Þjóðólfur - 27.07.1879, Side 4
84
■ — Samkvæmt fyrirmælum í lögum 12. april 1878, og opuu
bréfi 4. janúar 1861 er hér með skorað á alla þá, er telja til
skuldar í dánarbúi bÓDdans Carls Friðriks Schrams, sem síð-
astl. vor andaðist að Flögu ( Vatnsdal, að koma fram með
skuldakröfur sínar á bendur dánarbúi f>essu, og sanna þær
fyrir skiptaráðandanum hér ( sýslu innan 6 mánaða frá sfðasta
birtingardegi þessarar innköllunar.
Skrifstofu Búnavatnssýslu, 15. júlí 1879.
Lárus Blöndal.
fég* Með fjufuskiphiu Díönu, í septembevferð ltennar,
sendi et/ klœðasníðara pann, er e</ hcfi við fataverzlun
mínci, til undirskrifaðra verzlunarstuða, til þess að taka
mál af mónnum, u</ r/efjnu fatapöntunum. Sýnishorn af
öllum teyundum, klæði o<j búkkskinni áisamt fleiru, mun
ctj láta hann hafa meðferðis. í tilliti til ferðaáœtlunar-
innar mun liann verða að hitta:
Á Eskifirði 30. áyúst hjá herra : Jóui tílafssyni.
- Seyðisfirði 1. september — — E. Thomsen.
- Vopnafirði 1. — — — P. Guðjohnsen.
- Húsavík 2. —: — — Th. Guðjohnsen.
- Akureyri 4. — — — E. Jensen.
- Sauðárkrólt 4. — — K. HalZyrímssyni
- Skayaströnd 4. — — — Hildebrund.
- Ísafirði 6. — — — Th. Thorsteinsen.
- Flateyri 6. — — — T. Ha/ldórssyni.
- þinyeyri 6. — — — E. Vendel.
- Vatneyri 7. — — — S. Bakkmann.
- Bíldudal 7. — — frú Bjarnasen.
— StykkishálmiS. — — herra D. Thorlacius.
Reykjavík í júní 1879.
F. A. Löve.
«CAinOEN§>,
1054 Tons Register. 170 H. P. (hestsöfl),
á að sigla milli Leith eða Granton og íslands (nema ófyrir-
séðar hindranir tálmi) eins og hér segir:
Flytur farangur og farþegja við sanngjörnu verði, en á frjálst
að koma við á einni höfn eða fleirum á leiðiuni, og eins að
draga og aðstoða skip.
Frá Leith (tfl Akureyrar) 24. júní (með farþegja).
(Kemur við á Húsavfk og Vopnafirði).
— Granton (til Reykjavíkur) um 9. júlí (með farþegja og flutning).
(Fer kring um land og kemur við á Húsavfk).
— — (til Reykjavíkur) um 24. júlí (með farþegja og flutning).
(Fer kring um land og kernur við á Húsavík).
— — (tilfAkureyrar) um 8. ág. (með farþegja og flutning).
— — (lil Rvíkur beint) um 23.— — — — —
— — (til Borðeyrar og
Akureyrar) . um lO.sept.— — — —
— Liverpool I (til Seyðisfjarðar
eðaGrantonJ beint . um 28.----— — —
Gufuskipið sCAMOENS'i er aflmikið og ferðhratt skip, með
ágætri tilhöguu fyrir farþegja; heíir rúmgóðan sal á þil-
fari; svefnberbergin eru rúmleg og loftgóð, og alveg að-
skilin frá borðsalnum.
— Um eðli og heilbrigði mannlegs likama eptir h'eraðs-
lœkni J. Jónassen, fæst til kaups hér í bænum hjá póstmeist-
ara 0. Finsen, bókbindara Kr. þorgrímssyni og Einari prent-
ara f>órðarsyni, innhept fyrir 85 a.
Brúkað fortepianó fæst til kaups' fvrir einar 5 0 kr.
Hljóöfærið má,enn vel uota við uuglingakennslu. Lysthafandi
má snúa sér til ritstjóra «Þjóðólfs».
— 1 portinu hjá Christensen í Hafnarfirði hefir einhver
tekið í misgripum reiðing með klifbera og skilið sinn eptir,
og tók eg þann í staðinn. Vilji eigandi skipta, má hann það.
tífeigur Erlingsson á Kringlu í Grímsnesi.
— Á alfaraveginum milli Hólms og Árbæjar, ^ hefir fund-
ist 23. júní þ. á. forn duggarapeisa. Réttur eigandi má vitja
hennur að Bitru í Hraungerðishreppi, mót borgun fyrir þessa
auglýsingu.
— 22. f. m. týndist frá Kúagerði inn að Hvaleyri forn
karlmannsúlpa með gráum fingravetlingum í vasanum. Sá
sem skilar þessu fær sanngjörn fundarlaun.
Árni Magnússon á Lúnansholti.
— Nottina milli 10. og 11. þ. m. tapaðist á Mosfellsheiði
lítill vaðmálspoki, sem í var gálítið af ull, nestisskjóða, 2 potta
tunna tóm og rjómaflaska. Hver sem kann að finna þetta,
er beðinn að halda því til skila að Svartagili í J>ingvallasveit.
