Þjóðólfur

Ulloq
  • Qaammatit siuliiApril 1878Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112
Ataaseq assigiiaat ilaat

Þjóðólfur - 10.04.1878, Qupperneq 4

Þjóðólfur - 10.04.1878, Qupperneq 4
52 Og tregans ís mér tók af brá Og tára hrundi sjár, En tár, sem mýkja meir en þjá Og milda lífs míns fár. Eg hjari ein í hjarta þreytt, En huggast þeirri von, Að fá hjá Guði fast og heitt Að faðma þig, minn son. Matth. Jochumsson. Híýjar bæknr. Benedict Gröndal: Dýrafræði með 66 myndum. Kvík, í prentsmiðju ísafoldar (I—XV + 1—168 bls.), kostar hept 2 kr. 25 a. Með þessari bók er samin og út gefin hin fyrsta dýrafræði á vorri tungu. Höf. gjörir í formál- anum grein fyrir hvaða vísindabækur hann hafi haft til saman- burðar og leiðbeiningar, er hann samdi bókina, svo og um myndirnar, að þær eru keyptar af ritstjóra ísafoldar, og eru einhverjar hinar áreiðanlegustu, sem nú eru til. Hvað prentun þeirra snertir, svo og frágang bókarinnar yfir höfuð, þá mun það vera í fullkomnasta lagi, sem bækur hafa verið af hendi leystar hér á landi, enda lýkur og höf. iofsorði á þá, sem að útgáfu þessari unnu, næst því, er hann þakkar landshöfðingj- anum styrk þann, er hann veitti til prentunarkostnaðarins. Um hitt þegir höfundurinn, að hann sjálfur hefur samið þettavand- aða vísindaverk fyrir engi laun, og gefið handritið. Efnibók- arinnar og niðurröðun er, eins og nærri má geta, mestmegnis hið sama ogínýjustu bókum samskonar annaraþjóða, ensarnt mega menn ekki ætla, að verk höf. hafi verið vandalaust eða eptirleikur einn. Til þess að semja bókina, þurfti höf. á allri sinni alkunnu ijölfræði að halda; því sökum þess að enginn hafði áður sarnið dýrafræði á íslenzku, þurfti bæði að smíða ótalmörg nöfn og orðmyndir, þar sem vér áttum engi nöfn til, 0g svo varð höf. að vera heima í allri íslenzkri dýrafrœði, hafa lesið öll náttúrufræðisleg rit um land vort, og hafa lært að þekkja sem mest af alþýðu-nöfnum og innlendum dýraheitum. fetta hefur höf. gjört, og tekið hvervetna fram allt sérstaklega Islenzkt og allt sérstaklega útlenzkt, og fyrir því gefur bókin jafnframt sérstakt yfirlit yfir íslenzka dýrafræði. Sökum stutt- leika bókarinnar, og tilgangs hennar, að vera skólabók, hefur höfundurinn orðið að fara fljótt yfir svo afar-mikið efni, en öll er hún bæði Ijóslega og skemtilega samin, að því ervérskynj- um; málið snildarfagurt, og lýsingargreinir allar bæði nákvæmar og líflegar. Er það hið mesta lán, að höfundur slíkra rita sé ekki einungis vísindalega vel að sér, heldur og gæddur anda og listasmekk; slíkir menn kunna að breyta hinu þurrasta efni í skemtilegan fróðleik, oggjöra hinar smærstu og fínustu myndir eins og sjáanlegar fyrir augað, eins og áþreifanlegar og lifandi. Að ekkert megi að bókinni finna, er ekki hér með sagt, heldur að oss þykir hún í alla staði vel gjörð, og jafnt til gagns og sóma vorum sár-fátæku vísindalegu bókmentum. Steina- fræði Gröndals, sem nálega verður eins stór og þessi, er nú þegar komin út frá sömu preutsmiðju. Er það skörulega að verið af höf., að hafa á örstuttum tíma leyst af hendi svo vanda- söm og áríðandi rit í hjáverkum sínum. J>ótt þessi rit séu vísindaleg, eru þau þó allt að einu aðgengileg alþýðu, og hverj- um auðskilin, sem les og skilur rétt mál; óskum vér og von- um, að bæði þessi dýrafræði og eins steinafræðin, þegar hún kemur, komist sem fyrst í hvers manns hendur. Fæðing'ardag-ur konnngs, 8. þ.m. var hátíðiega haldinn eins og venja er til. Höfðu embættismenu samsæti sér, og voru þar drukkin hin venjulegu minni eptir konungsminnið; fyrir því mælti dr. Hjaltalín. Annað og margfalt stærra gildi fram fór í lærða skólanum frá kl. 4 til kl. 12. Fór það hið bezta fram; kvæði ný og snotur voru sungin fyrir minni kon- ungs, íslands, landshöfð., yfirstjóra skólans, rektors og kennar- anna; höfðuþeir Einar Hjörleifsson og Jónas Jónasson orkt þau. Strand. í norðanveðrinu fyrstu daga þ. m. rak í stran frönsk fiskiskúta: Etoile de la mer á Suðurnesjum, skip og vöruf að miklu leyti óskemt að sögn; skyldi uppboð haldið á gósS' inu 9. þ. m. Menn komust og allir af, og eru þeir yfir 40 að tölu, því skipverjar höfðu hitt strandað skip í hafi og bjargaö mönnunum af því. 5 — 7kr. 34 — 9— »a. — Auk gjafa þeirra, sem áður eru auglýstar, hefur ÁIpta' neshreppur hlotið gjafir þær, er nú skal greina: 1. tír Rangárþingi: Safnað af hra alþm. sira ísl. Gíslas. 