Þjóðólfur - 18.05.1878, Side 3

Þjóðólfur - 18.05.1878, Side 3
67 X Samtal. Bóndi: Eg ætla nú að biðja þig, hreppstjóri minn, að Sjðra svo vel að fara að lesa upp við kirkjti, þegar nokkrir *'0ma, lög þau sem stðasta alþing afgreiddi, og konúngur vor tafur staðfest; eg tel sem sjálfsagt að þau hafi verið send til Þ(n með póstum, fyrst þinglýsingar eiga að hætta. Hreppstjóri: Hefði eg fengið nokkurt blað af 8tjórnartið- ■ndum skyldi eg óðara hafa boðað um hreppinn, hve nær eg ásetti ■ttér að npp lesa bæði lagaboð og almenning umvarðandi bréf °8 reikninga. Af því eg er ekki i hreppsnefndinni, fæ eg ekki stjórnartiðindin, því svo er máske ætlast til, að hreppstjórar og 8ýslunefndarmenn reki embætti sin lagalaust; en það sem hreppsnefndinni er sent, á að leggjast til hinna eldri embætt- ■sskjala sveitarinnar, og það þolir ekki neina brúkun, fyr en búið er að binda það inn, sem flestir munu láta gjöra sem fú það og nokkra hirðusemi hafa; en að bíða eptir því, er of langur dráttur á birtingu laga og stjórnarbréfa. Bóndi: Eg má þá heimta, að hreppsnefndin lesi allt þessháttar npp á kirkjufundum, fyrst henni eru send stjórnar- b’ðindin. Hreppstjóri: Belra er fyrir þig að biðja hana þess; þvi £kki er víst hún áliti það skyldu sfna, svo að megi heimta það ®f henni. Bóndi: Gjöri lögstjórnin engar mögulegar ráðstafanir til þess, að alþýða fái að heyra lögin, hvernig getur hún þá ætl- ast til að alþýða hlýði þeim? Hreppstjóri: Mér er nú orðið svo ókunnugt um ráðstaf- anir lögstjórnarinnar, að eg veit ekki hvernig hún hugsar sér þetta. t Ó 1 a f u r dannebrogsmaður J ó n s s o n, alþingism. og hreppst. (Dáinn að Sveinsstöðum haustið 1873). Ár af ári Ifður Yfir kaldan ná. Tíman8 straumur strfður Stöðvast eigi má. í veikum vinarbarmi Von af tárum grær; Hægja lætur harmi Himins ástgjöf kær. Vel f raunum reyndist Rekkurinn prúði sá. Ef öðrum afl ei treindist, Áhugi féll f dá : Maðuriun mundarsterki Merkið þreif og brauzt Fram að frægðarversi, Fylgdi sannleiks raust. Ár og öld mun líða Yfir lágan reit Mannsins meginfriða, Er merkið bar í sveit: Meðan manndáð liflr, Mennt og snilli skær, Ólafs minning yfir Engum sora slær. Hygginn, horskur andi Hvessti göfga sál. Vann hann lýði’ og landi Laus við gort og prjál. Vilji hreinn og hugur Hans var sverðið bjart; Brynja dáð og dugur, Drenglund var hans skart. Hollt er að horfa’ á slfka Hetju lífs f þrant. Trúin reynslurfka Ryður marga braut. Gott er að trega góðan. Guðs eru rökin há. Öðling ellimóðan Ýngdan himnar sjá. Mætti dogur dafna Drótt og margan vér Ættum Ólafs jafna Innan sveita hér: Mundu betri búar, Betri þjóð og land, Meira tápið trúar, Tryggra vinaband. P. S. §nnnlenzknr saltflsknr á §páni. Vér skulum hér meS vekja sérstakt athygli allra fiskimanna hér á suðurlandi á því, að f blöðum og bréfum höfum vér séð, að spánskir kaupmenn segjast hafa beðið stórskaða á fiskverzlun sinni árið sem leið —-einkum á sunnlenzkumfiskifráíslandi, semhafi íeynst töluvert miðurverkaður — pveginn, press- áðurog þurbaður — í fyrraen nokkur undanfarin ár. ■— Að þessi umkvörtun muni vera á rökum bygð, sjáum vér enga ástæðu að efa, enda höfum vér séð jafnframt tekið fram, að vestfirzkur fiskur hafi reynst cins vel og vant sé. pessau mkvörtun þurfa menn strax sð taka til greina, því fyr eða síðar kemur öll vöru-óvöndun í koll þeim tjálfum, er í henni