Þjóðólfur - 26.02.1879, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 26.02.1879, Blaðsíða 3
23 við Barð, sem vér föllumst á, yrði það brauð 1725kr., og mætti þá bæta upp með tekjum þess Fells prestakall með 250 kr., sem þá yrði 800 kr. brauð. Brúarlandsþingin ætti að bæta upp með 50 kr. frá Viðvík, og yrðu þau þá upp á 835 kr., en Viðvík upp á 1184 kr. Goðdalir, sem eru matnir 666 kr., yrði að bæta upp með 150 kr. úr landssjdði, og Eíp sem er matinir 419 kr., með 400 kr., eins úr landssjo'ði. 18. í Eyjafjarðar prófastsdcemi: Vér getum fallist á, að Stærraárskdgs brauðið sé lagt niður, og eins að Svalbarðssóknin verði iögð til Laufáss; en að Glæsibæjar brauðið sé lagt niður, virðist oss óþarfi; enda yrði MöðruvaUa brauðið of víðlent ef Glæsibæjar brauðið bættist við það. Ef Stærriárskógs brauðið yrði sameinað Valla brauðinu, yrðu tekjur þess brauðs 1598 kr., og mætti þá þar af taka 100 kr. til uppbótar Grímseyjar prestakalli, og aðrar 100 kr. til jafnra skipta milli Kvíabekkjar og Siglu- fjarðar, yrði þá hvert af þessum þremur brauðum upp á frek- ar 800 kr. fegar Glæsibæjarbrauðið misti Svalbarðssóknina, yrði það líklega upp á rúmar 700 kr., en það mætti vel leggja því 100 kr. uppbót frá Laufási, sem nú er matinn 2188 kr. Grundarþingunum má leggja 100 kr. frá Saurbæ, og yrðu þau þá upp á 825 kr. en Saurbærinn upp á 1251 kr. 19. og 20. í Suður- og Norðurpingeyjar prófastsdœmi. Oss finst alveg rétt, að leggja niður Múla prestakall á þann hátt sem frumvarpið segir, og má þá vel leggja af tekj- um Grenjaðarstaðar, eins og nefndin segir, 1200 kr., er þá mætti skipta þannig: til þönglabakka 250 kr., til þ>órodds- staðar 50 kr., til Lundarbrekku 350 kr., til Húsavíkur 50 kr., til Skútustaða 250 kr. og verður þá hvort þessara brauða lið- uglega 800 kr. og enn fremur til Garðs 200 kr. og sama brauði mætti og leggja frá Laufási 50 kr. og yrði þá Garður á 841 kr. J>ví brauði mun vera ógjörningur að þjóna frá Skinnastöðum, heldur hlýtur það ávallt að vera brauð sér í Saiu5anesi teggja til Presthóla 100 kr. sem þá verða 818 kr.^ Sldnnastaðabrauðið er að Víðihóls sókn með- taldri, talið 784 kr. en þegar það missir þessa sókn, mun það vart metast yfir 630 kr. og þyrfti það því að fá 200 kr. upp- bót, er greiða mætti frá Laufási. Laufásbrauðið er matið á 2188 kr. og með Svalbarðasókn mætti telja það upp á 2388 kr. J>egar nú gengi frá því, sem fyr er talið, til Glæsibæjar 100 kr. til Garðs 50 kr. og til Skinnastaða 200 kr., yrði það brauð á 2038 kr. Sauðanes er talið 2599 kr., þar frá mætti láta ganga, sem áður er sagt, 100 kr. til Presthóla og enn fremur 300 kr. til hinna nýju Fjallaþinga, og yrði það þá 2199 kr. brauð. Gjöra má ráð fyrir að Víðihóls og Möðru- dals sóknir gæfi af sér alt að 300 kr. Enn fremur yrði að leggja því brauði frá Grenjaðarstað 50 kr. og 150 kr úr landssjóði, og yrði það þá 800 kr. Helgastaðaþing þarf ekki uppbótar við, er þverár sókn er lögð til þeirra, því þau verða yfir 900 kr. Svalbarð þarf ekki heldur uppbótar, það er matið 959 kr. Eptir þessu fyrirkomulagi, sem vér höfum nú stúngið upp á, yrði 18 prestaköll lögð niður en 3 ný stofnsett: á öllu landinu yrðu 154 prestaköll, af þeim yrði 71 millum 800 kr. og 1000 kr., 69 millum 1000 kr. og 2000 kr., 12 millum 2000 kr. og 3000 kr., 1 millum 3000 kr. og 4000 kr., og 1 millum 4000 kr. og 5000 kr. Tekjur hinna niðurlögðu brauða eru 11922 kr. 16 a., og það sem stúngið er upp á, að lagt verði úr Iandssjóði, 5550 kr. og verður þá uppbót sú, er þau .prestaköll ættu að fá, er optir verða: 17472 kr. 16 a. Að því, er 2., 3. og 4. grein frumvarpsins snertir, þá virðast þær góðar, en ætla má, að fáir kirkjueigendur vilji leggja niður kirkju, án þess að losast við þá byrði um leið, að gjalda prestmötu af eigninni. 