Þjóðólfur - 11.07.1878, Síða 2
86
fegri þér, sem ástin (51,
Eyjafjarðar meyja Sól!
fegar utar kom á fjörðinn, hittum við aptur ísinn, og kom-
umst nauðulega út, svo var þá auður sjór, og héldum við beint
norður milli Grímseyjar og Skjálfanda, og svo norður um
Tjörnnes og fyrir Axarfjörð. Veður var bjart og blítt, og svo
alla daga ferðarinnar, þá er eptir voru. En er við komum
norður móts við Sléttu, gekk ekki lengra; lágu þar fyrir haf-
þök að sjá, en þó flatur ís, ekki hár, en þó miklu stórfeldari
en lagnaðarís. |>ar biðum við þann dag og daginn eptir. Lá
þá við sjálft að við yrðum inniluktir, og óðara en við kom-
umst í auðan sjó, snerum við skut að Sléttu og héldum vest-
ur haf og stefndum til Horns. Meðan við dvöldum við ísinn,
gafst mér glögt að skilja þeirra æfi, sem fastir liggja í hafís-
um og bíða svo lausnar eða — bana. Stóð mér undarlegur
og illur stuggur af þeim óvætti, en mjög öðru máli var að
gegna um þær verur, sem þar voru fyrir, og virtust hagvanar,
en það voru steypireyðir og strandfuglar, sein léku þar á als
oddi í hvítri sælygnunni, hvalirnir með hvínanda blæstri, og
skaut þeim upp sí og æ sem lifandi eldgosum úr íshafinu, en
fuglarnir fiögruðu og görguðu, flyktust saman á jökunum eða
þutu aptur á víð og dreif, eins og þeir eirðu hvergi fyrir á-
nægju sakir. Til lands er ekki fagurt að sjá við Sléttu, lágt
og hrjóstrugt, og hvar sem til tjalla sást, var alt hulið eða
flekkótt af fönnum.
þcgar vestur eptir dró, umkringdi okkur enn ís, og héld-
um við úr því fram milli spánga, og vissum ekkert líkara en
við mundum lokast inni milli þeirra, en til allrar lukku var
sund opið nærri miðjum Húnaflóa, og þar hleyptum við inn
og sáum íslausa höfn á Eeykjarfirðí á Ströndum, héldum
þángað og vörpuðum akkeri. J>ar biðura við 2 nætur, geng-
um opt í land, og áttum gott. J>ar er hýrt inni á sumrum
og miklu betra og fríðara, er inn á fjörðuna er komið, en
menn skyldu ætla, er horft er til Stranda frá sjó í harðindum.
I>ar í Reykjarfirði býr kaupmaður Jakob Thorarensen, tókhann
og hans góða húsfrú okkur höfðinglega, og þótti okkur þar
alt vel um leikið. Arnes er þar í næstu vík fyrir norðan, og
var þar grænt og fagurt að sjá, enda er það kostajörð mikil.
Úr því þynnist mjög bygðin er norðar drogur, og eru þó bæir
hér og þar norður að Geirólfsgnýpu; það er há og mikil fjall-
bust, sem skilur sýslur, og er þá hálfnað til Horns fráReykj-
arfirði. Sluppum við þar út allar götur milli íss og lands,
og fyrir Hornbjarg. Eptir það gekk ferðin fljótt og beint til
Eeykjavíkur.
§altíiskur. Eins og kunnugt er, sömdu Reykjavíkur
og Hafnarfjarðar kaupmenn í sameiningu þýða og skywamlega
aðvörun til skiptavina sinna í vor, um, að menn skyldu nú
af alefli og alment kappkosta að vanda betur þurk og eink-
um pressu á saltfiskinum en vöndun reyndist á þeim fiski,
sem þá var búið að verka og leggja inn. Tjáðu þeir, að sá
fiskur mundi efalaust skemmast, yrði hann án umbóta send-
ur fram, ætti að liggja tímum saman í stórhlöðum og verða
markaðarvara í heitu landi; því sé fiskurinn (hver fiskur fyr-
ir sig) ekki alveg gegnþur og gagnhertur, bregðist aldrei, að
blettir og þess konar skemdir sjáist á honum fyr eða síðar.
Óskuðu kaupmenn, að fiskur Sunnlendinga í ár mætti nú
aptur ná sama lofi og fiskur héðan ávann sér öll árin frá
1873 til 76.
í>essa áskorun hafa allir, sem komið hafa í búðirnar,
getað séð og lesið síðan snemma í vor, og skyldu menn því
ætla, að henni hefði verið almennur gaumur gefinn, einkum
þar náttúran hefir virzt venju fremur hvetja menn í því efni
með sífeldum breiskju-þurkum. í annan stað hefði deyfð
sú, sem liggur yfir markaðinum og drotnar nú í öllum
verzlunaiheiminum, átt að glæða almenna árvekni og kapp að
vanda sem allra-bezt allar vörur í ár, því sé nokkur hlutur,
sem mælir fram með seljanda og örfar lyst og áræði kaup-
anda, þegar verzlun er dauf, þá er það vöruvöndun og vöru-
gæði.
