Þjóðólfur - 15.10.1879, Side 4
108
— Eptirfylgjandi víðurkenningarbréf til herra bókavarðar
Jóns Arnasonar var oss nú með póstskipinu sent til birting-
ar í »pjóðólfi«:
Hæstvirti herra!
|>egar vér skildum við Reykjavíkur lærða skóla, var það
einlæg ósk vor allra, sem hér ritum nöfn vor undir, að þér,
herra Jón Árnason, umsjónarmaður vor, mættuð sem lengst
og bezt vinna að starfi yðar í skólans þarfir. fað kom oss
því mjög óvænt, er vér heyrðum að þér nú væruð komnir frá
umsjón skólans, og teljum vér það alls ekkert ián fyrir skóla
vorn og fósturjörð — og mun það fleirum finnast.
|>egar vér nú hugsum til skólatíma vors og minnumst
þess, hversu vel og farsællega þér gættuð stöðu yðar, og hversu
þér með alvarlegri mannúð og lempni áunnuð yður virðingu
og ást vor skólasveina, þá getum vér eigi bundizt þess að
láta yður í té innilegt þakklæti vort fyrir allan þann tíma,
sem vér vórum saman í skólanum. Og eins og vér vitum að
ókomnar aldir munu minnast yðar sem vísindamanns, eins
getum vér með sönnu sagt yður, að allir af hinum yngri
menntamönnum íslands munu jafnan minnast yðar með hlýj-
um þakklætishug frá skólavoru sinni.
Hæstvirti herra!
Vér óskum yður og öllum yðar langra og færsællegra líf-
daga, og að þér enn þá lengi megið vinna fósturjörðu vorri
gagn og sóma, eins og þér hafið gert hingað til.
Kaupmannahöfn í september 1879.
Virðingarfyllst:
Guðmundur forláksson, pórhallur Bjarnason,
stud. mag. guðfræðingur.
Jón |>órarinsson, Gestur Pálsson, Friðrik Petersen,
stud. theol. stud. theol. stud. theol.
Guðlaugur Guðinundsson, Halldór Daníelsson,
lögfræðingsefni. stud. juris.
Páll Briem, Ólafur Halldórsson, Geir Tómasson Zoega,
stud. jur. stud. juris. stud. philol.
Jóhannes Davíð Ólafsson, porvaldur Thoroddsen,
stud. jur. stud. hist. nat.
Sigurður J>órðarson. Niels M. Lambertsen,
stud. jur. stud jur.
Sigurður Ólafsson, Jón Jensson, Skúli Thoroddsen,
lögnemi. stud. juris. stud. jur.
Ólafur Pinsen, Bertel E. Ó. f>orleifsson, Björn Jensson,
stud. med. stud. med. & chir. stud. polyt.
— Laugardaginn h. 18. p. m. verður við opinbert
uppboð, er haldið verður í „Doktorshúsinu“ hér í bæn-
um eptir- beiðni hlutaðeiganda seld ýmisleg góð og
eiguleg húsáliöld svo og mikið af skósmiðsverkfærum o. fl.
tilheyrandi skósmið Friðfinni Árnasyni.
Uppboðið byrjar kl. 11 f. m. Skilmálar birtast á
uppboðsstaðnum.
Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík 10. október 1879.
E. Th. Jonassen.
— Fyrir rúmri viku síðan var hingað á skrifstofuna
úr fjárrekstri, sem kom hér til bæjarins, skilað hvítum
sauð 2 vetra er farið hafði einhvernstaðar á leiðinni
innan við reksturinn. Mark á sauð pessum var, tvístýft
framan hægra, biti aptan, stúfhamrað vinstra; brenni-
merktur á báðum hornum G. E., hornskelltur og snæri
um hornin. Réttur eigandi má vitja andvirðisins fyrir
sanð penna liér á skrifstofuna að frádregnum kostnaði.
Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík 10. október 1879.
E. Th. Jonassen.
Auk flestra ísfenzkra bóka og fleira, j)á hef
eg til s Ö1II af ýmsum smávarningi, er helzt má telja:
margskonar pappír og bókbandsefni, lím, gullstáss, hnífa-
pör, matskeiðar og teskeiðar, steinolíu, blek og penna.
pess utan panta eg ýmsar vörur frá útlöndum, fyrir
menn sem óska pess.
