Þjóðólfur - 04.05.1878, Blaðsíða 2
58
Noregs var um nýárið orðinn 106781 og hafði talan aukist
síðasta árið um 25000. (Bergensposten).
Frn frettnritara Pjóðt'ilfs í Kaupmannahöfn (14. apríl).
Síðan póstskipið fór héðan síðast, hefur veðráttufar hér
verið mjög milt, og talsverður hiti hina síðustu dagana, og
er útlit fyrir, að vorgróði verði með hezta móti. Kornvara
hefur vorið mjög dýr í allan vetur, en er nú farin að lækka í
verði, bæði sakir þess, að veðráttan hefur hingað til verið svo
hagfelld fyrir vetrarsæðið, og svo af því, að nú þykir líta
fremur friðvænlega út, enda þótt sú von geti brugðist, þegar
minnst varir. Vöruverðið hér í bænum var í fyrra dag þann-
ig: hveiti 125 pnd. 10 kr., rúgur 121—2 pnd. 6—7 kr.; bygg
107—9 pnd. 7,50 kr.; hafrar 84—5 pud. 6,50—7 kr.; baun-
ir 224 pnd. 16 kr. — 30. dag f. m. var ríkisdeginum slitið.
Fjárlögin voru samþykkt, og urðu hægri menn þar ofan á
eptir langa deilu. Fjárlögin voru samþykkt að mestu leyti
óbreytt eins og þau voru lögð fyrir þingið frá stjórninni. Vin-
stri menn höfðu á mörgum fundum í sumar bundið það fast-
mælum, að þeir skyldu eigi samþykkja neina fjárveiting á
meðan Estrup og hans sinnar sæti að stjórn. En þetta er nú
orðið nokkuð á annan veg, því að þegar í haust tók meiri
hluti vinstri manna að semja við hægri menn á laun, og var
Holstein greifi Ledreborg forsprakki þess flokks. En er þetta
varð opinbert, og menn þóltust sjá fyrir, að fjárlögin mundu
verða samþykkt, þá sundruðust vinstri menn; Bergur og nokkr-
ir er honum fylgðu, tóku sig úr félagi vinstri manna, og
mynduðu flokk sér; lýstu þeir því yfir, að þeir mundu eigi
leggja samþykki sitt á nein fjárlög, á meðan Estrups ráðandyti,
er brotið hefði grundvallarlögin með bráðabyrgðarfjárlögunum
í fyrra, sæti að völdum. Síðan þjóðþinginu var slitið, hafa
þingmenn haft fundi við kjósendur sína, og þykir það koma
víðast í ljós, að öll alþýða er fylgjandi þeim Bergi að máli
eins og að undanförnu, enda væri það undarlegt, ef þjóðinni
nú allt í einu hefði snúizt hugur, eptir að hún nú í 7 ár
hefur barizt fyrir almennum kosningarrétti og íjárveitingavaldi,
er stjórnin allt til þessa hefur leitast við að takmarka á allan
hátt, og þessi yfirgangur hægri manna hefur einmitt orðið til
þess, að vinstri menn hafa risið gegn þeim og hafið þessa bar-
áttu. Ititstjóri Morgunblaðsins situr nú í varðhaldi síðan
fyrsta apríl, og á að sitja þar 4 mánuði fyrir meiðandi grein
um Estrúp. Morgunblaðið er hið eina blað hér í Höfn, er
fylgir máli vinstri manna, hefur það jafnan leitast við að
halda uppi sjálfræði þjóðarinnar gegn andvígismönnum þess.
fykir ritstjórn þessa blaðs einkargóð, enda er það mjög keypt
hér í Danmörku.
Á fæðingardegi konungs var Estrup Qármálaráðgjafi sæmd-
ur fílsorðunni, en Nettemann íslandsráðgjafi var gjörður stór-
kross danebrogsorðunnar.
— Veðrátta. nflabröífð. Veðrátta má heita góð
og hagfeld, þó heldur köld, enda er hafís að hrekjast með
landi nyrðra og eystra, en vonandi er að hann festist ekki úr
þessu. Vertíð er þegar orðin í betra lagi víðast á suðurlandi,
þó er nú hætt að aflast í suður-veiðistöðunum.
— Bókmenntafélag’sfiindiir var haldinn 1. sum-
ardag. Forseti M. Stephensen, lagði fram ársreikning deild-
arinnar, og á hún 1600 kr. í sjóði. Afráðið var að gefa út:
sögu siðabólarinnar, samda af sira Þorlteli Bjarnasyni á
Reynivöllum. Enn fremur afréð deildin að byrja að gefa út
náttúrusöguhepti, frumsamin á Englangi og ágætlega vel hent
almenningi, sem svo nauðsynlega þarf slíkra fræðibóka við.
Enn var samþykkt, að ítreka heityrði um verðlaun fyrir ís-
landssögu, og tiltekið, að verðlaunin skyldu verða 500 kr., en
ritlaun að auki, og að handritið skyldi vera búið innan 5 ára,
og vera eigi stærra né minna en 10—15 arkir, og ná frá
landnámi til nútíma. Minna skyldi og deildina í Khöfn í 3.
sinni á að segja já eða nei til um 100 kr. styrk til sira Matth.
Jochumssonar til að prenta leik eptir Shakespeare. Loksins
var því hreift, hve nauðsynlegt væri, að kraptar deildarinnar
hér (aðal-deildarinnar) gætu vaxið að sama skapi, sem héðan
verður hægra að koma bókum og bréfum milli félagsmanna
en frá Kaupmannahöfn — öfugt við það sem áður átti scr
stað.
