Þjóðólfur


Þjóðólfur - 29.06.1878, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 29.06.1878, Qupperneq 3
* 83 síður alþýðu, hafa neinar aðrar fjárkröfur til hans að gjöra en hinar alveg óumflýjanlegu. Með þeirri einu tilhögun venst alþýða, sem sókna-, sveita- og sýslufélög, við sjálfsforræði og lýðírelsi, að hún læri að stjórna sér með sinni eigin forsjá og sínu eigin fé. í>ví að eins læra menn að stjórna hinu mikla félagi og gefa því lög, að menn læri þá íþrótt í minni félögunum. Ýið þetta sjálfsforræði í hinu smáa fá menn og ekki kunnáttuna eina, heldur og hið lífsnauðsynlega kapp eða keppni; þá myudast hið sanna og eiginlega pólitiska líf í landinu, eða sá kappleikur í allsherjar störfum og málarekstri, sem er aðaleinkenni, skilyrði og viðhald lýðvaldsins. Já, vér segjum aptur: hver veit nema bezt færi, að láta hvert pró- fastsdæmi búa að sínu, eins og ítrast væri unnt, út af fyrir sig ? Lengst af gekk svo, að enda hvert prestakall og hver kirkja var látið ábyrgjast sig sjálft. En það gat ekki stað- izt, og getur með engu móti, en því ekki heil prófastsdæmi ? í fjárlegu tilliti ætlum vér það víða vel mega verða. Eitt aðalefni viljum vér taka fram, sem einkar athugavert við samsteypu brauða, en það er, að barnauppfræðingin missi hvergi í við það, að sóknum er raskað, og teljum vér það nálega hið eina, sem er því til fyrirstöðu, að prestaköll megi stækka að góðum mun og sumstaðar meira en um helming. Áður var nálega öll menntun sótt til prests og kirkju, en nú er því mjög svó öðruvísi varið. Kaþólskan, móðir kirkju vorrar, reyndi að ala sín börn upp í þeirri lífs- skoðun, að bæði menntun og sáluhjálp væri einungis að finna fyrir innan dyrastaf kirkjunnar. Á vorum dögum á mennt- unar(skóla)hugmyndin að vora sambliða kirkju-hugmyndinni, og virðist oss, sem þar á mest ríði, að hvorugt beri annað ofurliði né bægist við öðru. í tilliti til breytinga á prests- og kirkjugjöldum, þá þykir oss nóg, eins og stendur, að numið sé staðar að sinni við það, sem bref stiptsyflrvaldanna ræður til, og sem sam- þykkt er í fundarskýrslu þeirri, er vér prentum hér á eptir. Meiri breytingar á tekjum presta og kirkna ættu að bíða að- gjörða safnaðanna sjálfra, þegar þeirra forræði er byrjað; get- um vér vel hugsað oss, að sú tilhögun yrði mismunandi á landi hér eptir ólíkum landsháttum; lambsfóður t. a. m. ættu sumstaðar að gjaldast eins og verið hefur, en sumstaðar ættu þau að borgast öðruvísi, og víst er það, að bæði það gjald Og ljóstollarnir cru gjöld, scm ósanngjarnlega er lagt á eins auðmenn og öreiga, ef grasnyt hafa. Aukatekjureglugjörðin er og í ýmsu skökk, eptir flestra skoðun. — fví, að söfnuð- irnir taki við forræði kirknanna, erum vér skýlaust samþykk- ir, því heldur sem vér teljum slíkt forræði rettindi þeirra en ekki skyldu, eins og sumir gjöra. Prestar fá nógu að stjórna og stýra fyrir því, þótt þeir losist við ábirgð á því, sem þeim opt er of vaxið að ábirgjast og sem aldrei átti að vera þeirra fulla lén; enda munu þeir jafnan fá mestu að ráða í hinum tilvonandi sóknaráðum, ef þeir eru slíku vaxnir. — fað, að söfnuðir á sínum tíma fái þau upphaflegu og náttúrlegu rétt- indi aptur, að kjósa sjálfir eins presta sína, sem aðra em- bættismenn — og því fremur þá,sem þeir eru þeim þýðingar- mestir — það álítum vér eigi að vera stöðugt mark og mið allra kirkjufélaga landsins. En að heimta slík réttindi strax eins og nú stendur mun alls ekki ráðlegt, einkum fyrir þá sök, að vort kirkjulega félagslíf er bæði á lágu og daufu stigi í sjálfu sér, og hinar yiri tálmanir eflaust meiri en margir trúa. En ef stefnt er í rétta átt, og hinum litlu almennu kröptum ekki skipt með sundrungu, þá er ekkort að óttast, hvað hina ytri hlið vorrar kirkju snertir. En hvað hina innri hlið snertir, er öðru máli að skipta, hún er sálin, hitt lík- aminn, fyrir hvorutveggja verður umhyggju að bera, en mun- urinn er, að sálin fær mestmegnis sinn þroska hér að ofan, en líkaminn mestmegnis af jörðunni. Shýrsla' um héraðsfund í Kjalarnesþingi 25. júní 1878. Ár 1878 þann 25. júní mættu aö Görðum á Álptanesi, samkvæmt fundarboðun