Þjóðólfur - 31.05.1879, Qupperneq 2
58
verkið sé traustlega og óaðfinnalega af hendi leyst og mun
það varða yfirsmiðnum ábyrgðar, ef þá koma fram gallar á
smíðinni annaðhvort af því, að verkamenn þeir, er hann hefir
haft sér til aðstoðar ekki hafa haft skynbragð á vinnu sinni
eða af öðrum ástæðum. Á hinn bóginn mun yður kunnugt,
að Jakob Sveinsson hafði með miklum kostnaði gjört tilraun
til að ráða sér til aðstoðar útlendan steinsmið, og hefir hann,
þegar þessi tilraun misheppnaðist, tjáð mér, að hann hafi gjört
ráðstöfun til að fá svo fljótt, scm unnt er, annan steinsmið
frá útlöndum.
Að láta hætta við aðgjöðina þangað til alþingi kemur
saman í sumar, myndi vera slík samningsrof að hálfu liins
opinbera, að það myndi geta bakað því talsverðar skaðabæt-
ur, og í annan stað myndi það varna því, að aðgjörðin yrði
búin á þessu sumri. Slík ráðstöfun virðist mér því jafn ótil-
tækileg, sem hún er ástæðulaus').
3. Bref Iialldórs yfirlcennara til ráðherra íslands dags.
5. maí þ. á.
"Eins og hinum háa ráðherra sjálfsagt er kunnugt, var
aðgjörðin á dómkirkjunni falin á hendur trésmið Jakob Sveins-
syni. J>á er bæjarbúar sáu að aðgjörðin í byrjuninni var eigi
samkvæm því, sem stungið hafði verið upp á af þeim mönn-
um, sem skyn bera á slíkar smíðar, eða þannig ásigkomin,
að hún gæti orðið til fullnaðar, eptir því sem flestir ætluðu,
áttu þeir fund með sér 25. d. f. m., og fólu mér á hendur á
fundi þessum, að rita landshöfðingjanum fyrir þeirra hönd
um málið, og skora á hann, að leggja fyrir herra Jakob
Sveinsson, að fá sér þann mann, er fullt skynbragð bæri á
húsagjörðir og múrsmíði. Samkvæmt þessari ósk bæjarbúa,
ritaði jeg landshöfðingjanum 26. dag sama mánaöar og leyfi
jeg mér þegnsamlegast að láta fylgja eptirrit af bréfi þessu.
í svari sínu til mín dags. 30. f. m., og fylgir hér með einnig
eptirrit þess, segirlandshöfðinginn, að sig, samkvæmt samningn-
um við herra Jakob Sveins., vanti heimild til að skipa honum að
hafa sér til aðstoðar við þotta starf nokkurn þann mann, sem
skyn beri á múrsmíði, enda virðist það óþörf ráðstöfun, því
að ef gallar komi fram á smíðinni við úttektina, varði það
ytirsmiðnum ábyrgðar. En viðvíkjandi þessu verð jeg að leyfa
mér að gjöra þá athugasemd, 1. Að úttektarmennirnir munu
alls eigi geta dæmt um traustleika smíðarinnar, þegar henni er
að öllu lokið, með því þeir þá að eins geta séð veggina að utan,
en þeim gefst þá ekkert færi á að dæma um það, að hve
miklu leyti allur hinn skemmdi tigulsteinn sé burtu tekinn,
eða hvort sameining hins innra gamla múrs og hins ytra
nýja sé áreiðanleg. 2. Ef úttektarmennirnir kæmust til
þeirrar niðurstöðu, að svo miklir gallar vær'u í smíðinni, að
hún þyrfti verulegra umbóta við, eigi að tala, ef eitthvað
þyrfti alveg að gjöra um, þá verður að telja veð það, sem
Jakob hefir, alveg ónógt, með því að það er einkum fólgið í
húsi einu, sem er 4000—5000 kr. virði, en sem áður er veð-
sett fyrir 3100 kr., en á hinn bóginn fær herra Jakob Sveins-
son hin umsömdu verkalaun borguð á tilteknum gjalddögum
þannig, að þegar hann hefir gjört við kirkjuna eptir samn-
ingnum og á að afhenda liana, þá hefir hann úr bítum borið
allt verkkaupið, nema það, sem að öllum líkindum gengur
til þeirrar aðgjörðar, sem hann eptir samningnum má fresta.
J>egar landshöfðinginn enn fremur segir, að Jakob Sveinsson
hafi tjáð sér, að hann hafi gjört ráðstöfun til áð fá stein-
smið frá útlöndum, þá ber brýn nauðsyn til að steinsmiður
þessi komi nógu snemma, og áður en smíðin er komin svo
langt, að allt er um seinan.
Samkvæmt þessu leyfi jeg mér þegnsamlegast, samkvæmt
ósk kjósanda minna, að skjóta máli þessu til hins háa ráð-
gjafa til nákvæmari íhugunar, ogþeirrar ráðstöfunar hans, að
smíð þessi verði haganlega af hendi leyst».
4. Bref Halldórs yfirlcennhra til Beykjavíkur bœjarstjórnar,
dags. 12. maí þ. á.