Reykjavík, 13. október 1879.
Einar pórðarson.
Oígjr* Hér með kunngjörist, að eg hefi fengið með
síðasta póstskipi allskonar góð vín frá hinu bezta
vínsöluhúsi í Kaupmannahöfn. Eptir gæðum og áreið-l
anleik eru vín þessi mjög ódýr. J>ar eð vínin erul
seld fyrir aðra, fást pau ekki nema fyrir peninga út íl
hönd. Simon Johnsen.
— Hjá undirskrifuðum er enn til sölu móti pening-l
um út í hönd hið ágæta eystrasalts-korn 200 pd. [
á 14 kr. Menn ættu að nota petta staka kornverð,!
sem allra fyrst. pr. M. Smith.
12. október 1879. J. 0. V. Jónsson.
— Hér með bönnum við og fyi’irbjóðum öllum að
beita hrossum í lönd ábýlisjarða okkarra bæði sumar og
vetur án okkars leyfis, og gildir petta eins um hross pau
sem kynni að vera fengin hagaganga að nafninu ann-
arsstaðar.
Ef pessu banni, mót von okkarri, ekki verður
ldýtt, munum við leita verndar laganna.
lílafastöðum og Katarnesi 4. október 1879.
Narfi jxirsteinsson. Guðlaugur M. Jónsson,
— 9. p. m. töpuðust fyrir ofan Reykjavík úr rekstri
2 ær 3 vetra, geldar, mark: sýlt h. og biti apt., sneið-
rifað fr. v., en á annari sneitt fr. h. og boðbíldur fr. v.
Hvar sem ær pessar finnast, er beðið að koma
peim til herra Halldórs í jpormóðsdal eða eigandans
Eyólfs Magnússonar' á Snorrastöðum.
— Tapast hefir á næstliðnu vori gráskjóttur foli tvæ-
vetur, ógeltur, vakur, merktur heilrifað hægra og fjóður
aptan vinstra. Finnandi er beðinn að koma folanum
eða vísbendingn um fundinn, mót borgun, að Ilítarnesi
á Mýrnm.
— Aðfaranóttina 28. fyrra mánaðar hvarf hér af
túni leirljós hestur með hvíta blesu framan í, mark tví-
rifað í sneitt framan hægra, aljárnaður með sexboruðum
dragstöppu-skeifum. j>eir sem kunna að hitta hest
pennan eru vinsamlega beðnir að gjöra mér vísbend-
ingu pað fyrsta.
Hvassahrauni 3. október 1879.
Einar p>orláksson.
— 26. ágúst p. á. tapaðist kopar-ístað á veiginum
frá Reiðskarði og niður fyrir Eústaði og er finnandi
beðinn að skila pví að Gröf í Mosfellssveit, eða til Jóns
Bjarnasonar að Stritlu í Biskupstungum.
— Eg uridirskrifaður liefi fundið sjórekinn hatt og
má réttur eigandi vitja hans til mín.
Tjarnarliúsum 7. október 1879.
Guðmundur Árnason.
— Nýupptekið fjármark: Heilrifað hægra og hálftaf
aptan vinstra.. Ef nokkur á sammerkt, er liann umbeð-
inn að gefa sig fram,
Elinórus Stefánsson á Kalmannstjörn.
— Fundist hefir tinað eða silfrað knéband, má eig-
andi vitja pess á skrifstofu J>jóðólfs. Bandið fannst
norður á Árnarvatnsheiði.
(t£/|f" peir sem hafa 1 á n a ð hjá mér 29.—30. árgang
pjóðólfs (í bandi). Flors Dansk Læsebog, og bók
Dr. Rosenbergs: Nordboernes Aandsliv — vildu
segja mér sem fyrst til.
Matth. Jochumsson.
Afgreiðslustofa pjóðólfs: í Gunnlaugsens húsi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Jochumsson.
Prentaður í prentsmiðju Einars pórðarsonar.