Þjóðólfur - 26.08.1880, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 26.08.1880, Blaðsíða 3
87 En nú kemur mergur málsins. Er millibilsritstjórinn svo vel að sér í sögu íslands að hann sé fullkomlega fær að dæma rétt í því efni? £>að hefði eg án efa haldið, ef hann hefði ekki ritað æfisögu Jóns byskups Árnasonar, sem birzt hefir í 1. hepti af Tímariti Bókmentafélagsins. Æfisögukornið er ein 7 blöð að stærð en hefir þó ekki svo fáar vitleysur inni að halda, og skal eg leyfa mér að taka þær helztu fram. 1. Eyvindur umboðshaldari fékk 2 konungsbréf 1736 og 40 fyrir því, að mega nota hvern prest sem hann vildi, en ekki dóm. 2. Jón byskup var settur í dómnefndina yfir Fuhrmann með kgsbréfi 8. febr. 1726 meðan forleifur prófastur Arason lifði en ekki að þorleifi önduðum, eins og stendur í æfisögunni. 3. í bréfabók Jóns byskups, sem til er á stiptsbókasafninu, eru mörg bréf frá byskupi til ráðsmannsins. fað er því ekki satt, sem millibilsritstjórinn segir, að biskup hafi engann ráðsmann haldið. 4. 1 líkprédikun eptir Jón byskup prentaðri á Hólum 1748 stendur svo um son byskups Árna, þá er búið er að skýra frá því, að hann hafi tekið góðum framförum í bókment- um utanlands og innan: «hann stúderaði 4 ár við Kaupmanna- hafnar Academie og öðlaðist til Examen Theologicum charac- terem laudabilem. fetta er nokkuð annað, en hrakyrðin sem millibilsritstjórinn hefir um Árna þenna. 5. íslenzkt fingrarím er prentað 1739 {ekki 1712) 6. Nuclens er prent- aður 1738, ekki 1728, það er án efa prentvilla hjá Finni, sem millibilsritstjórinn lætur sér að góðu verða, að tína upp) 7. þá slengir millibilsritstjórinn saman (og mun hafa tekið það eptir Finni) Donatus, sem prentaður var 1733; grammatíkinni {Epitome grammaticce Latinœ) prentaðri 1734, Og Glósnakver- inu (Lexidion Latino-Islandicum grammaticale) prentuðu 1734 Virðist svo, sem millibilsritst. ætli, að þetta hafi allt verið ein bók, því prentunarárið við allt saman hefir hann eitt nfl. 1734. 8. Arndts sannur Kristindómur var prentaður 1731 [ekki 1730 sem millibilsritst. hefir tekið eptir Finni; það er bágt, að hann getur ekki leiðrétt, þegar hann notar ann- ara verk). En meinlegasti gallinn á æfisögugreyinu sem sýnir, að millibilsrits. hefir ekki sem ljósasta hugmynd um, hvað ein- kennilegt er fyrir hvern tíma í sögunni, er það, að hann hefir algjörlega sleppt að segja frá Fræða-Gísla, svo ekki verður einu sinni séð, fyrir hvað hann var bannfærður — en aptur er heilt blað um ómerkilegt úttektarþras á Skálholti. Fræða- Gísli þessi vildi hvorki heyra Guðs orð né vera til altaris. Var klerkaséttin að stíma við það um 20—30 ár, að fá hann til að bæta ráð sitt. En þó hann væri aptur og aptur áminntur, dreginu upp á fingvöll fyrir sýnðdus, og að lokum bannfærð- ur, þá kom það fyrir ekki, þar til Jón biskup kærði hann fyr- ir konungi, sem hótaði honum útlegð, ef hann ekki bætt ráð sitt. J>á gekk hann til hlýðni. Greinileg frásögn um Fræða- Gísla og viðureign biskups og klerka við hann, átti sannar- lega heima í æfisögu Jóns biskups, og mundi ljóslega hafa sýnt þann mun, sem síðan er orðinn hér á landi á hugsunar- hætti manna og eptirgangsmunum um ldrkjurækni og altaris- göngu. í>á er enn eitt, sem að mínu áliti gjörir millibilsrits. lítt hæfan til, að dæma rétt um þá sögu, sem vill unna lands- mönnum þess sannmælis, að þeim sé að fara fram í andlegu og líkamlegu tilliti. fað er hans alþekta viðleitni í ísafold, að telja mönnum trú um, að landið sé á hnignunarvegi, og mundi þetta, ef því væri trúað, draga allan dug og framfara- löngun úr almenningi. Hann ámælir embættismönnum fyrir ónytjungshátt, almenningi fyrir óhóf, kaupmönnum fyrir kúg- un. Glampinn af smjöri 17. og 18. aldarinnar, sem hann dýrðast yfir, (en þá hrundi þó fólk niður í hor og hungri) virðist gjöra það að verkum, að hann sér ekki það frelsi og þær framfarir, sem landi þessu er upprunnið. pegar eg les apturfararpíslargrát ísafoldar, þá dettur mér ósjálfrátt í hug sagan um Axlar-Björn heitinn, sem þjóðtrúin lætur úlfbúð og kergju hafa blindað svo, að hann sá ekki sólina, þegar