Þjóðólfur - 14.03.1879, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 14.03.1879, Blaðsíða 2
26 c. Lundur, Lunds og Fitja sóknir. fessu brauði leggst frá Staðarhrauni 200 kr. f. Beykholt, Eeykholts og Stóraáss sóknir. (Framh. síðar). BEIVDIIVG til fjárhagsnefndarinnar á alþingi 1 377. J>ótt eg nú ekki hafi beinlínis ástæðu til að snúa mér til hinnar heiðruðu fjárhagsnefndar á alþingi í ár með bæn um fé handa forngripasafninu til innkaupa á gripum og munum, þar sem eg sé á frumvarpi stjórnarinnar til þingsins, að hún œtlast til, að þingið veiti jafnmikið fé bæði til innkaupa og umsjónar handa nefndu safni fyrir hið í hönd faranda fjár- hagstímabil (1878 og 1879), eins og það veitti fyrir hið nú líðanda fjárhagstímabil (1876 og 1877), vil eg alt um það leyfa mér virðingarfyllst að benda hinni heiðruðu fjárhags- nefnd á eitt atriði, án hvers eg ætla að öll fjárframlög af hendi þings og þjóðar muni naumast koma forngripasafninu né stiptsbókasafninn að tilætluðum notum. Eins og nefndinni er fullkunnugt, mun við því mega bú- ast, að dómkirkja landsins komi til umtals bæði í nefndinni og á alþingi í ár með tilliti til þess hrörlega ástands, sem hún er í. Að vísu er eg hvorki né þarf að vera talsmaður kirkjunnar, en af því kirkjan er komin á fallanda fót, eins og nú liggur opið fyrir öllum, en eg á skylt mál við söfn þau, sem geymd eru í henni, sem verða ekki einasta húsvilt, þegar farið verður að gjöra við hana, heldur hafa þau ekkert hæli að geymast í, meðan á aðgerðinni stendur, sem hvorki al- þingismenn né aðrir góðir íslendingar munu neita að sé lands- ins eign og landsins sómi og landsins skylda að viðhalda þeim og varðveita, en þess verður varla kostur, þegar að því kemur að kirkjan er rifin ofan af þeim og hún liggur niðri, þó hún veiti söfnum þessum, og þó einkum forngripasafninu, í alla staði ónógt húsrúm, þar sem ekkert verður nú lengur sýnt af hlutum þeim, sem viðbætast, sakir rúmleysis, svo að alt verður að kistuleggjast eða skrínleggjast, sem öðruvísi kemur en í skrínum eða kössum, og sér þó hver maður, að slíkt er þvert á móti tilgangi safna þessara og þýðing þeirra. En þótt nú á kirkjuloptinu sé og hafi verið ónógt húsnæði fyrir nefnd söfn, er það þó langtum tryggara hæli fyrir eldsvoða en nokk- urt annað hús í bænum, og jafnvel öruggara en skóla-bóka- safnshúsið, sem er illnýtandi') sökum raka, er veldur fúa á bókum, en ryði á forngripum járnkyns. Nú af því það er 1) A3 þa8 hús er „illnýtandi", er sjálfskaparvíti, par e3 pað má hita eins og parf. Ritst. Hinrik Wergeland. Frá 1814 til 1830 þykir sem andleg aeyfðartíð hafi gengið yfir Noreg. Fyrir þá millibilstíð stóð ?ú Svoldar- orusta, sem endaði á Eiðsvelli 17. maí 1814, við það að Noregur brast úr hendi Dana og fekk sína frelsisskrá. Hafði engi meiri atburður orðið þar í landi síðan Ólafur Tryggvason kom í Noreg. Eptir það kom um hríð kyrð mikil á þjóðina eins og forðum kom yfir kappa þá, sem ekki voru einbamir. En — hin norska þjóð var úngur berserkur og tók sig brátt 'aptur. Eptir að hún um stund hafði staðið sem barn og horft á sitt nýja hátíðarskart, komið fyrsta lagi á landsstjórn og skóla, og sungið sig syfjaða um frelsisins eilífu dýrð og Noregs óendanlega ágæti, vöknuðu hennar úngu synir, risu upp frá arinhellunni, réttu limina og fundu að þeir voru «ærið sterkir»; heyrði þá margur Njáll, að «vopn kom við þilið«. Hinir úngu menn þurftu að reyna sig og geystust fram til að sýna ungu andans krapta; þá stóð sú Stikla- staðaorusta, þar sem landsmenn börðust sjálíir,ogenguóharð- fengilegar en forðum, þótt heita mætti að með tungunni væri vegið en vopnum ekki. Sú hin mikla orusta líktist í mörgu hinni fyrri: í báðum börðust menn svo geyst, að menn gættu ekki sólarinnar, í báðum dróg á hana roða og myrkva, báðar enduðu íDagshríð og í báðurn féll dýrlingur Noregs — sýnilegt, að fyr eða síðar hlýtur að reka að því, að