Þjóðólfur - 18.11.1882, Page 1
PJÓÐÓLFUR
34. ár.
Kostar 3 krónur (erlendis 4 krónur),
á að borgast fyrir lok ágústmánaðar.
Reykjavík 18. nóv. 1882.
Uppsögn á blaðinu gildir ekki, nema nn . \
hún sé gjörð fyrir I. okt. árinu fyrir. al. Uid/O.
Eg skil mig ekki—altaf hlýt eg unna.
Eg- skil mig ekki—altaf hlýt eg unna,
en elskað sömu lengi’ eg get ei meir;
mér finnst eg þjóta meðal ótal brunna
og megi drekka—en þyrsti altaf meir.
í’ví sjái’ eg mey, og sé hún ung og fögur
og sé hún ekki járnköld eða stál,
þá er eg í báli, yrki ótal bögur
og öllu fórna, likam bæði’ og sál.
En þegar víman aptur af mér líður
eg ætíð finn, að glópska mín var stór.
Var hún sú rétta ? Nei, og sárt mér svíður,
er sé eg aðra, hvernig þarna fór.
Með nýrri ást svo nýja byrja’ eg vegi
en nýtt i vorum heimi eldist fljótt,
svo gengur koll af kolli, dag frá degi,
frá dagsins morgni fram á svarta nótt.
En þó er eg orðin þreyttur fram úr máta
á þessum leik, því hjarta mitt er kalt,
og margopt hlýt eg sárri gremju gráta
mitt glópskulíf og þetta ráðlag allt.
Eg hef elskað bara einu sinni
og elskað þá svo heitt, sem nokkur má,
með þeirri glóð, sem brendi inst mig inni
—nú askan þakin er með klaka og snjá.
En allt sem bærist inst í sálu minni
og allt sem neitar mér um stundarró
er þetta: Eg vil elska einu sinni,
bara' einu sinni til—og pá er nóg.
S. m.
Gufuskipaferðir.
Eitt af hinu marga illa, sem vér
höfum mátt reyna á sumri því, er nú
leið, er samgönguleysi það, er Norður-
land hefir mátt sæta sökum hafíss,sem
þar hefir varnað bæði ferðum og að-
flutningum. f>eirra þurfti þó sannarlega
með, og vér Sunnlendingar megum
furða oss á, hvé góðir búmenn að Norð-
lendingar eru, að þeir skuli hafa getað
haldið út harðrétti þetta.
Enn það er og líka rétt að athuga
nú nákvæmlega, hvort að það muni
koma fyrir sétta hvert ár, optar eða
sjaldnar, að þrjár fyrstu strandferðirnar
•hljóti að hindrast sökum hafíssins, svo
að ekki verði eptir nema tværafþeim.
Ef vel er gætt að, munu menn komast
að raun um, að þetta geti optlega borið
að, enn þeir sem búa við hafnir þær,
er strandferðaskipið kemur á, gæti gert
vel i því af fræða menn um, hversu
opt líkindi eru til, að strandferðirnar
tálmist, þegar farið er eptir margra
ára þekkingu á aðförum íssins. fó að
þetta leiði ekki til vissu, er þó gagn-
legt að vita, hvað líklegt sé.
„Kongur vill sigla, enn byr hlýtur
að ráða“, og svo er um það, að ef is
er fyrir, má ei hætta skipum í hann.
Lífi manna og fé er hætta búin, og ef
eins dýr skip og gufuskip hreppa lang-
ar kyrsetur, leiðir af því mjög mikið
fjártjón og ekkert í aðra hönd. Menn
verða því eptir fremsta megni að koma
gufuskipaferðunum svo fyrir, að þó að
nokkrar ferðir kunni að mishepnast,
verði þó ætíð nokkrar eptir sem kunni
að hepnast.
Norðlendingar eru mjög hart leiknir
að ná ekki nema tveim hringferðum
aí fimm, og verða að sjá af vöruflutn-
ingum og ferðum þrjú fyrstu skiptin.
þ>etta getur þeim ekki nægt, og á því
ætlum vér stuttlega að vekja máls, ef
öðruvísi mætti koma ferðunum á. Hefði
t. a. m. gufuskipaferðirnar byrjað fyr
að vorinu til, er næsta líklegt, að sú
ferð hefði getað hepnast. Menn ætti
að skoða sig um, hvort ekki mundi
rétt vera að ferðirnar byrjuðu fyr. Vér
nefnum það að eins í þetta sinn.