Svartagili, 14. júlí 1879. Jón Guðmundsson.
— í óskilum hér við Keykjavík or rauðblesóttur hestur, á
að gizka miðaldra, merktur: sncitt fr. hægra, blaðstýft og biti
aptan vinstra. Sá sem sannar hestinn eign sína, má snúa
sér til mín. Hól (í ltvík) n/7 79. Guðm. Pórðarson.
— Rauðskjóttur hestur, 12—14 vetra, mark: hamarskorið
vinstra, óafrakaður, styggur og jafnvel slægur, hefir verið í
Kálfholts högum síðan í maí, og má eigandi vitja hans að
Kálfholtshjáleigu í Holtum.
— Að skýrslan um selt óskilafé í þverárhlíðarhreppi, sem
prentuð var i þjóðólfi siðastliðinn vetur, hafi eigi verið röng
eða á nokkurn hátt ógreinileg frá minDÍ heodi, eins og gefið er
í skyn í 18. bl. Þjóðólfs þ. á. vottast hérmeð. Hreppstjórinn
— Fundist hefir i Akurnesingaleitum vestarlega netaleinar
með kúlnm og nokkrum llotholtsllám merktum llí—G —C; má
réttur eigandi vitja þess, og borga hirðingu og þessaauglýsingu.
Litlabakka á Akranesi, 21. júlí 1879. Helgi Sveinsson.
— Dökkrauðskjótt hryssa, með mark: sýlt hægra, hálftaf apt.
vinstra, 6 vetra gömul, afrökuð í hálft og ójárnuð, tapaðist úr
geymslu úr Reykjavik 10. júlf, og er finnandi beðinn að halda
henni til skila, að miðholti við Reykjavík til Einars Guðnason-
ar, eða að Króki á Kjalarnesi til Ásbjurnar Oddssonar.
— í júnfmánaðarlok tapaðist lítill spaðahnakkur einkenni-
legur að því leyti, að skinn var lagt þvert yfir báða spaða (í
einu lagi), og reiðgjörð með koparhringju á öðrum, en járn-
hringa á hinum; þá sem fmna kunna, bið eg halda til skila á
á skrifstofu J»jóðólft, gegn sanngjörnum fundarlaunum.
H. Halldórsson.
— Eg undirskrifaður bið alla góða menn að kannast við
rauðblesótla hryssu, líkast til með folaldi. Hún er brennimerkt
á hófum E. B., ómörkuð á eyrunum, lítið hvit á faxi og fótum,
og taglskelck þess' hryssa heflr strokið frá mér austur f vor
eptir Jónsmessuna, og bið eg þá sem hitta kynnu að koma
henni til mín eða gjöra mér vísbendingn af móli borguu.
Hof, 12. júli 1879. Eyjólfur Bjarnason.
Fjármark mitt er tvírifað í sneitt fram. hægra, gat vinstra.
Sami.
— Fjármark Guðm. Bjarnarsonar vinnum. á Minni-Vogum,
1 oddfjaðrað fr. hægra, oddfjaðrað aptan vinstra.
— Nýupptekið fjármark, þrístýft framan hægra, sýlt stand-
fjöður framan vinstra, og bið eg hvern þann, er kann að hafa
þetta mark, að gjöra mér aðvart sem fyrst.
Jón Jónsson á Leðri f Selvogi.
— Nýtt fjármark: Sneitt fr. hægra, gat vinstra. Ef nokkur
á sammerkt, bið eg hann að gefa sig fram.
Benóní Benidiktsson, á Stóra-Nýabæ f Krísuvík.
— Fjármark Guðna Þórðarsonar á Stóru- Hildisey, tvístigað
framan hægra, hvatt vinstra biti aptan.
— Brennimark Klemensar Egilssonar á M.-Vogum KLE.E.G.
Klliðaárnar. 25. p. m. ri8u nálægt 30 manna, flestir e8a
allir héban úr nærsveitunum, að laxakistum Thomsens kaupmanns,
tóku þær jjpp og ruddu niður pvergirðingunum. Er petta í 3. sinni í
sumar að veiðivélarnar hafa verið tcknar upp. En aldrei fyr hefir til-
tæki þetta vcrið gjört opinberlega og um rniðjan dag fyr en nú, og
landshöfðingjanum sjálfum tilkynnt þcgar á eptir.
í nafni landsréttar og landsfriðar, leyfum vér oss, sem blaðamaður
að skora á löggjafarþing það, sem nú situr, jafnt sem á landstjórn og
dómendur, að bíða nú eigi lengur, heldur taka þetta flókna, blöðum og
alþýðu ofvaxna, og að allra dómi óhreina mál fyrir frá rótum, til endi-
legrar útskýringar og úrslita.
Afgreiðslustofa J>jóðólfs: í Gunnlaugsens húsi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Mattliías Jochumsson.
Prentaður í prentsmiðju Einars pórðarsonar.