Þjóðólfur - 10.06.1879, Blaðsíða 1
»1 > Kostar 3kr. (erlendis 4kr.), ef «*■ hf■ borgast fyrir iok ágiistmán. Reykjavík,
Hér með gjöri eg hinum heiðruðu landsmönnum kunnugt, að hina fyrstu hestamarkaði í sumar hefi eg áformað að halda
sem fylgir: að Mýrdal í Hnáppadalssýslu . . . . 8. júlí.
— Galtarholti í Mýrasýslu . . . . . 9. —
— Steinum í sömu sýslu . . . . . . 10. —
— Leirá í Borgarfjarðarsýslu . . . . 11. —
— Núpakoti undir Eyjafjöllum . . . . 21. —
— Hvoli í Rangárvallasýslu . . . . . 23. —
1. C o g hi 11, hestakaupmað ur.
Sé borga8 að liaustinu kostar árg. jo kj.g
3kr. 25 a., en 4kr. eptir árslok.
— DIANA kom hér 1. þ. m. og með henni fjöldi fólks, og
fer flest af því með henni aptur. Meðal þeirra nefnum vér
kand. Skapta ritstjóra «Norðlings» (til Stykkishólms), apótek-
arasvein Sigtrygg Sigurðsson, prentara Olaf Olafsson, séra Hjör-
leif Guttormsson á Yöllum, séra Jón Thójrarensen, frá Stór-
liolti, er siglir til að leita sér lækninga; frá Isafirði kom Magn-
ús Jochumsson, kaupmaður; frá Bíldudal frú Bjarnasen. Með
Díönu komu einnig 6 norskir strandmenn, er brutu skip sitt
við Látrabjarg; það var timburskip, er ætlaði til ísafjarðar;
11 franskir strandmenn, er brutu skip sitt á Austfjörðum.
— Póstskipið PHÖNIX kom 5. þ. m., með því komu frá
Khöfn Fischer stórkaupm., Fischer, jun., Lefolii, jun., B. Jóns-
son, ritstjóri, frú V. Gunnarsson, ungfrú Helga Ólafsdóttir, stúd.
Jón pórarinsson verzlunarm. G. Thordal, Asb. Ólafsson, vita-
stjóri, Knudsen múrsmiður. Frá Skotlandi: frú G. Hjaltalínr
4enskir ferðamenn og 2 þjóðverjar er hér ætla að ferðast um.
— SKIPALISTI. 16. maí: Jane & Isabella (Carnegie) frá
Peterhead. 19. s. m. Nicola (S. Nielsen) frá Færeyjum. 20.
s. m. Mauritius (H. A. Möller) frá Khöfn. 28. s. m. Nancy
(Svendsen) frá Khöfn. 31. s. m. Laure (Nielsen) frá Mandal.
S. d. Anne Katrine (Nielsen) frá Khöfn. S. d. To Söstre
(Pedersen) frá Khöfn. S. d. Marie Christine (J. Hansen) frá
Khöfn. 1. þ. m. William & Cathrine (Clinton) frá Blyth. 2.
þ. m. Valdimar (Heintzelmann) frá Liverpool. 4. þ. m. Vesta
(Clarkson) frá Hull. 5. p, m. Mastiff, enskt lystiskip. 8.
þ. m. Vega (Devig) frá Bergen. 8. þ. m. Nicoline (Krabbe)
frá Khöfn.
Hertoginn af Hamiiton.
Á lystiskipinu «Mastiff», kapt. Ker, því sama er kom
hingað í fyrra, heimsækir oss nú einn hinn mesti stórhöfð-
ingi Englendinga ásamt frú sinni: hertoginn og hertogainnan
af Hamilton. Með þeim eru auk annars föruneytis, admíráll
Mac Donald, Colonel (ofursti) Campbell og frú Campbetl, Og
presturinn (the Kev.) Mr. Taylor. Hertoginn og nefndir
höfðingjar halda af stað til Geysis í dag 8. þ. m. og stendur
dbrm. Zoega fyrir ferðinni og fer sjálfur. Fjórir Englending-
ar og tveir fjóðverjar, sem komu á póstskipinu, ferðast einn-
ig til Geysis. Von er á öðru ensku lystiskipi bráðlega. Skip
Slimom «Camoens» (1054 tons og/hið bezta skip)" á að
koma fyrst til Akureyrar 24. þ. m., en næstu ferð frá Gran-
ton á það fyrst að koma til lívíkur 9. júlí, og í annað sinn
(frá Granton) 24. s. m.; næst fyrst til Akureyrar 8. ágúst,
til Rvíkur 23. ágúst; til Borðeyrar og Akureyrar 10. sept., og til
Seyðisfjarðar 28. sept. Skipið skal allar þessar ferðir flytja
bæði fólk ög góss milli landa. Farbréf kostar 5 pd. fyrir 1.
ldetu en 3 fyrir aðra; 8 og 5 pd. kosta farbréf, sem gilda
lí|ðar leiðir.
■ 4. þ. mán. var hér haldið uppboð mikið á franskn lokk-
ortu tilheyrandi svo og aflá hennar nál. 20,000 þorska. Skip-
ið keypti þórður bóndi á Leirá fyrir rúmar 3000 kr. Fisk-
urinn seldist á 35—40 kr 200 af óþurkuðum þorski. Skipið
er nú sent út til fiskifanga. Skip það sem selt var á dögun-
um. skal og bætast og gjörast út. 5 eða 6 ný þilskip hafa í
sumar bæzt við hinn litía flota Sunnlenainga.
