Þjóðólfur - 12.08.1880, Page 2
82
indamaður, og teljum hann frjáhlyndi og jafnvel háfleygi í
skoðun auðfræðislegra hluta. Fáir íslendingar hafa nokkurn-
tíma á æfi sinni heyrt svo hágöfuglega farið með hinn «rang-
láta mommon», — já, heyrt hann bókstaflega gjörðan «að
vini» siðgæðis og sanns kristindóms. Vér biðjum landa vora
að athuga vel röksemdir höf. um og heimfærslu til lands-
verzlunar- og búskapar-hátta hjá oss; margt af því er ærið
viturlega mælt, þegar slíkt er frá almennu og vísindalegu
sjónarmiði skoðað, en annað sumt eru nýjar eða þá hálfnýjar
kenningar — (sósíalismi höfum vér hvergi fundið í bókinni) —
sem ýmsum mun þykja liggja langt fyrir utan vorn venjulega
hugsunarhring, t. d. sumt í kafl. um mannrett og frelsi. En
þótt svo kunni að vera, er fróðlegt að lesa og heyra dálítið af
þesskonar, einkum þar sem það er bundið og valdað af vís-
indalegum grundvelli og lögum, enda má þá ekki slíta neitt
úr þess fasta sambandi til að nota sem skens og skotvopn
sundurlausra þanka. Höf. leggur takmörk auðfræði sinnar inn
á túnjaðar trúar- og siðgæðis og þeirra fræðigreina, og mun
þar mörgum þykja ekki síður skrítinn en skemtilega snjall,
t. d. bls. 87—88. Svo Jítur út, sem auðfræðingum sé ekki
mjög vel til lögfræðismanna né þeirra kenninga sumra og
stofnana, sízt hinna fornu að erfðurn fengnu frá yfirgangsöld-
um, og hið sama kemur fram í ríkum mæli hjá höf. þar sem
hann er andstæður lögum þessa lands, löggjöfum, lögstjórnum
og landsvenjum; sumt er hann þar segir, kann að þykja íburðar-
mikið, en flest eða allt miðar þó til hins sama eins og gjör-
Vallt þetta merka rit, þess, að manna upp hugsun, skiluing,
manndáð og rænu þjóðarinnar. J>arf og það að vera eitt að-
alaugnamið allra alþýðu-fræðibóka. f>eim tiJgangi mundi og
fáum hafa getað tekizt betur að ná með almennri auðfræði
en höfundinum.
— Agrip af sögu íslamls, eptir séra þorkel Bjarnason.
Loksins er þá búið fyrst um sinn og í fyrsta sinni að bæta
úr hinni brýnustu þörf þjóðar vorrar hvað ágrip af sögu lands-
ins snertir. Vér tökum undir hinn stranga dóm ísafoldar að
því leyti, að oss þykir ágrip þetta þurfa umbóta við, en ekld
að því leyti, sem höfundinum er þar nálega eintóm vanþökk
goldin. Og þó vér undirskifum sum aðfinningar-atriði þess
blaðs og ráðum höfundinum eða hverjum, sem endurbætir eða
endursemur þetta ágrip, að taka þau vel til yfirvegunar, þá
ráðum vér almenningi skýlaust til að eignast bæklinginn og
kynna sér hann sem bezt. Málið er Ijóst, og liprara víða en á
Siðbótarsögunni, og framsetning og meðferð efnisins hvorki ó-
heppileg né ógreinileg, eða með öðrum orðum: yfirlitið (frá
sjónarmiði höf.) er glöggt, einfalt og ljóst. J>essi kostur er
aðalkostur á hverri sögu, og að fá eitthvert glöggt ágrips-
yfirlit yfir æflferil vorrar þjóðar, var einmitt það, sem mest lá
á að fá. Höf. sjálfur ætlast ekki til að ágrip þetta sé skoðað
öðru vísi en tilraun, enda gat það trauðlega orðið meira
eptir því sem ástendur bæði högum og tíma höf. og ekki síð-
ur hinu dreifða, mikla og að mestu óundirbúna efni. £egar
þessa alls er gætt, á séra forkell þökk skilið fyrir þarft verk.
Ófullkoranastur þykir oss fornaldar kaflinn, 1. og 2. tímabilið,
enda miklu styttri að tiltölu en nokkrir hinna. í sögu vorrar
aldar vantar og svo að segja höfuð og herðar, en það er Jón
SigurSsson. Án þess að miða sem mest við hin einstöku mikil-
menni og lýsa þeim nokkuð gjörr, er ómögulegt að einkenna
einstök tímabil eða gefa þeim líf og litu. Aptur þykir oss flest
eða öll hin tíraabilin viðunanlega vel samin og framsett. í
síðasta kaflanum er það skakt tilfært, að Sigurður málari
hafi stofnað forngripa-safnið. J>að gjörði séra Helgi Sigurðs-
son á Melum. Ágripið, 136 bls. í 8 blb., er vel prentað, á
kostnað ísafoldarprentsmiðju.
— Frá sömu smiðju er nýkomin Skýrsla um hinn lærða
skóla í Rvík 1879—80. Fylgir henni Supplement til is-
landske Ordböger, 2. Samling: «borða—fullfo*ra». Eptir
Dr. Jón J>orkelsson.
Slcólaárið, sem leið, var tala pilta 106. Af þeim útskrif-
uðust 9 í sumar og 1 sagði sig úr skóla. Aptur voru 19
teknir inn. Tala pilta var því við lok júnímán. 115. Eins
og kunnugt er, varð töluverð breyting á gæzlu skólans í
fyrra, samkvæmt undirlagi alþingis og að ráði stjórnarinnar.
