Þjóðólfur - 26.08.1880, Blaðsíða 4
88
er lærdómur lútersku kirkjunnar frábrugðinn kenn-
ingu beggja?
í siðfræði: Að gjöra grein fyrir því, hvort mannleg dyggð sé
eptir eðli sínu makleg launa, og hvernig þeim launum
sé varið, sem guð veitir henni?
Ræðutexti: Lúk. 13, 8—9.
Prestvígðir af biskupi íslands 13. s. d. e. Trt.
1. Árni þ>orsteinsson aðstoðarprestur síra Jóns Austmanns
að Saurbæ í Eyjafjarðarsvslu.
2. Einar Vigfússon til Hofs og Miklabæjar í Skagafjarðars.
3. Kjartan Einarsson til Húsavíkur í fúngeyjars.
4. Ólafur Ólafsson til Selvogsþinga.
5. Sigurður Jensson til Flateyjar á Breiðafirði.
t fann 14. júlí þ. á. andaðist að Miklaholti í Hnappa-
dalssýslu húsfrú (íuðríður Maguúsdóttir, kona séra Geirs
Bachmanns, eptir tæpa tuttugu tíma banalegu, á hennar 73.
aldurs ári, en hjónabands 45. ári Hún hafði verið sjónlaus
rúmt hálft 9. ár, og lifði því nær allan þann tíma við mikinn
hruma af mátt- og magnleysi, en einkum hennar síðasta æfi-
ár. Hún var mikil merkiskona í sinni stétt, elskuð og virt af
mörgura, vegna mannkosta hennar, og því harmdauð öllum
sem hana þektu rétt.
þakkarávör p.
í sumar vildi mér það slys til, að eg féll af baki og fór
úr liði á annari öxlinni; skeði það á leið rainni um neðra
skarðið á Hellisheiði, drógst eg þaðan með þjáningu og veik-
an mátt, þar til eg fann vegagjörðarmenn fyrir austan efra-
skarðið, varð eg þar fyrir þeim viðtektum hjá verkstjóranum
herra Eiríki Ásmundssyni, sem eg ekki þekkti, eins og eg
hefði verið bróðir hans. Hann hjúkraði mér, kyppti í liðinn
— og því þó með öllu óvanur — og veitti mér þar á ofan
hagfelldar góðgjörðir. petta vildi eg borga honum en hann
neitaði því þverlega.
þetta finn eg mér skyldugt að gjöra heyrum kunnugt,
þessum mér óþekkta velgjörðamanni mínum til verðskuldaðs
sóma, og öðrum til eptirbreytni við náunga sinn þegar lionum
liggur á. Syðri-Brú í Grímsnesi 4. júlí 1880.
Einar Bjarnason.
— Hér með vil jeg opinberlega votta mitt hjartanlegt þakk-
læti hinum kæru félagsbræðrum mínum og samsveitungum,
fyrst og fremst sóknarprestinum og öðrum helztu bændum
þessa hrepps, svo og ýmsum sæmdarmönnum, bæði vanda-
lausum mér og skyldum, í öðrum hreppum — fyrir ítrekaðar
fégjafir og aðra kærleiks aðstoð í bágindum mínum og mörgu
skepnumissum. Af því eg veit að engir þessara hjálparmanna
minna kæra sig um að sjá nafns síns getið á prenti í þessu
skyni — þakka eg þeim öllum nafnlaust í einu, en bið þann
Algóða að þekkja nöfn þeirra.
Hjallanesi í Landmannahrepp í júní 1880.
Björn Björnsson.
— Af því eg, sem nú er 22 ára að aldri, er fædd fótlama
og get eigi unnið fyrir lífi mínu með neinni þeirri vinnu er
ferlivistar krefur, en foreldrar mínir hafa verið svo fátækir, að
þeir eigi hingað til hafa getað keypt mér kennslu, gengust
þau herra dómkirkjuprestur séra HalJgrímur Sveinsson og frú
hans fyrir því, að útvega mér styrk hjá frúm þeim í Reykja-
vík, er standa fyrir félagssjóðnum til hjálpar fátækum stúlkum
og útveguðu þau mér síðan saumakennslu hjá jómfrú Andreu
Fr. Guðmundsdóttur. Læt eg því hér með í ljósi mitt inni-
legt hjartans þækklæti mitt og foreldra minna til ofannefnds
dómkirkjuprests, og allra þeirra, er í þessu efni auðsýndu mér
mannkærleika og veittu mér liðsinni.
Káravík á SeJjarnarnesi, 1. ágúst 1880.
Helga porkelsdóttir.
