Þjóðólfur - 04.05.1878, Qupperneq 1
Reykjavik, 4- mai. 1878.
14. blað
30. ár.
— Póstskipið rhönix kom 29. f. m. eptir 14. daga
efð. Með því komu: Jón ritari, Sveinn búfræðingur og Jón
bóndi frá Veðramóti; kaupmennirnir: Aug. Thomsen, Jacob
Jbórarensen frá Iíeykjaf., Chr. Hall frá Borðeyri og Einar Jónss.
ji'á Eyrarb. Md. S. Jakobsen. Enn fremur komu með þessu skipi:
Jíotlie ingeniör og Liiders steinsmiður til vitagjörðarinnar á
oeykjanesi, og Mr.Paterson efnafræðingur, ungur liðlegur maður
Jem á að byrja brennisteinsnámið í Krýsivík. Bæði Rothe og
vaterson komu því í spónnýjum erindagjörðuin, sem mjög svo
snerta landsins framtíðarhag, og geta þeir því átt þá kröfu til
Jandsmanna, að þeim sé sýnd almenn og undir eins sérstak-
*eg alúð og greiðvikni. — Sveinn búfræðingur á eptir ráðstöf-
án landshöfðingja að vinna fyrir norðan í sumar, ogfá400kr.
laun annaðhvort af fé því, sem veitt er í 10. gr. C 5 í fjár-
log., eða með því að amtmenn kalli til launa fyrir störf hans
hjá þeim, sem hann vinnur fyrir. Jón ritari hefur í vetur
ferðast yfir Skotland, England, Frakkland, J>ýzkaland og Dan-
hiörk.
Strand. Með póstskipinu komu enn fremur menn þeir,
sem með síðasta póstskipi f. á. voru sendir til Færeyja eptir
“Fanny», skipi þeirra G. Zoega, Kristins í Engey og Jóns
þórðarsonar. Höfðu þeir látið út 15. marz, en hreppt brátt
aftakaveður landnorðan, og hrakti þá suður fyrir Skotland. 24.
s. m. braut stórsjór skipið, svo það að eins marði, en næsta
dag bar að þýzkt barkskip, er kom með timbur frá Noregi og
hafði verið þar veðurtept, í 3 mánuði. fetta skip lagði að
Panny, er hún var að því komin að sökkva, og náði öllum
skipverjum heilum en engu öðru. Fengu þeir góðar viðtökur
bjá skipstjóra, er lét setja þá í land norðan til á Englandi, og
túk ekkert fyrir ómak sitt. Skipverjar fengu hjálp og leið-
sögn hjá dönskum konsúlum (sem búa í flestum stærri borg-
Um), og fluttust svo til Leith, og biðu þar póstskips.
Embætti veitt af konungi 12. f. m., yfirdómaraem-
bættið við landsyfirréttinn L. E. Sveint/jörnsson, bæjarfógeta
í Reykjavík; Snæfellsnessýsla cand. júr. Sigurði Jónssyni, og
19. læknishérað íslands (Árness.) cand. med. Guðm. Guð-
munds8yn\.
Ný lagaboð. 12. f. m. staðfcsti konungur þessi lög
hins síðasta alþingis:
1. Um skipti á dánarbúum og þrotabúum m. fl., og
2. Um vitagjald af skipnm.
Nýja-ísland. Af "Framfaran er að sjá, að vetur hef-
ur verið hinn bezti í nýlendunni, svo og heilsufar manna og
bagur ekki óþolanda. Hallærisfregn sú, sem vér gátum um í
síðasta blaði, var þó ekki ástæðulaus með öllu. Snemma í
Vetur var stjórnarlán það, er bjargað hafði fólkinu lengst og
bezt, á enda, og tóku þá ýmsir að kvarta; lét þá þingráðið
lannsaka ástæður manna, og reyndust þá 116 heimili birg,
önnur 116 bjargartæp, og 23 bjargarlaus. Ætluðu menn þó
að svo búið mætti standa, einkum þar hveitiaðflutningur
kom annað veifið, svo og allgóður afli við og við í útnorður-
horni landsins í vatninu. Skömmu seinna skrifaði Páll por-
láksson, sem í skjóli hinnar norsku oSynódu» er prestur í
öokkrum hluta nýiendunnar, bónarbréf til hinna norsku safn-
aða, og lét fylgja kvörtunarbréf frá sóknarbörnum sínum.
