Þjóðólfur - 24.06.1882, Side 1
PJÓÐÓLFUR
34. ár.
Kostar 3 krónur (erlendis 4 krónur),
á að borgast fyrir lok ágústmánaðar.
lteykjavík 24. júní 1882.
Uppsögn á blaðinu gildir ekki, nema -i o T-|l q ^
hún sé gjörð fyrir i. okt. árinu fyrir. -1-0. UldO.
Innlendar fréttir.
í síðasta blaði f>jóð. er þess getið,
að hér hafi dunið á norðanstormur
mikill þann 23. f. m. Stormur þessi
stóð hér í tvo daga, enn síðan lægri
þann 25. enn hélzt þó við næstu daga
á eptir. Frost var hér nokkurt og
fjúkslitringur með köflum, enn festi al-
drei hér, enn upp til sveita kom snjór
nokkur. Svo mun verið hafa víðast um
land, því úr Skagafirði er oss ritað
þann 28., að þá væri þar alstaðar al-
snjóa niður í sjó. Ur Borgarfirði hefir
frétzt, að þá hafi komið slíkur snjór og
óveður, að sauði marga hafi fent til
bana í Hvítársíðu og Norðurárdal. þ>ar
eru sumir orðnir nær sauðlausir og
hrosslausir, og einstaka maður á enga
skepnu eptir, t. d. bóndi einn þar efra,
er átti 4 kýr lifandi, enn í þessu kasti
drápust þær allar. Líkt þessu mun
viðar vera, þó eigi hafi til spurzt, svo
vissa sé á fréttum. Fénaður drepst
eigi allur úr megurð eða hor, heldur
Úr margskonar annari ótirmingu, því
að sumstaðar hafa kindur verið orðnar
máttlausar, og verið skornar, og þá ver-
ið með 3 — 4 mörkum mörs. Leiðir
sýki þessi að líkindum af ónýtu fóðri
og slæmu, því hey hafa víða reynzt
afar létt.
Síðan þetta kast hafa eigi komið
nein áköf óveður, enn sífeldur kuldi á
norðan eða austan, enn hlý sunnanátt
aldri verið meira enn dag í bili. Gras-
vöxtur er mjög lélegur og lítill. Al-
staðar að er sagður mikill lambadauði.
Mislingasóttin hefir breiðzt hér óðum
út, og lagzt allþungt á fólk. Meðan
flest lá hér í bænum lágu nálægt 1000 —
1100 manns; allmargir hafa dáið úr
henni, enn fáir merkir menn; helzt má
nefna verzlunarmann Bjarna Sigurðar-
son, er lézt úr henni 13. þ. m. rúml.
þrítugur að aldri, efnilegur maður og
vel að sér gjör. Mislingarnir eru komn-
ir hér upp um allar sveitir, og þykja
illkynjaðir mjög; fylgir þeim ýmis ó-
fagnaður, svo sem lungnabólga, hlust-
arverkur o. fl. Hætt er við að þeir
verði mönnum skæðir þegar út um
landið kemur. Tímum var hætt í lærða-
skólanum 24. f. m. þeirra vegna, og
var sú ákvörðun ger, að þeir sem gæti
skyldi taka vorpróf í vor, enn hinir
í haust í byrjun öktóbermánaðar. Vor-
próf taka eigi nema örfáir (6) piltar.
Strandsiglingaskipið Arktúrus fór
héðn þann 1. og ætlaði að reyna að
komast norðurfyrir, vestur um land, enn
varð að hverfa aptur við Horn, og
kom svo hingað aptur og fór héðantil
Hafnar. þ>riðjud. 6. júní kom póstgufu-
skipið Valdemar frá Höfn, og ætlaði
héðan austur fyrir land, enn komst eigi
lengra enn fyrir Berufjörð; var þar þá
alt fult með ís á fjörðum inni og með
landi, enn autt úti fyrir. Sneri það
svo aptur og hingað, og fór svo vest-
ur fyrir land og ætlaði þaðan norður
fyrir ef auðið væri.
Húsbruni.
20. d. þ. m. kom upp eldur í geymslu-
húsi Kriigers lyfsala ; svo stóð á, að
verið var að „destillera11 spiritus þar
inni, og hljóp spiritusinn upp úr katl-
inum og niður i eldinn, og fuðraði
þegar upp bál mikið. þ>etta var um
hádegisbil. Eldurinn fór á svipstundu
um alt loptið í húsinu ; safnaðist þá þeg-
ar að mikill mannfjöldi og slökkvilið
bæjarins með slökkvitólin, og varð eld-
urinn slöktur; brann þakið af húsinu,
og alt það er þar var uppi, enn eigi
niðri. Til allrar hamingju var lygnt
veður, því að ef hvast hefði verið, eða
eldurinn komið upp á nóttu, var allur
miðhluti bæjarins í veði,. og hefði þá
mátt fyrst sjá, hvað slökkviliðið hér í
bænum er í raun og veru duglegt.
