Þjóðólfur - 28.01.1879, Síða 3

Þjóðólfur - 28.01.1879, Síða 3
15 um sem þetta mál leggja á hjarta, skulum vér koma hér fram með praktiska tillögu, sem einn vitur og uppbyggi- legur prestur hefir nýlega hvatt oss til að birta og gefa meðmæli. f>egar prestar fyrir alvöru spyrja: hvað eigum vér að gjöra, uggir oss, að þá mnni önnur spurnig jafn-alvarleg vaka í huga þeirra, þessi: tekur söfnuður minn nokkrum fram- förum? Og þessi önnur: hvað á eg að gjöra til þess hann taki framförum. hvernig predika, hvernig haga hegðun og framkvœmdum? Líka er hverjum sem vill, leyfilegt að spyrja á líkan hátt: batna söfnuðirnir mikið, eða taka þeir sér veru- I lega fram, þrátt fyrir prédikun presta sinna? Svari þessu hver eins og hann vill, en það viljum vér segja, að prestar mega búast við, að söfnuðir fari smásaman bæði að breyta og herða á kröfum sínum við presta við vaxanda mentun alþýðu og batnanda hag sjálfra þeirra. Að prestar prédiki alment með meiri alvöru hér eptir, má víst ekki með sanngirni ætlazt til, né heldur hins, að kirkjurækni fari fljótlega í vöxt. Vér get- um hugsað oss, að hið gagnstæða kunni fremur að eiga sér stað, fyrstumsinn, eptir eðli og stefnu kirkju og aldar. Hvað eiga þá prestar að gjöra? Mörg prestaköll landsins eru að , vísu all-erfið og víðlend, en fá eru fjölmenn, og flestir prest- ar eyða að vorri ætlun ekki meiru en (mest) 3 dögum á viku hverri til beinnar þjdnustu embættisins, og sumir miklu styttri tíma. Hvað eiga þá prestar að gjöra, auk þess sem þeir gjöra nú? J>eir eiga að efla mentun safnaða sinna miklu meira en nú gjöra þeir — menta þá til þess og þangað til, að kenning þeirra hrífur betur en hún nú virðist gjöra. Tillaga sú, sem vér nefndum, er þessi: að prestum her á landi verði gjört að skyldu að halda kirkjuskóla fyrir unglinga sóknarinnar, eða veita kenslu í kirkjunum í hvert sinn sem emhæltað er, eptir messu og daginn eptir (mánudaginn). Pessi kensla œtti að fram fara árið um kring, nema um heyannatímann. 1 skólum þessum œttu prestar einkum að kenna (auk trúar- bragðanna) sögu, landa- 0g náttúrufrœði, skript og reiknings- ttst. Fyrir kennslu þessa ættu prestar ekki að taka sjerstök i | laun, nema, ef vera skyldi þeir, sem erfiðum útkjálkabrauðum þjóna, þar sem sjaldan er messað, og erfiður er kirkjuvegur. Bændur ættu hins vegar að borga allan kostnað, sem af kenslu þessari leiddi, svo sem ofn í hverja þá kirkju, sem kent væri .í, gistingu barnanna^og bækur, svo og ábyrgjast þau heiman frá og heim. fessarar kenslu ættu sem flestir ung- lingar hvórrar sóknar að fá að njóta, helzt á aldrinum frá 12. til 20. árs. Ætti þessi tilhögun einkum að miða til þess, að bæta eins og auðið er úr þeim vandræðum lands vors, að barnaskólar eru hér víðast hvar ómögulegir, enda mundi sann- ast, ef slík kensla einu sinni væri orðin venja, að ekkert þætti sjálfsagðara, ekkert nauðsynlegra og eðlilegra en slíkir skólar, sem prestur og sálusorgari sjálfur annaðist einn. Óskanda væri, að go'ðir og upplýstir menn vildu sem fyrst senda oss skoðun þeirra þessu viðvíkjandi. §bemd á almenninffs eignnm. Á það hefir stundum verið bent í blöðunum — og þyrfti að gjörast betur — hve opinberar eignir, sem annaðhvort öll þjóðin á, eða partar hennar, eru illa hirtar og þeim lítill sómi sýndur, en ekki kast- ar tólfunum fyr en menn beinlínis eða