Þjóðólfur - 26.08.1880, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 26.08.1880, Blaðsíða 2
86 nál. heils árs ríkistekjur. Enn helzt íiokkadráttur Dana í stjdrnarmálum og engar sættir sýnilegar í nánd, mun því mest valda hinn afgamli mikli mismunur í mentun og hugs- un, sem drottnar milli bænda og borgalýðs í landinu. Hvar er og eigi hinn sami mismunur hin mikla undirrót alls mis- þroska og sundurlyndis í öllum allsherjarmálum ? fetta rík- isþing Dana stóð í 10 mánuði, lengst allra þinga eða 5 sinnum lengra en grundvallarlögin gjöra ráð fyrir. Fyrir fám árum kostaði þing Dana tæp 200 þús. kr. (nál. 1000 kr. á hvern þingmann) en nú nál. 800 þús. Önnur helztu lög frá þinginu eru víxlbréfalög, samin í félagi við önnur norðurlönd; skulu nú sömu lög gilda í þeim efnum um öll þau lönd, og er það lík réttarbót sem sömu peninga- og póstgreiðslulög; þá er og giptum konum veitt fyllra fjárforræði með lögum. Georg Grikkjakonungur heimsótti foreldra sína á dögunum með Olgu drottningu sinni, hefir hann verið að heimsækja stórveldin, einkum hið enska í sumar, til þess að treysta á liðveizlu móti Tyrkjanum. Svíakonungur og hans börn hafa og sem fyrri brugðið sér yfir sundið í kynnisferð; hafa fáir konungar verið víðar eða betur mægðum bundnir en vor konungur er, enda þótt hin stjórnlega þýðing mægða sé mun minni nú en á einveidanna tíð átti sér stað. í Stokkhólmi var í f. m. hald- inn náttúrufræðingafundur mikill. Hann var haldinn í ridd- arahöllinni og stóð í viku; mættu þar flestir vísindaskörungar á norðurlöndum, t. d. Mohn frá Noregi og Sven Lovén frá Sví- þjóð. J>ar voru tveir landar vorir: forvaldur Thoroddsen og Edvald læknir Johnsen. Lýsir í>orv. þeim fundi í ísafold, og munum vér, ef oss sýndist, geta hans betur síðar. Tyrkja- soldán vill ekkiláta að orðum stórveldanna og skila Grikkjum héruðum þeim, sem Berlínarfundurinn í sumar gerði honum að láta, megnið af J>essalíu, borgina Janínu í Epíros o. fi. með nál. */s milj. íbúa. Síðan Gladstone tók við utanríkis- stjórn Euglands hafa vandræði stórum aukist bæði í Evrópu og í Afganaríki. |>ar höfðu þeir rekið Jakub jarl (khan) frá völdum og sett f'rænda hans Abdurrhaman í hans stað. Gladstone trúir Bússum, en það er þó marg sannað að þeir valda mestu bölvi og svikum þar eystra. Englendingar áttu þar og eiga enn vígbúið lið undir yfirstjórn Stewarts hers- höfðingja, tjáist hann minniháttar maður en Roberts var. Abdurrhaman er að vísu talinn trúr enn þá sem komið er, en frændi hans Ajub jarl í Ilerat hefir nú gert uppreist mikla og vann hann mikinn sigur seint í f. mán. á Burrows general Englendinga; hafði hann 12000 manna en hinn 4000; drápu Afganar nál. helming liðsins og Ttf þeim 4—500 enska menn. Nú var verið að senda austur nýjan her en sumt lið kemur frá Indlandi. Má búast við stórófriði út af þessu. Sjá nú Englendingar loks til fulls að samningar stoða aldrei við bar- baraþjóðir, heldur eintómur ótti og ofurefli. Eigi er ólíklegt að pólítík Gladstones leiði líka til ófriðar í austur-Evrópu áður en þetta sumar er á enda. Gladstone lá veikur, en er á batavegi; hefir enn framkomið, það sem lengi hefir verið sagt, að inn- anlandsstjórnari sé hann hinn mesti, en við utanríkismál (diplómatíkina)dugihann ekki; þar stoða bezt krókar og kænsku- brögð, en Glaðstone fylgir beinum mannúðarreglum og ráðum en er um leið hinn mesti ofsi og ofurhugi, er í hann hleypur, enda segja flest blöð, að nú sé hans skapi næst, aðláta hönd- ur skipta og það miklu duglegar en formaður hans og fjandi, Beaconsfield, nokkru sinni réð til, og er þá hans gamli friðar- andi frá honum vikinn. En vera má að dagsverk þessa mik- ilmennis sé fyr á enda en varir. 14. f. m. var þjóðhátíð haldin í París í minningu stjórnarbyltingarinnar, er hófst þann dag fyrir 100 árum, er Parísarfólk braut ríkisfangelsið (Bastille). Fyrir skörungsskap Gambettu gáfu Frakkar þann dag upp sakir tlestum útlögum sínum úr Kommúnista-uppreistinni. Höfuð- maður þeirra er Rochefort, hinn mikli ofsamaður; er hann nú tekinn að hamast í broddi frekjumanna ríkisins. Um dýrðir þessarar hátíðar segist blöðunum mikið, þykir og hagur lýðveld- isins standa með ótrúlega miklum blóma, einkum er herinn orðinn glæsilegur. Jesúítar eru flæmdirúr landi, en allir trú- arflokkar, sem leyta vilja verndar ríkisins, fá jafnrétti. Frá {>ýzkalandi eru engin stórtíðindi að segja; af sósíalistum