— lBafís, o. fi. Með kaupm. Aug. Thomsen, er inn koffl
á póstskipinu, höfum vér frétt, að hafís haíi legið fyrir öllu
austurlandi. í þórshöfn lá skonnortan «Sophie», skipst. Lar-
sen, sem fór 18. marz frá Khöfn, en sneri frá Eskifirði 15. f-IJ1,
J>að hafði haft tal af skonnortskipinu »Floraaf Bandholm» ná-
lægt Færeyjum, er var á leið til íslands. «Sophie» hafðiog bitt
við ísinn skonnortuna «Harriet», er átti að fara til norður-
landsins, en hafði hitt ís 8—lOmílur undan Borgarfjalli; Pa®
skip hafði haft tal af 3 skipum — «Alfred», «Manna» °o
«Anine», sem norður fyrir ætluðu, en voru snúin við til a^
sigla vestur um landið. Enn fremur lá við ísinn brigg'11
«Hertha», og saltskip frá Liverpool til Seyðisfjarðar. ísinB
hafði verið á liarða reki suður eptir út af Eskifirði, og náð1
2—3 mílur frá landinu.
Bókmenntir. í «Fædrelandet» frá 29. nóv. f. á-
hefur dr. C. Rósenberg getið um nýja þýðingu á Sœmundar-
Eddu, sem út kom í fyrra í Stokkhólmi, eptir sænskan snill'
ing, sem heitir F. Aug. Gödecke. Rósenberg, sem er alha
manna færastur til að dæma um þess konar verk, sogir for-
takslaust, að sú þýðing sé hin langbezta, er enn sé til. Full'
ar þýðingar Eddu á dönsku eru þrjár: Fiuns Magnússonar (1821
—1823), Fr. Winkel Horns (1869) og H. G. Möllers (1870).
og á sænsku þýðing A. A. Afzelíuss frá 1818. Ýmsir hafa
þess utan þýtt meira eða minna af hinum 30 kvæðum, seno
hin eldri Edda hefur, og má meðal hinna fyrstu nefna þýð'
ingar N. F. S. Grundtvigs í hans norrænu goðafræði; I Aars
í Noregi út gaf 1864: «Édvalgte norske(t) 01dkvad»; sömul-
V. B. Hjurt í Danmörku, og Fr. Hammerichs síðasta verk
var fögur og vönduð döusk þýðing á Völuspá («Nordens ældste
Digt»). J>að sem Rósenberg lofar Gödeckes þýðingu einkum
fyrir, er hve vel fornblæ kvæðanna sé náð jafnt að máli seiö
kveðandi, töluvert betur en bezt hefur áður áður tekizt, enda
játar hann, að sænskan standi nær íslenzku en hinar mállýzk-
urnar, danskan og norskan, og er það alveg satt. Bók þessi
kostar 6*/* kr (ódýr en vönduð útgáfa).
Annar ritdómur í sama blaði eptir Rósenberg vakti eptir-
tekt vora; hann var viðvíkjandi þýðingu ísl. æfintýra eptir
Carl Andersen. Ber R. þar saman danskar alþýðusögur og
íslenzkar; gjörir hann það þeim mun skarpar og réttar en flestir
aðrir ritdómendur erlendis, sem hann þekkir til botns nálega
allan vorn fróðleik. Getur hann fyrst hins sama ogfleirihaf*
tekið fram, að fátt eða ekki sýnir eins og sannar frændsein1
allra þjóða á norðurlöndum, sem þjóðsögur þeirra, þegar þier
eru bornar saman. þ>ó er meiri munur á íslenzkum og dönsk'
um þjóðsögum, en dönskum og norskum eða svenskum, og
vér höfum gefið sögunum fastast form. Huldufólk vort er líkt
hinu danska «Ellefolk», en stendur miklu nær mannheimi en
það, því álfa vora «vantar ei nema sjálfa sál» til þess að vera
alveg eins og mennskir menn, en danskir álfar eru líkari önd'
um, miklu léttara eðlis, og þótt þeir hafi mannlega mynd
framan, eru þeir að aptan holir eins og «deigtrog». Tröni11
hjá oss eru og mjög frábrugðin, miklu hrikalegri og þó
fastri mannsmynd, optast slysin og heimsk, en ekki ávalt i'*
eða meinsöm við menn. Sagnir, sem lifa úr heiðni, segir L-
séu aptur fleiri og fyllri í Danmörku, einkum þær, sem OðinS'
trúnni bregður fyrir í. Aptur eru okkar draugasögur (&.
apturgöngum, uppvakningum, sendingum, snökkum, og,meira
af svo góðu) mest frábrugðnar og einkennilegar fyrir íslaöý’
og hinar römmu galdrasögur vorar sýna glöggt og sanna, hvi'
líkt sérstaklegt andans þrek vort alþýðufólk hefur haft á þesS
dimmasta og auðvirðilegasta tíma. (Framh.).
E u r y d i c e. 24. marz varð stórkostlegt og afarsoO?'
legt.slys við suðurströnd Englands. Stórt fregátu-skip (l^
tonna) var á heimleið vestan úr Vestur-Indíum með nál. 69
sjóforingjacfni (kadetta) eða 340 manns í allt, og sigldi i»e.
öllum seglum í sólbjörtu og góðu veðri. Skipið átti eKK
eptir nema hálfa mílu til lands. Horfði íjöldi manna
landi á liina fríðu siglingu, því nú er orðin nýlunda, enao *
Englandi, að sjá sórt seglskip með fullum seglum. Allt í el
skall á el mikið með stormbyl, gjörði og sviplega myrkt «?
hvarf þá skipið úr sýn af landi. En liálfum tíma síðar
élinu upp, og sást þá hvergi hið fagra skip. Var þegar «
að og fundust 5 menn á floti, og dóu 3 þeirra þegar i st