Þjóðólfur - 10.01.1880, Page 4
12
í þau vandræði, sem saga undanfarinna alda allt of opt get-
ur um. Reykjavík 31: desbr. 1879.
Jón Jómson.
— Yilji höfundur hinna persönulegu spurninga til vor í
31. og 32. nr. <• ísafoldar» f. á. fá hjá oss tilhlyðilegt svar
fyrir sinn eigin munn, þá verður hann að sýna það lítiilæti
að skreppa snöggvast inn á skrifstofu þjóðólfs. Að vísu hefir
ritstjórinn enga korapu, sem svo göfugura gesti hæfði — líka
þeirri t. a. m. sem sagt er að til hafi verið á Bessastöðum í
tíð eins gamals hríshaldara og höfuðsmanns; en svar getur hann
þó fengið afdráttarlaust. Annars mætti reyna, að gefa hinum
nafnlausa ritstjóra spurning móti spurning til að leysa úr
fyrir lesendum sínum, og það án þess að fylla almenning á
persónulegum dylgjum og þvættingsrógi. En meðan ekkert
liggur á og vér þykjumst enn standa jafnréttur, viljum vér
heldur þola en þreyta þrælatökin. Hinn heiöraði nafnlausi er
nú auðsjáanlega farinn að taka til síns fyrirheitna «stóra stíls»
og^hefir trúlega notað hátíð sér til heilla og kastað tólfum
sínum og tromfum1. Vér höfum nú ekki mikið að hreykja
oss af, og höldum enn áfram að nota vort litla letur. J>ó er
eins og oss minni, að vjer eigum til ofurlega-Iítið stærri stíl
ef enn þarf á að halda.
t VIGDÍS PÁLSDOTTIR.
(1826- -1879).
Valkvendi var hún, Döpur finnst dagsbirta,
það votta margir, dimmt fyrir angum
heilir og hrumir, hjúum og holl vinum,
er hana þekktu, horfiö er þeim,
dáðrekki, drenglyndi, Ijós það, er lengi
og dagfarsblíða, lífs á stigum
leiða ljós rök að lýsti, leiðbeindi,
lofstír hennar. lifgaði, vermdi.
Ekki er of mælt Bíður seint bætur.
þótt ítar telji bölþrunginn ekkill,
hana með mætustu er blíðri beðju
merkiskonum, á bak mátti sjá;
sambuðu greind góð nötra náfölir
og gáfur farsælar, niðjar af harmi,
hreinlyndi, hugpiýði skjálfa skyldmenni,
og hjartagæzku. þvi skerðist gleði.
Ei er léttara líf en hel,
flytjumst vér loks að friðarströndum,
fögnuður geymist hólpnum öndum,
hvar allir sælir una vel.
G. T.
— pessum erfiljóbum vildum vér unna rúms í þjóðúlfi, sérstaklega
söbum pess, aS þau eru hin síðustu, er sira Guðm. sál. Torfason kvað,
áttræður að aldri._______________________________________
1) Sé meining hins nafnlausa, að segja lesendum sínum að vér höf-
um tekið mútur af kaupmönnum, skorum vér á hann að gjöra annað
hvort, sanna sökina eða piggja pað nafn, sem honum ella ber að lögum.
Og þar kom bréfið frá Englandi! — bréfið sem hinn ónefndi hótaði oss
í hitt eð fyrra aö prenta, ef vér skyldum dirfast aö framfylgja einhverju
máli á móti honum — bréfið, sem vér höfðum skrifað sem prívatbréf,
en hinn enski vinur vor prentað af ógáti f blaði sínu. Af ógáti
segjum vér, og pað sögðum vér hinum nafnlausa, sem manni með
æru. Að Öðrn leyti steudur oss mjög á sama með bréf þettahéðan af,
því hæði hafa hinir helztu menn hér, sem hin tilfærðu orð beinast að,
pegar fyrir iöngu heyrt efni þoss, að oss er sagt, hjá hinum ónefnda
sjálfum, og í annan stað munum vér ekki eptir neiuu í því, sem sé
meiðandi fyrir nokkurn mann. En nafnlausi ritstjórinn tilfærir rangt;
í bréfinu stendur: „sumpart sökum óþæginda hússins, og sumpart sök-
um“, o. s. frv. En, eins og áður er sagt, svörum vér ekki spurningum
ritstjórans nema undir fjögur augu. Um kaupskap vorn og Englend-
inganna (ef nokkur væri) varðar hvorki hann né lesendur hans. En það,
sem almenning varðar um, pað er, hvað vér höfum kent, og því skal
svarað skjótt: vér höfum kent „trúna“ eins og vér þorðum helzt að á-
byrgjast — ekki fyrir enskum trúarflokkum, heldur fyrir þcim, sem bæði
ritstjóri pjóðólfs og hinn nafnlausi eiga innan fárra ára að lúka reikn-
ing. Trú sína og sannfæring selja ekki nema slæmir menn og — gamal-
dags gjörninga-doktorar, eins og t. a. m. Jóhann sálugi Faust, sem
gjörði kontraktinn við djöfulinn. par sem hinn nafnlausi nefnir í óvirð-
ingarskyni hinn ameríkanska guðsmann og spcking W. E. Channing, þá
verður oss hendi næst að hrópa með Jóni gamla porlákssyni: „Hvað
vilt þú ta.Ia um Tullíns kvæði?“--------
Wýr'bsejíirfnlltrí'si. 5, þ. mán. var nýr fulltrúi kos-
inn í bæjarstjórn Reykjavíkur, af flokki meiri gjaldenda, í stað
M. Stephensens yfirdómara, sem átti að fara frá og hafði af-
þakkað endurkosningu. Kosningu hlaut 11. Kr. FriHrihsson,
yfirkennari, með 27 atkv. Næstur honum hlaut Geir Zoega,
Dbrm. 23 atkv. 51 af 109 kjósendum sóttu fundinn.