Jón Johnsen
sýslumaður í Suðurmúlasýslu
kuniigjiirir: að Jón kaupmaður Magnússon í Eskifirði hefir
látið í Ijósi þá ósk sína, að öðlast eignardóm á kaupstaðar-
grunni þeim, sem hann nú notar á Eskifirði, fyrir verzlun sína
þar, og að hann heflr sýnt konuuglegt leyfisbréf dagsett 29.
fyrra mánaðar með hverju honum er leyft, eptir venjulegan
undirbúning að geta fengið eignardóm á nefndum grunni.
J>ess vegna innstefnast hér með með árs og dags fresti
allir og sérhver, sem þykjast hafa löglegt tilkall til ofanskrif-
aðs kaupstaðargrunns eða lögleg mótmæli gegn því að nefnd-
um kaupmanni veitist á honum eignardómur, til þess að mæta
fyrir aukaértti Suðurmúlasýslu, sem haldinn verður á skrif-
stofu sýslunnar á Eskifirði laugardaginn þann 16. október
1881 um hádegi, til þess að hlýða réttarkröfu stefnanda, sjá
skjöl í rétt lögð og heyra stefnd og óstefnd vitni færð,
framsetja mótmæli sín og hlýða dómi allt eptir stefnandans
nákvæmari málsútlistun.
Lögdagur er afnuminn með tilskipun 3. júní 1796.
Til staðfestu undir minni hendi og embætttisinnsigli.
Skrifstofu Suðurmúlasýslu 30. júlí 1880.
Jón Johnsen.
(L S)
li tí) $ t @ C i $ §1
— Hér með innkallast samkvæmt opnu bréfi 4. jan. 1861,
með 6 mánaða fresti frá seinustu birtingu þossarar innköllun-
ar, allir þeir, sem telja til skuldar hjá félagsbúinu eptir for-
eldra mína, Ásmund prófast Jónsson, sem andaðist að Odda
18. marz næstl. og áðurlátna konu hans Guðrúnu forgríms-
dóttur, til innan greinds tíma að lýsa kröfum sínum og sanna
þær fyrir ísleifi presti Gíslasyni á Arnarbæli í Ölfusi, sem fyrir
mig og samarfa mína veitir slíkum skuldalýsingum og skil-
ríkjum viðtöku. Seinna lýstum skuldakröfum verður ekki sint
við skipti okkar samarfanna.
Odda 21. júlí 1880.
Puríður Ásmundssdóttir.
— Kosning á alþingismanni fyrir Reykjavíkur kaupstað fyrir
næstu 6 ár á að fara fram á þinghúsi bæjarins h. 1. sept-
ember næstkomandi kl. 12 m. d.
Skrifstofu bæjarfógetans f Reykjavík hinn 15. júií 1880.
E. Th. Jónassen.
— far eð ýmsir bæjarbúar eiga tamda fugla á tjörninni,
en það hefir komið fyrir að menn hafa skotið þá, þá er hér-
með með öllu bannað að skjóta fugla á tjörninni að viðlögðum
sektum ef brotið er á móti þessu banni.
Skrifstofu bæjarfógetans í Reykjavík 18/s.—80.
E. Th. Jónassen.
Camoens kom aptur 23. og tekur enn fulfan farm af hrossum.
Með henni komu: Jón Vidalin, sem fór til Skotlands með fyrri ferðinni,
svo og 7 ferðamenn. peir fara nú að fækka. Við hrennisteins-
námana í Krýsivílt hafa dvalið um tíma 2 auðmenn frá Lundúnum til
að skoða þær og með þeim Paterson hinn eldri, lögfræ ðingurinn. Er nú
mælt 'að nú loksins eigi að fara að leggja sporveg frá námunni og til
Hafnarfjarðar.
kosninrabfondir. peirra heyrist enn lítið getið, Jón landritarier
það eina þingmannsefni, sem ver vitum til að ferðast hafi ,,yfir fjöllin,
þau sjö“ í sumar til að vekja alla pólitiska kappa og kolbíti í sínu
gamla kjördæmí til undirbúningsfunda. Borgfiröingar hörnamegin Skarðs-
beiðar áttu og fund að Leirá í sumar; mættu þar 30 manna; kom þeim
að sögn saman um fyrir tillögur Hallgríms á Guðrúnarkoti að mæla til
pólitískrar vináttu við Dr. Grím Thomsen, og er mælt að hann hafi
jafnskjótt. veitt þeim náðarsamlega áheyrn. Engin fundarhöld í höfuð-
staðnum enn, enda eru heilir 5 dagar til stefnu þangað til kjósa skal!
'f í ííærkveldi kl. 5 andaðist hér í bænuin
etatsráð [>ÓRÐUK JÓNA.SSON,
fyrverandi háyfirdómari, eptir langvinnan ellilasleik,
80 ára gamall.
Afgreiðslustofa pjóðólfs: í Gunnlaugsens húsi. — Útgefandi og ábyrgðarinaður: Matthías Jochumsson.
Prentaður i prentsmiðju Einars pórðarsonar.