Þjóðólfur - 14.03.1879, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 14.03.1879, Blaðsíða 4
28 eru þar reiknuð meðaltöl: á árunum 1852—71 fæddir: alls 12831, árlega 2566,2, dánir alls 10352, árlega 2070,4, fæddir íieiri eu dánir alls 2479, árlega 495,s, slysfarir alls 501,96, árlegal00,26, hjónabönd alls 2153, árlega 430,8, fermdir alls 0480,3, árlega 1296,os. Og á árunum 1873—77, fæddir alls 11821, árlega 2364,!, dánir alls 8317, árlega 1603,4, fæddir fleiri en dánir alls 3504, árlega 700.s, slysfarir alls 474, ár- lega 94,3, hjdnabönd alls 2248, árlega 449,e, fermdir alls 7208, árlega 1441, e. — Fundur var haldinn í búnaðarfélagi suðuramtsins 3I.jan. þ. á., og var þar skýrt frá fjárhag féíagsins, eins og síðar mun sjást í skýrslu þess. Gengu fáeinir menn í félagið, en nefnd var kosin til að yfirfara verðlaunabeiðslur og skýrslur um jarðabætur. Fætt var um að hafa almennar skoðanir á gripum bænda í fjósum, hesthúsum og fjárhúsum, en því máli var frestað, því ekki þótti enn útséð um, að ekki yrði komið á sýningum á gripum þessurn, eins og félagið hefir áöur reynt að vekja áhuga á. Enn fremur var stjórn félagsins veitt leyfi til að ráða íslenzkan búfræðing frá Stend í Noregi í stað S. Sveinssonar búfræðings, sem erlendis ætlar að dvelja árlangt eða lengur, eins og líka fundurinn féllst á þær gjörðir stjórn- arinnar að ráða til sín að sumri komanda jungfrú Kristínu Y/íum. Annað það er á fundinum gjörðist, þykir oss síður vert aö geta. Efni þessa félags teljast nú að vera um 15 jms. kr., fé- lagatala 256. — I hinni nýprentuðu skýrslu búnaðarfélagsins frá 6. júlí 1876 til 9. júlí 1878, eru auk anoars allfróðlegar skýrslur eptir Svein búfræðing um ferðir hans við búnaðar- og jarðabætur sumurin 187ó og 77, svo og um dvöl hans í Danmðrku vet- urinn 1876—77, og viljum vér óska, að þessar skýrslnr gætu komizt á sem flest heimili, — eins og vér enn sern fyrri vilj- vm shora á sem flesta bœndur að gjörast fetagar pessarar stofnunar, sem er svo afar-áriðandi hér á landi, en getur þó þvi að eins náð þroska og gjórt fljótt og verulegt gagn, að felagið verði margfalt mannjleira og auðugra en það enn er, fær búnaðarsjóðrbinna amtanna i sinn sjóð — eins og Einar a'þingism. í Nesi lagði til í hitt eð fyrra — og er fært orðið um að halda útí röggsamlegu búnaðarriti. Viðvíkjandi nefrid- um skýrslum herra Sveins, þá bera þær það vissulega með sér, að hann er hvorttveggja: duglegur maður og skrurnlaus, en þó mundu flestir kunna betur við, ef slíkar og þvilíkar skýrslur frá starfsmanni og erindreka félagsins birtust ekki vottorðslausar, heldur ásamt skirteinum frá þeim fulltrúum félagsins, sem næstir búa, þar sern félagið lætur vinna til bún- aðarbóta, Til skotvnanna o% sjómanna. Það eru vinsamleg tilmæli min og bón tíl allra þeirra, sem skjóta fugla, að þeir vildu gjöra svo vel og láta náttúrusafn skólans njóta þeirra, annaðhvort gefins eða fyrir peninga. Verði sjaldgæíir fuglar skotnir, þá bið eg um að sýna mér þá, og heldur koma til mín en kaupmannanna, sem ekkert meira- gefa fyrir þá, hejdur svipta oss þeim alveg og ílytja þá út úr landinu, þar sem fuglarnir annars mundu verða geymdir hér og þeim ekki fargað. Fuglar mjög langt að verða að stoppast út, nema frost sje. Vérhöfum orðið af mörgum fágælum fugl- um, af því enginn kom með þá til rnin, heldur fóru þeir allir í búðirnar; til hefir og viljað, að kaupmönnum hefir verið seldur fugl fyrir sama verð og eg bauð, í stað þess að láta safnið og iandið verða í fyrirrúmi. Nú sem stendur óska eg að fá þessa fugla, sem hér verða nefndir (þó sumir þeirra fáist ekki fyr en ( sumar): Uglu, örn, álpt, fálka. Rjúpur ( sumarfjöðrum (frá byrjun Apn'ls), heiðlóu í sumarfjöðrum (frá Aprílslokum), kjóa, skúm, skarfa, kriur, smáfugla (srijótitlinga, steindepla, maríuerlur, rnúsarrindla, auðnutitling o. s. frv). i'ær myndir, sem til eru af þeim fuglum, sem kallaðir eru þessum nöfnum, eru ekki ætíð áreiðanlegar. og ríður því á að fá þá til samanburðar og leiðréttingar. Eg skal samt geta þess, að eg kaupi ekki fuglana með afarkostum eða fyrir ókjör, og vona eg meno sýni fremur sanngirni og velviid til náttúru- safnsins ( þessnm hlut, heldur en tóma hagnaðarlöngun. — Við þetta lækif'æri mælist eg og til, að sjóinenn muni eptir mér rneð fágæt sjókvikindi, og láti mig einnig vita, ef þeir fá sjaldgæfa fiska, svo sein hámeri, kari'a, guðlax, geirnef, blá- gómu eða þess konar, svo eg annaðhvort geti keypt það, eða eigi kost á að roála það. Reykjavík, 6. marz 1879. Benedict Gröndal. (Önnur blöð á landinu bið eg um að taka þessa auglýs- invu). REIKNINGUR yfirútgjöld og tekjur styrktarsjóðs verzlunarmanna í Reykjavík fyrir árið 1878. Tekjur. kr. a. 1. í sjóði eptir fyrra árs reikningi............. 