— LEIÐRÉTTING í f. nr. Jón landritari sagði ekki að
laun sín væru 2000 kr. heldur 2200 kr.
— Einhver hin mezta umhleypings- og illviðratíð hefir
gengið öll umliðin Jól, stundum með þrumuveðrum; einkum
gengu stórkostlegar þruraur laugardagin milli Jóla og nýárs,
og annað skömmu fyrir Jólin; í því þrumuveðri, er mælt að
maður einn í Iíeflavík hafi fengið bana, en annar skaddast.
þegar seinast gaf að róa, varð enn vel fiskivart.
— Með síðasta póstskipi var þess getið í vmsum prívatbréf-
um frá Khöfn, að í ráði væri. að skip yfði sent hingað í þess-
um mánuði með póst. því miður er engin vissa um þetta.
A U, G L f S í RT &; a\R^ '
— Samkvæmt opnu brjefi 4. Janúar 1801 innkallast hér-
með allir þeir er til skulda telja í dánarbúi pVestaskólakénnara
Hantiesar Árnasonar, er dó 1. þ. m. til þe|s innan 6 mán-
aða frá birtingu þessarar auglýsingar, að I«)ma fram með og
sanna skuldakröfur sínar fyrir mér, sem ej^^Knunglegu leif-
isbréfi hefi búið til meðferðar sem exekútor tesiamenti
Reykjavík 20. desember 1879.
Á. Thorsteinson,
landfógeti.
NB. í fyrra nj^hafði misprentast ártalið, 2879 fyrir 1879. Ritst.
— Thorvaldsens-félagið hefir í áformi, að halda ókeypis
sunnudagaskólaifyrir kvennfólk frá 1. febr. næstk. Kennslu-
greinir verða: sl®ipt, reikningur, réttritun, og enn fromurdanska,
ef einhver óskaÉ þess, sömuleiðis léreptssaumur, krosssaumur
og hekling. ^
Kennslustundir verði frá kl. 4—7 e. m. hvern sunnudag.
Stúlknr yngri en 14 vetra fá eigi inngöngu, og eigi fleíri en
24 fyrst um siun.
fær, sem vilja sæta þessu hoði, geta snúið sjer til ein-
hverrar af okkur undirskrifuðum fyrir 25. þ. mán.
Reykjavík, 8. janúar 1880.
Ásta Uatlgrímsson. FAina Sveimaon. Sigriður Jónassen.
Pórunn Jónassen. Póra Pjetursdóttir.
— þ. 29. þ. m. var hingað til mín fluttur ungur hestur,
mjög magur rauðkúfóttur, mark illagjörð standfjöður fram. h.
blaðstýft aptan biti fram. v., hver sem á hann, má sem fyrst
vitja hans til mín og borga áfallinn kostnað ella verður hann
seldur. Garðahreppi, 30. desember 1879.
Magnús fírynjólfsson.
— Á næstliðnu hausti var mer dregið hvítt fráfæringslamb
með mínu marki, sem eg átti ekki og getur eigandinn að
lambinu komið og samið við mig um eignarréttinn og markið
Ánaabakka 13. desember 1879. Steindór Jónsson.
■— Lýsing á óskilakindum, sem seldar voru í Borgarbrep
haustið 1879. 1. Hvit ær, sneitt fr. h. biti undir, sneitt fr
biti undir fjöð. apt. v. 2. Hvítt lamb, tvístýft apt. h., sýlt
biti fr. v. 3. Hvítur sauður voturgamall, sneitt apt. h., heil ?
rifað v. 4. Hvít ær með hvítu lirútlambi með sama mark’
tvístýft fr., fjöð. apt. h., tvístýft apt. v. 5. Hvít gimbur vet
urgömul, stúfrifað gagnbitað h., stúfrifað gagnbitað v. 6. Hvít-
kollótt ær, sýlt fjöð. fr. hnífsbragð apt. h. ellegar ben eptir
ídrátt, tvístýft fr., biti apt. v. f eir sem geta sannað eignarrétt
sinn á kindum þessum, geta fengið andvirði þeirra ef þeir
gefa sig fram fyrir næstkomandi fardaga, og ef þeir borga
þessa auglýsingu og áfallinn kostnað.
Galtarholti 13. desember 1879. J. Jómson, hreppstjóri.
— Nú eru alþingistíðindin alprentuð, stærð þeirra er 20
hepti, með hinum prentuðu kápum eru þau 209 'U arkir.
Afgreiðslustofa J>jóðólfs: í Gunnlaugsens liúsi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Jochumsson.
Prentaður í prentsmiðju Einars þórðarsonar.
/