Þjóðólfur - 26.02.1879, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 26.02.1879, Blaðsíða 2
22 5. i Rángárvalla prófastsdœmi. Oss virðist ekkert geta verið í móti því, að sameina Stóradalsprestakallið við Iioltið, eins og frumvarpið stýngur upp á, því það er hægt að þjóna Stóradalssókn frá Holti, en við það verður þetta brauð 2111 kr. 29 a., og mætti því leggja frá því 50 kr. til Stóruvallna, eins og frumvarpið segir, en það brauð þyrfti þá ekki frekari uppbótar við, því það yrði þá á liðugar 800 kr. Að leggja niður Fljótshlíðarþingin, og Keldnaþingin, eins og frumvarpið ræður til, verðum vér að álíta óþarfa og ekki til neins góðs. Breiðabólsstaður er matinn 2530 kr. 65 a. og Oddi 2426 kr. 16 a. og mætti þá vel leggja Fljólshlíðarþingunum frá Breiðabólsstað 100 kr. og yrðu þau þá á 807 kr. 43 a., og eins Keldnaþingunum 50 kr. frá Odda, og yrðu þau þá rúmlega á 800 kr. Holta- þingin þurfa enga uppbót, þau eru nú talin að vera á 858 kr. 27 a. 6. í Árnes prófastsdœmi. Hér fellum vér oss vel við allar tillögur frumvarpsins, nema hvað Selvogsþingin ætti eptir vorri reglu ekki að bæta upp með meiru en 400 kr., því brauðið er matið 415 kr. 29 a. 7. i Kjalarness prófastsdœmi. Hvað Stað í Grindavík snertir, er hann matinn til 477 kr. og þyrfti hann þá að eins 350 kr. uppbót. En hvað snertir að leggja niður Kjalarnessþingin, sem nefndin gjörir 734 kr. brauð, finst oss það varhugavert. Hvorki Keynivellir né Mosfell þurfa eptir matinu að dæma uppbótar við, enda þótt vér játum að brauðinu megi nokkurnvegin þjóna frá þeim brauð- um. þar sem uppfræðsla cr ftemur bágborin og söfnuðir þurfandi góðra presta, þar þarf að voru áliti miklu fremur að íjölga prestum en fækka. Yér ráðum frá að leggja niður þetta prestakall nema til bráðabirgöar. Að öðruleiti þarf ekki að bæta upp tekjur þess rtema með tæpum 100 kr. 8. í Boryarfjaröur prójastsdœmi. Að leggja samau Saurbæjar- og Melaprestaköll álítum vér ógjöranda, enda þarílaust með öllu. Garðarbrauð á Akra- nesi er matið 1525 kr. mætti því vel leggja frá því 50 kr. til Saurbæjar, sem matinn er 760 kr. Melar eru taldir á 861 kr. og þurfa því ekki uppbótar \ið. Til Hestþinga má leggja 50 kr. frá Keykholti, sem hefir 1577 kr. tekjur, og yrðu þá Host- þingin 840 kr., en Lundinn, sem heíir 634 kr. tekjur, verður að bæta upp eins og frumvarpið vill með 200 kr., en uppbót sú þarf ekki að takast úr Iandssjöði, heldur má taka hana frá Staðarhrauni. 9. í Mýra prófastsdcemi: Hjer samþykkjum vér allstaðar frumvarpið, nema hvað oss finst hreinn óþarfi að bæta upp Hvamms brauð í Norð- urárdal, sem er brauð upp á 960 kr, með 200 kr. frá Staðar- hrauni. Hvamms brauðið er nógu stórt, en þær 200 kr. frá Staðarhrauni ættu að bæta upp Lundsprestakall, eins og áður er sagt. 10. i Snœfellsness prófastsdcemi: Að leggja undir Nessþingin Einarness og Laugarbrekku sóknír, álítum vér alveg ótækt, í héraði, þar sem jafn mikið ríður á árvökrum og duglegum presti eins og í kringum Snæfellsjökul á sér stað. Prestsþjónusta þar frá Nesþingum gæti aldrei orðið stórt annað en nafnið tómt sökum víðáttu og erfiðleika prestakallsins. Á þessari samsteypu virðist og engin brýn þörf í fjárlegu tilliti. Nesþingin eru matin 1037 kr. 52 a. og þurfa því enga uppbót. Breiðavíkurþingin voru matinn á 466 kr., Helgafell á 2269 kr. og Staðarstaður 2133 kr.; það virðist því hefði verið nokkru nær að bæta Breiða- víkurþingin með 250 kr. frá Helgafelli og 150 kr frá Staðar- stað, og við það hefðu þau orðiö liðlega 800 kr, en að leggja þau niður. En með því nú er búið að leggja brauð þetta niður með konungsúrskurði, ætlum ver bezt sé að láta reynzl- una sýna, hversu hollt þetta fyrirkomulag sé, en að bæta upp Nessþingin, sem við samsteypu þessa yrðu yíir 1300 krM úr landssjóði, væri fullkominn óþarfi. 