Biðja þeir hina norsku í Guðs nafni að hjálpa sér frá hung-
Ursneyð. Tók Synodan vel undir þetta í svati sínu, en hvað
gefizt hefur, er oss ókunnugt. |>etta var nú hið sanna í hall-
®risfregninni. Aptur gjörir Framfari lítið úr því, og ámælir
heldur þeim sira Páli fyrir «betlibréf» þeirra. Hið sanna er,
að fólk þetta er enn nálega allslausir frumbýlingar, enda bæt-
ist þar við allur sá mikli hnekkir, sem þeir biðu af ovarð-
haldinu" út af bóluveikinni í fyrra vetur, er hélzt fram á
sumar.
Friflur? Ófriður?
20. f. m. þótti Times og öðrum höfuðblöðum enn ómögu-
iegt að segja hvort heldur væri fyrir dyrum, friður eða ófriður.
Bins og vér gátum um í síðasta blaöi sagði, Derby lávarður
sér utanríkisstjórn Englandsmála um hin fyrri mánaðamót,
ea Salisöury kom í hans stað. Hafði Derby þótt verið hafa
'afningamaður mikill og þótt hann fylgdi alþýðuflokknum
(Gladstone) og friðar og auðsældar pólitík þeirra Palmerstons
pmla og Rússels, var stjórnaraðferð hans fallin í augum
beggja málstofa jafnt, enda beið Beaconsfield jarl (Disraeli)
ePtir því að stjarna hans gengi undir til að bola liann í burt
‘*'á stjórninni. Oðara en Salisbury baföi tekið við þótti
skipta um og meiri skörungsskapur lýsa sér í aðgjörðum stjórn-
arinnar; sendi hann þegar umburðarbréf til allra sendiherra
Englands, og yfirlýsti því, að stjórnin léti scr aldrei annað
lynda, en að austrænamálið í heild sinni, ásamt hinum settu
friðarkostum Rússa og Tyrkja í San Stefanó, yrði lagt óskorað
á vald allsherjar stórveldaþings (Congress). Sýndi hann og
fram á með mikilli röksemd, hvert útlit Evróþa fengi, ef
Rússar fengju einir að skipa ríkjum og ráðum suður að
Grikklandshafi; mundi þá eigi einungis hallast réttur þeirra
þjóða, er ekki væru Slafneskar, (Rúmena, Grikkja, o. fl.) lield-
ur og mundi verzlunarleiðir allar þar eystra falla undir sjálf-
ræðisvald rússneskrar harðstjórnar, Austurríki kljúfast í sundur
þvert og endilangt, og öll réttindi Englands og annara þjóða,
sem einskorðuð voru með samningunum eptir Krímstríðið
1856, og eptir fransk-þýzka ófriðinn 1871, komast á ringul-
reið. Að bréfi þessu var hinn mesti rómur gjör af Frökkum
og Austurríki, en Rússar (Gortschakoff) svöruðu í flæmingi,
slökuðu livergi til, en kepptust við að semja við Austurríki,
en Andrassy svaraði hinu sama og Salisbury, og heimti málin
lögð fyrir allsherjarþing. Austurríki er nú sem stendur allvel
viðbúið, og hefur óvígan her til taks, enda er talað um, að
Frakkar muni óðara ganga í lið með þeim og Englendingum,
ef ófriður byrjar. En hvað segir Bismark? liann læzt vilja
frið fyrir hvern mun og leggur fast að Rússum, og þó í fullri
vinsemd, að láta undan. Svör Rússa eru: vöflur og vígbún-
aður; við það sat. Er því útlitið nú orðið breytt í þá átt,
að gjösi upp ófriðurinn, dregur hann efalaust raeð sér öll
