Þjóðólfur - 20.08.1879, Page 4

Þjóðólfur - 20.08.1879, Page 4
88 — Nýdáið heldra fólk. Seint f f. m. andaðist hér ( bænum prestsekkjan Kristín Jónsdóttir, móðir Benedikts assessors Sveinssonar og hans systkina. Hún var á níræðis- aldri, og andaðist eptír margra ára þjáningar í húsi þorbjarg- ar Ijósmóður, dóttur sinnar; hún lifði yfir 30 ár í ekkjustandi; einstök táp- og algjörviskona. —• Edward Benedikt Bernhard Smith, næst elzti sonur konsúls M. S. og frú Ragnh. Bogadóttur, að eins 38 ára gam- all, andaðist 29. f. m. eptir langa vanheilsu. — 9. þ. m. andaðist hér á sjúkrahúsinu merkiskona norð- lenzk, húsfrú Kristín Pálsdóttir (prests Jónssonar á Við- vfk), kona óðalsbónda Einars B. Guðmundssonar á Hraunum í Fljótum, og systir Snorra alþmanns á Siglufirði. Hún sálaðist hér eptir miklar þjáningar (meinlæti), fjærri manni og mörgum ungum börnum, en með stöku mannorði, sem góð og inerki- leg kona. Lík hennar á að flytjast norður og jarðsetjast þar. — Nýsálaður er sagður höfðingsbóndinn Pétur Sivertsen í Höfn í Borgarfirði. — Ferðamenn ntlendir: Prófessor W. Fiske kom liingað að norðan 16. p. m. og ætlar að dvelja hér fram á Tiaustið. Með lionum er ungur fræðimaður, Mr. A. M. Reeves. Einnig hefir dvalið liér um liríð Mr. Charles Rae, með frú sinni, enskur auðmaður, sem á tvo stórgarða, annan á Englandi en hinn á Skot- landi. Með peim ferðast Miss de Eonhlanque (dóttur dóttir hins fræga franska rithöfundar). — Á „Phönix“ sigldu : frú Herdís ‘Benedictssen og einka dóttir hennar, fröken Ingileif; pær ætla að dvelja í Khöfn til næsta árs. Til háskólans sigldu stúdentarnir: Jón pórarinsson frá Görðum, Olafur Fin- sen, Skúli Thoroddsen, Bertel jporleifsson og Niels Lamhertsen. (j^=- Af alþingistíðindunum eru nú prentaðar 66 arkir. sí e % l t s C ® — Samkvæmt fyrirmælum í lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar 1861 er hér með skorað á nlla þá, er telja tll skuldar í dánarbúi steinhöggvara Sverris Runólfssonar, sem drukknaði (síðastliðnum maímánuði, að koma fram með skulda- kröfur sínar á hendur dánarbúi þessu og sanna þær fyrir skipta- ráðandanum hér í sýslu innan 6 mánaða frá síðasta birtingar- degi þessarar innköllunar. Svo er og með sama fyrirvara hér með skorað á lögerfmgja Sverris heitins að sanna erfða- rétt sinn eptir hann fyrir nefndum skiptaráðanda. Skrifstofu Húnavatnssýslu 15. júlí 1879. '*■» Lárus Blöndal. — Samkvæmt fyrirmælum ( lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar 1861, er hér með skorað á alla þá, er telja til skuldar f dánarbúi fyrrum sýslunefndarmanns Jóhannesar Guðmundssonar, sem síðastliðið vor andaðist að Undirfelli í Vatnsdal, að koma fram með skuldakröfur sínar á bendur dán- arbúi þessu og sanna þær fyrir skiptaráðandanuro hér í sýslu innan 6 mánaða frá síðasta birtingardegi þessarar innköllunar. Skrifstofu Húnavatnssýslu 15. júlí 1879. Lárus Blöndal. — Samkvæmt fyrirmælum ( lögum 12. apríl 1878, og opnu bréfi 4. janúar 1861 er hér með skorað á alla þá, er telja til sknldar í dánarbúi bóndans Carls Friðriks Schrams, sem síð- astl. vor andaðist að Flögu í Vatnsdal, að koma fram með skuidakröfur sinar á hendur dánarbúi þessu, og sanna þær fyrir skiptaráðandanum hér í sýslu innan 6 mánaða frá síðasta birtingardegi þessarar innköllunar. Skrifstofu Húnavatnssýslu 15. júlí 1879. Lárus Blöndal. OÉir Sökum annríkis í prentsmiðjunni hefir blað þetta staðið sett í viku. — Gott og ódýrt nautakjöt fæst hjá mér daglega þennan mánuð út. Jón Guönason (í Glasgow). — Iljer með auglýsist, að Meðalfells og Möðruvallarjettir eru lagðar niður, og