Þjóðólfur - 10.06.1879, Blaðsíða 3
63
lífinu. Eptir þessu ætti alchynjian, eða gullgjörðargaldurinn,
að vera sönn list og náttúrleg.
J a p a n. Eins og kunnugt er, halda Rússar enn hinu forna,
ránga tímatali, sem er 12 dögum á eptir voru, Gregoriuss
tímatalinu. Hinn ungi keisari í Japan varð fyrri til bragðs,
og skipaði þegnum sínum í vetur að gjöra svo vel að hætta
að elta tungiið og fylgja heldur sólinni; var því nýjár þeirra
haldið G vikum fyr en vant var. ííöfnmánaðanna þóttust Jap-
ansmenn samt ekki kunna við, t. a. m. að kalla 9. mánuðinn
hinn sjöunda (september) og 7. mán. hinn áttunda. Kalla
þeir því 1. mánuð, 2. mánuð, o. s. frv. Vikudagana kalla
þeir; sóldag (sunnudag), tungldag (mánadag), elddag, trjá-
dag, malmdag, vatnsdag, og jarðardag. Sjötta daginn halda
þeir helgan, eins og margar Asiu-þjóðir gjöra, t. d. Tyrkir.
— Tollverndarlög Bismarks. Fyrir frumvarpi þessu
mælist allilla. Nálega allir frjálslyndir þjóðmegunar-fræðingar
eru þegar fyrir löngu sannfærðir um, að sú gamla aðferð
stjórnenda, að vilja ráða verzlun og atvinnu þjóðanna með lög-
umog lofum, hafi verið og sé hleypidómur einn, enda stundum
kænskubragð konunga, til þess að ná fé. Allar verzlunargreinir
eiga að vera sem frjálsastar og viðskipti landanna enga aðra
fjárhaldsmenn að hafa en þá sjálfa, sem viðskiptin eiga.
Preussen þarf 300 millj. marka árl. tii herkostnaðar; nú vill
hann fá 2/3 af þessu fé með tolli, sem lagður sé á ýmsan
innfluttan varning. J>etta segir hann muni auka atvinnu gagn
ríkisins um leið og tollurinn muni einmitt falla helzt á efnaða
fólkið. Hið merkilaga enska blað The Economist, sýnir á-
þreifanlega fram á, hverjar afleiðingar þetta mundi hafa. í
stað þess, að Bismark bætti með þessu atvinnu fjóðverja, og
sefaði Sósialistana, mundi það einungis auka vandræðin og
æsingarnar; fabríkuherrarnir fengju nefnil. einskonar einokun-
arráð í hendur, iðnaðarképpni innanlands mundi að vísu vaxa,
en vinnulaunin fara minnkandi, að því skapi, sem auðmenn
og vinnuveitendur fækkuðu. J>etta er eðli þesskonar laga, þau
eru ónáttúra, óvísindaleg og ranglæti. Frakkar hafa aðra að-
ferð, sem ef til vill er röng, en borgar betur; hún er sú, að
stjórnin gefur verðlaun fyrir útfærzlu Víssrar innlendra vöru,
einkum sykurs. fessa aðferð er Bismark ráðið til aðreyna, en
þó helzt þá, að hann sleppi öllum nýjum verndartollgryllum,
og lofi atvinnu ríkisins að eiga sig, uns þjóðin sjálf finnur þau
hjálparráð sem duga. Eitt ráð gætu þeir herrar kongar og
keisarar tekið iðnaði, afkomu og velferð sinna þjóða til við-
reistnar, þeir gætu bundið millnustein við háls öllum þeim
Kruppskanónum, sem steyptar hafa verið á seinni tíð, og sökkt
þeim I sjó! og þeir gætu tekið morðvopnin úr höndum allra
þeirra legióna, sem aldar eru á blóði og sveita þeirra heimsku
en saklausu þegna, og sent þær heim til sinna til þess að
vinna sér og öðrum brauð í stað hins, að ala ofdramb, heipt-
ir, ójöfnuð, blóð og bölvan á jörðunni, eins og hið viðurstyggi-
lega hernaðar og manndrápadrasl vinnur nú daglega.
— Eobert Collyer, prest.ur í Chicargo, Begir í einni ræöu um s n j ó-
inn: „Vér tölum umsnjóinn eins og ímynd dauöans. Látum svo vera;
en hann felur hiö eilífa lífið ávallt undirsínum faldi, pað lífið sem birt-
ist á sínum tíma, þegar kuldans skuggar skulu hverfa fyrir hinni upp-
rennandi sól, og vér munum verða, ekki afklæddir, heldur íklæddir, og
dauðinn verður uppsvelgdur af lífi.
■■■“■■■■^^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■b
— (Aðsent). Eptir þunga og langvinna þjáningu andaðist
þann 25. f. m. að Utskálum í garði Madama Steinunn Guð-
mundsdóttir Schram fædd 21. apr. 1803. Hún var hin einasta
er eptirlifði af alsystrum Heiga biskups Thordersens, og ekkja
eptir lístasmiðinn Jens Schram, sem dáinn var fyrir mörgum
árum. Eptir dauða manns síns, hafði Madama Steinunn sál.
aðsetur og lífsuppeldi þar syðra með hjálp og aðstoð bróður
síns séra S B. Sivertsens á Útskálum, þar eptir dvaldi hún
nokkur ár í Reykjavík hjá dætrum sínum En fyrir rúmu ári
síðar flutti hún suður að Útskálum, og andaðist á heimili
bróðursonar síns herra Helga Sívertsens, þar sem hún þetta
síðasta ár æfi sinnar hafði hafði notið sonarlegrar umhyggju,
og í hinum þunga sjúkdómi sínum nákvæmustu aðhjúkrunar.