kirkjan verði endurbygð, eða endurbætt að minnsta kosti, og að á- minnzt söfn verði þá á hrakningi með húsnæði, hefir mér komið til hugar að vekja athygli fjárlaganefndarinnar að því, hvort ekki mundi réttast að taka ráð sitt í tíma og reisa eitt hús á alþjóðlegan kostnað handa forngripasafninu og stipts- bókasafninu fyrst og fremst, og mér liggur við að segja handa bókasöfnum bæði lærða skólans og prestaskólans, sem þeim til skaða og skemda hafa verið geymd um nokkur ár í áminztu bókaherbergi lærða skólans. En úr því farið væri að byggja slíkt hús, sýnist liggja næst að ætla í því geymslustað einnig handa náttúrugripasafni, sem skömm er að ekki skuli vera þegar stofnað, og griðastað handa öllum opinberum skjalasöfn- um bæarins, sem geta orðið í sama voða i húsum embættis- mannanna sjálfra, sem skjalasafn norður- og austuramtsins, sem fórst, þegar amtmannshúsið brann á Möðruvöllum í Hörg- árdal fyrir nokkrum árum. f>egar nú þannig yrði hugsað til að sjá hinum opinberu söfnuin landsins borgið, þætti naumast eiga illa við, að þingmenn hugsuðu sjálfir fyrir því, að hafa hús þetta svo rúmgott, að ætla mætti þinginu húsnæði í því líka, svo að ekld þurfi að rætast lengur á þeim orð skáldsins í Skrælingjagrát: «Ekkert þinghús eiga þeir». Með þessum athugasemdum vildi eg með tilhlýðilegri virð- ingu benda þinginu á, að gjörð yrði ráðstöfun til þess, að reist yrði á hentugum stað hér í bænum hús á kostnað landssjóðsins úr grásteini og íslenzku kalki fyrir hin á- minztu opinberu söfn landsins, fomgripasafnid, stiptsbóka- safnið, náttúrugripasafn, öll opinber slcjalasöfn bœarins Og jafnvel fyrir bókasafn lœrða skólans Og prestaskóians, sem og að í því húsi yrði ætlað nægilegt húsrúm alpingi sjálfu skjölutn þess Og bóleum. Beykjavík 16. júlí 1877. Með virðingu. Jón Árnason. * * * — |>að er í sannleika ekki um skör fram, að hinn heiðraði umsjónarmaður bóka- og forngripa safnanna hefir samið þessa bending, sem hér er prentuð. Nú, er hún birtist í blaði þessu, eru nefnd söfn með öllu húsvilt og á hjarni, þar við- gjörð dómkirkjunnar stendur nú fyrir dyrum, og ef þeir fáu húseigendur í bænum, sem húsrúm hafa afiögu, ekki góðfús- lega hjálpa hér landinu, er hvorttveggja safnið í voða. Að öðru leyti er hér engan geymslustað hjá húseigendum að fá, sem tryggir við eldsvoða, J>að, að landið skuli eiga sína beztu þjóðgripi, 13 þúsund bindi bóka og forngripasafnið, á glámbekk og á tildri, þar sem söfnunum hvorki er óhætt við <«féll og hélt velli». Sú þjóðhetja, sem «Knarrarsmiðir» og «Kálfar» þar þáru vopn á, var skáldið Henrik Wergeland (1808—1845) Wergeland virðist hafa að erfðum fengið trúar- afi Ólafs helga, vöxt og atgjörfl Arnljóts Gcllina og anda og iþrótt Jxjrmóðar Kolbrúnarskálds. J>ar sem hann kom fram, sást hinn nýi Noregur. Eins og Ólaíi konungi brann hugur að kristna og siða sitt land, eins brann sál W af fjöri og ákafa að kveykja líf og Ijós í alþýðu Noregs; eins og Arnljótur Gellini var höfði hærri en allur herinn og barðist og féll fremst í fylkingu, eins gjörði Wergeland; og eins og J>or- móður kvað Bjarkamál hin fornu meðan liöið bjóst og svo hátt að heyrðist um allan herinn, eins kvað þetta skáld sín nýju Bjarkamál, svo heyrðist um endilangan Noreg, og eins og hin forna skáldhetja kvað með örina í hjartarótunum, eins kvað þessi hin únga nokkur sín fegurstu kvæði með deyjandi vörum, með sömu hreysti og tign, en með meiri og mildari anda. |>ó má á hinn bóginn segja um W., að ókostir hinna nefndu þriggja fornmanna áttu og ekki óskylt við hann. Eins og á Ólafi helga, var á W. meiri víkingabragur en helgimannablær, Arnljótur Gellini var þrátt fyrir alt sitt at- gjörfi stigamaður, og á líkan hátt má kalla W. andlegan markamann, sem heldur hljóp skíðaleið Arnljóts en þjóðleið kotunganna, og kvað ákaflyndi, ástalíf, vinatryggð og konungs-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.