Þjóðólfur - 12.07.1879, Qupperneq 2
74
Að endingu vona eg að þessi skýrsla mín, um framkvæmd-
ir okkar í námanum, verði steini sterkari, og steypi því heið-
arlega ætlunarverki hans, að spilla fyrir góðu fyrirtæki, og
væri steini hentast að hverfa aptur heim á Tindastól — og
hátta. — Reykjavík 30. júní 1879.
Egilsson.
— f þjóðólfi, 17. blaði 31. árs, sem útkom 25. f. m. er þess
getið í skýrslu um sýslufund þann, sem eplir áskorun alþing-
ismanns Árnesinga var haldinn í Bjálmholti 19. dag f. m.
að fundarmenn hafi hreift því á fundi þessum að «eigi væri
fullnægt lögum hlutaveltufélagsins með að auglýsa ástand og
efnahag veltunnar, og þingmanninum hafi verið falið á hendnr
að vekja máls á þessu í blöðunum», og hefir hann og í athuga-
semd neðanvið fundarskýrsluna beint eins konar áskorun tíl
stjórnenda félagsins, að gjöra hlutaðeigöndum Ijósari reikn-
ingsskil.
Eg finn mér því skylt fyrir mína hönd og meðstjórnanda
minna að svara þessari áskorun nokkrum orðum, því að und-
irrót hennar er sjálfsagt af misskilningi runnin.
í 19. grein félagslaganna er svo að orði kveðið: «Jafn-
«snart sem endurslcoðun reikninganna er lokið, verða þeir fé-
«lagsmönnum öllum til sýnis um 2 mánaða tíma hjá kaupstjóra
«félag8ins eða einhverjum félagsstjóranna, eptir því sem gjörr
• verður áuglýst. f>á skal og auglýsa, hve mikill sé ágóði eða
«afrakstur í dalatali af hverjum tíutíu allrar veltu innstæðunnar*.
Á þessari grein laganna er auðsjeð, hver skylda fé-
lagsstjóranna er um auglýsingu efnahags og ástands félagsins,
sú ein, að segja frá ágóðanum eptir hundraðatali, þá er reikn-
ingarnir eru endurskoðaðir. Hinir núverandi stjórnendur fé-
lagsins voru kosnir á fundi 6. dag júlímánaðar 1875 eptir lát
Jóns heitins Guðmundssonar. Á hverju ári hefir fundur verið
boðaður opinberlega í blöðunum, og fyrstu árin 2 fundir á ári,
en enn þá hafa eigi á nokkurn fund komið svo margir, að
fundarfært hafi þótt, þar sem að eins 1 — 3 menn hafa sótt
hvern fund, og hafa því aldrei orðið kosnir endurskoðunar-
menn. Á hinn bóginn hafa allir hlula-eigendur séð arð þann,
sem þeir hafa haft af hlutum sínum, í reikningum þeirra frá
verzluninni, og eins og hver og einn hluta-eigandi hefir átt
kost á, að sjá reikning félagssljóranna, sem saminn hefir verið
i byrjun hvers árs, eins er og að sjálfsögðu hverjum þeirra
heimilt framvegis að fá að sjá hann hjá verzlunarstjóranum,
eigi að eins um 2 mánaða tíma á ári hverju, heldur hvenær
sem þess er óskað; en að aulýsa þessa reikninga í blöðunum,
er hvorki boðið í lögum félagsins, enda væri það filgangsiaust
og ástæðulaust, því að engan annan en félagsmenn eina varðar
um ástand og efnahag félagsins, til þess þyrfti reglulega breyt-
ing á lögunum. Reykjavík 8. dag júíím. 1878.
H. Kr. Friðriksson.
A 1 þ i n g i.
— í stað Torfa sál. Einarssonar kaus hið sameinaða þing
til setu í efri deildinni Jdn Jdnsson landritara.
Nefndarkosningar. Fjárlaganefnd: Grímur Thomsen (for-
maður), Einar Ásmundsson, Tryggvi Gunnarsson, H. Kr.
Friðriksson (skrifari), ísl. Gíslason, Guðm. Einarsson og Egg-
ert Gunnarsson. Nefnd í presta- og kirknamál., sem kom
nál. óbreitt aptur frá stjórninni: Páll Pálsson prestur (skrif-
ari), fórarinn Böðvarsson (formaður), Hjálmur Pétursson,
Friðrik Stefánsson, J>orl. Guðmundsson, Arnljdsur Ólafsson,
H. Kr. Friðriksson. Landsreikninga nefnd: Arnljótur Ólafs-
(form.), Björn Jonsson (skrifari) og Snorri Pálsson. Búnar-
laganefnd (í efri deild): Árni Thorsteinson, Sighvatur Árna-
son, Magnús Stephensen. Silfurbergsnáma-nefnd: B. Thor-
berg, E. Kúld, B. Kristjánsson. Rædd mál. í neðri deild:
Konungl. frumv. um sætisfisk: fellt. Hver utansóknar-ver-
maður átti eptir því að greiða hálfa alin til sóknarkirkju veiði-
stöðunnar, ef hann réri þar 6 vikur eða lengur. |>essi sæt-
isfiskur hefur gilt á suðurnesjum samkv. kgsbr. 1. desemb.