11. Dala prófastsdœmi: Að breyta prestaköllum í þessu prófastsdæmi álítum vér einnig óþarflegt. Saurbæjarþingin eru matin 733 kr., og þyrftu því að eins 100 kr. uppbót; mætti því borga þangað 50 kr. frá Suðurdalaþingum og 50 kr. frá Hvammi; Suðurdalaþingin yrðu samt upp á 1694 kr., og Hvammur upp á 1479 krónur. 12. i Barðastrandar prófastsdcemi: Nefndin lýsir sjálf brauðasamsteypum þeim, sem hún hefir þar lagt til, eins og lítt gjörlegum, enda erum vér henni samdóma í því. Garpsdal mætti bæta upp með 250 kr. frá Stað, og yrði þá Garpsdalur upp á 817 kr. en Staður 1546 kr. Brjámslækur, sem er matinn 831 kr. þarf ekki uppbótar við. pegar Múlasókn yrði tekin frá Fatey, yrði það brauð að eins upp á 376 kr. og þyrfti því að bæta það upp moð 450 kr. og eins þyrfti að bæta upp Gtrardal, sem að eins er upp á 364 kr., með 450 kr. Gufudalinn þarf og að bæta upp með 200 kr. og yrði hann þá 805 kr. brauð. Skálmarnesmúlasók’n á- lítum vér, sem áður er sagt, óumfiýanlegt að gjöra að sér- stöku prestakalli. Tekjur þeirrar sóknar eru vart meiri en 200 kr., og yrði þá að leggja þangað 600 kr. þessar uppbætur allar yrði að greiða úr landssjóði. 13. og 14. vestur- og norður ísafjarðar vrófastsdæmi : Oss virðist það með öllu rétt, sem frumvarpíð leggur til, að Kafnseyrar og Álptamýrar prestaköll verði sameinuð, því það yrði alls eigi örðugt prestakall, en hvort þeirra er of tekjulítið til að vera brauð fyrir sig, en aptur á móti ber enga nauðsyn til að láta ekki Dýrafjarðarþingin halda áfram að vera brauð út af fyrir sig; þau eru matin á 893 kr. Frá Holti í Önundarfirði má vel taka 100 kr. og leggja til Sanda, yrði þá Holts brauðið 1373 kr., en Sandar 817 kr. Eins er það, að frá Vatnsfirði má vel leggja 50 kr. til Ögurþinganna, yrði Vatnsfjörður þá 1927 kr., en Ögurþingin 833 kr. Kirkju- bólsþingin þurfa engrar uppbótar, því sameinuð við Stað á Snæfjallaströnd eru þau upp á 929 kr. Uppbótin á Stað í Grunnavík virðist nóg 200 kr. og á Stað í Aðalvík 350 kr., og á Stað í Súgandafirði 550 kr., því Staður í Grunnavík er matinn á 638 kr., Staður í Aðalvík á 464 kr. og Staður í Súgandafirði á 259 kr. pessar uppbætur yrði og að taka úr landssjóði. 15. í Stranda prófastsdœmi: Uppbótin á Tröllatungubrauðið, sem er matið á 639 kr. er nægileg 200 krónur. 16. í llúnavatns prófastsdœmi: Oss finst breyting sú, sem nefndin gjörir ráð fyrir, á Staðar, Staðarbakka og Melstaðar brauðum, vera til betra, og hið sama er að segja um sameiningu Tjarnar og Vestur- hópshóla, en öll önnur breyting á brauöunum í þessu pró- fastsdæmi, sem frumvarpið ræður til, virðist oss með öllu óþörf. |>að er víst enginn vafi á því, að Staðarbrauðið, þegar Núpssókn er lögð til þess og jörðin Húkur, verður yfir 1000 kr. og þarf þá það brauð engrar frekari uppbótar. Nefndin hefir gjört ráð fyrir, að Melstaðarbrauðið yrði svo gott við sam- einingu Staðarbakkabrauðsins, að þótt Núpssókn og jörðin Húkur gengu undan, mætti lúka 800 kr. frá því til uppbótar annara brauða, og þetta er víst fyllilega satt, og mætti þá verja þeim 800 kr. þannig: til Hjaltabakka 400 kr., til Blöndu- dalshóla 50 kr., til Bergsstaða 150 kr. og til Hofs á Skaga- strönd 50 kr., og yrðu þá hvert þessara brauða upp á rúmar 800 kr., og enn fremur til Hvamms i Laxárkal 150 kr. pegar Tjarnar og Vesturhópshóla brauðin yrðu sameinuð, yrði það brauð nógu tekju mikið, eða upp á 893 kr. 17. i Skagafjarðar prófastsdœmi: Á móti því að sameina Fagraness og Reynistaðar brauðin getur ekkert verið, en Rípur vorður að halda sér sem brauð út af fyrir sig, því Höraðsvötnin, sem er mikið og mannskætt vatnsfall, liggja báðu megin við sóknina. Frá Fagraness og Reynistaðar brauðinu, sem yrði upp á 1404 kr., mætti leggja til Hvams prestakalls 150 kr., er þá yrði með uppbótinni frá Melstað upp á 826 kr. þegar Hnappstaðir yrðu sameinaðir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.