Allt um þetta heyrist megn óánægja meðal kaupmanna
út af verkun meiri hluta þess fisks, sem þurkaður hefir ver-
ið og lagður inn síSan nefnd áskorun var auglýst; svo kaup-
menn hafa stundum neyðzt til að vísa mönnum burt með
fisk, eða þá taka hann til þurks sjálfir (sem hér er hvorki
tími eða staður til). — Hverjar eru nú orsakir til þessa? E'j
það vanrækt eða vankunnátta manna, sem þessu veldur? I
þetta sinn vonum vér að vanþekkingin sé aðalsökin. Eins og
kunnugt er, þarf allur saltfiskur ákaflega mikla pressu eða
farg, því heldur sem sjálfdauður kann að vera og feitur. 1
ár var allur netafiskur staklega feitur, og er það ætlan vor,
að einmitt það haíi blekt marga, svo þeir hafa pressað fisk-
inn of lítið. Mörgum mun og hætta við að þurka fiskinn
minna, en hann þarf, roOmegin, en þar ríður eins á að hann
herðist sem bezt, þótt minna beri þeim megin á gæðum lians.
Önnur orsök þessarar umkvörtunar mætti ef til vill vera að
kenna saltinu, að það hafi reynzt linara í ár en að undan-
fórnu, en slíkt er ekki nema ágizkun ein, uns sannað yrði. þ>að
er pressan og aptur pressan á fiskinum, sem áherzlan liggur
mest á í þessu máli, og sem vér enn vildum reyna að vekja
athygli manna á. Mál þetta er afar-áríðanda: síðasta fregn
segir, að fyrir vesturlandsfiskinn bjóðist nú ytra 10 krónur
meira en fyrir hinn sunnlenzka, enda spyrji menn varla eptir
honum. Er því vonanda, að hver heilvita maður láti sér
skiljast, að hér séu góð ráð dýr, og að almennings áhugi hljóti
að rísa upp til bráðustu og kröptugustu samtaka, sem ekki
hætti fyr en sunnlenzkur fiskur hefir aptur náð fullum og
óskertum orðstír.
Ósiðnr. Sá ósiður tíðkast mjög hér um nesin, að menn
róa daglega á dýpstu mið án pcss að hafa nokleurt nesli eða
nœringu með ser i skipinu. Sá siður er vissulega ósiður, bæði
óskynsamlegur og hættulegur lífi manna og heilsu. |>að er
kunnugt, hve lítil hressing endurnærir og styrkir fijótt þreytt-
an mann, eða þreyttan mann, sem fljótlega verður ilt á sjó.
J>að er því undarlegra, að sjómenn hér skuli hafa þennan sið,
þar eð kunnugt er, að í fáum veiðistöðum er lengri og tor-
veldari sjósókn en hér um nesin, og — vér bœtum því við —
óvíða loptslag óhollara haust og vor en hér á sér stað.
Fréttir. Mcð síðustu ferðamönnum að norðan er það-
an sögð hin bezta tíð, enda ætluðu menn ísinn farinn; þú
verður gróður þar víða all-seinn, ef ekki lítill og rýr. Skip
Slimons, það er taka skyldi á Borðeyri Vesturfara, að sögn 80
manns, rak sig á grunn í þoku þegar það hélt út með Vatns-
nesi, og þótt það losaðist aptur og laskaðist ekki sýnilega, var
afráðið fyrir tilstilli sýslumanns, að það setti fólkið í land og
sigldi heirn við svo búið. Átti annað stærra skip að koma
jafnharðan og taka í einu alla Vesturfara, er búnir eru til
brottfarar.
Kapt. t'ofyliill ferðast nú um og semur um kaup
sín. Ættu menn að láta sér fara vel við hann, því hann er
jafn skilvís maður sem ötull, og þótt verð á hrossum sé nú i
lægra lagi munu þó peningar hans, eins og ástendur, öllutö
velkomnir,
ITIorðfréttir eystra. Um fardagaleytið fóru fjórii'
menn á báti úr Fáskrúðsfirði til Djúpavogs að sækja veizlu'
kost o. fl.; þeir tóku út vöruna og sneru 3 heimleiðis rneð
bátnum en 1 varð eptir. Skömmu síöar kom inn á Djúpavog
frönsk jakt og hafði með sér nefndan bát og nakin lík hinna
þriggja manna, og höfðu þeir sýnzt myrtir (kyrktir), og sézt
meiðsl á þeim öllum. Alt annað sem í bátnum átti að verm
var horfið, er Frakkar skiluðu honuin, höfðu þeir sagt, að
einhver dugga hefði verið að leggja frá bátnum, er þeir sáu
fyrst til hans, en ekki höfðu þeir getað sjeð nafn á því skip1;
fyrir fokku sem hekk fyrir, og ekki kannazt við, að það hefð*
verið franskt. Ivaupmaður Weywadt á Berufirði hafði þega‘
sent orð hinu franska herskipi, er lá þar eystra, og hafði ÞilJ
þegar lagt af stað til að leita morðingjanna.
Sáltnabókamefnclin kom saman samkvæmt bi('1
biskups G. þ. m. Af nefndarmönnum mættu eklci þeir sel‘
Björn próf. á Laufási og séra Páll Jónsson í Viðvík. BiskuP
inn dr. P- l'etursson setti hinn 1. nefndarfund með ®Pir
fylgjandi orðum: «
«J>ér vitið, bræður góðir, í hverju skyni vjer erum hfflg
komnir. |>ér vitið, hversu háleitt, fagurt og áríðandi }'