1752, *en skyldi nú úr lögum numinn. Kirkjugjald af húsum;
samþykt í neðri deild. Eptir því frumvarpi skal gjalda 5 a.
af hverju 100 kr. virði af húsum „þeim, sem ekki eru notuð
við ábúð á jörð er metin sé til dvrleika11 (Breyt. atkv. |>.
pórðars.) Kirkju-skattur Reykvíkinga breytist samkv. þessum
lögum. Frumv. um lóðargjald í Reykjavík; samþykt í efri
deild. Eptir því minkar 3 a. lóðargjald torfbæja í R.vík um
1 eyrir. í fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar er gjört ráð fyrir,
að tekjur landsins árin 1880—1881 nemi 791,923 kr. en út-
gjöldin 717399; afgangur 74,523 kr. Tekjur þessa tímabils
er því ætlast til að verði rúmum 50,000 kr. meiri en gjört
var ráð fyrir þeim síðastliðið fjárhagstímabil. Helztu tekjurn-
ar eru: vín- og tóbakstollur 98000 kr. hvert árið fyrir sig;
tillag Danmerkur 92000 kr. ár hvert, lestagjaldið 37000 kr.
hvert árið; ábúðar og lausafjárskattur 52000 kr. hvert árið;
af þjóðjörðum hvert árið 30000 kr. o. s. frv., eins og síðar
mun greint verða, þegar málið er útrætt á þíngi. í útgjalda-
dálkinum er mesti munurinn fólginn í útgjöldunum til um-
boðsstjórnarinnar, eins og breytingin á launum sýslu-
manna hlaut að hafa í för með sér; eru þau talin rúmlega
300000 kr. fyrir bæði árin, í stað 194000 kr. áður. Til al-
þingis eru ætlaðar 3500 kr. meira en áður, til póstmála 2000
kr. meira og til kirkju- og kennslumála 5000 kr. rneira en
áður. Jóni ritara Jónssyni skal veita 2000 kr, þóknun fyrir
störf hans í fjárkláðamálinu; sömuleiðis er hæstarjettar-dóm-
ara V. Finsen ætlaðar 800 kr. á ári í 3—4 ár fyrir vísinda-
lega útgáfu Jónsbókar. Til Reykja'nessvitans eru ætlaðar 2780
kr. á ári. Eitt af stórmálum þingsins eru landsreikningarnir
fyrir 1876 og 1877. Er lagt fyrir þingið frumv. stjórnarinn-
ar um endilega samþykkt á þeim, og þar með fjöldi fylgiskjala,
athugasemdaskjöl í tvennulagi fyrir hvert árið frá yfirskoðun-
armönnum reikninganna, Gr. Thomsen og Magnúsi Stephen-
sen, er vér ætlum að hafi ósleitilega af hendi leyst sinn starfa;
tvenn svör landshöfðingja, fleiri tillögur og skjöl yfirskoðunar-
manna, o. s. frv.
Yör ætlum mjög tvísýnt, að presta- og kirknamálið fái
framgang á þessu þingi, enða er mikill vafi á, hvort búnaðar-
lögin ekki verða líka óútkljáð. Fyrir þinginu liggur enn eitt
mikilsvert mál, umlandamerki jarða; hyggur þing-
ið að sjá um að nefndir verði settar, til að fastákveða landa-
merki allra jarða á íslandi, áður en nýtt jarðamat verði gjört.
f>á er eitt mál, umsölu þjóðjarða, sem liggur fyrir
þinginu, og sem vér óskum að mætti hafa framgang. Öllum
tillögum um póstskip og strandsiglingar er vísað til fjárlaga-
nefnðarinnar, og er varia efi á, að þingið muni skoða nákvæm-
lega tilboð Slimons áður það hafnar því. Að öðru leyti er
sjálfsagt að landsmenn sjálfir taki til sín þau ráð, að ákveða
ferða-áætlanir strandsiglingaskipsins fyrir hvert ár.
— Á amtsráðsfundi suðuramtsins 11. f. m. kom til um-
ræðu uppástunga frá sýslumanni Mýra- og Borgarfjarðars. um
breyting á ferðum pósta og um gufuskipsferðir
milli Reykjavíkur og Akraness og fl. hafna; hét amtsráðið að
taka að sér málið til frekari meðferðar. Ýmsar skýrslur frá
ýmsum hreppum bárust ráðinu um brúargjörðarmálið yfir
fjórsá og Ölfusá. Afréð amtsráðið að senda þær landsstjórn-
inni, og leggja til, að leigulaust lán yrði veitt úr landssjóði,
er endurgjaldist á 35 árum af viðkomandi sýslum. Amts-
ráðið mælir með, að töluverðu af landssjóðs styrknum 1878—
79 verði varið til eflingar jarðrækt og sjávarrútvegi í suður-
amtinu, og sérstaklega til þess, að stöðvað verði samdfok á
þjóðjörðunum í Skaptafollssýslu.
— Á amtsráðsfundinum í Stykkishólmi 17. f. m. var sam-
þykt að mæla með að Bened. Oddson á Gjarðey fengi styrk
úr landssjóði til að læra leirkerasmíði. Aukapóstur er ráðið
að gangi frá Laugabóli í ísafjarðars. að Stað í Grunnavík, og
að bréfhirðingar-staður verði á Laugabóli í stað Vatnsfjarð-
ar. Ólafur jarðyrkjum. Björnsson skal fá 400 kr. styrk úr
landssjóði til þess að ferðast um í vesturamtinu, eins og að
undanförnu, og segja til í jarðabótum. Torfi Bjarnason á
Ólafsdal hafði boðist til að veita kennslu íjarðyrkju og
b ú f r æ ð i, móti styrk af landsfé. Ályktaði amtsráðið að fylgja
því máli fram af alefli. Skal betur skýra frá því síðar. Verð-
laun úr búnaðarsjóði vesturamtsins var veitt þessum bændum:
Guðna Jónssyni, hreppstjóra á Dúnkárbakka 100 kr„ en þeim
Jóni Jónssyni á Teigi og Jóni Einarssyni á Hólum 25 kr.
hverjum.
— Ársfundur Reykjavíkur deildar bókmentafélagsins var