Þjóðólfur - 08.10.1881, Page 2
92
beiðni Jóns, og engin sönnun er fyrir að svo hafi verið, enda
hefði það ekki í minsta máta sannað, að handtakan hafi
verið lögleg; en undir málsins rekstri kemur það fram, að
þetta muni hafa átt að vera fyrir það, að Björn hafi verið
grunaður um, að hafa verið með í kistubrotum í Elliðaánum,
en allir vita, að þó svo hefði verið, gat enginn dómari tekið
mann fastan fyrir það, því næga dóma höfum vér fyrir því,
að slíkt brot varðar ekki nema sekt eða einföldu fangelsi,
en stjórnarskráin kveður svo að orði, að engann megi taka
fastan fyrir brot, sem ekki varði nema sektum eða einföldu
fangelsi. Eg held nú að hver maður, nema lögjærðir of-
vitringar, veiði mér samdóma um, að meining mín í þessu
efni ekki hafi farið fjætri réttum skilningi, og að eg engan
veginn sé sekta verður, þó eg hafi lýst meiningu minni fyrir
almenningi, eða réttara sagt, lesendum þjóðólfs. ]>á er hitt,
sem dómarinn tekur út úr heildinni, sem hann þó áður hefir
eklci getað álitið meiðandi, að eg hafi sagt: »að óskiljanlegt
sé, að landsh. og amtm. ekki liafi gefið fógeta vorum opin-
berlegar áminningar fyrir vanrækt hans í að framfylgja skip-
unum yfirboðara sinna». en dómarinn sleppir því úr orðum
mínum í greininni, «því ekki má maður efast um, að amt-
maður hafi tilkynt horium bréf landshöfðingja», en þessi
orð benda þó svo beint til þess, sem hverjum dómara ætti
að skiljast, að eg meinti með því, að orð mín væru undir
því komin, að fógeti hefði fengið áminst bréf, en það
segir dómarinn að eg hafi verið skyldugur að vita; nei, það
var eg ekki, heldur var eg skyldugur að álíta það sem víst,
að amtmaður ekki síður enn fógeti færu að boði yfirboðara
hans; þetta var því alveg vítalaust, og fieira enn þetta finnur
blessaður dómarinn ekki saknæmt, í grein minni, og þetta
kostar 125 kr. eða 30 daga fangclsi. Eg læt nú þetta ráðast
fyrst um sinn, og mun áfrýa málinu til yfirdóms, og þaðan
lengra, ef þörf gjörist, nl. ef eg ekki verð alveg frídæmdur í
alla staði. þessi dómur og aðrir fleiri í seinni tíð eiga víst
að hræða menn frá að ræða aðgjörðir embættismanna votra í
blöðunum, en eitthvað eru þeir hinir sömu dómarar ekki
alveg ugglausir um gjörðir sínar, en þær ættu þó jafnan að
þola dagsbirtuna, og mun ekki síður verða gáð að þessu hér
eptir, og sannarlega hispurslaust tjáð almenningi, ef þötf
gjöiist, um atferli þeirra, þó þeir ógni mönnum með háum
sektum og fangelsum, því sektir og fangelsi getur engu síðnr
lient þá enn oss hina.
Reykjavík 26. sept. 1881.
Eyilsson.
Kjörfundnr í Reykjavík.
pann 28. Sept. vár fundur haldinn á bæarþingstofunni,
hvar kjósa átti 3 menn í niðurjöfnunarnefndina, í stað þriggja,
sem höfðu þá útendað sína tíð í nefndinni. Fyrirfarandi helir
nefnd þessi þótt ekki sem bezt valin, og bjuggust menn því
við, að fundur þessi yrði fjölsóttur, og það einkum þar-eð nú
áttu hærri gjaldendur bæarins að kjósa þessa menn. Sem
hærri gjaldendur voru í þetta sinn 133 kjósendur. en hvað
skeður: einir el/efu mættu, og voru því hinir sömu kosnir
sem fyr voru, nema einn, sem ekki vildi taka móti kosningu
aptur, en það var amtsskrifari Páll Jóhannesson, og í stað
hans var kosinn póstmeistari Ó. Finsen. Hvernig sem niður-
jöfnunin fer í haust, þá geta bæarbúar kent sér sjálfum um,
þegar þeir ekki hafa einingu í sér til að fjölmenna við kosn-
ingu á þeim mönnúm, sem eiga að hafa jafnþýðingarmikinn
starfa á höndum, sem þann, er hér um ræðir.
Setning lærða skólans.
Hinn 1. þ. m. var settur liiun lærði skóli á sfnum vanalega tíma.
Tölu skólapilta í ár vitum vér ekki nákvæmlega, því sumir voru ókomn-
ir og fáeinir ætla sér ekki að koma; þó rnunu þeir naumast verða færri
enn í fyrra, nefnilega 125. Tveir nýir tímakennarar eiga að kenna í
vetur við lærða skólann, alþingismaður Jón Ólafsson ensku í öllum
bekkjum og stúdent Jónas Jónasson isienzku í 1. bekk.
