Þjóðólfur - 07.07.1877, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 07.07.1877, Blaðsíða 1
29. ár. Reykjavik 7. jálí 1877. A 1 f> i n S i. Alþingið var sett samkv. kgsbréfi 21. febr. þ. á. mánu- daginn 2. þ. m. Voru allir þingmenn komnir nema Benidikt sýslum. Sveinsson 1. þingmaður Árnesinga. Var að venju byrjað með guðsþjónustu í dómkirkjunni; 2. þingm. Rangæ- inga séra ísl. Gíslason steig í stól, og flutti skörulega ræðu út af Sálm. 127, 1. Síðan söfnuðust þingmenn í alþingis- salinn, og gekk þá landshöfðingi, herra Hilmar Finsen, til forsetasætis og las upp skipunarbréf konungs til sín frá 11. maí síðastl., og því næst svolátandi kveðjubréf konungs: ('hristian liinn IX,. af guðs náð Ilanmerkur kon- ungur o. 9. frv. Vora konunglega kveðju! Jafnframt og Ver höfum veitt landshöfding/a Vorum vald til að s'etja alpingi pað, sem nú á að Itoma saman, Iriðj- um Ver fulltrúa íslands að táka á móti innilegustu óskum Vorum um, að starfí peirra megi beta happasœlan ávöxt fyrir land og lýð. Með ánœgju rennum Ver hugamtm aptur til alpingis, er síðast var haldið. Pau mörgu mikilvcegu lagaboð, sem pað pá sampykkti, og sem Ver, að einu undanteknu, Öll höf- um getað allramildilegast staðfest, er góður fyrirboði um, að stjórnarskráin 5. janúar 1814 muni verða undirrótin til á- rangursmikils samverknaðar milli alpingis og stjórnar Vorrar. Í peirri sannfœringu, að alpingi eigi síður en Ver hafi allan hug á að halda áfram á leið þá, sem svo vel er byrjuð, látum Ver leggja fyrir afpingi, sem nú kemur saman, eigi allfá lagafrumvörp, og shulum Ver meðal peirra einkum geta þeirra, sem. miða til að koma öðru skipulagi á skattamálin, sem svo lengi hefur verið fyrirhugað, og i sambandi við það bua undir endurskoðun á jarðamatinu. Ver heitum alþingi hylli Vorri og konungfegri mildi. Rilað á Amalíuborg 25. dag maímánaðar Í877. Undir Vorri konuuglegu hendi og inusigii.. CJhristian II. (L- S-) ___ J. Nettemann. £á yfirlýsti landshöfðingi því, að alþingi væri sett; stóð þá upp þingmaður Barðstrendinga, E. Kúld próf, og mælti: Lengi Hfi konungur vor Kristian hinn níundi, og tóku allir þingmenn undir með 9földu «húrra». Fjórði konungkjörni, Dr. Jón Hjaltalín, gekkst því næst, sem aldursforseti, fyrir kosningu forseta hins sameinaða alþingis, og kaus þingið ná- lega í einu hljóði (amtm. Thorberg hlaut 1 atkv.): Jón Sigurðsson B. frá Khöfn. Gekk forseti þá til sætis síns og lét kjósa varaforseta hins sameinaða þings og hlaut Halldór Kr. Friðriksson E. yfirkennari 20 atkvæði (amtm. Thorberg 14). Skrifarar hins sameinaða þings urðu: Eiríkur próf. Kúld (21 atkv.) og ísl. prestur Gíslason (11 atkv.). pví næst skildu deildirnar, og kaus hvor um sig sína embættismenn: 1 neðri deildinni féllu þær kosningar þannig: Forseti (í einu hljóði): jón Sigurðsson, varaforseti: Jón Sigurðssou' frá Gautlöndum, skrifarar: H. Kr. Friðriksson og Ísl. Gíslason. í efri deildinni: forseti Pitur biskup Peíursson, varaforseti: Eiríkur próf. Kúld, skrifarar: fíen. próf. Kristjáns- son og Magnús yfirdómari Stephensen. Síðan komu deild- irnar