Þjóðólfur - 24.07.1878, Side 2
90
friðurinn er bundiun við á fundi þessum, eru þessi: hin stóru
fylki, Servía og Búlgaría verða gjörð sérstök ríki hvort fyrir sig
(furstadæmi); bæði fylkin fá töluverða landsauka. Bosnía og
Herzegóvína (vestustu fylkin) skulu falla undir yfirumsjón
Austurríkiskeisara, og býzt hann að setja gæzluher í þau Iönd,
en eigi er úlkljáð um það mál enn; Montenegro (Svartfelling-
ar) fá sjálfsforræði fult og hafnarstaðinn Antivari við Haðríu-
ílóa. Fyrir sunnan Balkanfjöll myndast stórt fylki, er hafa skal
sjálfsforræði að miklu leyti, en vera háð yfirstjórn Tyrkja; skilst
oss sem það fylki eigi að ná yfir Rúmeliu og langt suður í
hin forngrísku lönd, Þessalíu og Epírus. En suðurbelming
þeirra fylkja fá Grikkir. Er mælt að þeir þykist mjög afskiptir
orðið hafa, og að þeim svlði einkum, að þeir eigi fengu eyna
Iírít, heldur hafi hún enn verið eptirskilin í höndum hins forna
kúgara Grikkja. Af Búlgaríu sneiðist héraðið Dóbrúdsja við
Dunármynnið, sem lagt er við Rúmenfu (Valakkíu), sem heldur
sjálfsforræði, en missir þann hluta Bessarabíu, sem Rússar
mistu 1856, og tóku með herskildi í vor. Aslumegin fá Rúss-
ar hafnarstað mikinn og góðan nærri landamærum, Batum við
Svartahaf, en eigi var alveg ljóst, hverir kostir voru þar við
ákveðnir, því flestum er mjög sárt um að láta lönd og borgir
þeim megin falla í hendur Rússum. Nánari friðarkosti milli
Rússa og Tyrkja, lætur fundurinn þá sjálfa einráða um. Ná-
kvæmari skýrslu um fríðgerð þessa er eigi hægt né vert að
birta að svo stöddu. Meðan Beaconsfield sat á fundinum
hefir hann utan þings ráðist í stórræði eitt, sem ýmislega
mælist fyrir um: hann hefir samið svo fyrir Englands hönd við
Tyrki, að enss stjórn skuli framvegis hafa verndarráð yfir ríki
Tyrkja í Asíu, og bera ábirgð með þeim fyrir stjórn þeirra þar.
J>ar með fylgir eyjan Iíyprus f Grikklandshafi, er verður kast-
alastaður Englendinga.
— Parísarsýningin stendur í fullum blóma, hafa þó bygg-
ingarnar alt til þessa verið ófullbúnar, vænta menn að að-
sóknin verði mest í ágústmánuði, en þó befir mannfjöldinn á
Marsvellínum engan dag talist færri en 50,000 og alt að
100,000 manna. Af stórmennum, sem þar hafa verið viðstadd-
ír, er optast getið þeirra máganna, krónprim vors Friðriks og
primins af Wales-, þykja þeir báðir skörulegir menn og hinir
liprustu í framgöngu. í hinni miklu oílætisborg er nú geysi-
mikið um dýrðir, siórveizlur, heimboð, leikir og hverskonar
fagnaður; einkum eru lofaðar kvöldveizlurnar hjá forstjóra sýn-
ingarinnar, verzlunar-ráðherranum, og þar næst gildunum hjá
Mac Mahon ríkisforseta í hinni fornu gullnu Elysée-hö\\, þar
sem Búrbonnar og Napóleónar áttu heimkynni, uns nýir herr-
ar með nýum siðum tóku við, og drotnar nú í þeim dýrðar-
sölum eintómur lýðveldisbragur, skortir þó hvorki skraut né
smekk-fegurð, því að Frakkar þurfa ekki konunga né keisara
til þess að kenna sér kurteisi og prýði. Alt er ákaflega
dýrt, er kaupa þarf í París, ferfalt og jafnvel tífalt við venju-
legt verð, svo að einn dagur er þar jafndýr nú, sem vika var
úður, og græða Parlsarbúar geysi-fé á hátiðinni, en þeir eru
og kallaðir engu síður atorkumenn og kænir til gróða en
gleðimenn og glysvinir.
— Keisaranum f Berlín er nú batnaður áverkinn. Dr. No-
beling, sá er tilræðið gjörði, skaut sig þegar eptir verkið
gegnum höfuðið, oghöfðust af honum engar áreiðanlegarsagn-
ir; en hinn mesti aðsúgur vargjörður að sósíalistum, því þeirra
miklu æsingum er kent um þetta, sem annað ilt, og var
fjöldi manna fángaður. Mælist misjafnt fyrir þvf kappi og
harðræði stjórnarinnar og þykir mjög svo eyma af hervaldi og
harðstjórn í því ríki, enda er þar óöld mikil, fjárþrot og ör-
birgð víðsvegar, opinberir og leynilegir flokkadrættir, og loks
svo mikið stríð í trúar- og hugsunarefnum, að ekki eru dæmi
til slfks síðan trúnni á Guð var hrundið með lögum á hinni
stóru Sturlungaöld Frakka fyrir síðastliðin aldamót.
— í Belgíu eru nýorðin ráðherraskipti; stóðu klerkar fyrir
stjórninni áðtir, en nú er þeim steypt og framfaramenn komn-
ir f þeirra stað, að því er kallað er; beitir sá Frére Orban er
forsætið hefir.
