Þjóðólfur - 26.02.1879, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 26.02.1879, Blaðsíða 4
24 hefir gjörsamlega rangfært þær, og er það Ijótt og sýnir litla sannleiksást. fað stendur hvergi í fjóðólfi, að kaupmenn skuli «ekki framar» lána og heimta 5°/0 af hverri skuld, hvernig sem hún er tilkomin, heldur stendur svo, að kaupmenn láni að eins «móti bréflegri skuldbindingu» og «ákveðnum gjaldtíma», ög «heimti 5 af hundraði í leigu af hverri þeirri fjárupphæð, sem ógoldin er á síðasta gjalddaga. Sé það satt, sem þessi velvirti greinarsmiður ber kaup- mönnum á brýn, að þeir auki skuldir manna á góðu árunum, en kippi að sér nytinni með lánin á harðinda árunum, þá sýnist ekki ómögulegt að losast við skuldirnar á 6 árum, enda mætti hafa tímann lengri, þar sem miklar væru skuldir. Komist menn skuldlaust af á vondum árum, ætti að mega borga nokkuð af þeim í góðum- og miðlungsárum. Að verzla hér á landi án láns, er fiestum ómögulegt, en að borga t. d. fyrir nýár það, sem tekið væri að vori, ætti flestum að vera kleyft, enda mundi þá margur gæta sín betur með úttekt sína, ef hann fengi lán að eins um vissan tíma, sem gengið væri eptir, eða rentur goldnar af að liðnum gjalddaga. Að borga 5 af hundraði í leigu af því fé, sem ekki er goldið á tiltekn- um gjalgdaga, mun þeim einum sýnast ósanngjarnt, sem ekki skeyta um rétt og sanngjörn viðskipti, en það er vitaskuld að kaupmenn ættu að borga bændum sömu leigu af því, sem þeir ættu inni hjá þeim. Lík ákvörðun þessu var tekin á fundi Gránufélagsins 29. ágúst f. á. á Akureyri, og taldi fund- urinn skuldirnar eitt hið mesta mein landsins: (Sbr. Nf. nr. 45-46) Naumast mundi þurfa að óttast þessa 25%, sem höf'- undurinn segir að kaupmenn leggi á vörurnar fyrir vanskil á skuldum, ef engar skuldir væru aðrar en þær sem borgast ættu eptir samningi að stuttum tíma liðnum. Skuldlaus mað- ur getur verzlað hvar sem beztir eru prísar og skuldlaus má hver heita, þó hann fái lán, þangað til að hann getur komið vöru sinni til kaupmannsins. Skuldlaus maður þarf ekki að sættast upp á «okurverzlun» þá, sem höfundurinn talar um. Slík verzlun þrífst á því landi einu, þar sem almenningur er bundinn viðjum skuldanna, sé verzlunarfrelsi ekki hept með lögum. Skuldlaus maður þarf aldrei að koma fyrir kné kaup- mannsins, sem þurfalingur, heldur getur hann mætt honum sem jafnborinn skiptavinur. Að minka verzlunarskuldir og afmá þær sem mest, um það ætta bæði bændur og kaupmenn að bindast samtökum, því það er eitt hið mesta velferðarmál landsins, en hér geta kaupmenn að líkindum mest aðgjört eins og í öðru, sem að verzlun lýtur. Bóndi. AUGLYSÍNGAR — fíér með shal brýnt fyrir kaupmönnum bœjarins, að samkvœmt lögum 14. desember 1877 ber að selja kornvöru og lcol eptir vigt, nema pvi að eins að haupandinn ceski mcel- is, og að sehtir liggja við ef brotið er gegn pessum lögum. Shrifstofu bœjarfógeta í Reykjavík 22. febr. 1879. E. Th. Jónassen. — Hér með auglýsist, að herbergi fást til leigu í húsi skólakennara Gísla sál. Magnússonar til vors, og geta þeir sem vilja fá þau, samið um það við bæjarfógetann í Keykjavík. Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík 12. febr. 1879. E. Th. Jónassen. — Samkvæmt ályktun, er gerð var á skiptafundi í búi mad. ValgerðarÓlafsdóttur, sem sál.h.24.febr.,auglýsist hér með að timburhús það hér í bænum, liggjandi á Hlíðarhúsalóð, er tilheyrir greindu búi, verður boðið upp til sölu við opinber uppboð, sem haldin verða h. 12. og 22. marz og 3. apríl næstkom. kl. 12 m. d. Hin 2 fyrstu uppboð verða haldin á skrifstofu bæjarfógeta, ———.