Þjóðólfur - 10.06.1879, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 10.06.1879, Blaðsíða 2
62 Ur bréfi frá Kliöfn 26/6, 79 Á Eússlandi eru nú gildrur lagdar á öllum stöðum fyrir gjöreyðendur (nihilista) og guðleysingja og í þær hvata sek- ir og ösekir, en flestum er böl eða bani búinn. Mest er veiðurinn í heldra fólki og eðalmönnum, og eiga þeir allir Siberiuleið fyrir höndum og Siberiukvalir. Alstaðar ótti og skelflng, enginn má um frjálst höfuð strjúka, og vesalings keisarinn er þeim forlögum ekki undanþeginn. Áður en á hann var skotið, hafði hann lengi verið þunglyndur, en nú mun ekki hafa um bætt. Hvar við nemur er bágt að vita. Annars er apturstreymi í vöxtum á flestum stöðum í Evrópu, nema á Frakklandi og Ítalíu. Bismark hefur tekizt að koma pjóðverjum í gott tjóðurband, þeir renna reyndar óheptir í tauginni, en hann heldur í hana sjálfur og er það betri hæll en nokkur járnkarl, þó bergrekinn væri. Nú hefur honum tekizt að sundra flokkinum, seflr kenndur er við «frelsi og þjóðerni», og honum hefur verið lengi fylgisamur. Hann hef- ur sumsje lagt til umræðu ný toll-lög á sambandsþinginu, sem leggja toll á aðfluttan varning, og þar á meðal á korn- vörur. Lögin eru því það, sem menn kalla tollvernd, fyrir þýzkum varningi og þýzkum landyrkju afurðum. |>au eru því hrein og bein lýritarmæli í gegn þeim verzlunarkenningum, sem nálega allir hafa numið af Englendingum, («Manchester- mönnunum*), oghaft fyrirhelgan og óyggjandi sannleika. En Bismark og hans liðar eru ekki þeir fyrstu, sem hafa risið upp gegn trúnni á fullkomið verzlunar og flutningar frelsi. Ame- rikumenn byrjuðu eptir uppreisnarstyrjðldina, og svo komu Frakkar fyrir frammistöðu og fortölur Thiers 1871. Hér hafa nú þjóðernis og frelsismenn deilzt í tvær sveitir á þingiuu, en kaþólski flokkurinn og íhaldsmenn eða miðflokkurinn hljóp greiðlega undir baggann með Bismark. Apturfaramenn sjálf- sagðir undir hans merki. |>ó nýmælin kunni að vera góð og nauðsynleg, þá er hitt víst, að þau koma apturhaldsflokkunum að því leyti í þarfir, að frelsisflokkarnir verða undirlægjur á þinginu. f>egar menn taka eptir, hvernig að fer á Kússlandi og á þýskalandi, og í annan stað á Frakklandi, þá sýnist sem tveir straumar ætli að mætast. Svo getur farið, en hvort það verður með því móti, sem þýzkur söguvitringur hefir spáð, er bágt að vita. Hans forspá er sú, að óstjórnarflokkurinn á Frakklandi, rauðu víkingarnir, verði ofan á; þeir hafi svo á lopti sameignarfánann, geri hann að hefndarfána, blóðfána og vaði með hann inn á |>ýskaland. Hér við er þó athugandi að sósíalistar og lýðveldisgarpar Frakka hafa ávallt talið þjóða- víg óhæfu og svívirðingu mannkynsins. Öðru gegnir þar sem þjóðveldið er, «stillingarþjóðveldið» hans Thiers gamla. j>ví kynni heldur að verða það til, þegar allt er undirbúið, að taka upp aptur leikana frá 1870, um hitt er ekki að tala, ef keis- aradæmið kæmi enn undir sig fótunum. 10. júní heldur Vil- hjálmur keisari á |>ýskalandi 50 ára brúkaupsafmæli sitt, og ætla þeir báðir að sækja þá hátíð, Frans Jósef frá Austurríki og Alexander Kússakeisari, auk mikil3 fjölda annars stórmenn- is. Alfons Spánar konungur hefir fest sér konu á ný. Hún er dóttir Lúðvíks erkihertoga í Austurríki. Héðan (frá Kmh.) er ekkert annað að segja, en að menn eru nú að búast undir háskólahátíðina, og líklega gerist eitthvað svo merkilegt á henni, þó hún verði nú með minna háttar móti en ætluð var, að eg get gjört mér það að bréfsefni, til þín í næsta skipti. — Umburðarforéf. Af hendingu höfum vér nýlega séð nýtt umburðarbréf til prófasta frá biskupnum yfir íslandi, sem oss virðist mjög vel hugsað og nytsamlegt fyrir almenning. Biskup vor vill með því hvetja presta til að kosta kapps um, að efla menntun unglinga, einnig í veraldlegu tilliti. Barnaskólum sé því miður víða ómögulegt að koma á stofn (segir bréfið), en allstaðar ætti þó að vera finnanleg ráð til þess, að veita unglingnm tilsögn, t. d. í skript og reikningi. Ogþóttþað séeigibein embættisskylda presta aðkenna börnum þesskonar, er það þó þeirra sérstök köllun, að styðja með öllu móti að öllum menntunarframförum; við kirkjufundi, hús- vitjanir og barnaspumingar, meinar biskup, að prestar getí