Paginn sem skólinn var settur var eptir venju flaggað á skólahús-
inu og eptir venju flaggaði enginn í bænum, nemaeinn með binu bláa
fálkamerki. — Annars eru flagghafendur bæarins vanir að flagga við
hverja útför, hvert brúðkaup, fyrir hverri fiskisleif o. s. frv. Lserði
skólinn er náttúrlega of ómerkilegur; hann er íslenzkur.
Mimur á mönnum. (Aðsent).
Eptir lifir mannorð mætt þó maðurinn deyi.
I>etta eru óbrigðul sannindi, en enginn auður er þó betri
enn góður orðstíf, sem maðurinn getur áunnið á lífsleið sinni,
en það eru ekki allir sem hafa þá hugsun, og að okkar skoð-
un verða hinir jafnan floiri. þannig sýndi það sig á næstliðn-
um vetri, að ekki eru allir jafnir, hvað meðaumkvun og mann-
kærleika snertir við bágstaddan bróður sinn, og það jafnvei
þó ríkir menn séu, þeir apturloka evrum sínum fyrir kvein-
stöfum þeirra og einskisvirða þeirra bænir. |>annig sýndu tveir
menri hér í Strandasýslu of mikinn mismun á mannkærleika,
og langt um meira enn muntir var á auð. Mennirnir voru
Jakob Thorarensen kaupmaður á Reykjarfirði og Loptur Bjarna-
son á Eyum í Kaldrananeshrepp. Hinn fyrnefndi var boðinn
og búinn til að hjálpa, þegar hans var leitað: hýsti fjölda-
margt, fólk, og iét engan hungraðan frá sér fara, menn fengu
ekki að f'ara úr húsum hans þá nokkur tvísýna var á veðri,
og þeim sem ekki þáðu góðgjörðir hans áður burt, fóru, þeírn
hinum sömu bauð hann að hafa nesti með sér. |>uð var opt
húsfyllir hjá honum og þó einatt fjölgaði talaði þann ávalt
hin sömu orO: «húsin taka». J>annig sýndi hann einstaka
velvild í öllu, fyrir hvað vér undirskrifaðir vottum honum
innilegasta þakklæti, og sömuleiðis væri óskandi að fieiri vildu
feta hiri sömu spor, því þetta einstaka eðallyndi hans mun
varla gleymast hinum nauðstöddii reisubræðrum vorum og
hinn rétttfáti konungur mun ávarpa, þenna þjón sinn á degi
endurgjaldsins þessum orðum: «það sem þú gerðir einum
mínum minsta bróður, það gerðir þú mér».
Hitin síðarnefndi á eins skilið að verka hans sé getið,
þó ílestum hafi fundizt þau nokkuð ólík. Á heimili hans var
óminnilegur afii af hákarli umliðinn vetur og komu þangað
margir fátækir menu til að leita sér bjargar og fá að vera
með aflanum, en þess var eriginn kostur.
Nokkrir Strandasýslubúai.
Hjólguíuskipið ,,Kac»ou“, Capt. Wilson, frá (ilasgow á
Skotlandi, hafnaði sig hér þ. 23. f. m. á áliðnum degi. Er
skip þetta gert út frá hinu nýa skozk-íslenzka verzlunarfé-
lagi í Glasgow með vörur til kaupstjóra Eggerts Gunnarsson-
ar, og á að taka aptur hesta til Skotlands. Með skipi þessu
kom einnig kaupmaður Georg Thordal og hafði með því tals-
vert af vörum, mest nauðsynjavörum, sem haun fiytur héðan
að Borgarnesi á Mýrum, hvar hann í suraar hefir bygt verzl-
unarhús og sett sig þar niður sem fastakaupmaður. X>á áttu
þeir Vídalin og Eggerz kaupmenn einnig talsvert af vörum
með skipi þessu. Allir þessir nefndu kaupmenn færa mikið at
góðri matvöru og talsvei t ódýrri enn hér gerist, og enn fremur
flytja þeir að góðum mun skepnufóður (stórhlutað mais), sem
kemur sér vel í heyleysinu, sem nú er hvervetna. pað er
mjög óheppilegt hversu óforsjállega að útgerðarmönnum í
Glasgow hefir tekizt að velja skip til þessa, því þetfa skip
þarf fjarska mikil kol, og ber eða rúmar tnjög lítið eptir stærð’
enda er það bygt til mannflutninga eingöngu. Sagt er a®
það kosti 720 krónur um daginn. Herra Eggert Gunnarssou
hafði hér á staðnum 400 hesta, og má nú láta nokkra þeirra
bíða, og er það óendanlegt tjón, en það hlýtur að skrifast á
reikning út.gerðarmannanna, en ekki félagsins hér, og er þetta
óheppilegra enn frá megi segja, einkum þegar svona er orðið
áliðið tímans.
Strand. J>ann 28. f. m. strandaði stórt enskt brigg-skip
við Stafnnes syðra; var það hlaðið kolum til konsúls M. Smitlis-
Sagt er að það hafi verið 400 smálestir að stærð. Björguðu alh’
skipverjar sér á bátnum til lands, og eru nú hingað komi■ i1