;!
rúgtunnan 13 kr. 90 aura; hveilistunnan 16 kr. 50 a., og .V’1'1
baunatunnau 15 kr., og þar yfir; bygg eptir gæðum frá I* .
33 a. til 14 kr. 75 a.; kartöflur 7 kr.; smjör pnd 91 a. til I *‘r"
flesk 50 a.; tólg 33 a.
— Eg leyti mjer hjermeð opinberlega að færa minar
ustu og beztu þakkir öllum þeim, sem á einhvern veg vC'*lnli
virðingu- og sæmd, umhyggju og hjúkrun, mínum elskaða
Gísla súl. Bjarnarsyni, er andaðist í Reykjavíkurskóla þaoD
febr. sfðastliðna, og sem ekki einungis liðsinntu honuiD
glöddu hann meðan hann var lifandi, heldur gjörðu líka f^nlJ
tök að því, að annast á allar lundir, að útför hans, þegaf P tjt
var látinn, færi fram heiðarlega, já skutu saman miklu *) jj
þessa augnamiðs. Sökum þess að þetta hvað fyrir sig jnr
mjer röksemd fyrir því, að þessir ágætismenn og skólab1’® 0g
hins andaða hefðu sýnt, að Gísli sál. hafði öðlast kærleik3^^..^
virðingu þeirra, þá varð mjer þetta góðverk þeirra
huggun í harmi mínum, og þenna raunaljetti bið jeg 8®
guðs að launa þeim með hinni sætuslu svölun.
Yzta-Skála, 12. april 1876.
___________________Solveig F.inarsdóttir.
AUGLÍSINGAR. ao
j£/|r* IJjer með leyfum vjer oss að leiða athyg’i
fcr emur
íl^
,
því, að gömul smámynt, sem er iiiHÍÍl* þremur
eða 4H sk í Idi lí{£iim, er nú að fara úr gildi — tilp
þ. á. — eptir auglýs. dags. 14. sept. f. á„ sbr. stj(>Tn I
^ I 07 Á Ai/u 1 1Q /\rt ns ntttíirt nrw otrtna áim’ /, ð /v /~r> t n ^
1875 bls. 118, og verða menn þvi að gœta þess, n pO
skipt henni við jarðabókarsjóðinn nokkrum dögum a ,
póstskip fer hjeðan i þriðja sinn, nefnil. i júnimán■ P'
Til feaiipenda fijóðólf's ! .. ....a/S
þar eð eg ætla snoggva ferð til Englands og verða bur ^ta11
mánaðartíma. skal eg hjer með tilkynna, að eg hef ru,rjr iUÍI,a
hra Porlák Ó. Johnson til að gegna ritstjórnarstörfum jj gioOr
hönd á meðan, undir mínu nafni og ábirgð. YfirpreU.agsins.
þórðarson afgreiðir fyrir mína hönd auglýsingar til b a
— Næsta bl. eptir (/2 mán. Matth. Jockumss
Afgreiðslustofa J>jóðólfs:
Aðalstræti Nr.
6.
— Útgefandi og ábyrgðarmaður: M a 11 h í a s J o c h u m
Prentaður í prentsmiðju íslands. Einar pórðaraon.