36 sauðk. og — — presti sira II. Stephensen 49 — —hraSigurðiáSkúmstöðum Af þessum samtals 90 sauðkindum voru 20 sendar til Strandarhrepps, lentu þv( I Álptaneshreppi Sendar af sira H. Stephens. 23. f. m. — — oddv. sýslunefndarinnar í Gullbr. og Kjósarsýslu f ávfsun- um frá Breiðabólsstað .... 70 — — 50 — II — 25- — 34— IJr Rangárþingi 2. Úr Árnessýslu: samtals 70 — — 95— 25- Frá Grímsneshr. í des. 1876 . 27 — — 38— »-" Úr sama hreppi 1877 . . . . 25 — — 26— Samtals 52 — — 64— »—■ Gjafa þeirra, sem sendar voru úr Biskupstungum, er áðuf getið í Þjóðólfi 24. jan. þ. á. Fyrir þessar stórkostlegu gjafir votta eg hinum heiðruðu gefendum innilegustu þakkir, og geta þeir haft sanna ánægj|J af því, að þær hafa stutt mikið að þvi, að það hefur orðið mögulegt, að verja þá fátæku fbúa hrepps þessa sárri neyð til þessa. Hvað meðferð á gjöfum þessum snertir, 6kal eg að eius geta þess, að fénu úr Rangárþingi var slálrað í Hafnarfirði og innmatnum skipt milli fátækra búenda, en kjöt og gærur vaf selt fyrir korn af því það þótti drýgra. Gjöfum þeim, sem Grlmsnesingar sendu f fyrra-haust var skipt milli 125 fátækra búenda, en af þeim 25 sauðkindonii sem sömu hreppsbúar sendu f haust sem leið, hlutu þeir þurfandi menn, sem sóktu þær, 4; 21 fátækir búendur fengu sfna sauðkindina hver. Fyrir peninga, sem sendir hafa verið, hefur verið keyp1 korn, þar sem það hefur fengist með vægustu verði. Að öðru leyti getur skýrsla um uthlutunina verið til sýnis bjá hreppsnefndinni hverjum gefanda sem vill. J>að er eðlilegt, að öllum þeim, sem gefið hafa, sé annt um, að gjöfunum sö sem bezt varið, en það er að hinu leyt' inu illa gjört, að ætla nokkurum að orsakalausu, að hann eíg1 fari eptir beztu vitund með þessar gjafir landsbúa, sem eru eitt af þvf loflegasta, sem þeir hafa gjört á síðari tímum. ES segi þetta með tilliti til þess, sem «INokkrir Árnesingar» haf® skrifað í þjóðólfi, en sfzt er ætlanda, að þeir tortryggi þano mann, sem þeir sjáifir kusu fremur öllum öðrum til að veit* móttöku miklu af gjöfum sfnum, enda væri það rangt gjört. Görðum, 9. marz 1878. Pórarinn Böðvarsson. . AUGLÝSIJNGAR. — Samkvæmt opnu bréfi dags. 4. jan. 1861, 1. gr., er b^ með skorað á alla þá, er skuldir eiga að heimta í dánarbuj bæjargjaldkera, kaupmanns 0. P. Möllers, er andaðist hér 1 bænum 19. jan. þ. á., til þess, áður 12 mánuðir séu liðnir fr® sfðasta birtingardegi þessarar auglýsingar, að lýsa skuldakröf' um sfnum á hendur nefndu dánarbúi og sanna þær fyr,r skiptaráðanda ( Reykjavíkurkaupstað. Kröfum þeim, er seinna er lýst en nú var getið, veröuf eigi gaumur gefinn. Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík 21. marz 1878. L. E. Sveinbjörnsson. í verzlunarbúð O. P. Möllers sál. verða fyrst u'7* sinn seldar ýmsar vörur móti peningum með níðursett verði. Beyhjavík 12. marz 1878. Fyrir hönd búsins. G eorg Tho rdal. — Brunabótagjald til hinna dönsku kaupstaða fyrir tfmabf frá 1. apríl til 30. sept. þ. á. verður veitt móttaka á ÞrlðJ^ dögum og miðvikudögum á póststofunni í Reykjavík allt til eI)l mafmánaðar. Reykjavfk, 31. marz 1878. 0. Einsen. . Afgreiðslnstofa J>j óðólfs: í Gunnlögsens húsi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Jochumsson- PrentaOur í prentsmiðju Einars pórDarsonar.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar: 12. tölublað (10.04.1878)
https://timarit.is/issue/136248

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

12. tölublað (10.04.1878)

Iliuutsit: