Þjóðólfur - 05.11.1881, Qupperneq 1
þJÓÐÓLFVR.
BB. ár.
Kostar 3kr. (erlendis 4kr.),
borgast fyrir lok ágústmán.
Reykjavík
5. Nóvbr. 1881.
Uppsögn á blaðinu gildir ekki, nema ne u„s
pað sé gjört fyrir 1. okt. árinu fyrir
■— Sýslunefndin í Arnessýslu hefir á síðasta fundi sínurn,
haldinn var að Eyrarbakka 25. til 30. apríl síðastl., svar-
bréfi frá hreppsnefndinni á Skeiðum þannig:
«pá var lagt fram og upplesið aðfinningarbréf frá 4
hreppsnefndarmönnum Skeiðahrepps, dags. 8. Marz 1881 við-
víkjandi ýmsum aðgjörðum sýslunefndarinnar á fundi hennar
1880.
Bréf þetta áleit sýslunefndin einasta sem pistil sér til
skemtunar, en ekki svara verðan, og lýsir því yfir, að hún
einasta framvegis svari slíkum útásetningum ef þær kæmi
frá amtinu, en gangi þegjandi fram hjá þeim frá hrepps-
befndunum».
J>ar eð nú þetta svar sýslunefndarinnár er þegar komið
ht um alla Árnessýslu í fundargjörðum sýslunefndarinnar og
Qiargur ókuunugur kann að ætla hreppsnefndinni þann ósóma
að hafa ætlað sér að knésetja hina háu nefnd, eða að hafa
naisboðið virðingu hennar á annan hátt, vil eg láta Árnesinga
sjá bréf það, sem sýslunefndin hér svarar, svo þeir geti sjálfir
dæmt um það, og þurfi ekki að trúa í blindni. Bréfið hljóð-
ar þannig.
«í gjörðum sýslunefndarinnar í Árnessýslu á fundi henn-
ar 13. til 15. Apríl f. á. og sem sent hefir verið eptirrit af
í alla hreppa sýslunnar, eru ýms atriði, sem hreppsnefndinui
bér í hreppi virðast miður ljós eða skiljanleg, og leyfir'hún
sér því að leyta frekari skýringar sýslunefndarinnar á hinum
helztu þeirra, og eru þau þessi.
1. Undir No. 2 í nefndargjörðunum er það ekki skýrt
tekið fram a.f sýslunefndinni, að þó hún álíti brýna nauðsyn
á gagnfræðaskóla hér í sýslu, og tilboð Eyrarbakka barnaskóla
mjög billegt, álítur hún kostnaðinn sér of vaxinn, og álítur
því réttast, til pes* svo gott fyrirtceki falli eiyi um koll.
að bjóða Bangæingum í íélag með sér. Eptir þessu liggur
beint við, að álíta mál þetta fallið, ef Kangæingar ekki þiggja
tilboðið. Undir No. 16 er oddvita þó falið að taka 1000 kr.
lán til þessa fyrirtækis, líklega áður enn Rangæingum er skrif-
að um málið, hvað þá heldur svar komið frá þeim. f>að sýn-
ist einnig nokkuð ógreinilegt að ekkert sést á nefndargjörð-
unum, með hvaða skilmálum peningar þessir eru afhentir
barnaskólanum, hvort til þess er ætlast, að þeir beri sýslu-
sjóðnum nokkra vöxtu meðan gagnfræðaskólinn ekki er kom-
inn í gang, eða það er gjöf til barnaskólans, sem hann aldrei
þarf að svara neinu af, þó svo ólíklega kynni að fara að
skófinn ekki kæmist á fót, eða þá ekki yrði á þeim stað eða
með því fyrirkomulagi, sem útlit er fyrir að sýslunefndin hafi
helzt haft í huga, þó það heldur ekki verði ljóslega séð af
nefndargjörðunum.
2. Undir No. 13 er um kröfu Eiríks Ásmundarsonar á
Grjóta að upphæð 571 kr. 95 a. og skýrt frá, að amtmaður
hafi skorað á sýsumann að greiða fyrir málinu og borga upp-
hæð þessa «ef nokltur samningur hafi þar um gjörður vcrifi«.
Amtið virðist því að gjöra undanfarna samninga að skil-
yrði fyrir borgun þessari. Slíkum samningum neitar oddviti,
en hefir þó borgað 200 kr. eptir því sem út lítur fyrir helzt
fyrir fyrir bænrækni Eiríks. Sýslunefndin í heild sinni er
samdóma oddvita um, að enginn samningur hafi verið gjörð-
ur og enginn getað verið til, og er honum þakklát fyrir að
hann ekki borgaði meira af hinni umræddu upphæð 571 kr.
