Þjóðólfur - 26.02.1879, Blaðsíða 1
31 ár.
Kostar 3kr. (erlendis 4kr.), ef
borgast fyrir lok ágústmán.
Reykjavik, 26. febr. 1879.
Sé borgab ab haustinu kostar árg.
3 lrr n. nn 4 kr o.nf.ir áralok.
6. blað.
Frumvörp brauöa- og ki rkiia,-
méila-nefiiclariniiar.
I iiinum fyrsta hálfa árgangi kirkjutíðinda fyrir ísland,
eptir Þorvald Böðvarsson og llállgrím Sveinsson, eru nú
komnar á prent gjörðir brauða- og kirknamála-nefndarinnar,
og hefir hún bæði leiðrett, að því leyti henni var unt, brauða-
mat það, er prestarnir nú seinast hafa gjört að boði stipts-
yfirvaldanna, Og líka samið 7 lagafrumvörp — 3 af þeim eru
þ<5 að eins eptir minni hluta nefndarinnar.
Leiðrettingarnar eru víst gjörðar með mikilli nákvæmni,
og hljóta að hafa kostað mikið starf og yfirlegu. Annars er
rajög slæmt, að útgefendur kirkjutíðindanna skuli hafa slept
— þeir segja rúmsins vegna — skýrslum þeim, er nefndin
hafði samið yfir tekjur allra brauða á landinu, eins og þær
eru tilgreindar í hinu nýja brauðamati, því þvílíkar skýrslur
hljóta að vera sérlega fræðandi og án þeirra fá menn í raun-
inni enga nákvœma þekkingu um tekjur brauðauna.
Að því þar næst frumvörpin snertir, þá eru þau og víst
yfir höfuð vel af hendi leyst, þótt vér eigi allstaðar getum
felt oss við þau, og skulum vér nú svo stuttlega og svo greini-
lega oss er unt, leyfa oss að gjöra nokkrar athugasemdir við
þau og þá byrja á 1. frumvarpinu, er hljóðar um skipun
prestakalla og kirkna:
1. grein frumvarps þessa ákveður, hver prestaköll skuli
vera á landinu, og hverjar kirkjur í hverju prestakalli — þar
hefir gleymst í Múlasýslunum að geta Njarðvíkur- og Brúar-
kirkju — Og vill nefndin, að af þeim presta köllum, sem nú
eru, sé 33 prestaköll lögð niður1), en 3 ný stofnsett; þar er
og tiltekið, hver brauð skuli fá uppbót, og hve mikla hvert;
er uppbótin annaðhvort úr landssjóði eða frá öðrum brauðum;
úr landssjóði á uppbótin að vera 7600 kr., en tekjur brauða
þeirra, er nefndin vill að lögð sé niður, eru 23366 kr. 90 a.;
á því að bæta þau brauðin, er eptirleiðis verða, um 30966
kr. 90 a. Beztu brauðin, fyrir utan Keykjavíkurbrauðið, sem
kvað vera um 4500 kr. verða liðuglega á 3000 kr(, en hið
lakasta upp á 666 kr. 32 a.
Við þetta fyrirkomuíag frumvarpsins, hvernig bæta skuli tekj-
ur lélegustu brauðanna, finst oss þrent einkum athugavert:
a, fá sum brauð uppbót, en sum ekki, sem þó oru lakari
og liggjaí lakari sveit;eins fær lakara brauðið stundum minni
uppbót, en það sem betra er; b, finst oss, að ekkert brauð
ætti að hafa minni tekjur en 800 kr.; og að þessvegna ætti
að bæta upp öll brauð, sem minni eru, en uppbótin álítum
vér að ekki ætti að vera meiri en svo að tekjur brauðsins
næði þessari upphæð, eða ríflega það; c, álítum vér, að ekki
ætti að leggja brauð niður nema hægt sé að þjóna því frá
næsta brauði, og brauðið þar sé svo tekjulítið að það þurfi
uppbótar. Einhver hin helgasta og yfirgripsmesta skyl<Ja presta
hér á landi er og verður sú, að sjá um uppfræðslu úngdóms-
1) I yfirliti því, er nefndin hefir gefið bls. 75 og 76 yfir brnuð
þau, er hún í frumvarpinu stýngi upp á að leggja skuli nið-
ur, segir hún að brauð þessi sé 29, en þetta kemur til af því
að þegar hún hefir samið yfirlit þetta, hefir hún ekki munað
eptir því, að hún í frumvarpinu enn fremur hafði stúngið upp
á, að_leggja skyldi niður þessi 4 brauð: fíngmúla, Einholt,
Reynistaðarklaustursbrauðið og Álptamýri; og af því, að hún
þá ekki hefir munað eptir þessum 4 brauðum kemur það, að hún
telur tekjur bauða þeirra, er hún stýngi upp á, að sé lögð
niður, 20836 kr. 32 a. og eins það, a§ hún telur uppbót þá,
er þau brauðin fái, er hún stýngur npp á að menn skuli halda
eptirleiðis, ekki nema 28436 kr. 32 a.