mikið frætt og eflt menntun sóknarbarna þeirra, einkum í því sem næst liggur oghver maðurá að kunna, en það or skript og reihningslist. Hann býður og í sama bréfi, að prest- ar riti í húsvitjunarbækur nöfn peirra barna, sem skrifandi se og sem kunni að xeikna. Loks hvetur hann presta til, að á þeim stöðum, þar sem svo til hagar, sé einn eða annar vel hæfur maður látinn ferðast um á vetrum, og dvelja tíma og tíma hér og þar á bæjum, til þess að kenna börnum að skrifa og reikna. — Skólinn á iTlfiðriivölI 11 m. Tryggvi Gunnarson hefir tekið að sér að standa fyrir byggingu skólahússins og hafa það fullgjört innan 1. desember þ. á. fyrir 27, 400 kr. Húsið skal vera 30l/s ál. langt, 132/a á breidd og ll3/i hátt, með helluþaki, tvíloptað, múrað í binding, og klætt utan borðum. — Af upphæð þeirri, sem veitt er til viðgjörðar á dómkirk- junni hefir ráðgjafinn veitt allt að 2000 kr, til þess að setja ofna og hitapipur i kirkjuna. — Af bréfi ráðgjafans til landshöfðingjans 17. apríl, sézt, að neitað er öllum skaðabótum fyrir tjón það, sem ýmsir menn biðu af því að «Díana» fór fram hjá Skagaströnd á síðustu strandferðinni í fyrra. Var svo álitið, að kapteinninn hefði ekki öðruvísi getað hagað ferð sinni en hann gjörði. — Hinn nýi vitavörður á Iteykjanesi, Arnbjörn Ólafsson, sigldi til Danmerkur með síðasta póstskipi til þess að kynna sér þar allt það er vitum og vitastörfum viðvíkur; var honum til þess veittar 350 kr. í ferðastyrk af almannafé. — Heilbrigdistáðindi landlæknis vors Dr. Hjalta- lins eru núaptur komia ágang, '/nörk mánaðarl.árg. 1 kr. Ætti, eins og vér opt höfum sagt, hver einasti almennilegur húsfaðir að kaupa svo ódýrt en áríðandi smáblað, eins og menn kaupa stafrofskver handa börnum, því vel samin heibrigðistíðindi kenna vorri þjóð stafrofið í þeirri hinni afar-stóru, hér nálega ókunnu menntunargrein, sem heitir htilbrigðisfrœði. Greinir landlæknisins eru flestar mjög stuttar og Ijósar og snertandi einhver hér vanrækt en veruleg atriði. í janúarblaðinu lýsir hann helztu veikjum, sem gjörðu vart við sig í fyrra allt til nýjárs; þá er lítil hugvekja nm steinbyggingar og kalkbrennslu, Vorir mörgu kvillar og mögnuðu veikindi, segir höf., minka aldrei fyr en fólk lærir að manna sig upp og hætta við mold- argrenin. 3. greinin er varúð við slæmu neytsluvatni; það að neyðslubrunnar eru víða rétt við kirkjugarða, hauga og aðra eitraða staði, er hin mesta fávizka og skaðræðn í febrúar blaðinu vekurhöf. máls á hinni hryggilegu meðferð, sem höfð er á vitstola mönnum og sinnisveikum, og ræður sterklega til, að menn fari að hugsa upp einhver ráð til að eignast opin- bert hæli eða spítala fyrir þesskonar krossberendur. í marz blaðinu eru smágreinir, um rotnuneyðandi lyf, og um ýmis- legt, fcr veldur óheilnœmi við sjóinn; mjög athugavert hvort- tveggja. þ>á er grein um pestina á Rtisslandi, (svartadauða); enn fremur, merkilegt en einfalt lækisráð: að lmfa sóda við brunasár. Apríl-blaðið er ein samanhangandi ritgjörð um taksótt þá, sem hér hefir gengið í vetur og vor, og væri ólíklegt ef almenningur vildi ekki lesa það, sem landlæknirinn segir um það efni. _________________________________________A Ý m i s 1 e g t. -- Efnafræðingurinn Lockyer í Lundúnaborg hefir þótt sýna og sanna nýja uppgötvun, sem menn ætla að verði kðlluð hin mesta, sem gjörð hefir verið á þessari öld. Til þessa hafa efnafræðingarnir talið rúm 60 frumefni, er allir ætluðu ódeilileg og óuppleysanleg. í fyrra haust lét Lockyer franskan fræðimann M. Dumas lýsa þeirri föstu skoðun sinni fyrirfranska Academíinu, að að eins eitt frumefni væriítilverunni (eins og á hinasíðuöll öfl væru að eins einn kraptur), kvaðst hann draga þá ályktun af sólargislarannsóknum sínum (spectralanalysis). í vetur reyndi sami maður í viðveru hinna lærðustu manna að leysa upp málma og rannsaka síðan þegar þeir þéttust aptur. Urðu menn þá fyrst alveg forviða: gegn um ljóspróf- arann (spcctroscopið) sáu þeir að hreiun kopar hafði breytzt í calcium (kalkefni); nyckel í strontium (fágætt málmefni). Um fleiri frumefnabreytingar er ekki enn talað, en þessi upp- götvun þykir boða ákaflega breytingu í náttúrufræðinni og —

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.