5. gr. virðist ekki vel orðuð, því það hefir eigi getað ver- ið meining nefndarinnar, að leyfa landshöfðingja að láta færa bændakirkjur á aðra bæji að eiganda fornspurðum, þótt stipts- jjfirvöldin og prófastur væru því samþykkir, en eptir orðanna Mjóðan gæti hann það; það virðist og að þetta mál ekki nái til stiptsyfirvaldanna, heldur biskups, og að hann og prófastur verði að fallast á breytinguna, ef landshöfðingi á að geta leyft hana. í 6. gr. ætti eptir því fyrsagða talan 7600 kr., að breyt- ast til 5550 kr. Á 7. greinina föllumst vér með öllu, því oss finnast, á- kvarðanir hennar mjög vel hugsaðar. 8. gr.: Hér virðist oss, að gjöra verði mun á því, hvort prestur eða kirkjueigandi eiga nokkuð hjá kirkjunni eða ekki þegar hún er lögð niður. Sé hún í skuld við eiganda eða prestinn, verður að hafa aðgáng að andvirði kirkjunnar með að fá skuld sína greidda, og hrökkvi það eigi til, þá að tekj- um kirkju þeirrar eða kirkna þeirra, sem sóknin er lögð til. 9. gr. þykir oss góð. Sjónarlelkir hafa verið leiknir hér í bænum, 15 kvöld í röð í þessum mánuði. Leikirnir voru: Jeppe, eptir Holberg, Gagnbúamir (Gjenboerne), eptir Hostrup, Aprílsnarr- arnir, eptir J. L. Heiberg, og Nei eptir sama. Allir Ieikirnir höfðu áður verið íslenzkaðir. Eins og vant er, voru leikir þessir sóttir furðu vel, enda er hér enginn skortur á mönnum sem gáfur hafa og námfýsi til þeirrar listar. Að öðru leyti leyfum vér oss að geta þess, að síðan œfintiri Hostrúps (Æventyr paa Fodrei- sen) var leikið hér fyrir 12árum síðan, hefir ílest annað útlent, sem hér hefir verið leikið, verið dramatist léttmeti, einkum eptir að búið hefir veriðað íslenzkaþað og leika á svoólíku leiksviði því, sem slíkir leikir voru ætlaðir. Ef dramatisk konst á ekki að verða til tómrar, ef ekki tvíræðrar skemmtunar, ef hún á að verða list, sem mentar, fegrar og fullkomnar þjóðlífið — eins og öll konst á að gjöra — þá verða menn að læra að leika sítt ejjiÖ fíjóðsíf. ITIanassIát. 4. janúar síðastl. andaðist að Ökrum á Mýrum óðalsbóndi og gullsmiður Jón Eyjólfsson. Mun hann vart hafa náð sextugs aldri. Hann þótti jafnan prúðmenni og valmenni, en sýktist vart miðaldra, oglifði blindur eigi all-fá ár til dánardægurs. Xý prentað er: 1. hepti af Heilbrigðistíðundunum eptir dr. Hjaltalín. Verða þan send út með næstu póstum, og ráðum vér almenningi enn að kaupa þetta sem önnur al- þýðurit sama höfundar. — Efstir í öllum bekkjum lærðaskólans eru sem stendur allir Húnvetningar og bændasynir. í o. bekk Lárus Eysteins- son frá Orrastöðum, í 4. bekk J>orIeifur Jónsson, Pálmasonar óðalsbónda á Stóradal, í 3. bekk Gísli Guðmundsson frá Bollastöðum í Blöndudal, í 2. bekk Guðmundur Magnússon, bónda frá Holti og í 1. bekk Sigurður Jónsson, bónda Guðmundssonar frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. — í greininni um ferð |>órðar Kakala í síðasta bl. hafði misritast i 1. Iínu: 1247, á að vera 1242. Einnig hafði rangprentast í miðri greininni K. 6. fyrir Kb (= konungs- bók). — Herra ritstjóri! Leitt þykir mér að tillögur mínar um að minka kaupstaðarskuldirnar, sem þú birtir í 2. blaði J>jóðólfs þ. á. hafa orðið einhverjum blessuðum greinarsmið, sem einkennir sig með »J>» í 3. eg 4. blaði ísafoldar þ. á., til gremju og ásteytingar, og um leið tækifæri til að kasta hnútu að Jjóðólfi og kaupmönnum, sem raunar virðist aðaltilgangur greíuarsmiðsins. Ekki ætla eg, að fylgja hinu óskiljanda mál- æði greinarsmiðsins um það, hvað séu kaupstaðarskuldir, sem hann virðist vilja gjöra fremur lítið úr. Fátæklingurinn, sem sökum skulda við kaupmann geturækki fengið nauðsynjar sín- ar, og verður að standa fyrir honum auðmjúkur og biðjandi og taka nálega hverju því, sem kaupmaðurinn leggur á hann, veit hvað kaupstaðarskuld er, og það veit hver maður með heilbrigðri skynsemi, að þær eru hin mesta eyðilegging fyrir land og lýð. En það vil eg segja greinarsmiðnum, að allt álas hans við tillögur J>jóðólfs falla um koll við það, að hann

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.