stórveldi álfunnar. Kurrinn á Englandi hefur á fám dögum
breytzt ótrúlega, því hin mestu friðarblöð landsins, Times og
Dayly News, tala nú fullt eins herskátt og ófriðarflokkurinn
áður; er eins og þessi ríka og þrautgóða þjóð sé snögglega
vöknuð af dvala: <>friðurinn er dýr» sagði hinn vitri hertogi
af Cambridge á dögunum, «en æran er fyrir öllu». Er og
margra mál, að afskiptaleysi og eigingirni Englendinga sé
mjög sök í hinum blóðuga, mikla herskap Prússa í seinni tíð
og kúgun þeirri og rangindum, sem Danir og Frakkar hafa
síðan þolað af þeirra hálfu. Hvað líður Tyrkjanum? Tyrkinn
liggur milli heirns og helju og hreifir hvorki legg né lið; halda
Rússar í hægri hönd hans, en óvinir þeirra í vinstri, en hann
þorir hvorugum að svara; þó heldur hann leifum hers síns og
flota vígbúnum, enda á hann að stríða við aga og róstur í lönd-
um sínum beggja megin sundsins. í fylkjum þeim, sem urðu
mest fyrir ófriðinum, liggur nálega allt í eyði og er þar hryggi-
legt um að litast; í Búlgaríu einni liggja í eyði 360 þorp og
borgir, og bein karla, kvenna og barna liggja stráð yfir landið;
hafa þar tíest illvirki unnið aðskota-her Tyrkja, Basji Bósúkar
svo og Kósakkar. Rússar höfðu þau lög að gefa engi grið Basji
Bósúk og voru þeir drepnir, hvar sem þeim varð náð; en Búlg-
arar guldu Tyrkjum líku líkt, og sýndu sama æði og ódreng-
skap, livar sem þeir komast að.
Lyons lávarður, sendiherra Englendinga í París, er einna
harðastur allra í austræna málinu. Hann hefur barizt fyrir
því, að Englendingar tækju Egiptaland, silgdusíðan til Mikla-
garðs, tækju hann, rækju alla Tyrkji úr álfunni, og settu á
stofn grí*kt stórveldi á stað Tyrklands. Mun þetta stórræði
þykja helzt til svæsið, en annað öllu skynsanlegra er víst erfitt
upp að finna
Með Prússum ganga töluverðar stjórnmáladeilur innan-
lands en sem þó eigi sæta stórtíðindum. Stolberg greifi, sem
verið hefur sendiherra þeirra í Vínarborg, er kvaddur beim og
orðinn vice-kanseleri (aðstoðarmaður Bismark); berst Bismark
fyrir breytingum á ráðanevtinu og vill fjölga því; hann vill
og ný skattalög (tóbaksskatí) og gengur um það þjark mikið;
er svo að sjá, sem þessi hinn harðráði höfðingi mundi brátt
missa vinsæld sína, ef allsherjarmáliu ekki ógnuðu utan frá
hinu stóra styrjarríki. Hinn nýji Páfi kemur lipurlega fram,
og ætla sumir að hann muni geta jafnað til muna 'ninar
miklu kirkjudeilur álfunnar. Hann hefur og ráðgjört að leggja
niður Svizzara-varðliðið, er síðan á ,miðöldum hefur varið
hallargættir páfanna.
Af verzlun er allt mjög dauft að heyra, verð á vörum
er enn óákveðið. Dúnn er mælt að muni varla ná hærra verði
en 8 kr., en saltfiskur rúml. 40 kr. Úr Noregi fréttist góður
fiskiafli, að eins nokkru minni en í fyrra vetur.
Kristjanía. Fólksfjöldinn í þessum unga höfuðstað
57