aptur saman og kusu 3 menn til að rannsaka kjörbréf hinna nýju þingmanna: Arna Thorsteinsons, M. Stephensens, 21. blað. sira Arnljóts og sira Jóns Blöndals, og reyndust þáu öll lögmæt. Stjórnarfrumvörp lögð fyíir alþingi. a, fyrir ncðri deildíná: 1, til fjárlaga fyrir árin 1878 og 1879; 2, til fjáráukalaga fyrif árin 1876 og 1877; 3, um breytingu á tilskipun fyrir ísland um gjald á brenni- víni ög öðrum áfengutn drykkjum, 26. febr. 1872, 2. gr., að því leyti er snertir borgun gjaldsins af þeiín Vörum, er flytjast til landsíns með gufuskiptún; 4, um skatt á ábúð og afnot jafða og á lausafé; 5, um tekjuskatt; 6, um húsaskatt; 7, um laun sýslumanna og bæjarfógeta; 8, um breyting á fátækratíundargjaldi; 9, um lögsókn og hegningu fyrir rangt tíundarframtal; 10, lög til bráðabyrgða 21. febr. þ. á. (sama efnis og nr. 3). b, fyrir efri deild. 1, um skipti á dánarbúum og félagsbúum o. fl.; 2, um kosningar til alþingis; 3, um endurskoðun jarðabókarinnar frá 1861; 4, um breytingu á þeirri tilhögun, sem hingað til hefur verið á birtingu laga og tilskipana á íslandi; 5, um breytingar og viðauka við tilsk. 5. jan. 1866 og 4. marz 1871, um fjárkláða og önnur næm fjárveikindi á íslandi; 6, um bæjargjöld í Heykjavrkttrkaupstað'; • 7, um, leysing á sóknarsambandi; 8, um stofnun borgaralegs hjónabands og uppfræðslu barna í trúarefnum, þegar eigi hvorttveggja foreldra hafa þjóð- kirkjfltrú; 9, um að nema úr lögum, að skírn sé náuðsynleg seíu skil- yrði fyrir erfðarétti; 10, um skipun dýralækna á íslandi. Framh. bls. 84. Embættaskipun. 28. f. m. setti landshöfðingi 1. meðdómanda í landsyfiréttinum, Jón Petursson, til þess fyrst um sinn frá 1. þ. m. að gegna dómsstjórastörfum nefnds rjett- ar, upp á eigin ábyrgð, með óskertutn launum þeim, er em- bætti þessu eru lögð, og seín éru 5800 kr. S. d. var 2. meðdómandi í landsyfirréttinum, Magnús Stephensen, settur til að gegna störfum 1. meðdómanda, og landfógeti Árni Thor- steinson settur 2. meðdómari og dómsmálaritari yfirréttarins fyrst um sinn frá 1. þ. m., gegn hálfum yfirdómaralaunum. Hinn 29. f. m. veitti landsh. Barð í Flótum sira Tómasi Bjarnasyni á Hvanneyri (vígð. 1867). Auk hans sóttu: sira Markús Gíslason á Blöndudalshólum v. 1862, sira Eyólfur Jónsson í Kirkjubólsþingum v.1865, og sira Magnús Jósefsson á Lúndabrekku v. 1875. (Úr ísafold). Óveitt embætti: Hvanneyrarbrauð í Siglufirði, met. 528,89 kr., augl. 20 f. m. IjeiðréttÍEig' og svar. Hinn heiðraði höfundur neðanmáls-sögunnar »Nokkrir dagar í Svíþjóð 1876» í Újóð- ólfi, 16—21. tbl. hefur ritað í óaðgáti (og vér ekki athugað það í tíma) að háskólinn í Lundi liafi verið stofnaður 1658, en á að vera 1668; líka hefur hann ritað: Karl 9. Gustav, fyrir Karl 10. Gustav. jþetta hcfur eitthvert »X» þegar leiðrétt í ísafold (en því ekki í pjóðólfi?), og það svo greiniloga, að hann lætur sér ekki minna nægja en að yíirlýsa því, að sitt langlundargeð við prentvillur þjóðólfs sé nú loks eptir langa mæðu á enda, les því næst upp góða glepsu af sænskum kon- 81

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.