Þjóðólfur - 27.11.1877, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 27.11.1877, Blaðsíða 2
6 búmanna til að veita fénu móttöku, og skal formaður nefnd- arinnar færaskráyfir sjóðinn, og hvað hver nefndarmanna tæki við til umsjónar. |>etta fé sem þannig kæmist saman, skyldi síðan lánað til hjálpar og uppörfunar þeim sveitarmönnum, sem vildu og þyrftu. Skyldi lánið vera til íjiigurra ára,- og vera þá fullborgað, XU borgast árlega, og 4 af hundraði í ársleigu. Nefndin skal virða til peningaverðs það sem lárað er, þar höfuðstóllinn yrði eflaust mest í fénaði og öðrum land- aurum fólginn; nefndin ræður hverjum lána skuli, enda á- byrgist innköllun bæði leigna og liöfuðstóls. Eáða skal og nefndin, hvort borgað er í peningum eða í vöru; hún ákveður og gjalddaga. Fátæklingar, sem þannig fé lána, skulu skyldir að haga láninu eptir ráðum nefndarinnar. Hvað veð snertir, setja það allir, sem lánað er, nema nefndin eða sveitarmenn öðruvísi ákveði í sjerstökum tilfellum. Með þessum hætti — þótt máske sýnist óviss og um- svifamikill í fyrstu — mætti vinna ómetanlegt gagn í sveita- félögum. Með þessu gætu miklu fleiri einhleypingar ávaxtað muni sína sjálfum sér og felaginu til gagns; peningar drag- ast síður til bruttls og skaða út úr sveitinni, kramkaup og kaupstaðarskuldir, og þar af leiðandi ánauð, mundi fara minnkandi; og — framar öllu — mundi þetta efla hug og dug frumbýlinga og íjölskyldumanna sveitanna, innræta þeim metnað og mannrænu, og smáglæða almennan félagsanda. J>að er vitaskuld, að nálcga væri allt komið undir árvekni, framsýni og eptirlitum þeirrar nefndar, sem stýrði og stjórn- aði þessum félagsskap, en þar sem sú stjórn færi vel fram svo nokkrum árum skipti, efumst vér ekki um, að menn mundu sannfærast um, að ómakið borgaðist — jafnvel langt framar von. Vestfirskur bóndi. P ú s t f r é 11 i r. • Haustveðráttan hefur verið mjög köld um allt land; einkum eru stormarnir fyrri hluta október minnisstæðir; héldu þeir «Diönui> inni á Seyðisfirði til hins 17. s. m. Hér um suðurland og víðar gengu samt blíðviðri mikil fyrir og eptir mánaðamótin, okt. og sept., og stöðug fjallátt með hrími og hélu. Jörð hefur því snemma orðið köld, létt og óholl. fó hefur lítið borið á fjárpestinni til þessa, þótt hún gjöri vart við sig, enda virðist nú hér syðra óðum vera að vakna at- hygli manna við meðferð fjárins, og æ fleiri taka að sann- færast um, að kenningar þeirra — einkum sira Guðmundar á Breiðabólsstað — sem kenna þessa landplágu mest illu fóðri, vatnsleysi og vanhirðingu, séu alveg réttar. Af aflabrögðum hér við flóann er sama að segja: haust- vertíð engin. Bjargarleysis-útlitið er því miklum mun í- skyggilegra nú en það var í fyrra-haust; bágstöddust eru tal- in nesin, Akranes og Álptanes. Tók hinn síðarnefndi hrepp- ur lán úr landssjóði á síðasta sýslufundi, 3000 kr., og skal það fé borgast af hreppnum á 10 árum, en sýslan taka þá við ef hreppurinn hefur ekki getað staðið í skilum. Gjafir koma að úr ýmsum héruðum, og skulum vér síðar auglýsa lista yfir þær. Slysfarir. Austur í Selvogi drukknaði á dögunum ungur maður, rösklegur efnismaður, Stefán Eyjólfsson, yngri sonur húsfrúarinnar í Herdísarvík. Hafði hann um kvöldtíma verið að fylgja manni austur í Selvog, en á lieim- leiðinni hafði liann í myrkrinu hrapað í tjörn eina. Fannst hann þegar daginn eptir, og var fluttur heim til hans sorg- bitnu móður. Jaktin «Fanny», skipherra Sigurður Símonarson, er enn ókomin fram, og hefur ekkert til spurst. Jagtin hafði lagt út frá Seyðisfirði fyrir 9 vikum síðan, hlaðin af fiski; voru menn á henni valið fólk, og útbúningur allur óaðflnnanlegur. Er það hinn mesti skaði, ef skip þetta kemur ekki fram. — Yfirrjettardómur merkilegur var kveðinn upp 29. f. m. í einu af lögreglumálum Jóns ritara. Eins og kunnugt er, veitti ráðgjafinn í konungsumboði ritaranum 26. sept. f. á. «vald til að gegna fyrst um sinn á sjálfs sín