255 6 2. Eptirstöðvar í konúngl. og privat skuldabréfum . 9048 » 3. Meðtekið konungl. skuldabréf að upphæð . . . 400 » 4. Samkvæmt fylgiskjali endurborgað............. 5 79 5. Vextir af kgl. skuldabr. að upphæð 8,200 kr. V* ár 164 » 6. — frá 1 félagsm. f. V* ár af 848 kr. 16k.96a. -------- — f. do.-------sömu og viðbættu láni ll.júní upph.252-=1100k.22- »- 33 93 7. Vextir frá einum félagsmanni af 400 kr. . ~ T" 16 » 8. Meðtekið 1 konunglegt skuldabréf að Upphæð . 200 » 9. Vextirf. Vzárafkonungl. skuldabréfum 8,400 kr. 168 » 10. Tillög félagsmanna þetta ár.................... 260 50 Krónur 10556 31 Útgjöld. kr. a. 1. Styrkur veittur ekkju 1 félagsmanns................50 » 2. Borgað fundarboða.............................. »96 3. Auglýsing í pjóðólfi........................... 3 70 4. Keypt konúngl. skuldabréf...........................179 7 5. Styrkur veittur 1 félagsmanna........................100 » 6. Eptirstöðvar í koriúngl. og prívat skuldabréfum þar í reiknað viðbættu láni, sjá tekjulið 6. . . 9900 » 7. í peningum hjá gjaldkera........................... 322 88 Krónur 10556 31 Reykjavík 31. des. 1878. /7 St_ Johnsen_ fennan reikning höfum við undirskrifaðir endurskoðað, og finnum ekkert við hann að athuga. Reykjavík 14. febr. 1879. j stejfensen. Jón 0. y. Jónsson. AUGLÝSÍNGAR — Hérmeð auglýsist, að 3. uppboð á steinhúsinu í Kapla- skjóli, er tilheyrir Jakobi Jónssyni, verðtir haldið föstudaginn 28. þ. m. kl. I e. m. í liúsinu, því upptioð það, er halda átti á húsi þessu 7. þ. m. fórst fvrir. Skilmálar fyrir söluuni birtast á uppboðsstaðnum á undan uppboðinu. Skrifstofu bæjarfógeta ( Reykjavik, 10. marz 1879. E. Th. Jónassen. — Hérmeð er skorað á erfingja Margrétar Guðmundsdóttur, konu frá Háu-Kotey í Meðallandi, er dó 1. júnl 1876, Ólaf Ólafsson, sem dvalið hefir á suðurnesjum, innan 6 mánaða frá birtingu þessarar auglýsingar, að gefa sig fram við skiptaráð- andann í Skaptafellssýslum. Kirkjubæjarklaustri, 31. des. 1878. Á. Gislason. tfég* Til leigu fæst með góðum kostum hálft hús með eld- stó og öðru venjulega fylgjandi, sein nægja mætti 6 manna fjölskyldu. Má semja við ritstjóra pjóðólfs. — Um næstl. þrettánda var mér færð hvít ær, með mínu marki: geirstýft bæði, og með ólæsu brennimarki á hornunum, og þar henni var ekki líft lét eg skera hana og virða af óvil- höllum mönnum, 0g getur sá rétti eigandi vitjað andvirðis hennar til mín um leið 0g hann semur um markið, því kind- ina á eg ekki. Egilsstöðum 6. febr. 1879. Guðm. Gíslason. — Undirskrifaða vantar af fjalli í haust fola veturgamlan, rauðgráan að lit, með stjörnu í enni, óaffextan, mark: sneið- rifað fram. h., blaðstýft apt. biti fram. v. Hvanneyri 4. marz 1879. íngibjörg Teitsdóttir. — Einhver hefir í ógáti látið í skip okkar við bryggju N. Zimsens poka með farangri, netum og kúlum, sem suður hefur farið í dag. Eigandinn verður að borga þessa auglýs- ingu. Iívík 10. marz 1879. Sigurður Einarsson frá Pálsbæ. — Undirskrifaðann vantar síðan um næstl. fardaga rauð- blesóttan fola, 2vetran, mark: blaðstýft aptan vinstra; ef ein- hver verður var við fola þenna, bið eg að láta mig vita það sem fyrst. Árbæ í Holtum 22. febr. 1879. H. Jónsson. — Óskila lömb seld í Borgarhreppi 1878. 1. Stýft hangfj. fr. h., hálfur stúfur fr. v. 2. Sneitt fr. bifi apt. h., heilrifað biti fr. v. 3. Stýft gagnfj. h., stýft gagnfj. v. 4. Stýft fjöð. fr. h., standfj. apt. v. Andvirði ofanskrifaðra lamba geta eig- endur þeirra fengið, ef þeir gefa sig fram fyrir næstkomandi f'ardaga að frádregnum öllum kostnaði. Galtarholti 12. desember 1878. J. Jónsson, hreppstjóri. Afgreiðslustofa pjóðólfs: í Gunniangsens húsi. — Útgefandi og áLyrgðannaður: Matthías Jochumsson. Prentaöur í prentsmiöju Einars póröarsonar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.