Auglýsing.
Kvennaskólinn í Reykjavík.
Úngar stúlkur konfirmeraðar og umfram alt siðprúðar,
geta fengið inntöku í skólann og tilsögn bæði til munns og
handa næstkomandi vetur (frá 1. oktbr. til 14. maí). í skól-
anum er kent: íslenzka, danska, saga, landafræði, reikningur,
skript, teikning, söngur, klæða- og léreptasaumur, skattering,
baldýring, hekling, útsaumur (Broderi), og í skammdeginu
prjónaskapur. Stúlkurnar, sem í skólann ganga, geta verið
með tvennu móti, heimastúlkur eða bœjarstúlkur. Heima-
stúlkurnar hafa heimili, fæði, rúm, rúmföt, o. s. frv. í skóla-
húsinu, og eiga að gjalda 1 krónu daglega fyrir alt það, sem
þeim er lagt þar til, en kensluna fá þær ókeypis. Hinar, sem
heimili eiga út í bænum en ganga í skólann ákveðna tíma,
borga 20 krónur fyrir kensluna vetrarlángt, ef þœr taka þátt
í öllum kenslugreinum. þ>ær sem læra allar liannyrðir vetr-
arlangt, þrjá tíma á dag, borga 15 kr. En ef þær taka
ekki þátt nema í einstöku kenslugreinum, og um stuttan tíma
(ekki allan veturinn), eiga þær að borga 10 aura fyrir hvern
kenslutíma. Ef þær ganga í einstöku tíma allan veturinn
borga þær fyrir þá tímakenslu þannig:
fyrir 1 tíma um vikuna (allan veturinn) 3 krónur
— 6 — — — — — 8 — o.s. frv.
Ef einhver bœjarstúlka fer úr skólanum, án gildra orsaka,
áður en skóla árið er á enda, verður hún samt að greiða
fuíla borgun (20 kr.) eins og hún hefði verið allan vetur-
inn út.
Stúlkurnar verða að leggja sér til efnið í þær hannyrðir
sem þær ætla að vinna í skólanum, og eiga vinnu sína sjálfar
og bækur þurfa þær að útvega sér, sem brúkaðar eru við
kensluna.
Taki 2 eða fleiri systur þátt í kenslunni verður kenslu-
kaupið að tiltölu lægra. {Borgun fyrir þær stúlkur, sem
heimili eiga í skólanum, verður að greiða að minsta kosti
helminginn fyrirfram til húsráðanda.
Heimastúlkur í skólanum eiga að læra öll innanhússtörf,
og taka þátt í þeim til skiptis eptir ákveðinni reglu og jöfn-
uði.
J>eir sem vilja koma stúlkum í skólann næsta vetur eru
beðnir að gefa það til kynna undirskrifaðri forstöðukonu skól-
ans, Póru Melsteð í Reykjavík, ekki seinna en 15. ágúst næst-
komandi. Reykjavík 3. júní 1879.
Forstöðunefnd kvennaskólans.
Olufa Finsen. Pórhildur Tómasdóttir. Pórunn Jonassen.
Maria Finsen. Ingileif Melsteð. Thora Melsteð.
* *
*
Kvennaskólinn í Reykjavík hefir nú staðið 5 vetur og
litlar sögur af honum gengið. feir fáu, sem upphaflega ýfð-
ust við hann, hafa síðan látið hann hlutlausan, og hinir
mörgu, er eigi jvoru honum mótfallnir, hafa lagt gott eitt til
hans; sumir jafnvel geflð honum gjafir. Skólinn hefir þessi
árin getað unnið sitt ætlunarverk í næði og kyrð, og nú síð-
an betra húsrúm er fengið, er hann kominn í það horf, sem
í fyrstu var tilætlazt. jpegar þess einnig er gætt, að annar
kven,naskóli er kominn á fót í Eyjafirði, þá er vonandi, að
kvennaskólamálið, þetta mikla velferðarmál þjóðarinnar, hafi
fest þær rætur í brjóstum íslendinga, að það kulni eigi út af,
heldur lifi og nái meiri og meiri þroska ár eptir ár. l>að er
því fremur vonandi, sem alþingið og landstjórnin hafa sýnt
skólamálinu athygli og rétt því hjálparhönd. Kvennaskóhnn
(að minsta kosti sá í Reykjavík) er að nokkru leyti orðinn
opinber stofnun, og stiptsyfirvöldunum er gefin árleg skýrsla
um efnahag hans, tilhögun kenslunnar o. s. frv. En þó að
þessu sé þannig varið, verður lýtt þó alt af höfuðatriðið, að
almenningur veiti kvennaskólanum athygli, og gleymi því eigi
að svo framarlega sem landið á að þrífast og taka nokkrum
verulegum framförum, þá er nú öll þörf á, þá er alveg nauð-
legt, að leggja mciri rækt við hinar uppvaxandi stúikur en
gjört hefir verið til þessa. Kvennfólkið þarf að fá meiri
mentun (og á, ef ástæður leyfa, fulla heimting á því) heldur
en það hefir fengið til þessa.. En þegar um mentun er að
tala, þá má ekki misskilja það orð. Kvennaskólinn vill leit-
ast við að veita stúlkuuum nauðsynlega og nytsama mentun
bæði til munns og handa, svo að þær geti ásíðan, þegar þær
verða húsmæður, eða í hverja stöðu sem þær komast, gegnt
sinni köllun sómasamlega; skólinn vill leitast við að vekja