ins, og að börn fái ekki ilt uppeldi, en það er fyllilega víst,
að prestar ekki geta neitt séð um þetta til hlýtar, þar sem
brauðin eru mjög víðlend. Oss virðist því mjög varúðarvert,
að leggja niður sum af þeim brauðum, sem samkvæmt frum-
varpínu á að afnema; hinsvegar föllumst vér alveg á það, að
2 af brauðum þeim sé stofnsett, sem frumvarpið ræður tij, en
að stofnsetja hið þriðja, Staðarfellsþingin, finst oss óþarfi.
Aptur undrar oss, að nefndin skuli ekki leggja til, að Múla-
sókn í Flateyjarprestakalli verði gjörð að sérstöku prestakalli,
því vér álítum með öllu ófært að þjóna þeirri sókn frá Gufu-
dal, en erum á máli nefndarinnar um það, að nauðsynlegt sé
að taka hana undan Flatey. Samkvæmt þessu vildum vér þá
gjöra þær breytingar á frumvarpinu, að því er snertir niður-
skipun prestakallanna og tekjum þeirra, er nú skal greina:
1. í Norðurmúla prófastsdœmi.
Hér föllumst vör á allar breytingar frumvarpsins, nema
hvað vör viljum láta falla burt 200 kr. uppbótina til Skeggja-
staða (frá Hofi), því tekjur þess brauðs eru liðugar 800 kr.
og þarf það því ekki uppbótar við. Eins er það, að tekjur
Desjamýrar prestakalls eru taldar rúmar 774 kr. og þyrfti því
ekki að bæta þær upp nema með 50 kr. on ekki 200, eins og
frumvarpið segir. Aptur á móti ætti að bæta upp Ásbrauðið
með 50 kr., sem frumvarpið lætur vera óuppbætt, því tekjur
þess brauðs eru að cins 785 kr. J>essi 100 kr. uppbót ætti
að takast af tekjum Hofs í Vopnafirði, sem eru taldar 3600
kr., og eins mætti leggja frá því til Fjarðarprestakalls í Suð-
urmúlaprófastsdæmi 400 kr. Enn fremur er það auðsætt, að
Hofteigur þarf uppbótar við, þótt frumvarpið taki það ekki
fram, því þegar Möðrudalssókn er tekin frá því brauði, yrði
það að eins á rúmar 730 kr. og yrði því að bæta það upp
með 100 kr. og mætti því til þess leggja 50 kr frá Kirkju-
bæ og 50 kr. frá Valþjóftstað.
2. í Suðurmúla prófastsdœmi.
í frumvarpinu er það lagt til, að til hins nýja brauðs,
Fjarðar í Mjófafirði, skuli leggjast 600 kr., þar af 500 kr. úr
landssjóði og 100 frá Hólmum, og virðist þetta nóg, þar eð
ætla má, að Fjarðarsókn' gefi af sér ekki minna en 200 kr.;
en þessar 600 kr. mætti taka frá öðrum brauðum, eða 400
frá Hofi í Vopnafirði, sem fyr er sagt, 100 kr. frá Dverga-
steini og frá Hólmum 100 kr. Stöð er matin því nær 477
kr. og virðist því ekki þurfa nema 350 kr. uppbót (í frum-
varpinu er henni ætluð 500 kr. uppbót), og mætti lúka þá
uppbót þannig: frá Hólmum 200 kr. og frá Heydölum 150 kr.
Hólmar eru matnir 2498 kr. 96 a. og Heydalir 1982 kr. 53 a.
þegar þar frá dragast áðurnefndar uppbætur, frá Iíólmum 300
kr. og frá Heydölum 150 kr., verða Hólmar upp á 2198 kr.
96 a. og Hoydalir upp á 1832 kr. 53 a.; eins verða tekjur
Dvergasteinn, þegar Klyppstaðar'brauðið leggst þar til, yfir
1300 kr., þó Mjófafjarðarsóknin gangi þar frá og 100 kr. sé
að auki greiddar til hins nýja brauðs. Áð öðru leyti en því,
sem nú var sagt, föllumst vér hér á frumvarpið og breytingar
þess.
3. og 4. í Austur- og Vesturskaptafelh prófastsdcemi.
Hér samþykkjum vér frumvarpið; en af því Kálfafells-
staður er matinn 572 kr. 78 a. og Sandfell 278 kr. 83 a. og
Ásar 298 kr. 78 a., ætti að bæta Kálfafellsstað upp með 250
kr., Sandfell með 550 kr. og Ása með 550 kr., svo hvert
þessara brauða geti orðið ekki minna en 800 kr. J>essar
uppbætur verður að taka úr landssjóði, eins og segir í frum-
varpinu.
21
í