Þjóðólfur - 12.03.1881, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 12.03.1881, Blaðsíða 1
þJOÐOLFUR. 33. , Kostar 3 kr, (erlendis 4 kr.), ar. borgast fyrir lok ágústmán. Reykjavík 12. Marts. 1881. Uppsðgn á blaðinu gildir ekki, nema það sé gjört f'yrir 1. okt. árinu fyrir. 6. blað. þilskipaveiðar Sunnlendinga. J>að -hefir opt í blöðum vorum verið minzt á þilskipa- útveginn hér í kringum Faxaflóa, og þ<5 þarf að tala um bann ^eira, en orðið er. Hann er svo mikilsvarðandi atvinnugrein fyá oss, að vert er, að honum sé gaumur geflnn. £að eru nú a° eins fá þilskip, sem reka hákarlaveiðar hér frá Suðurlandi, eöda munu þær hafa borgað sig miður vel hin síðari árin, sökum þess, að lýsi er orðið svo lágt í verði, en kröfur há- seta og kostnaður allur hefir ekki lækkað að því skapi. l>að er því ekki tilgangur vor, að tala um hákarlaveiðar í grein Þessari, heldur um þilskip þau, er reka þorskveiðar, um fólks- uald á þeim og afla þeirra. Sum af þilskipum hér syðra fara út til þorskveiða á vetr- afvertíð; þá er mest aflavon og me»t arðvonin. En það eru ekki nema fáein, sem komast út svo snemma, sökum þess, að formenn vantar, er vilji fara út svo snemrna. Margir, Sett færir eru um að vera þilskipaformenn, eiga opin skip og báta, sem þeir ekki vilja yfirgefa um vertíðina. |>essa getum ver einungis til að sýna, hversu þilskipaútvegur vor er í raun- lnoi skamt á veg kominn, þar sem skipin verða að standa á Purru arðsamasta tímann sökum formannafæðar. Hin þil- skipin fiest fara út um miðjan Maí, og afla fram (il miðs Á- gústmánaðar. J>au verða því að sitja á hakanum fyrir opnu skipunum; smábátarnir eru úti um vertíðina, þegar aflavonin er mest, en veðrin líka verst og hætturnar mestar; þilskipin skreiðast fram um hásumartímann, þegar veðuiáttan er blíð- l'st, nætur bjartar sem dagur, og aflavonin minst. Veitir því ekki af, að skipaeigendur gæti allrar varúðar við, að ráðstafa Sem bezt tekjum skipa sinna þenna stutta tíma, er þau eru "-ti, svo að skipaeignin verði þeim ekki til eintóms skaða., og «tt leið til bess, að enginn vilji framar eiga þilskip. £að er Því mjög áríðandi, eins skipseigendum, sem þeim, er hafa atvinnu á skipunum, að sannsýni sé við höfð á báðar hliðar. vér skulum fyrst tala um skipherrann. Oss virðist, sem það Se skipseiganda í hag, að borga vel skipherra, því meir má hann líka af honum heimta. Margir af skipherrum hér í kring hafa þau laun og hlunnindi, er nú skal greina: Helm- lng af þeim málsfiski, er þeir draga; allan þyrskling, ísu og ír°s, er þeir draga; frían kost; frítt salt í sinn hálfdrátt og ^ kr. af hverju hundraui af málsfiski, er aflast. Engitm get- Ur neitáð, að þetta eru góð kjör, og duglegur skipherra getur a þenna hátt haft framúrskarandi mikið upp úr formensku Slnni, en samkvæmt eðlí þessara launa hefir skipseigandi því ^eiri hag, sem skipherra fær meiri laun, og álítum vér slíkt laUna fyrirkomulag sanngjarnt. En þá er líka full ástæða Vrir skipseiganda að heimta, að skipherra gæti skyldu sinnar &agnvart skipseigandanum, og hún er í stuttu máli sú, að slíipherrann á að koma fram ftjrir li'únd skipsi'Ujanda r^ffnvart hásetum ; það er fyrir þctta, sem honum eru borg- a°ar 2 kr. af hundraði í prrmín. Hann á að sjá um áhöld /'psins, og um það, að hásetar fari vel með veiðarfærin, og at>u á að sjá um, að öll kurl komi til grafar. Stýrimaður ei1'' miklu minni ábyrgð, þar sem hann er sem hver annar aseti, að undanteknu því, að hann er fyrir annari vaktinni, § stjóruar henni eptir fyrirkomulagi því, er skipherra leggur Vrir. Fyrir það fær hann opt — fram yfir hásetana — frían e°st> og allan þyrskling, ísu og tros, er hann dregur. En þá