Nýjar bækur.
VERÐANDI. Útgefendur: Bertel
E. O. porleifsson, Einar Hjörleifsson,
Gestur Pálsson, Hannes Hafsteinn. Kh.
139 bls. 8vo. Kostar í kápu 1 kr. 50 a.
Fyrir meir enn 30 árum síðan
sendu tveir fslenzkir stúdentar við há-
skólann í Kaupmannahöfn til íslands
ársrit eitt, er þeir kölluðu Norðurfara,
og átti það að færa landsmönnum fög-
ur kvæði og smásögur og annað það
fagurt, er andinn inngæfi þeim þar i
miðri gróðrarstíu mentanna og strauma
hins andlega lífs. f>etta rit stóð ei
nema tvö ár (1848—1849), og var þar
á ofan seinna árið ólíku óskáldlegra
enn fyrra árið, og líkt Skírni eða öðr-
um slíkum þingræðuskrínum úr Norður-
álfunni, nema hvað það var margfalt
betur skrifað enn Skírnir. Síðan hefir ná-
lega ekkert slikt rit komið út ,og svo hafa
stundum liðið mörg ár í bili að eigi
hefir heyrzt stunur né hósti frá stúdent-
um við háskólann; hefir það líklegast
verið af því að námið hefir ei veitt
þeim tíma til slíks. Nú virðist aptur
sem andinn sé að koma yfir þá, og hafa
þeir sent oss kver það, er nefnt er 1
fyririrsögn greinar þessarar, og þar eð
slíkt er svo mikil nýjung og kverið er
harðla ólíkt flestu því er hingað til hefir
út komið, þykir oss hlýða að fara um
það fáeinum orðum.
þ»ess verður að geta áður enn tal-
að er um efni ritsins, að fyrir nokkr-
um árum fór að koma upp ný stefna í
bókmentalífinu á norðurlöndum; áður
höfðu skáldin hamazt í að leita að og
yrkja um eitthvert óljóst og dulið hug-
sjónalíf, sem átti að vera fólgið á bak
við hið sýnilega líf, enn þó hvervetna
að koma fram í því, ef vel var að gáð
og litið var á J'lð einmitt á þann hátt
sem þeir vild J Með þessu varð lífið
eintómt samsafn af draumum, og lýs-
ingar þeirra líkastar myndum, er spegl-
ast í kaffikönnu. Mennirnir skiptust í
tvo flokka, engla og djöfla, og svo fá-
einar hræður þar á milli; og endirinn
varð optast sá að fantarnir hlutu sín
makleg málagjöld, enn englarnir æru-
laun dyggða sinna. f>að er nú auðsætt,
hvé trygg þess lýsing er af lífinu—enn
það eiga rómanar og leikar altaf að
vera—æf vel er að gáð; ið sanna, fagra
og góða fær með engu móti neytt sín.
Ekkert er fagurt eða gott nema það
sé samkvæmt sannleikanum, og ekkert
er honum ósamkvæmara enn að laga
hann i hendi sinni, þannig, að ekkert
verður eptir af honum annað en barlaus
feyskja, klædd i silkihjúp í stað grænná
blaða, sem tælandi lygahjúpur. þessi
alsherjar hugsjón eða „ideaP, sem þeir
þóttust vera að leita að, og bygðu þó
altaf á, rann altaf úr höndum þeim er
þeir þóttust vera að handsama hana,
eins og draugarnir, sem öll von var á,
því að hún gat með engu móti verið til,
sízt eins og þeir hugsuðu sér hana, og
varð því að engu allur þeirra dýrðlegi
himnastigi „idealsins“ í lífinu. I>að var
auðsætt, að allir voru eigd blindaðir af
þessari hugsjónablekking, enn þeir voru
þá líka skammaðir út eins og hundar
og kallaðir siðspillandi höfundar, mein-
sýnismenn (Pessimistar), „realistar“ og
annað því um líkt, af því að þeir þorðu
að snerta við sannleikanum og átu-
meinum mannfélagsins. Um og eptir
1870 fór þetta að breytast; menn fóru
að sjá hvað „idealið" var ramfalskt, og
breiddi hulu yfir sannleikann, og fóru
þá að snúa sér að stefnu þeirri, erkall--
ast „realisme“ og nefndu sig „realista“,
er „idealistar11 höfðu áður haft að níðs-
orði. „Realisme“ er það að skoða