hún skein í heiðí á sjálfan páskadagsmorguninn, og er þá sagt að hann hafi mælt: «nú gjörast dimmir dagar piltar». Reynivöllum 19. ágúst 1880. Porkell Bjarnason. Kjörfundakostnaðnv á Englaudi. Eins og kunnugt er, geta fæstir aðrir en auðmeun orðið þingmenn á Englandi, að minsta kosti þurfa þeir að hafa ráð yfir ríkum vasa. Dalkeith jarl, sá er í kjörinu féll fyrir Gladstone í Mithlódían, kostaði baráttan 74 þúsund kr. en Gladstone l/a minna. Harðast urðu þó úti þingmennirnir Leak og Agnew í Lankaster; þeir urðu að borga nálægt 200 þús. krónur og mótstöðumenn þeirra þó nokkuð meira. Auð- vitað er, að kjósendur sjálfir skjóta optlega stórfé til. |>etta fé fer einkum í kostnað til fundarhalda, í ferðakostnað og bein eða óbein laun til kjósenda, vantar og minna á, að sumt, fari í beinar mútur. Á einum kjörfundi á Englandi mæta opt 20—40 þús. kjósendur, enda eru þar flestir kjörfundir sóttir með meiru kappi en í Reykjavík. — Bradlaugh. Annar þingmaðurinn fyrir Norðhampton á Englandi neitaði að sverja hinn lögboðna eið í málstofunni, og bar það fyrir að hann væri maður trúlaus með öllu (aþeisti). Út af því urðu kappræður miklar og kátlegar í þinginu. Bradlaugh bauðst loks til að vinna eiðinn, en bætti því við, að sér yrði hann engu helgari en áður fyrir það. J>essu var að lokum neitað. |>á kom þingbróðir hans frá sama héraði með þá tillögu, að þingið skyldi taka gilda einfalda játningu B. að hann skyldi lögum og landi trúr. |>essi tillaga var einnig felld með 275 atkv. móti 230. Gladstone greiddi at- kvæði með tillögunni og 219 aðrir frelsisvinir- Næsta dag fréttist að Bradlaugh ætlaði að birtast í þingsalnum og krefj- ast áheyrnar og skorti því ekki fjplmenni, er þingið var sett. Bradlaugh gekk inn og nam staðar við málstofuborðið og tók til máls en mætti óhljóðum, enda tók þá þingforsetinn til máls og kunngjörði honum ályktun þingsins þá, að hann hefði mist þingsetu. Áður nefndur þingbróðir hans bað þá um, að honum væri Ieyft að svara fyrir sig utan vebanda, samþykti þingið það án atkvæða. Hann hóf þá upp snjalla tölu og langa og vildi sanna að þingið bryti lög á sér. Að því búnu varð aptur þingdeila og vildu nokkrir þingmenn, að þingið tæki aptur ályktun sína, en þó varð endirinn, að Brad- laugh skyldi vísað burt og greiddi meiri hluti alls þingsins með því atkvæði. B. neitaði þverlega að fara eitt fet, uns lögstjóri þingsins lagði á hann hendur og vildi hann ekki víkja að heldur, heldur reif sig lausan tvívegis og æpti hátt: «Eg heimta rétt minn og þingsætiN Loksins skar þingið með 274 atkv. gegn 7 úr rimmunni og bauð að setja þennan Bersa goðlausa í varðhald og var það þegar gjört. Veðuráttufai’ í Reykjavík í júlímánnði. Eins og í undanfarandi mánuði hefir veðuráttan þennan mánuð verið einstaklega blíð og stilt. Fyrstu 5 daga mánað- arins var veður bjart og logn, að eins nokkur úrkoma hinn 4., 6. og 7. var norðankaldi en úr því optast logn til hins 14. að hann gekk til suðurs, en þó lygn með nokkrum sudda í 2 daga, svo aptur bjart veður og stilt með lítilli úrkomu við og við á landsunnan, þangað til 25. að hann gekk til norðurs, optast hægur og bjartasta veður (hvass 29. á norðan). Hitamælir var hæstur (um hádegi) 11.23.25. + 14° r' ----— lægstur — — 14. 29. . +10° — Meðaltal um hádegi fyrir allan mánuðinn . + 12,01°______ ----- á nóttu — —----------. -f. 7,06° Mestur kuldi á nóttu (aðfaranótt hins 30.) -j- 4° __ Loptþyngdarmælir hæstur 12. og 13.. 30,20 enskir þuml. ---- lægstur 1. . . . 29,18 — ' Að meðaltali........................ 29,80 — __ Rvík Vs80. J. Jónassen. Útskrifaðiv fvá pvestaskólanum 10.—18. ágúst. 1. Árni forsteinsson . önnur einkunn 41 tr. 2. Eiríkur Gíslason fyrsta — 43 — 3. Haldór |>orsteinsson fyrsta — 45 — 4. Kjartan Einarsson . fyrsta — 47 — 5. Ólafur Ólafsson . . fyrsta — 47 — 6. porsteinn Halldórsson . . . . önnur — 39 — Spurningar í skriflega prófinu voru: í biblíuþýðingu: Rómv. 6, 1—7. í trúfræði: 1 hverju er kenning Kalvíns um náðarútvalningu guðs frábrugðin kenningu Augustínusar, og hvernig

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.