95 a., og lýsir því yfir, að hún að svo vöxnu máli ekki borgi
meira. J>að lítur því svo út, sem nefndin sundurliði skulda-
kröfu Eiríks og að hún álíti þessar 200 kr. sem greiddar eru
rétthærri enn hinn hluta skuldarinnar, því engum getur komið
í hug að sýslunefndin hefði borgað þetta, hefði hún ekki álit-
ið það skyldu sína, og væri því ákjósanlegt að þetta væri
bet.ur uppIýsC svo menn væru í engum vafa.
3. Undir No. 21 er talað um laun sýslunefndarmanna
fyrir að sækja fund þennan, «sem hefir nú varað í bráðum 3
daga». Við launin viiðist breppsnefndinni þetta athugandi.
a. hvort sýslunefndin álítur sig að hafa lagaheimild til
að launa þá menn af sýslusjóði, sem ekki áttu lögum sam-
kvæmt að sækja fundinn, svo sem er um sýslunefndarmann-
inn úr Selvogi og Villingaholtshreppi.
b. Sýnast laun fiestra nefndarmanna of hátt sett, efþau
að eins eru fyrir að sækja fundinn, eins og þó er skýrt tekið
fram í nefndargjörðunum, því eptir því sem út lítur fyrir hafa
.1 a m e s R a r f i e 1 d.
(Niðurlag) Garfield gekk nú þegar með aletli og einbeitt-
um áhuga að því verkofni, sem hann hafði sett sér, nefnilega
að uppræta þá spillingu og fjárdráttar óhæfit, sem átti og
því miður á sér enn stað í hinni umboðslegu stjórn banda-
•íkjanna. í samvinnu með fjárhagsráðgjafanum Windom
tókst honum að færa niður rentur ríkisskuldanna að stórum
raun, og yfir höfuð miðaði öll stjórn hans til bóta. En hér
var illur þröskuldur í vegi. Eitt af aðalatriðunum var að afnema'
'hinn persónulega framdrátt í embættaveitingunum. Hinn
mikilsmegandi ráðherra, (senator) Conkling, vildi koma að
einum af fylgifiskum sínum sem tollstjóra í Newyork. Gar-
field valdi annan betri mann, og meðmælti honum hjá öld-
ungaráðinu. Út úr þossu æstist upp ákefðar rimma milli
fiokksmanna Conklings, hinna svo nefndu «stalwarts» (hinna
sterku), sem vilja halda uppi hinu gamla ástandi, að embætt-
tn séu feitir launabitar fyrir fylgi og fulltingi við kosning-
arnar, og svo hinna, sem vilja koma lagi á embættaveiting-
arnar og skipulag þeirra. En einmitt þegar Garfield var
^yfjaður á þessu drengilega verki, þá var það að Guiteau,
w'nn af flokksmönnum Conklings) liitti hann með morðkúlu sinni,
óumræðilegs harms og óbætanlegs tjóns fyrir land og lýð.
Uannig hafa tveir lörsctar bandafylkjauna fallið fyrir
jnorðingja hendi, báðir í baráttu fyrir hinn bezta málstað,
E'nkoln af því hann barðist fyrir að útrýma þræláhaldinu,
Garfield af því hann hafði tekið fyrir sig að eyða annari
meinsemd rikisins, nefnilega spillingu þeirri, sem á sér stað
í embætlisstéttinni. Dauði beggja þessara blóðvotta hefir
orðið þjóðinni sárasta sorgarefni, en eins og það málefni sigr-
aði, sem Lincoln barðist fyrir, eins er ekki örvænt að það
mál, sem Garfield sókti svo drengilega, nái fram að ganga,
og að það einmitt fyrir dauða hans verði sigrinum enda nær
enn það var áður.
Einn rnerkur rithöfundur, sem þekti Garfield og hefir
minzt hans eptir andlátið, fer meðal annars þessum orðum
um hann :
Jeg man eins glögt eptir því og það hefði verið í gær
þegar jeg í fyrsta sinn sá þenna fágæta mann. þ>að var 1872
þegar stóð á streitunni fyrir endurkosningu Grants. Rjóð-
vaídsmenn í Washington voru sem steini lostnir, því Karl
Schurz haföi með öllum hinum þjóðversku frelsismönnum
kjörið Horace Greely sem sinn mann, að halda fram til for-
seta kosningar. Oddvitar þjóðvaldsmanna nefndarinnar kvöddu
þá mig og nokkra aðra á fund einn á Kapítólium hjá hinum
núverandi ríkisritara Blaine. Fundarstjórinn Zacharias Chand-
ler hafði stórhrúgur af bréfum fyrir framan sig, með tilkynn-
ingum um fráfall þjóðverja svo hópum skipti um öll banda-
fylkin, og þrumaði af reiði mikilli mót hinum ótrúu liðs-
mönnum og vildi liafa alla pjóðverja rekna úr þjóðvaldsfiokk-
inum þá reis upp maður út í horni salsins, hár vexti og
virðuglegur í yfirbragði með breiðvaxið brjóst og miklar herðar
-63-'
/03