prófastsins í Kjalarnesþingi frá 3. s. m. 1) Fyrir tilmæli vor léði fundarstjórinn oss skýrslu pessa, og af því oss þykir fundur þossi hafa leyst erindi sitt vel og hyggilega af hendi, tekum vérhana orörétta. Ritst. prestarnir, séra Hallgrímur Sveinsson í Reykjavík, séra Jóhann Jjorkelsson á Mosfelli, séra þ>orkell Bjarnason á lteynivöllum, aðstoðarprestur séra Brynjólfur Gunnarsson í Kirkjuvogi, séra Kristján Eldjárn fórarinsson á Stað, séra Stefán Thorarensen á Kálfatjörn, og þessir leikmenn kosnir af söfnuðunum: Dr. Grímur Thomsen á Bessastöðum, Ásbjörn Ólafsson óðalsbóndi í Njarðvík, bændurnir Sigurður Oddson á Esjubergi, Ólafur Ólafsson í Reykjavík, Páll Einarsson í Sogni, Eyjólfur Run- ólfsson í Saurbæ, Sæmundur Jónsson á Járngerðarstöðum, kand. theol. J>orsteinn Egilsson í Hafnarfirði, Helgi Sívertsen á Útskálum, Gísli Gíslason í Leirvogstúngu. Fundinum stýrði prófastur J>órarinn Böðvarsson R. af Dbr. í Görðum, skrifari var kosinn séra Stefán Thorarensen á Kálfatjörn. Var þá fyrst tekið til umræðu, hverjar breytingar mundu tiltækilegar á skipun prestakalla í prófastsdæminu, og var samþykkt: 1. að gjörlegt sé að sameina Brautarholtssókn og Mosfell, og Saurbæjarsókn við Reynivelli. Með 10 atkv. gegn 3. 2. að gjörlegt sé að leggja Krýsivíkur og Kirkjuvogssóknir til Staðarprestakalls. Með 11 atkv. gegn 2. 3. að presturinn í Mosfellsprestakalli og Brautarholtssókn skyldi sitja á Mógilsá. Með 9 samhljóða atkv. I>ví næst var tekið til umræðu, hverjar breytingar væri tiltækilegt að gjöra á kirknaskipun í prófastsdæminu, og var samþykkt: 1. að hagkvæmt væri að leggja þann hluta Saurbæjarsóknar, sem er í Kjósarhreppi, að meðtöldum bænum Tindstöðum, til Reynivallakirkju, en hinn hluta sóknarinnar til Braut- arholtskirkju, ef nauðsynleg skilyrði væru fyrir hendi. Með 13 samhljóða atkv. 2. að hagkvæmast væri að leggja Mosfells og Gufuness kirkjur niður og byggja í þeirra stað eina kirkju á Lágafelli, ef nauðsynleg skilyrði fyrir því fengjust. Með öllum atkv. 3. að Viðeyjarkirkja verði lögð niður, og heimilið lagt til Iíeykjavíkur, ef nauðsynlegt skilyrði fyrir því fengist. Með 7 atkv. gegn 5. 4. að æskilegt væri, að ein kirkja væri byggð á Móum fyrir Kjalarneshrepp, en Brautarholtskirkja lögð niður, ef sóknin yrði sameinuð Mosfellssóknum, og prestur sæti á Mógilsá. Með 5 atkv. Var þá tekið til umræðu, hverjar breytingar væru gjör- legar á gjöldum til prests, og var samþykkt: 1. að dagsverkið verði afnumið, og prestum endurgoldið það úr landssjóði þannig, að dagsverkin eptir síðustu 5 ára meðaltali (1872—77) verði metin til álna eptir meðalalin sömu ára, og sú álnatala endurgoldin prestunum eptir hvers árs verðlagsskrá. Með öllum atkv. 2. að preststíundir verði af sýslumönnum innlieimtar á þing- um og endurgoldnar úr landssjóði. Með öllum atkv. 3. að hjónavígsla verði greidd með 15 áln. Með öllum atkv. 4. að aukatekjur, sem prestar geta ekki fengið hjá hlutaðeig- ondum sökum fátæktar, veröi endurgoldnar af sveitasjóði. Með öllum atkv. Fundinum kom saman um, að stinga eigi upp á neinum breytingum á núverandi gjöldum til kirkna, en samþykkt var: 1. að sætisfiskur, sem á einstöku stöðum á sér stað sem gjald til kirkju, verði almennt kirkjugjald. 2. að álík kirkjutíund og sú, sem geldst af húsum í Reykja- vík, verði goldin alstaðar í prófastsdæminu. Með sam- hljóða 12 atkv. Var samþykkt með öllum atkvæðum, að æskilegt væri, að presta- og kirkjumálsnefndin íhugaði sem nákvæmast gildandi lög og reglur um gjöld til prests og kirkju, og kæmi fram með uppástúngur þeim til skýringar og fyllingar, þar sem þurfa þætti. Var loksins tekið til umræðu, hvort tilhlýðilegt væri, að söfnuðirnir tækju að sér umsjón og viðhald kirkna, þannig að allar kirkjur á opinberu gózi, verði seldar söfnuðunum í hend- ur, en bændum, sem kirkjur eiga, verði sett það í sjálfs vald, og voru allir fundarmenn því samþykkir. Hvorki fundarstjóri né fundarmaður úr Bessastaðasókn greiddu atkvæði á fundinum. Fundi slitið. J>órarinn Böðvarsson, St. Thorarensen, fundarstjóri. skrifari.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.