— en 3. uppboð í húsinu, er selja á. Hús'eign þessi er fárra ára og virt til brunabóta 1251 kr. Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík 14. febr. 1879. E. Th. Jónassen. Hér með auglýsist, að steinhús það sem stendur í Kapla- skjóli og tilheyrt hefir Jakobi l) Jónssyni verður, með því gjört hefir verið í því lögtak fyrir óloknum bæjargjöldum, boðið upp til sölu á uppboðsþingum, sem verða haldin fimmtudaginn 20. þ. m. kl. 1. e. m. á skrifstofu bæjarfógetans, föstudaginn h. 28. þ. m. kl. 12V2 e. m. á sama stað, og föstudaginn 7. marz hjá húsinu kl. 1 e. m. Hús þetta er með timburþaki einföldu en að öllu leyti óþiljað innan og lopt og gólf laust. J>ess skal getið, að túnstæði er fallegt rétt hjá húsi þessu, lending og vergögn sömuleiðis skamt þaðan, hrognkelsaveiði má einnig hafa þar rétt undan landi. Auglýsing þessi gildir sem aðvörun til þeirra, sem veð kunna að hafa í húsinu, um að gæta réttar síns. Skilmálar fyrir sölunni verða auglýstir á uppboðsstaðnum á undan uppboðinu. Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík 12. febr. 1879. E. Th. Jónassen. l) Nafnið or skakt í síðasta blaði. — Verði nokkurt okur í frammi haft á «anleggjunum» í Strandarhreppi á komanda vertíð, eins og stundum hefir þar átt sér stað, auglýsist hér með, að eg fyrir mitt leyti skal gjöra það, sem eg get og lög leyfa, til þess að þær vörur sem þannig kunna að vera hafðar til sölu, verði gjörðar upptækar. Jón. — Nýlega uppgerður bær með góðum kálgarði, er til sölu; þeir sem vilja fá frekari upplýsingar, eru beðnir að snúa sér til Björns múrara Guðmundssonar í Reykjavík. — Seinast liðið haust fanst frá mér á f orvaldshálsi utan við veginn 3 enskir Ijáir, og má réttur eigandi vitja þeirra til mín móti fundarlaunum og borgun á þessari auglýsingu. Kalmanstúngu 16. febr. 1879. St. Ólafsson. — 19. þ. m. týndist nálægt Thomsens búð poki með 2 sex- punda-línum, 2 léreptsstykkjum, 1V2 pundi af blásteini og tómtri fiösku, o. s. frv. fessu er beðið að skila á skrifstofu þ>jóðólfs. — Flóaréttardaginn næstliðið haust tapaði eg undirskrifað- ur malpoka úr hæru, með öskjum í og ýmislegu dóti; hann hvarf af réttarvegnum, og sá sem hefir fundið, er beðinn að skila honum til mín mót sanngjarnri borgun. Kolsholtshellir í Flóa. forsteinn Magnússon. — Óskilafje selt í Hálsahrepp nœstliðið haust: 1. hvítur sauður 3v. hvatrifað hægra, Sneitt fr. fjöður apt. vinstra. 2. hvítur sauður veturg. með sama marki. 3. grár sauður veturg. sneitt fr. hægra sneitt og lögg fr. vinstra. 4. hvít gimbur veturg. blaðstýft fr. gagnbitað hægra, stýft vinstra. 5. hvítt lamb stýft gagnbitað hægra, tvírifað í stúf^vinstra. 6. hvítt lamb, tvístýft fr. hægra tvírifað í heilt vinstra. 7. hvítt lamb, sneitt apt. hægra sýlt biti fr. vinstra. 8. do. sneiðrifað fr. stig apt. hægra, blaðstýft fr. vinstra. 9. do. tvírifað í stúf hægra gagnbitað vinstra. Stóraási 25/i79. Jón Magnússon. — Hér er í óskilum grá hryssa 3v. mark sneiðrifað framan*' hófur aptan hægra. Deildartúngu 2B/i79. Hannes Magnússon. Veitt forauð, í f. m. Brjámslækur kand. Ól. Ólafs- syni (frá Melstað), í s. m. Lundur kand. porst. Benidiktssyni. ©v-eitt branð, Hallormsstaður í S'uðurmúlas. augl. 31. f. m. mat. 823 kr. Afgreiðslusfofa pjóðólfs: í Gunnlaugsens húsi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthlas Jochuttissön. Prentaður í prentsmiðju Einars pórOarsonar. 1

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.