"Eins og hinni heiðruðu bæjarstjórn sjálfsagt er fullkunn-
ugt, er allmikil óánægja moð bæjarbúum yfir hinni nýbyrjuðu
aðgjörð á kirkjunni hér í bænum, og telja þeir aðgjörð þessa
varða sig allmikið, þar sem húsaskattur er á þá lagður til
kirkjunnar, svo að hún verði fær um að endurborga lán það,
sem alþingið veitti úrlándssjóði til aðgjörðarinnar. J>eir áttu
því fund með sér hinu 25. f. m. til að ræða um, hvað þeir
ættu til bragðs að taka í máli þessu, og komust til þeirrar
niðurstöðu að rita landshöfðingjanum þá áskorun, að leggja
fyrir Jak'ob Sveinsson, sem hefur að sér tekið aðgjörðina, að
hafa sér til aðstoðar og umráða við hana einhvern þann mann,
sem fullt skynbragð bæri á múrsmíði. En þessari áskorun
svaraði landshöfðinginn í bréfi dags. 30. f. m. á þá leið, að
hann samkvæmt þeim samningi, sem hann hefði gjört við
Jakob um aðgjörðina, gæti alls eigi lagt fyrir hann, hverja
menn hann hefði til verksins, og þá eigi heldur, hvort hann
hefði nokkurn þann mann, sem vit hefði á verkinu eða eigi;
en allt yrði að vera komið undir því, hvort skoðunarmenn-
irnir við úttektina á sínum tíma teldu aðgjörðina áreiðanlega
eða eigi. Bæjarmenn gátu eigi látið sér lynda slíkt svar, og
er nú málið eptir beiðni þeirra sent stjórninni. En hversu
sem stjórnin tæki í þetta mál, þótti þeim nauðsyn til bera,
að fá nákvæma lýsingu á aðgjörðinni, sem skoðunarmennirnir
gætu haft sér til leiðbeiningar við úttektina; því að þegar að-
gjörðin væri fullgjörð, gæti enginn sá fengið ljósa hugmynd
um hana, sem eigi hefði séð, hversu henni er hagað frá upp-
hafi, og þessa lýsing þótti þeirn nauðsynlegt, að gjörð væri af
mönnum, sem til þess væru kosnir, og þótti þeim eðlilegast,
að bæjarstjórnin kysi þessa menn fyrir þeirra hönd.
Á almennum fundi, sem eg hafði stefnt til síðasta laug-
ardag hinn 10. þ. m. út úr þessari kirkju-aðgjörð, fólu þeir
mér því á hendur, að rita hinni heiðruðu bæjarstjórn, og skora
á hana, að skipa fimm menn í nefnd, sem skoða skyldu alla
tilhögun aðgjörðarinnar frá upphafi og fylgja henni, unz henni
er lokið, og svo senda bæjarstjórninni nákvæma lýsing á henni,
sem orðið gæti til leiðbeiningar þeim, sem á síðan ættu að
dæma um traustleika viðgjörðarinnar, og þessa áskorun leyfi
«eg hér með að bera fram fyrir hina heiðruðu bæjarstjórn til
þóknanlegra og sem fljótastra aðgjörða».
Jpessu bréfi svaraði bæjarstjórnin á þá leið, að hún treyst-
ist ekki til að verða við áskorun fundarmanna.
VEBÐL AGSSKSÁ ísafjarðarsýsluogkaupstaðar.
þ>að er alkunnugt, að skrá þessi er, og hefur verið að
undanförnu, hin hæsta á öllu landinu, en hitt mun ókunn-
ugra, að verðlagið í henni er í reglunni ekki aðalverð eða al-
gengt meðalverð októborárið næst á undan, heldar optast
hœstaverð, eða jafnvel fram yfir það, sem að minnsta kosti
vér innandjúpsmenn höfum heyrt getið um, helzt við sölu á
fríðum peningi á uppboðsþingum, þegar í kappið kemst og
vitið vill fara út um þúfur. J>að er vitaskuld, að vér höfum
sett verðlagsskýrslur vorar lægra, en æfinlega fullan kaup-
staðarprís á vörum þeim, sem þar eru seldar, og það eins, þó
örðugt sé, eða lítt mögulegt hafi verið, að fá peninga út á
þær, án afsláttar. Meðalverðið er því ár eptir ár of hátt, og
til útörmunar fyrir alla þá, sem gjalda eiga eptir því. Menn
skyldu ætla, að verðlag á þeim vörúm, sem mestmegnis eða
að öllu leyti ganga í kaupstaðina, væri þó eigi hærra, en
fengizt hefir fyrir þær í næstu kauptíð á undan, en það er
samt eigi ætíð víst, en mjög fágætt að það sé lægra. Næst-
liðið sumar (1878) var saltfiskur, skpd. á 50 kr., eða vættin
á 12 kr. 50 a., en í verðlagsskránni komu út 12 kr. 60 a., þó
það muni eigi miklu í útreikningi meðalverðsins. Smjör vildu
kaupmenn eigi gefa fyrir meir en 60—70 a. — skráin hefur
70a. — og 50a. fyrir tólg, sem í ár er líka of hátt meðal-
verð á þeirri vöru. Peisur held eg ekki séu hér kaupstaðar-
vara, en hvaða vit er í, að setja einfaldar og tvinnaðar sölu-
peisur á 4kr. 45 a. og 7kr. 69 a.? — allt að helmingi dýrara
en vera ætti, og hækkar það eigi lítið meðalverð á tóvöru.