— liSerði skólinn. 15. f. m. hafa stipsyfirvöldin
með bréfi til skólastjóra gefið þær ákvarðanir fyrir næstkom-
anda skólaár, að ekki megi taka ipn í skólann í sumar og
haust fleiri nýsveina en kríngum 16, og það annað, að eng-
inn piltur megi framvegis halda skólanum, sem setið hefir 2
vetur í sama bekk, nema hann við vorprófið flytjist upp í
næsta bekk.
Hin fyrri ákvörðunin virðist ekki vera heppilega
samin, og því síður auglýst á hentugum tíma. 1 fyrsta lagi
eru það hin mestu vandræði, ef bægja skyldi þurfa piltum
frá skólanum af öðrum ástæðum enþeim, að þeir reynast ekki
nægilega undirbúnir, — ekki síst þegar þess er gætt, hve
ferðir eru erfiðar og dýrar hér á landi; í öðru lagi vita
vandamenn skólapilta ekkert af þessu bréfi fyr en í ótíma.
Til inntökuprófs mun þegjjr vera kominn hávaði hinnar á-
kvörðuðu tölu; skyldu nú — sem allir búast við — fleiri
koma í haust, og þeim eptir bréfinu verða vísað frá, sem
reyndust að hafa fengið lægsta einkunna upphæð, þegar bæði
vor og kaust- inntökuprófinu væri lokið, þvílíku andstreymi og
og kostnaði mundi þá ekki nefnt stiptsyfirvaldabréf baka þeim
piltum, sem þannig gjörðu tvisvar sama sumarið forgefins
ferð til skólans? því eptir bréfinu skiljum vér ekki betur, en
að úrskurðurinn á það, hverjir piltar fái skólann, og hverjir ekki,
verður ekki lagður fyr en að loknu inntökuprófi í haust, því þá
fyrst sézt, hverir neðstir hafa orðið að einkunna upphæð. Að
vísu höfum vér heyrt, að yfirstjórn skólans ætli sér ekki að
framfylgja nefndum reglum í fullum strangleik í ár, en þar
bæði er, að nefnt bréf þeirra þegir um það, og enginn ráð-
stöfun er tekin, það vér vitum, til þess að auka bekkjaljölda,
eða kennslurúm í skólanum, þá sjáum vér ekki betur, en að
hér séu góð ráð dýr og mál í óefni komið. Hefði nefnt bréf
verið komið og útsent slæerr í fyrra haust., þá hefði fremur
mátt bjarga málinu í tíma. Eins og nú stendur, mun ekki
annað ráð vera fyrir hendi, sem viðunanda sé til bráðabirgða
en það, að alpingissalurinn verði tékinn og hafður í bekkjar-
stað, næstkomanda skólaár, (tími til að breyta honum er
nógur milli þingloka og skólabyrjunar), og yrði þá að biðja
þingið um lítinn fjárauka handa timakennslu þeirri, sem
skipting 1. bekkjar í 2 stofur leiddi með sér. fví skyldi þetta
ekki vera vinnanda verk? eða munu landsmenn, sem senda
vel hæfa pilta til skólans, með nokkru móti geta unað því,
að piltum þeirra sé frávísað, ef öðruvísi er kostur á? ]?að, að
aðsókn að skólanum vex, er í sannleik gott og gleðilegt tím-
ans-tákn, og því væri það undarlega öfugt, ef landsstjórn og
þing færi fremur að letja en hvetja þessa aðsókn, eða hvað
líður ölmusuveitingunni til skólans? jþað er oss óskiljanleg
ráðstöfun, að ölmusu-fjöldinn er látinn standa í stað, þótt
tala lærisveinanna sé tvöföld orðin. Ölmusunum ætti að fjölga
að minnstakosti að fjórðungi við þá tölu sem er; og vonum
vér að sú ráðstöfun fari fram á næsta þingi.
— «Nauðsynleg hugvekja«, prentað í bæklingsérúr
«Framfara», höf. Jón Bjamason (prestur Nýja-Islands), fæst
til kaups hjá Kr. Ó forgrímssyni í Rvík., G. Thorgrímssen
á Eyrarbakka, P. Sæmundss., á Akureyn, og séra L. Bene-
diktss. á Selárdal. Peir sem vilja fræðast um kirkjudeilu
landa vorra á Nýja lslandi, gjörðu eflaust vel ef þeir læsu
þennan bækling, því hann einkennir sig jafnt með einurð og
sannleiksást. _______________
__ í jjjóðólfi 2. sept. f. á. settum vér eptir Norðlingi III. 59.
__60. 1878 vísu þá, sem Björn próf. Halldórsson í Laufási kvað
til Tryggva kaupstjóra Gunnarssonar; en þar eð vísan þótti
ekki standa rétt í voru blaði, setjum vér hana hér, eptir hönd
höfundarins:
Tvo gripi sendir Grána hér,
og gróf á nafn pitt, Tryggvi,
og gull er í peim, eins og pér,
vor erindrekinn dyggvi!
Pií reyndist Gránu gull i raun,
og gullin skaltu piggja laun
og scemd og pökk vm öll pau ár,
sem uppi stendur flokkur grár.
61