Þjóðólfur - 14.03.1879, Blaðsíða 3
27
tjóni, nje alþýðu unt að njóta þeirra til hlýtar, eða á líkan
hátt og alstaðar tíðkast meðal mentaðra þjóða — það má nú
með engu móti lengur viðgangast. Hvert alsherjar bókasafn
skal hafa húsrúm og hægindi út af fyrir sig, öruggan
geymslustað, sem hvorki eldur né vatn má granda, hlýja
lestrarstofu, þar sem lesendur (eigendur) safnsins geta setið í
næði tiltekinn tíma á hverjum degi, svo og bdkavörð og þjón-
ustusvein til að sinna hverjum, sem safnsins vitjar. f>að er
sorglegt, hvað jafn auðugt safn, sem bdkasafnið er, hefir enn
komið alþýðu að litlum notum, sem mest er nefndu fyrir-
komulagi að kenna. Ætti ekki að þurfa að deila lengi um
það, hvað hér beri að gjöra; það liggur beint fyrir, að það
er sjálfsögð skylda alþingis, að gegna nefndri bending,
að leggja þegar fé til byggingar í þá stefuu, sem höfundurinn
leggur til. Enda bætist við hin brýna þörf á þinghúsi handa
löggjafarþingi voru. Hvar er það fdlk í heimi, sem á löggef-
anda þing, en ekkert hús yfir höfuðið, engan kistil til að
geyma í sína stjdrnarskrá og sín lagaskjöl? tílikt hæfir með
engu móti. Að vísu verður slík bygging dýr fyrir iandssjóðinn,
en hver metur söfnin? Hvað kosta þau, ef þau glatast, og
hvað, ef þau koma að fullum notum? Hvað kostar heiður
og virðing þjóðarinnar, ef alt stendur í stað eða fer aptur á
bak, og hvað ef friðað er, að dæmi allra siðaðra þjdða, um
hennar beztu og dýrustu gripi, og þar með sýnt, að þjdðin er á
réttri leið til þroska og þjóðmenningar? En þótt vér kveð-
um þannig að orði, efurn vér als ekki, að hið heiðraða al-
þingi vort muni með einum rómi leggja það til og leggja
það fram, sem þetta mál þarf til framkvæmda sér á næsta
fjárhagstímabili.
]?3amisB£ííÖ'á á AkrancNÍ.
(Skyrsla eptir herra Hallgrím Júnsson á Guðrúnarkoti).
Hiun 27. febrúar (f. m.) týndusthéðan 2 skip með 10
menn, og voru þeir þessir: Eirikur Tómasson, formaður, giptur
maður á Breið; Tómas sonur hans, vinnumaður frá Bóndhól;
Oddur söðlasmiður, sonur Kristdfers á Stóra-Fjalli; Sigurður
Sigurðsson, giptur virinumaður frá Borg; Gisli Ingimundsson,
lausamaður á Breiðinni, og ,J<ín þ>drðarson, vinnumaður Ei-
ríks sáluga. Jón Guðlögsson, hinn formaðurinn, á Götbúsum;
Jósep Helgason á Efstabæ, báðir giptir fátækir húsmenn hér
í Skaga; Olafur þmrsteinsson, vinnumaður frá Leirárgörðum,
og Vigfús, vinnupiltur frá Ivatanesi. pannig urðu við þetta
tilfelli 3 ekkjur hér í sveit, hver með 2 ungbörn. |>að er
ætíð skaði að missa mann, sem er fyrirviuna fjölskyldu sinnar,
þó fátœkur sö, en einkum var rnikill mannskaði að Eiríki, sem
liollustu snertir, má trauðla finna honum líkara skáld en
Kolbrúnarskáldið. Til þess nú að átta ófróða á þessum
manni og þessu slríði, skulum vér nú rita stutt yfirlit yfir
sögu hans. Megum vér ekki ætla hana oss óskylt mál. Ekki
virðist minna þjóðlífslogn hafa lagst yfir vora þjtíð síðan
fyrir skemstu, en lognkafli sá, er vér nefndum í Noregi, cn
einhverntíma kemur vor Wergelands-öld, einhverntíma kemur
kynslóð — máske hún liggi nú í vöggunni — sem þykja
mun lítið kveða að fjöri og framkvæmd þeirra daga, sem nú
eru að líða og kenna þá við þreytu eptir þjark. Af engri
þjóð er oss skyldara að læra en Norðmönnum, því það er
hvorttveggja, að engin þjdð er oss skyldari, og engin á sögu
líkari vorri. Á hálfri öld eptir 1814 tvöfaldaðist mannfjöldi
Noregs. Hver verður mannfjöldi á íslandi 50 árum eptir
1000 ára hátíðina? því geta fáir svarað, þeirra sem nú lifa,
en hitt er efalaust, að þjóð vor mun fjölga og fiamförum
taka í líka stefnu og Norðmenn hafa gjört — í líka stefnu
segjum vér, en líka eiga við líkar hindranir að berjast (þótt
margt sé ólíkt), og fyrir því er oss fátt hollara, en að læra
sem unt er af þeirra dæmi. þ>ví miður er vanþekking al-
þýðu hjá oss á Noregs og annara norðurlanda nýju sögu
eins mikil og í flestum öðrum efnum, sem ekki viðkoma hinu
eina og sarna, sera hún þykir kunna vel, en kann þó ekki
var vel látinn dugnaðarmaður, nýgiptur í annað sinn, 50 ára
gamall; af hinum er víst mesti söknuður og skaði að Oddi,
sem var efnilegur listamaður og hugljúfi hvers manns, og
Tdmasi, sem var siðprúður og ágætt maunsefni, hver þeirra
um tvítugt. fenna dag var hægt veður að morgni, og réri
hver fleyta á Akranesi til sviðs; þegar þar var komið, skall á
hastarlegt norðanveður með stórsjó og frosti; allir urðu að
hleypa suður á Seltjarnarnes, og er skylt að geta þess með
stærsta þakklæti, hvað Seltérningar tóku þá vel og mannúð-
lega á móti Akurnesingum, sem munu hafa verið yfir 200, á
30 skipum. Á þessari suðursiglingu hafa hin skipin farizt.