þar og níhílistum á Rússlandi fara nálega engar sögur í sumar. Deila Norðmanna í stórþinginu gegn stjórninni út af setu ríkisráðanna (ráðherranna) á þingi, lyktaði fyrir skömmu svo, að þingið gjörðl það að lögum, að þeir eigi þar' sæti, þvert ofan í ítrekað veto eða neitan konungs. Hvað stjórnin nú gjörir vita menn ekki, en Oskar konungur þykir þungur fyrir. Skáldið Björnstjerne fer nú um landið og vantar lítið á að hann prédiki mönnum hreint og bent, að aftaka konungsvald yfirNoregi og stofna þjóðveldi, en að svo stöddu kemurþaðiyrir ekki, því meir en helmingur Norðmanna er afar-konunghollur. í Bandaríkjunum standa til forsetakostningar í haust; hafa báðir stjórnflokkar, Repúblikanar (þjóðvaldsm) og Dernó- kratar (lýðstjórnarmenn) valið sitt íorsetaefni; hinir fyrnefndu þingmann frá Ohio, er Garfield heitir (hann var fyrst dag- launamaður, bláfátækur, en er nú einhver hinn mesti og bezti skörungur í Ameríku); hinna forsetaefni heitir Hancock og er hershöfðingi og ágætur maður. — Ágxúp mitt af íslands sögu hefir, nýskroppið úr prent- smiðju ísafoldar, í ísafold sjálfri (VII 19. 30. júlí 1880) feng- ið skjótan og sjálfsagt löngu áður feldan dóm hjá millibils- ritstjóranum. fykir honum bæklingurinn að engu nýtur (þó telur hann ekkert rangt, sem í honnm er) af því að sumt vanti en sumt sé of stutt og lauslega rakið. Millibilsritstjór- inn virðist annaðhvort ekki muna eða ekki vilja muna að bæklingur þessi e r og á 11 i að vera að eim stutt ágrip, sem eg ætla varla unt, að troða í öllum þeim ósköpum, sem hon- um þykir þar vanta. í svona stuttu ágripi er ekki hægt að skýra frá öllu, og það verður að fara fljótt yfir hvað eina, eigi að koma við margt, og lítinn kost mundu flestir, sem vít hafa á, telja þótt eg hefði talið upp lögmenn, hirðstjóra, bysk- upa og amtmenn, og lítil skemtun mundi það hafa verið fyrir unglinga að læra slíkar þulur. Eg vildi nú heldur drepa á sem flest, en láta ágripið allt vera frásögn um nokkur sér- stök atriði, eins og mér virðist millibilsritstjórinn vilja. Að eg sleppti séra Jóni í Hítardal, kom til af því, að mér þótti hann ekki eins merkur vísindamaður eins og þeir, sem taldir eru, en ekki hægt að telja alla; og varla mun neinn, nema ef vera skyldi millibilsritstjórinn, telja að hann eigi eins mik- inn þátt í kirkjusögunni eins og Finnur byskup sonur hans. I>að er annars bágt, að millibilsritstjórinn skuli ekki í öll þau ár, sem hann hefir legið hér í landi embættislaus á sinni vísinda-meltu, hafa sýnt í verki hvernig rituð verði saga lands- ins frá fyrstu byrjun til vorra tíma, að eins fáeinar arkir að stærð, sem fyrst og fremst tíni upp alla helztu embættismenn landsins og skýri síðan ýtarlega frá öllum merkustu atriðum sögunnar, svo sem yfirvaldaskipun, réttarástandi, verzlun, þýð- ingu lögþingis við Öxará, breytingu á verksviði þess, apturför og viðreisn landsins o. sv. frv. Að gjöra þetta, hefði sjálf- sagt verið eins þarft, eins og að fella ritdóm þann, sem eg vona að allir sjái er um þetta geta dæmt, að ekki er á rök- um byggður, en þeir sem til þekkja, vita af hvaða rótum er runninn. Vera kann að millibilsritstjórinn gæti kent sögu Islands eptir árbókunúm og annálum, sem honum virðist, að hver læs maður fái eins greinilega hugmynd af um æfiferil fósturjarð- arinnar. En betur yrði hann þá samt að vera að sér I sög- unni en maður sá er, sem ritað hefir æfisögu Jóns heitins Sigurðssonar í ísafold í vetur (VII 5. 6. marz 1880) og svo er fáfróður, að hann ekki veit, hvert fjártillag stjórnin bauð alþingi 1867, og dregur þar af þá skökku ályktun, að vér höfum að lokum fengið rífara tillag, en þá var boðið. Stjórnin bauð 42 þúsundir rd. um 12 ár 1865, en ekki 1867. £á lýsir millibilsritstjórinn furðu sinni yfir því, að nokk- ur fræðimaður skuli hafa álitið ágripið hæfilegt handa ung- lingum, sem ganga eiga mentaveginn. f>etta eiga þeir auð- sjáanlega Dr. Jón |>orkelsson og Páll Melsteð, sem hafa álitið ágripið hæfilegt fyrir kenslubók í íslands sögu í latínuskól- anum. Yfir þessar getsakir hefi eg engin orð. Að eins hlýt eg að aumkva millibilsritstjórann fyrir þetta, jafnframt og mér þykir það furðu gegua, að hann, maðurinn á grafarbakkanum, skuli vera svo innrættur, að undrast það, að aðrir eins heið- ursmenn og Dr. Jón forkelsson og Páll Melsteð fylgja sann- færingu sinni.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.