— Ilin únga og nýgipta drotning Alfons Spánarkonungs er
nýlega látin; hún var 18 ára gömul og hét Mercedes. Lfka er dáinn
(12. f. m. í París) hinn gamli blindi konúngur Georg, er lengi
stjórnaði Hannover, þar til Prússar steyptu honum af stóli og
tóku ríki hans 1866. f>eir köstuðu og eign sinni á 16 mill-
fónir dala, er hann átti; buðu þeir honum síðan optlega að
skila honum því fé ef hann vildi afsala sér erfðarétti til ríkis
f Hannover, en hann kvaðst aklrei mundi kaupa af þeim það
er hann ætti né samþykkja þeirra ofríkisráð, og skildi svo
með þeim.
— í Bandaríkjunum hafa enn gengið miklar pólítiskar deil-
ur út úr hinni síðustu forsetakosningu; þykir þar fullsannað,
að sá fiokkurinn (þjóðvaldsmenn, republicans), sem kusu fla-
yes, hafi svikið hina (lýðvaldsflokkinn, democrats) í kosning-
unni. þó ætla menn að Hayes muni halda tign sinni, enda
er hann sjálfur sýkn í þeirri sök.
— t Iífna heldur enn áfram hinu ógurlega húngri, sem
staðið hefir hátt á annað ár; ganga þaðan hinar hryggilegstu
sögur, og er fullyrt að 5 milljónir manna séu þar dauðar úr
húngri. þessi voði geysar í norður-skattlöndum hins mikla
keisaraveldis, og er tilefni þess óvenju miklir þurkar, sem eytt
hafa nál. öllum jarðargróða, en þar er hvorki verzlun eða
iðnaður né nokkur meutun svo teljandi sé, en fólk fjöldamargt.
— Úr Danmörku og af norðurlöndum er sem stendur engra
tiðinda að geta, sem hér er rúm fyrir. Ný sáluð var frú
Sigríður Thorgrfmsen, ekkja Sigurðar sál. Thor-
grfmsens fyrrum landfógeta hér ú íslandi. Uún var bróður-
dóttir Geirs biskups Vidalíns og kvennval mikið, eins og hún
átti kyn til. Hún andaðist nær níræðu.
— 3. þ. m. sendu rúmt 20 (slendingar í Khöfn heiðursá-
varp landa vorum, hinum nafnfræga kennara fslenzkrar túngu
og fornfræði við háskólann f Ifhöfn, dr. Konráði Gíslasyni■
J>ann dag fylti prófessórinn sitt 71 ár.
— Landi vor Eiríkur Magnússon, meistari og bókavörður í
Cambridge, hefir þýtt á ensku og gefið út í félagi við enskt
skáld, er Palmer heitir, safn af Ijóðum eptir Runeberg Finna-
skáld; hann tileinkar bókina Óskari Svíakonungi. Eiríkur gaf
og út rit f haust um fornt rúna-almanak, er fundist hafði á
Finnlandi árið 1866, og þykir allmerkilegt. Nú er hann á
ferð austur í Sviþjóð.
— í Khöfn var nýlega á ferð Napóleon prins sonur Nap.
3.; von var og þangað á Grant fyr. forseta Bandaríkjanna.
Deilur vinstri fiokkanna halda óspart áfram enn í dönskum
blöðum.
§kipakorna og ferð«afólk. 13. þ. mán. kom
gufuskip Mr. Slimons «Qveen» frá Skotlandi og hélt héðan
samdægurs til Austfjarða og ætlaði þaðan heim. •— Með því
sigldi til Skotlands Gísli skólakennari Magnússon tíl að leita
sér lækningar. Skyldi það fiytja ferðamenn, og var sent í
þvf skyni að bæta upp hindrun þá, sem leiddi af því, að
fyrsta ferð «Gumbrae» brást við norðurlandið. Með Qveen
komu: Miss Oswald, sú er ferðaðist hér í hitt eð fyrra, og
með henni Lady Cathcarl, hirðmey Victoríu drottningar; þæf
eru báðar hinar stórbornustu meyjar; ætla þær norður í land,
og er fylgdarmaður þeirra hra Þorgrímur Guðmundsen frá
Litla-Hrauni. Með sama skipi komu og 3 stúdentar frá Cam-
bridge, sem einnig ætla að dvelja hér og ferðast. Major Mo-
ran (sem nefndur er f sfð. bl.) er nu á ferð til Geysis og
Ileklu, en nýkomin þaðan aptur eru hin göfugu systkyn, sem
dvelja hér f sumar, Thompson ofursti og Miss Thompson — 18-
þ. m. kom póstskipið «Phönix.", með því komn : frá Khöfn
Consúl Hock, forstjóri hins sameinaða gufuskipafélags, og
með honum M. E. de Serre, franskur aðalsmaður; kaþólskur
prestur að nafni Euch\ en frá Skotlandi frúrnar Á. Melsteð og
P. Thorsteinsen, og nokkrir ferðamenn: Crawford general'
major og Edw. Everett frá Bandarlkjunum; Fr. Daries, N. P-
van Gruisen og Ch. J. Daintrey frá Liverpól.
'VItabyfíSÍng'in á Reykjanesi þykir sein, dýr og eff'
ið. í miðjum þ. m. mán. var turninn orðinn að eins 9 feta
hár yfir grundvöll (hann á að verða rúml. 30 fet á hæð) átt'
strendur en mjór á kanta). Erfiðleikarnir eru miklir, þvf
manns hafa nú stuðið þar að starfi í meira en 2 raánuði. Grjöt
allt verður að flytja langt að, fyrst á báti, en síðan á hestuö1
og börum, því allt grjót þar sem vilinn er settur, er brunagfj01
ónýtt f veggi. Rothe ingeneur er þar sjálfur til forsagnar
Lyders múrsmið hefir mest að segja við verkið sjálft, og er