Þjóðólfur


Þjóðólfur - 06.02.1878, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 06.02.1878, Qupperneq 2
26 drottnar nú að öðruleyti þögn og þoka hjá vorum norðlenzku bræðrum. í «Skuld» kennir margra grasa: maskína uppfundin í Ameríku, sem hýðir 20 börn í einu(!?); lýsing á Nýja ís- landi (all-fróðleg); mönnum ráðið frá að flytja þangað að svo komnu; ákúrur til bókmenntafélagsins, afar-svæsnar, en því miður of mjög sannar að aðalefninu; er stjórn þess þarekki ein um sök, heldur öll tilhögun þess, og þó einkum það, að fé- lagsaflið er allt í K.hðfh, meðan deildin hér er afllaus og úr- ræðalaus. Enn fremur er þar fjörug hugvekja og vekjandi um akort á almennri menntun hér á landi; það er sú stefna Skuldar, sem vér erum með lífi og sálu samfara, þá er þar og framhald af hinni löngu ritgjörð séra Magnúsar Jóns- sonar á Skorrastað: Herhvöt gegn þjóðfjanda; og munum vér minnast á hana í næsta blaði. Loks eru ritdóm- ar og rusl. í einum ritdóminum segir höfundurinn; að þýð- ingin í «Svanhvít« á þjóðsöng Finna: «Vort land, vort land», sé þýðarans ljelegasta þýðing. En eptir þýðarans eigin sann- færingu þykist hann fátt hafa betur þýtt. Yfir höfuð að tala, ber enn töluvert á gömlum breyskleika þessa ritstjóra, en miklu beb-a skáld og meiri háttar mann álítum vér hann (þegar hann gætir sín) nú, en á stjórnbiltingaröldinni miklu, áður en Göngu-Hrólfur fann Nýja ísland, og það er vor ein- læg ósk, að Austfirðingar, sem aðrir landsmenn, vildu sýna honum og Skuld hans sem mestan drengskap og umburðar- lyndi, því þrátt fyrir allt hið misjafna hjá honum, er hann afburðamaður að skarpleik og einurð. Mætti oss blaðamönn- um að eins lærast að innræta almenningi þá einurð, sem byggð erásannleiksást og ekki er blandin sora, sérdrægni og fávizku. Að öðru leyti er svo mikið gott og göfugt í þjóð vorri, að hér er eins hægt að halda í alþýðublöðum hreinum og aðallegum anda eins og erlendis í menntuðustu stórblöðum. ý 14. f. m. sálaðist (úr svefni) að Viðvík í Skagafirði presturinn Olatur J)orvaI<lsoi» (Böðvarssonar pró- fasts). Hann var borinn 21. sept. 1806', vígðist 1834 að- stoðarprestur sira Daníels Jónssonar í Miðdalsþingum í Dala- sýslu. Kvongaðist sama dag (21. sept.) eptirlifandi húsfrú sinni, Sigríði Magnúsdóttur (ættaðri úr Rangárvalla- sýslu). Árið 1843 varð hann prestur til Saurbæjarþinga í sömu sýslu, og bjó í Tjaldnesi, en árið 1847 hafði hann brauðaskipti við sira Jón Halldórsson að Hjaltastöðum í Skagafirði, og bjó þar þangað til sameinuð voru Hjaltastaða- og Viðvíkur prestaköll. Bjó hann síðan í Viðvík. |>au hjón áttu saman 12 böm, og lifa nú að eins 3 þeirra: Sigurður læknir í Skaptafellssýslu, Vigdís kona MagnúsarÁrnasonar snikkara í Reykjavík, og Daníel söðlasmiður í Viðvík. Sira Ólafur sálugi var táp- og fjörmaður hinn mesti, sem fleiri ættmenn hans; vinsæll og vellátinn, smiður góður, mesti starfsmaður, og hinn ræktarsamasti embættismaður. ý 23. desember andaðist eptir langa legu Xorfi Einar.SNOH á Kleifum, alþingismaður Strandasýslu. Hann mun hafa verið nálægt sjötugsaldri. Torfi var alkunnur, sem einn af landsins skarpari vitsmunamönnum í hans stétt, og eins og vit hans var fast og mál hans fornhreint og gerðar- arlegt, eins var vilji hans og ráðlag fast og fornmannlegt. J>ótti hann án efa merkastur bóndi í öllu sínu héraði. — Vestanpóstur kom ekki fyr en þ. 4. þ. m. Hafði hann farið frá ísafirði 14. f. m., enda komið þangað ekki fyr en þ. 9. f. m. Af veðráttufari að vestan er alveg sama að segja og úr öðrum fjórðungum landsins, hina mestu hrak- og illviðratíð allt fram í byrjun janúarmán. Fiskiafli var kom- inn góður í Bolungarvík, og ágætur við Steingrímsfjörð, en gæftir mjög slæmar. Slysfara engra er getið, heilsufar og skepnuhöld hin beztu. — Haustskip Breiðfirðingafélagsins, er talið var af fyrir löngu, kom loks fram eptir 13 vikna hrakn- ing og