visvitandi spilla, brjóta eða svívirða þess konar eignir, enda er slíkt í öllum löndum talið með hinum lökustu lögreglubrotum. Að vilja skemma fyrir almenningi nytsama og fagra og lögum helgaða hluti, vottar þá strákskaparlund, sem nær því er ótrúleg. Eitt kvöld á dögunum voru þannig mölvaðir með grjótkasti 7 af strætalömpunum hér í bænum, án þess nokkur víssi af eða viti enn með sönnu, hver eða hverjir það unnu. fyrir tekjum og útgjöldum hins íslenzka biblíufélags, frá 1. júlí 1877 til l. júlí 1878. Tekjur. kr. a. 1. Eptirstöðvar frá fyrra ári......................... 11364 49 Flyt 11364 49 Fluttar 11364 49 2. Vextir af skuldabréfum o: 10675 kr....... 427 » 3. Úr landssjóði.................................120_________» Samtals: 11911 49 Gjöld. 1. Fyrir fyrra árs reiknings auglýsingu á prenti kr. a. (fylgiskjal 1)................................... 2 20 2. Eptirstöðvar 1. júlí 1878: a. í arðberandi skuldabréfum (fylgiskjal 2) . . 11385 » b. Útistandandi skuldir (fylgiskjal 3) . . . . 469 80 c. Hjá gjaldkera.............................. 54 29 Samtals: 119ÍÍ 4Ö Keykjavík, 30. júní 1878. Jón Pelursson. Frá reikningshaldara hálfu finnum við ekkert að athuga við þennan reikning. Hallgrímur Sveinsson. H. E. Helgesen. af reikningi sparisjóðs í Keykjavík frá 11. desember 1877 til 11. júní 1878. Frá stjórn sparisjóðsins í Reykjavík. Tekjur. kr. a. Eptirstöðvar 11. desbr. 1877: kr. a. a, konungleg skuldabréf . . . 55900 » b, skuldabréf einstakra manna 91643 » c, peningar 4962 19 152505 19 Innlög samlagsmanna .... 18397 99 Vextir af innlögum ll.júní 1878 . 2455 34 Vextir af konunglegum skuldabréfum og lánum 3395 70 Fyrir 50 viðskiptabækur . . . 16 50 Verðmunur við kaup konungl. skuldabréfa 663 » alls 177433 72 Útgjöld. kr. a. Útborguð innlög 17694 65 Af vöxtum til 11. júní 1878, alls 2497 kr. 48 a., .útborgað 42 14 Vextir til 11. júní 1878 lagðir við höfuðstól 2455 34 Ýmisleg útgjöld 199 3 Eptirstöðvar 11. júní 1878: kr. a. a, konungleg skuldabréf . . . 61900 » b, skuldabréf einstakra manna 91053 » c, peningar í sjóði 4089 56 157042 56 alls 177433 72 í eptirstöðvunum ...... 157042 56 felast: a, innlög og vextir 787 samlagsmanna 144912 34 b, varasjóður ...... í . 7882 » c, verðmunur á kgl. skuldahréfum . 4248 22 157042 56 MANNALÁT. (Aðsent). — J>ann 23 nóvemberm. f. á. andaðist í Frydindal á Vest- mannaeyjum 68 áragömul, veitingakona, húsfrú AneJóhanne borin G ry n e r. Hafði hún flutzt frá Danmörku til Vestmanna- eyja árið 1834 og dvalið hér síðan. Hún var tvígipt, og var hinn fyrri maður hennar danskur skipherra, Morten Eirichsen, en hinn síðari einnig danslfur, beýkir C. W. Roed, er nú stendur eptir svo sem ekkill. Hún var sérleg dugnaðarkona í allri búsýslu, og má þess geta, að hún ávallt, með bestu heppni, lagði mikla stund á yrkingu flestra þeirra garðaldina, sem yrkt eru í Danmörku. Eins og hún var fyrirtakskona að dugnaði í sinni stöðu, mátti og um hana segja, að hún ætti fáa sína jafningja að góðgjörðasemi við bágstadda og þurfandi, og er hennar því maklega saknað af öllum þeim,. er henni kynntust, vandalausum sem skyldum. 8. nóv. f. á. andaðist á Vestmannaeyjum ekkja Sigríður Sæmundardóttir á Gjábakka 81 ársgömul. »Hún var mörgum kunn fyrir dugnað og ráðdeild, tryggð 0g góð- gjörðasemi». r

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.