Þjóðólfur - 10.06.1879, Blaðsíða 4
64
huga og opna hjörtu hinna úngu meyja fyrir því, sem er fagurt
og gott í öllum greinum; venja þær á siðprýði, þrifnað, starf-
semi, reglusemi. Og það er þetta síðasta orð, reglusemin,
sem hinar uppvaxandi stúlkur þessa lands eru beðnar að festa
í huga sínum, og festa það vel. Keglusemi konunnar er
heimilinu hollari en miklar tekjur. Óregla og óþrifnaður
landinu verri en eldur og ís. íákólinn ann skynsamlegu
frelsi, en vill sporna í móti óskynsömu sjálfræði, heimskulegri
léttúð og hégómlegu tildri. Og til þess marks og miðs, sem
skólinn hefir sett sér, vill hann stefna með fáum en föstum
reglum, er enginn skynsamur maður, sem til þekkir, mun
kalla strángar heldur sanngjarnar og nauðsynlegar, eigi sízt
hér í Reykjavík. þ>eir sem vilja senda dætur sínar hingað í
kvennaskólann, verða að vita með vissu, að þær hafi sálar og
líkams krapta til skólaverunnar; þeir verða að vera einráðnir
í því, að láta þær nota tímann sem bezt, að koma þeim
hingað til að mentast, en ekki eingöngu, eða einkum, til að
skemmta ser. J>að stoðar alls eigi, að senda þær stúlkur í
skólann, sem aldrei hafa látið neitt á móti sér, hafa það til
að fara úr skólanum á miðjum vetri «af því peim leiðistn,
en af alls engri verulegri ástæðu. Slíkt þrekleysi bakar for-
eldrum margfalt meiri kostnað en vera þarf, og eykur ekki
álit stúlknanna í augum þeirra, sem þær þó jafnvel helzt
mundu vilja þóknast. Reykjavík í júní 1879.
Páll Melsteð.
— í>ar eð opt hefir viljað svo til, að þeir er hafa tekið sér
far hafna milli með strandsiglingaskipinu hafa auðkent svo
óglöggt farangur þann, er þeir hafa haft í fari sínu, að örð-
ugt hefir verið að finna hann þá þeir hafa farið úr skipinu,
eins og það líka hefir komið fyrir, að þeir af farþegunum sem
hafa yfirgefið skipið, án þess að taka fiutning sinn með, en
hafa sent eptir honum þá menn er ekki hafa verið kunnugir
merkjunum, að flutningur þeirra alls ekki hefir getað fundist;
auk þess sem þetta hirðuleysi á stundum hefir valdið vanskil-
um, þá hefir það bakað yfirmönnum skipsins ekki einungis
töluvert ónæði heldur jafnvel óhróður.
f>að auglýsist því hér með, að hér eptir verða allir þeir,
er taka sér far með Díönu, um leið og þeir kaupa farseðil
sinn, að koma með farangur þann, er þeir ætla að hafa í fari
sínu, á afgreiðslustað skipsins svo flutningurinn verði viktaðurog
sett númer á hann.
Engum farþegaflutningi (Passagergods) verður hér eptir
veitt móttaka í skipið nema ofannefnt auðkenni sé á honum.
p. t. Reykjavík í júní 1879. G. A. Caroc.
— Samkvæmt opnu bréfi 6. janúar 1861 innkallast hér
með allir þeir, sem eiga að telja til skulda í dánarbúi Ein-
ars heitins Jafetssonar faktors hér í bænum, til þess að gefa
sig fram og sanna skuldakröfur sínar í þetta bú innan 6
mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar fyrir skipta-
ráðandanum hér í bænum.
Skrifstofu bæjarfógetans í Reykjavík 21. maí 1879.
E. Th. Jónassen.
— Hér með auglýsist, að fjármark mitt, sem eg hefi notað
í mörg ár í Mýrasýslu, og framvegis ætla að hafa er geir-
stýft bæði eyru og brennimark E. Th. J. bið eg menn hér
í nærsveitum gjöra mér aðvart, ef þeir skyldu eiga sammerkt
við mig og sanna rétt sinn til þessa marks.
Reykjavík hinn 1. júní 1879.
E. Th. Jónasson, bæjarfógeti.
— í>eir menn í Borgarfjarðar- 0gMýra-sýslu>
sem skulda yið norsku verzlunina, eru hér með beðnir
að borga skuldir sínar við téða verzlun til herra kaupmanns
J. Johnsens á Borgarnesi, sem góðfúslega hefir lofað að veita
þeim móttöku, ef mönnum þætti það hægra að borga nefndar
skuldir til hans, heldur en til undirskrifaðs hér í Reykjavík.
Reykjavík 24. maí 1879.
■ Matth. Johannessen.
— Herra timburkaupmaður 0. S. Endresen frá Mandal
hefir beðið mig að auglýsa, að hann ætlar að koma með stór-
an timburfarm og fara að líkindum á þessar hafnir: ísafjörð,
Stykkishólm og Reykjavík, tekur hann vörur í borgun og sel-
ur með mjög lágu verði. Reykjavík 6. júní 1879.