ein rétt byggð f þeirra stað á Sands- eyrum, og aðvarast utanhreppsmenn, er fjárvon geta átt við rélt þessa, að sjá sér fyrir dilk. Á næstkomandi hausti verða fvrri réltir I Fossár og Sandsréttum 24. sept., en hinar seinni 1. október. Reynivöllum, 9. ágúst 1879. Fyrir hönd hreppsnefndarínnar ( Iijósarhreppi. Porkell Bjarnason. — 14. þ. m. týndi eg hjá svokölluðu Hraunsnefl fyrir ofan Ilólm í Mosfellssveit látúnsbúinni spansreirsvipu með mjórri ól úr dönsku leðri; anðkenni var ekkert á henni utan það, að húfan var litið döluð, og svört rák' eptir skaptinu. Hvern, sem finnur, bið eg að koma henni annaðhvort á skrifstofn Fjóðólfs eða til mín að Sandhólaferju; eg vil greiða sanngjörn fundar- laun. Gunnar Bjarnason. — Silfur-úr með gullkeðju hefir nýlega týnst á veg- inum sunnan til á Mosfellsheiði og niður fyrir efra Seljadalinn. Sá, sem finnur úrið, fær góð fundarlaun, ef hann skilar því annaðhvort á skrifstofu þjóðólfs eða að jþingvöllum við Öxará. — Lyklar hafa fundizt, og má eigandi vitja þeirra á skrif- stofu þjóðólfs. — 9. þ. m hvarf mér undirskrifuðum sjónum á alfaravegin- um frá Neystastöðum í Flóa út að Laugardælum, gulskolóttur hundur, sem gegnir nafninu Kolur. Hvern þann, sem verða kynni var við hund þennan, bið eg vinsamlegast gjöra mér vls- bending það allrafyrsta, mót sanngjörnu endurgjaldi. Hruna, 21. júlí 1879. Jón Jónsson. — ( vor hvarf úr heimahögum héðan foli, móbrúnn, merkt. hnífsbragð a. h. granngert, óafrakaður, 4 vetra, vakur, ójárn- aður. Hver, sem finnur fola þennan, er beðinn að halda hon- um til skila að Ilöfða á Vatnsleysuströnd. Óiafur Guömundsson. — Snemma i yíirstandandi júlíraánuði tapaðist á norðurleið í Húsafellsskógi, dökkrauð hryssa, 14 vetra gömul, nokkuð dekkri á fax og tagl en á búkinn, járnuð með fjórboruðum skeifum, mark óvíst, en eptir því sem flesta minnir, mun það vera standfjöður framan bæði eyru. Hver, sem hitta kynni hryssu þessa, er beðinn að koma henni annaðhvort til f>or- steins Magnússonar bónda á Ilúsafelli, eða að Landakoti á Vatnsleysuströnd, mót sanngjörnum fundarlaunum. — Dökkjarpur færleikur er hér í óskilum, mark: sneitt fr. hægra, biti aptan, ungleg, og getur eigandi vitjað hennar mót þóknun. Bakkarholti, 26. júlí 2879. H. Hannesson. — Dökkrauð hryssa, með mark: sýlt hægra, hálftaf aptan vinstra, 6 vetra gömul, afrökuð ( hálft og ójárnuð, tapaðist úr Reykjavík 10. júlí, og er finnandi beðinn að halda henni til skila, að Miðholti við Reykjavík til Einars Guðnasouar, eða að Króki á Kjalarnesi til Ásbjarnar Oddssonar. Ath. X fyrra blaðinu stóð „dökkrauðskj ótt“, sem var rangt. — Að skýrslan um selt óskilafé ( Þverárhlíðarhreppi, sem prentuð var i Þjóðólfi síðastliðinn vetur, hafi eigi verið röng, eða á nokkurn hátt ógreiniieg frá minni hendi, eins og gefið er í skyn í 18. tbl. þjóðólfs þ. á. — það vona eg, að-þér, herra ritstjóri! viðurkennið, með því að taka þessa auglý*ingu í yðar heiðraða blað. Hreppstiórinn. Auglýsing þessi hafði misprentazt af vangáti í síðasta tölublaði. Ritstj. — Á póststofunni í Reykjavík er í óskilum: 1. Kassi, merktur Y. G. 2. Pakki, merktur E. M. 140. komnir með Pliönix. 3. Svartur frakki ) 4. Yatnsstígvél [ komið með Dí°nu. 5. Kvennstígvél ) J>eir sem geta sannað eignarrétt sinn að þessum munum, geta vitjað peirra til undirskrifaðs. Reykjavíkurpóststofu 9. ágúst 1879. 0. Finsen. Afgreiðslustofa Jjjóðólfs: í Gunnlaugsens húsi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Mattliías Jochumsson. Prentaður í prentsmiðju Einars pórðarsonar.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.