hafvillur. Rakst það inn á ísafjarðardjúp og náði þar höfn moð naumindum; var það nýskeð, er póstur fór að vestan, og var fullyrt, að skip og farmur yrði strandgóss; mundi hin mikla útivist ella hafa orðið félaginu hinn mesti kostnaður, enda er bagi sá, er almenningnr og félagið býður sökum vöruskorts, nógu þungur samt. — SJÓNARLEIKIR. í Stykkishólmi er aptur í vetur leikið með miklu fjöri og dugnaði, að því sem sagt er og skrifað, fyrir ötula forgöngu herra Ólafs Thorlaciuss og ýmsra dugandi manna, sem þar að styðja (tveir hagleiksmenn þar hafa t. a. m. málað tjöld handa leikunum, er þykja all-góð) Leikirnir voru: «Útilegumennirnir», (6 kvöld) og 2 leikir eptir Moliére. — Á Akureyri var einnig hafinn undirbúh' ingur til sjónarleika. — LÆRDÓMSSTÚLKUK kvennaskólans í Keykja- vik veturinn 1877—1878. 1. Guðrún Vigfúsdóttir, bónda frá Ási í Holtum í Rangárv.s* 2. María Torfadóttir, prentara úr Reykjavík. 3. Ólavía Jóhannsdóttir, prests úr Iieykjavík. 4. Guðbjörg Torfadóttir, (systir No. 2). 5. Sigríður Guðmundsdóttir, (ý) prófasts Johnsens fyr 1 Arnarbæli. 6. Guðrún Einarsdóttir, snikkara á Hvítanesi í ísafjarðars. 7. Solveig Snæbjarnardóttir, bónda á Hrísum í Snæfellsn.s- 8. Ingibjörg Jónsdóttir, guilsmiðs á Ökrum í Mýrasýslu. 9. Sigríður Tómasdóttir Zoega, (ý) bónda fyr á Akranesi. 10. Ásbjörg forláksdóttir, alþingism., Hvammkoti í Gullbr.s- — ÓVEITT BRAUÐ. Vallanes, laust fyrir uppgjöf júbil' prestsins séra Einars Hjörleifssonar, metið 1393 kr. 14 a. aug' lýst 30. f. m. Uppgjafapresturinn hefur í eptirlaun þriðjung af föstum tekjum brauðsins og ábúðarrétt á þriðjung staðaf' ins, — þannig, að afgjald staðarþriðjungsins teljist upp í tekju' þriðjung hans, — og þar að auki afnot Vallaneslijáleigu af' gjaldslaust. Sandfell í Öræfum, metið 223 kr. 85 a.; aug' lýst 30. f. mán. |>essu brauði eru af landshöfðingja lagðar 400 kr. úr landssjóði þetta ár, með því skilyrði að það verði veitt fyrir 31. ágúst þ. á. og að sá, sem það fær, verði farinn að þjóna því samsumars. Hólar, Viðvík og Hofstaðir í Skagafirði, metið 961 kr.; auglýst 31. f. mán. Ekkja er < brauðinu. Til s 1 á 11 u m a n n s i n s á H....... I>ú slærð dável úr og í; enginn getur neitað því; en þeir, sem gjarnan þannig slá, þakkir sjaldan miklar fá. 15. Greinir af Akranesi, I. Út af f>vf, sem stendur i þjóöólfi f>. á. 6. bl. viðvíkjanili ráðstölul1 á gjöfum í Akraneshrepp, finnum vér undirskrifaðir oss skylt, að g&fíe ast við því, sem oss mun vera að kenna, og viljum vér f>ví skora áb'1111 heiðraða útgefanda nefnds blaðs, að taka f pað pessa frásögu: 2. sunnudagí jólaföstu hafði hreppsnefndin boðað fund í heyrandablj0 ’ eptirmessu aðGörðum, og var pá í flestalagi fólk við kirkju; moðal ara mála, sem par voru rædd, yfirlýsti hreppstjórinn f>ví, að hann bc meðtekið 660 kr. frá landshöfðingja, sem hann í sameiningu við preöl11' ætti að útbýta meðal hinna bástöddu sakir fiskfieysisins í AkraneshrePj^ og undir eins fór hann nokhrum orðnm um, hvort ráð mnndi veratd drýgja sér þessar gjafir, eða um leið og þeim væri útbýtt, að styrkia 1110 til að ná í aðra atvinnu, svo sem að fara til fjarlægari héraða, Par fiskiafla von væri, eða f>á vinna að einhverri parflegri stofnun eða *J tæki fyrir félag vort, þó það bæri eigi undir eins þann ávöxt, er e ^ yrði, og i því tilliti benti hann á hið seinfærabarnaskólahús; hann . það bæði leiðinlegt og vesælmannlegt, aö verða að færa fullvh111* .. og heilbrygðum mönrium gullið á sængina, án þess, svo að sogja, að ^ þyrftu að rétta höndina eptir því, og sér þætti eigi ólíklegt, ftð kynni að valda slæmu heilsuleysi m. m. Eptir það buðum við y0r sem vildi fara eitthvað til annara veiðistaða í aflavon, að koma ^ innan viku, til að fá ferðastyrk af þessum gjöfum; sumir tóku ve þetta á fundinum, en enginn kom til að fá í ncstið.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.