er sekur. Að erfiðara sé að verka netfisk — eink- Oo hvað pressuna snertir — en annan fisk, getur engum dulizt, en því Oeira kapp og varhuga þarf við að hafa til þess sá fiskur nái góðu og föstu áliti, og verði ekki úrkasts-vara, er minnt varir. (Aðsent). •f 22. marz þ. á. andaðist að Kampholti f Yillingaholts- þrepp Eiríkur Helgason, fæddur 6. sept. 1799 að Sólheimum f Hrunamannahrepp, hvar hann dvaldi f foreldrahúkum þangað ‘il um vorið 1827, að hann gekk að eiga Kristrúnu Jónsdótt- Ur, bónda á Baukholtum, Jónssonar, og reisti með henni bú ®ð Kampholti þá um vorið; bjó hann þar síðan allan sinn bú- 8kap og lifði allan 8ldur sinn. Með þessari konu sinni eign- aðist hann 6 lifandi börn, dó eitt þeirra í æsku, en 5 lifa enn, ðll búandi og í hjónabandi; en er hún hafði alið hið 7.barnið andvana, sálaðist hún um sumarið 1838. Kvæntist hann sfðan annað sinn seint á næsta ári Hildi Illugadóttur, prests á Vill- •ngaholti, Hannessonar, en missti hana eptir nýár 1866, án t>ess þeim yrði barna auðið; bjó hann þó enn með fóstur- dóttur sinni þangað til um vorið 1870, að hann brá búi. Frá ‘8.35 var hann um 7 ár hreppstjóri ( Villingaholtshrepp, sátta- hiaður frá 1840 til æfiloka, meðhjálpari um 40 ár. 1854 var hann af konungi sæmdur heiðursmerki Dannebrogsmanna. Eiríkur heitinn hlaut í bæði sinn bezta ráðahag, átti góð °8 mannvænleg börn, og naut almennrar virðingar, hvar sem ðann var þekktur, enda átti hann hana skilið, því að hann kom a'8taðar fram sér og stöðu sinni til sóma; var hann og þarfur Uiaður og uppbyggilegur ( mannlegu félagi, búhöldur góður, 8‘iórnsamur og röggsamur hreppstjóri, heppinn sáttamaður; Wðgjarn, góðgjörðasamur og gestrisinn; ráðhollur og úræða- Sóður við hina mörgu, er leituðu hans ráða. En umfram allt 'ar hann sannur guðsmaður, guðhræddur og guðrækinn af hjarta, og búinn þeim dygðum og mannkostum, sem fagurleg- a9t prýða líf sannkristins manns. i Ljósmóðir HelgaJónsdóttir, frá Hofstöðum, Fædd 1813, dáin 13. marz 1877. 1. Stundin var kominl — æðstu að alföður boði, dauðinn reiddi bitra helsigð, og burtu sneiddi björk, er mér hlúði bliðast að; hún hafði staðið, strítt, og varist, við storma mótgangs harða barist; en — föl hún hnlga hlaut, það er hlutfall alls lífs á jörðu hér. 2. Elskaða móðir! sárast sár, sárbitur veitti dauða hjörinn mér, þegur ræntu frá þig fjöri, hjartans saknaðar hrundu tár, þar misti’ eg vinu, er vinar blíðu, veitli mér jafnt f blfðu og strfðu ; æ, svo mikill minn missirer, mér kann ei bætast aptur hér. 3. þýngst fanst þó mér að mætti’ ei fá móðnr blessan af túngu þinni og hjá þér dvelja, binsta sinni, helblundur þína’ er huldi brá; en eg ei mögla má né kvarta, mitt þó að sorgin stfngi hjarta, þv( guð hinn hærsti gaf þig [mér, og Guð mig svipti aptur þér. 4. Lof sé Guði sem gaf og tókl þfnn andi helgu lifs á landi lifir, og nafn þitt ómáandi, letrað á helgri Kfsins bók ; móðirl aptur við finnast fáum, og framar skilja aldrei nánm, frelsaðar Drottni himna bjá, bvar ei skilnaður stað sér á. P. Jánsdóttir. Þakkarávörp. Með bréfi frá 27. febr. þ. á. hefur presturinn sira St. Árnason á Ilálsi ( Fnjóskadal sent mér 276 kr. I ávfsun og peningum, sem eru gjafir frá honum og sóknarfólki hans, og beðið mig að úthluta þeim meðal einhverra nanðstaddra við sjávarsíðuna hér syðra.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.