aö tala um hásetana. Hvað aflann snertir, finst oss rétt- s > að honum sé, hvað háseta snertir, að ölhi (ct/ti skipt í a parta, og að hásetar fái annan helming, og skipið hinn; þanníg hefir og verið umsamið á flestum skipum hér; en þó mun það víðast viðgangast, að hásetar taki allan sund- magann, og alla hausa þá, er í land koma. Oss finst þetta alveg rangt, og skylda skipherra að sjá um, að skipseigandi fái hvað hans er; það má ef til vili berja því við, að það sé ekki tími til að hirða sundmaga um borð, en reynslan sýnir þó, að meðan hásetar leyfa sér umtalslaust að taka hann all- an, eins úr sínum hálfdrætti sem skipsins hluta, þá komast þeir til að hirða hann. £að ætti að gjöra skipverjum að skyklu að hirða sundmagann, og vanræki þeir það, þá að skulda þá fyrir því, sem þeir hafa íieygt burtu af skipsins eign. Af vertíðarfiski fara hér um bil 35 ^sundmagar í pund- ið; af jagtafiski nokkuð meira kann ske, en það væri hægt, að gjöra nokkurnveginn áætlun um,hve miklum sundmaga há- setar eigi að skila skipinu eptir viktinni á aflanum. Að öðru leyti ætti hver skipseigandi að áskilja helming af öllum afla hásetanna, hvort heldur er þorskur, sundmagi, lýsi, þyrskl- íngur, ísa eða tros. Öngla og sökkur eru skipseigendur vanir að leggja til, en þ<5 er það alveg ósanngjarnt, að þetta sé takmarkalaust; oss finst rétt að tiltaka vissa tölu af öngl- um og sökkum, sem hásetar megi missa fyrir skipsins réikn- ing. Heitan mat er vant að gefa hásetum einu sinni á dag, en roálamat eiga þeir að veita sér sjálfir. En fyrst svo er, þá er það líka einn yfirgangur, sem hásetar sýna, eða kæru- leysi skipseiganda að líða, að eldur slokni aldrei, heldur brent kolum og viði dag og nótt til að elda við þann mat, sem hásetar eiga að veita sér sjálfir. Sumir segja, að það sé örðugt að koma í veg fyrir þetta, þar sem opt þurfi að hita kaffi fyrir skipherra og stýrimann. En oss finst, sem als ekki þurfi að hafa eld uppi fyrir skipsins reikning nema um miðdaginn, til að elda hinn áðurnefnda heita mat. Skip- herra og stýrimaður gætu haft steinoliu-suðuvél í káetunni og hitað þar kaffi. Vér vildum óska, að fleiri vildu ræða þetta mál í blöð- um vorum, og væri óskandi, að skipseigendur kæmu sér saman um föst kjör, sem bjóða mætti hásetum og skipverjum. J?að lítur nærri því svo út, sem liásetar margir hverjir skoði það svo, sem skipseigeudum einum sé þágan, að hafa sig, þó eru margar heiðarlegar undantekningar frá slíkurn. ]afn — í 5. tölublaði |>jóðólfs hefir herra bæarfulltrúi Egilsson í Keykjavík gefið sig fram sem höfund að grein þeirri, sem stóð í 2. tölublaði í>jóðólfs með yfirskript: «mormónarnir í Iíeykjavík», og fundið ástæðu til út af grein þeirri, sem eg ritaði í 3. tölublaði |>jóðólfs gegn nefudri grein hans, að á- varpa mig nokkrum miður vingjarnlegum orðum bæði sem formann fátækranefndarinnar hér og sem bæarfógeta og lög- reglustjóra, og með því í þessu svari hans er margt rang- hermt og jafnvel meiðandi fyrir mig, get eg ekki gengið þegjandi fram hjá því. Að því nú fyrst snertir aðgjörðir fátækranefndarinnar, sem hann er að finna að, þá getur það ekki heitið að bægja mönnum hér frá atvinnu, þó fátækranefndin ekki vilji veita hér fast aðsetur hverjum manni, sem hingað vill komast, t. a. m. þurfamönnum annara sveita og alþektum óreglumönn- um eða bláfátækum ómagamönnum, sem engin útlit eru fyrir að hér geti komizt af, enda ímynda eg mér, að bæði herra bæarfulltrúinn og aörir bæarbúar kynnu fátækranefndinni litlar þakkir fyrir að hleypa slíkum mönnum hér inn í bæinn, og það með réttu, því það hefir á öllum tímum af beztu 21 1

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.