— Veðráttan, síðan Gdan byrjaði, liefir verið afar-stirð og
umhleypingasöm, en fannkomur litlar og jörð víðast auð;
frost mikil ánnað veifið, 6—129 R. hér í Reykjavík.
Fiskiafli hepnaðist með bezta móti í flestum veiðistöðum
fyrir öllu suðurlandi, alt til þess er sæluvikan kom með illviðrin.
Heilsufar er víða veikt, og hefir bœði stungið sér niður tauga-
veiki og lungnabólga, og leitt menn til bana.
— 4. þ. m. andaðist Kristján Gíslason, bóndi á Görð-
utn við Reykjavík, rúmlega miðaldra. Hann hafði bygt reisu-
legan bæ og ræktað tún á eyðistað, og liggur þar mikið og
gott verk eptir efnalítinn fjölskyldumann.
— 6. þ. m. andaðist hér einn af þilskipaformönnum bæjar-
ins: J ó h a n n J ú 1 í u s J ó h a n n s s o n, 25 ára gamall, og 9. þ.
m. Guðmundur Jóhannesson, smiður og borgari hér í
bænum, rúmlega fimmtugur. Hann var breiðfirzkur að ætt;
kom hingað suður sem félaus unglingur, en mannaðist hér
vel með dugnaði og ráðdeild, og varð sœmdarmaður/
— Austanpóstur kom 10. þ. m., og segir alt tíðindalaust,
nema aflabrögð góð. Frönsk skúta hleypti hér inn á dögun-
um; hafði lagt af stað í byrjun f. mán., og var þegar búiu
að aíla 3—4000 af þorski. Aptur hafa þilskip Sunnlendinga
mátt bíða byrjar síðan veðráttan versnaði. Vermenn, sem
komu þessa daga norðan úr Skagafirði, segja illa veðráttu,
jarðbönn og slœma færð. Aflalaust var fyrir norðurlandinu.
— Mannfjöldaskýrslur. I hinum síðast prentuðu
tölubl. stjórnartíðindanna standa ítarlegar skýrslur um
mannfjölda á landinu árin 1873—77, ásamt samanburði við
samslags skýrslur yfir árin 1852—71, eptir «Skýrslum um
landshagi», er bókmentafélagið gaf út. Af þessum skýrslum
verður ekki séð, hve mannfjöldi landsins hefir aukizt á nefndu
tímaþili, eða síðan 1. okt. 1870, að hér töldust tæplega 70
þúsundir manna, en það taka skýrslurnar fram, að á nefndum
5 árum hafi 3504 fleiri fœðst en dáið á landinu; sömuleiðis
nema í belg: hennar fornsögu. En hvers er von? Alþýðu
vantar nálega allar bækur. Vér meinum og ekki að sjálf al-
þýða vor standi í bókfræði á baki alþýðu í Noregi: vor alþýða
er hinni fremri í því, að hún á bókfræði mikla og fræga, þótt
forn sé, á sínu máli, og stendur á fornum mentamerg, en
alþýða í Noregi er nú fyrst að læra að stafa og skapa sér
tungu og bókfræði. Vér fáum aldrei guði fullþakkað, að hin
hörmulega vanþekking alþýðu allstaðar annarstaðar hjá frænd-
þjóðum vorum, varð aldrei almenn hér á landi; fyrir því sáu
þó vorir miklu forfeður, þótt landið að öðru leyti týndi frægð
og frelsi. J>egar hinn gáfaði og þjóðlyndi Friðrik Hamme-
rich') (hinn nýlega sálaði prófessor í Khöfn) ferðaðist um
Norðurlönd 1834, mátti í sannleika segja, að hávaði allra
bænda á þessum löndum kæmi honum á móti eins og álfar
út úr hólum, en þá stóðu og menntunarskörungarnir vígbúnir
með Grundtvig og Wergeland í broddi fylkingar og
var þá hafið hið mikla aldaverk um þessi lönd — verk, sem
en er skamt á veg komið, þótt mikið sé aðgjört — að menta
alþýðu Norðurlanda. (Framh. síðar).
1) Sjá hið danska tímarit „Brage og Idun“, Kh. 1839.