Porf. Jónathansson.
— Vér undirskrifaðir kaupmenn í Reykjavík viljum hér með
vekja athygli vorra heiðruðu skiptavina á því, að vanda þvott
og þurkan vel á saltfiskinum í ár, og líka að fiskurinn sé
fergður nóg, og engin svört himna eptir í þunnildnnum, og
ætíð að hafa fyrir augum reglur þær sem auglýstar voru 7.
des. 1878, því búast megið þér, skiptavinir vorir! við miklum
verðmun á fiskinum eptir gæðum.
Reykjavík 30. maí 1879.
N. Zimsen. Porf. Jónathanson. Chr. H. Lange.
Símon Johnsen. J6n Pálsson. M. Jóhannessen.
J. Steffensen. Magnús Jónsson. M. Smith.
H. Th. Á. Thomsen. G. Emil Unbehagen.
jKlæöaverzlnn min
hefir fengið stórmikið úrval af nýjum, tilbúnum karl-
manna fataði o. fl. Enn fremur hef jeg til sölu gnægð
af efni í alklæðnað, klæði, búkkskinn, duffel o. s. frv.
tféjf" Eg held og saumameistara (skraddara) við verzl-
un mína, sem tekur mál af fólki, og fullsaumar föt á
fáum dögum. Reykjavík (Glasgow) í maí 1879.
F. A. Löve.
(flgf* Með f/ufusfcipinu Ðíönu, í scptemberferð hennar,
sendi etj hlæöasníðara þann, er eg hefi við fataverzlun
mína, til undirskrifaðra verzlunarstaða, til þess að taha
mál af mönnum, og tjef/na fatapöntunurn. Sýnishorn af
öllum tegundum, hlæði og búkhshinni ásamt fleiru, mun
eg láta hann hafa meðferðis. í tilliti til ferðaáœtlunar-
innar mun hann verða að hitta:
A Eskifirði 30. ágúst hjá herra Jóni tílafssyni.
- Seyðisfirði 1. september — — E. Thomsen.
- Vopnafirði 1. — — — P. Guðjohnsen.
- Húsavik 2. — — — 77/. Guðjohnstm.
- Akureyri 4. — — — L. Jensen.
- Sauðárhrók 4. — — — K. HaUgrímssyni.
- Skagaslrönd 4. — — — Hildebrand.
- ísafirði 6. — — — 77/. Thorsteinsen.
- Flateyri 6. — — — T. Ha/ldórssyni.
- þingeyri 6. — - - E. Vendel.
- Vatneyri 7. — — — S. Bak/imann.
- Bíldudal 7. — — frú Bjarnasen.
- StykkishólmiS. — — herra D. Thorlacius.
Reykjavík í júní 1879.
F. A. Löve.
— Hér með aðvarast þeir, sem vilja hafa hesta sína eða
kýr til hagagöngu í Laugarnesi í sumar, um að snúa sér til
einhvers af oss undirskrifuðum um leyfi til þess. Sömuleiðis
verða allir, sem nota vilja laugarnar í Laugarnesi tii þvotta
að kaupa leyfi til þess hjá einhverjum okkar, og kostar það
1 kr. fyrir hvert heimili árlangt.
Gripir þeir, sem ganga í leyfisleysi í Laugarness landi
munu verða teknir og settir í hald, og þeir sem í óleyfi þvo
í laugunum, munu verða látnir sæta ábyrgð fyrir það.
Reykjavík, 30. dag maímán. 1879.
Alexíus Árnason. Geir Zoega. Guðmundur Pórðarson.
— Hér með leggjum vér, sem umboðsmenn Laugarness-
eiganda, bann fyrir, að lestamenn eða aðrir taki sér áfanga-,
stað eða ái hestum sínum í Laugarnesslandi, sjerstaklega í
þeim hluta af Fossvogi, sem liggur undir Laugarnes, þ. e.: milli
Hafnafjarðarvegarins að vestan og Bústaðalands að austan, og
frá Fossvogslæk að sunnan og norður úr gegn.
Reykjavík 5. dag júnímán. 1879.
Alexíus Árnason. Geir Zoega. Guðmundur Pórðarson.
tffír Mínir vinir, skemtisaga eptir þ>. 0. Johnson,
verzlunarmann, kosta 75 aura, og fást hjá öllum bóksölumönn-
um. Kver þetta er svo samið, að það efalaust rennur út
meðal almennings.
— FJÁRMARK. sira ísleifs Gíslasonarnd á Arnarbælj í Ölfusi; stýft
og gagnbitaö h., geirsýlt vinstra, (ekki geirstjft, eins og misprent-
ast heíir í síbasta blaöi þjóöólfs.
Afgreiðslustofa |>jóðólfs: í Gunnlaugsens húsi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Jochumsson.
Prentaöur í prentsmiöju Einars póröarsonar.