ábyrgð ölhnn störfum, bæði dómarastörfum, framkvæmdarstörfum og fó' getastörfum, snertandi fjárkláðasýkina». þ>essi valdveiting þykir yfirréttinum koma í berhögg við 42. grein stjórnarskrár- innar, samanborna við 13. gr. hennar: «konungur veitir suffl- part beinlínis, sumpart með því að fela það hlutaðeigandi stjórnarvöldum á hendur, leyfi þau og undanþágur frá lögu®’ er tíðkast hafa eptir reglum þeim, sem farið hefur verið eptir hingað til». Nú þar dómsvald Jóns átti að ná yfir ótiltekið svæði, og yfir öll þau mál, er kynnu að rísa út af fjárkláða- málinu, og með því yfirrétturinn livergi fann neina «tízku» og ekkert dæmi til, frá því farið varið var að dæma eptir norsku lögum 1718, að einum manni hafi verið fengið í hendui bráðabyrgðarvald (Commissorium) til að dæma, ef til vill, uffl allt land í heilum flokki af málum — dæmir yfirrétturinn hinn áfrýjaða dóm Jóns ritara ómerkan. — Heiðursgj afir úr styrktarsjóði Kristjáns konungs níunda hefur landshöfðingi veitt: séra Guðmundi, fyr. prófasti Einarssyni á Breiðabólstað 200 kr., Og Jónasi Símonarsyn* á Svínaskála í Suður-Múlasýslu 120 kr. Um hinn fyrnefnda hefur hlutaðeigandi sýslunefnd tekið fram hans þjóðkunna dugnað, ekki einasta sem búmanns og búfræðings, heldur og sem fyrirmyndar í sínu héraði í hússtjórn og héraðslífi. Jónas bóndi hefur þrátt fyrir mikla íjölskyldu fyrstur bygt í sín« héraði mikil og vönduð steinhús, svo og sögunarmylnu. Haffl' hefur og verið öðrum fyrirmynd sem sjávarbóndi. — Að austan (eptir «Skuld») 2. okt. andaðist merkiskona á Austfjörðum: Bergljót Guttormsdóttir, Pálssonar prófastSi húsfreyja Sigurðar prófasts Gunnarssoar á Hallgormsstað. Fi'u Bergijót var kominn á sjötugsaldur, er hún lézt, og þótti jafn' an merkiskona mikil. Framan af október gengu ofsaveður á Austfjörðum, on þess í milli logn. í einu veðrinu fuku víða bátar og skip, Jón vcrzlunarm. Hall missti þannig 5 báta í einu. J>á fórst og bátur á Keyðarfirði með 2 mönnum, og hét annar Jón»s Páll Pálsson, ungur maður héðan að sunnan; 3. maðurinn druknaði á Loðmundarfirði. Öskiifall «J>egar lyngt hefur verið, hefur verið hlýth og einn daginn (framan af okt.) var hér volgur vindur, eins og maður stæði álengdar nálægt báli. pegar þurt hefur verid hefur verið hér talsvert öskufall og jarðrót öll gránað, °í orðið jafnvel vart við ösku inni í lokuðum húsum». (Skuld). Fjárkaup. Skotar keyptu eystra 16—17 hundr- fjár roskið, borguðu sumt í peningum, en sumt í ávísunum td Gránufélagsins. Kaupmaður Tulliníus keypti og fé á velli og borgaði líkt og Skotar, að 22 kr. fyrir sauöinn. Nauðsynja' vörur, að sögn, nægar á Austfjörðum. Að norðan: Tíðarfarið afarhart síðan umskipti byrjun f. m., stundum gaddhríðir með fönnum og ofsa. Fisk1' afli ágætur við Eyjafjörð og eins víðast hvar kringum HúnU' flóa, þegar gefið hefur á sjó. Af mannalátum nyrðra er a geta þessara: 11. f. m. varð úti Lárus Thorarensc11 óðalsbóndi á Hofl í Eyjafirði, nafnkunnur maður; og í saffl9 mánuði önduðust aðrir tveir merkisbændur nyðra: Jón Gl,d' mundsson frá Kagaðarhóli í Eyjafirði, og Sigurður Áma son á Höfnum á Skaga, báðir orðlagðir dugnaðar og mennto viuir, er svo sagt frá Sigurði á Höfnum, að «fáir eða eng11 leikmenn hafi verið betur að sér hans samtíðarmanna». Af slysförum er helzt að geta, að bátur fórst 10. f. m. fiú öu. laugsvík í Hrútafirði með 4 mönnum, allir ungir og efnil°fiir J>eir voru að sækja smokkfisk í Kollafjörð, sem þá fékkst Þar ógrynni af, enda var fiskiaflinn eptir þvi. Maður einn fó,s’ cins og opt ber við, í Héraðsvötnunum í haust. Tveir 10eU í Skagalirði, sinn á hverjum bæ, höfðu nær orðið tvei ^ mönnum öðrum að bana í ryskingum ; veitti annar hinum verka mikla, og lá hann í sárum. Af verzlun nyrðra ei P að segja, að á flestum verzlunarstöðun hefur fé eða kjöt 'e’ keypt, mest til útfiutnings. Fyrir bezta kjöt virðist allsfn

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.