í>annig var umsjónarembættið við skólann Iagt niður og ept-
irlitinu skipt í milli H. Kr. Friðrikssonar yfirkennara og Bjarnar
kennnara Ólsens. Reikningsfærslan var falin landfógetanum.
Enn má geta þess, að hið eldra bókasafn og lestrarfélag pilta,
sem komin var mikil deyfð yfir, er nú endurreist, mest fyrir
framkvæmd og gjafir prófessors W. Fiske frá íþöku, enda
kallast hið nýja félag «íþaka».
— í prentsmiðju E. fórðarsonar er nýprentuð: Lítil rit-
gjörð um nytsemi nokkurra íslenzkra jurta eptir Jón Jóns-
son garðyrkjumann. Ritlingur þessi er að vísu ófullkominn,
einkum að formi, — jurtirnar taldar óreglulega, útliti þeirra
ekki lýst, heldur að eins taldar upp dyggðir þeirra og einfald-
asta notkun — þó mun hann vera áreiðanlegur það sem hann
nær og byggður á reynslu höf. og á eldri íslenzkum grasa-
kverum (0. Hjaltalíns, B. Halldórssonar, Al. Bjarnasonar og
handriti Sv. Pálssonar).
—- The younger Edda, by Rasmus R. Anderson, (prófessor
í Wisconsin). Chicago 1880. í>að er hin fyrsta þýðing Snorra
Eddu á enska tungu, sem nokkuð kveður að, (tvær eldri, önnur
eptir Dr. Dasent, 1842, voru brot, enda útseldar fyrirlöngu). Bók-
in er skrautlega prentuð og útgefin. Efnið er: Formáli Snorra,
Gylfa gynning, Bragamál og kaflar úr skáldskaparmálum. |>á
koma nótur höf., margfróður kafli með skýringum og yfirliti
vorrar fornu goðafræði. Eins og eðlilegt er, hefir hinn gáf-
aði og duglegi prófessor ekki þýtt háttalykil né hinar torveldu
dróttkvæðu vísur og kvæðabrot Eddu, að öðru leyti virðist. oss
þýðing hans bæði klassisk og fjörug. Próf. Anderson heldur
með miklu kappi fram norrænum fornfræðum í Ameríku, og
hefir unnið afar-mikið verk í þá stefnu á stuttum tíma.
Latínu-dýrkunina hatast hann við að sama skapi, og segist
hafa breytt viðkvæði Catós gamla og gjört það að sínu, svo
hljóðandi: «Praeterea censeo Romam es*e delendam !
Bókstafurinn deyðir.
Hinn nafntogaði prédikari ensku kirkjjinnnar Canon
(dómherra) Farrar hélt nýlega fyrirlestur í Lundúnum um
rangan biflíulestur og brýnir þar skorinort fyrir löndum sínum
(hinni mestu biflíuþjóð heimsins) þá aðvörun, að forðast á-
trúnað bókstafsins, er hann kallar aðalrót allrar vantrúar nú á
tímum og móður mestu meina, böls og hneykslana á umliðn-
um öldum. Hann kennir bókstafstrúnni um upphaf páfaveld-
isins (orð Krists: «þú ert Pétur» o. s. frv.) svo og flestra of-
sókna, glæpa og ódáða hinnar fornu rómversku kirkju; í annan
stað telur hann bókstaf hinna helgu bóka hafa valdið flestum
villum, ofsa og stríði gagnvart öllu mannviti og vísindum og
sértaklega gegn flestum þjóðlegum fróðleik. «Á bókstaf biflí-
unnar var bygt lögmæti brennudómanna miklu, eins galdra-
brennurnar, eins þrælasalan — þetta þrefalda djöfulæði krist-
inna þjóða.» — «Á bókstaf bifiíunnar byggðu konungarnir
lánstitil sinn: «af guðsnáð», og þjófsvöld þau er sviptu þjóð-
irnar öllu náttúrufrelsi, og fyrir trú á bókstafinn beygði hinn
blindaði lýður háls sinn undir hið tvöfalda ok konungs og
kirkju. Með Bókstaf biflíunnar játuðu þegar háðfuglar mið-
aldanna að fjandinn gæti sannað að svart værí hvítt, enda
eru þeir ótal margir enn í dag, sem bjóðast til að gjöra hið
sama. Samkvæmt Kalvín sanna hans lærisveinar enn daglega
með bókstafnum, að allur þorri mannkynsins sé á leið til ei-
lífra kvala, þar á meðal öll börn, sem deyja óskírð. Trauðla
finnst (segir Farrar) nokkur ný kenning nokkurs flokks, trauðla
nokkur ójafnaður konungs eða klerks, trauðla nokkur villa í
félagsfræði og vísindum, sem ekki hefir skýrskotað til rang-
færðra texta. Hver einasta bálför og brenna fyrir skoðun eða
trú, hvert einasta fangelsi, hver einasta ofsókn, hvert einasta
logið brennimark fyrir vantrú, hver einasti rógur guðfræðilegs
haturs, hver einasta tilraun til að æsa upp trúarofsa alþýðu-
múgsins, hver einasta viðleitni til að niðurlægja ritninguna í
þrætublett milli trúarflokka og sníða úr henni eiturskeyti handa
bræðrum í guðs kristni til að berast á banaspjót — allt eru
þetta eins mörg dæmi til þess að skerpa hjá oss þá of van-
ræktu viðvörun að bókstafurinn deyðir, allt þetta eru eins
mörg dæmi til að varast að fylgja blindandi fjölda guðfræð-
inganna — því ófróðari fjölda sem hann þykir vita meira, og