Hin síðasta strandferð fer um Norð-
urland í áliðnum september. Er þetta
ekki of snemma hvernig sem í árilæt-
ur, hvað þá heldur nú eins og á er
statt? Hjá þeim er meiri haustverzlun
enn öðrum íslendingum, og það er of
snemma sem skipið fer um hjá þeim
rétt eptir réttir, eða áður enn bændur
hafa getað safnað haustarði sínum í
verzlanirnar. Fyrir verzlanirnar er einn-
ig óhagur að því, að þær vörur, sem
koma inn eptir miðjan september eða
frá því um réttir, verða að fara með
seglskipum eða bíða næsta sumars.
þ>au eru eklci eins fær og gufuskipin
um að fara leiðar sinnar, og eru alt of
dýr, ef þau ekki geta fylt sig með
farmi. það á strandferðaskip hægra
með, af því að það kemur á marga
staði, og mælir því næsta mikið með
gufuskipsferð síðast í október.
Sú mótbára er almenn, aðhafnirnar
á norðurlandi sé svo slæmar, að gufu-
skip eigi ekki að fara á þær úr því
komið sé fram i október. Hvernig
sem þessu nú er varið, þá getur þó
engi neitað því að Akureyri og Borð-
eyri sé þó fullgildar hafnir, og þareru
þá tvær. Lítið er betra enn ekki neitt,
og það væri þá rétt að rannsaka hvort
ekki mætti gera Sauðárkrók að tryggi-
legri höfn með nokkrum tilkostnaði,
eða jafnvel finna höfn utar í firðinum,
sem nota mætti. £>að er svo áríðandi
fyrir Norðlendinga að fá gufuskipsferð
í október, bæði hvað haustverzlan snertir
og vörubirgðir undir veturinn, eða þeg-
ar hafís varnar ferðum sumarlangtfram
á höfuðdag, að þetta atriði ætti að
rannsaka.
Vér vitum það vel að gufuskipsferð
í október á fáeinar hafnir yrði til þess
að kveða dauðadóm yfir fáeinum smá-
borgum á Norðurlandi. Nauðsyn brýt-
ur lög, enn það má vel gera ráð fyrir
því, að þegar á hag almennings er lit-
ið, enn ekki nokkurra, sem búa { grend
við smástaðina, að þá sé Norðurlandi
það í öllu haganlegra að koma upp
fáum, enn öflugum verzlunarstöðum,
heldur enn að dreifa verzlunarkröptun-
um.
Fjölgun á gufuskipaferðunum hefir
einkum kostnað í fÖr með sér, enn hún
loiðir af sér svo mikinn óbeinlínis hag,
að það verður minna enn í fyrstu sýn-
ist, þegar ekki er litið á annað enn
krónufjöldann. Skortur á vörubirgðum,
og það fram á höfuðdag getur lagt
fjölment hérað í eyði, og sá skaði verð-
ur ekki reiknaður út í krónum.
Eru nú þessar hringferðir hugsan-
legar? ]->að er nú eitt sem vandi er
úr að ráða, úr því að Danir kosta helm-
ing til ferðanna, og vilja svo haga öllu
eins og þeim þykir henta. feir, sem
hafa myndað þetta sainfélag, þekkja
ástæðurnar, sem reynslan hefir sýnt
oss á þessu sumri, að vel gæti það
komið fyrir, að hagkvæmara væri að
láta aðalstöðvar strandferðanna vera í
Reykjavík enn i Kaupmannahöfn. Geti
skip ekki komizt fyrir Langanes, eins
og ferðunum nú er hagað, hörfar það
aptur, og reynir þrem vikum síðar að
komast fyrir Llorn. Hepnist það ekki,
fer það leiðar sinnar til útlanda, og
byrjar svo á nýjum leik 3—4 vikum
siðar, belgfult af vörum, sem ekki kom-
ast á verzlunarstaðina.
Væri nú ekki eins hagkvæmt að
láta gufuskipaferðirnar milli íslands og
útlanda hafa aðalstöðvar sinar í Reykja-
vík, og láta svo strandferðaskip fara frá
Reykjavík 2svar meðan hitt skipið fer
eina leiðina til og frá útlöndum ? Strand-
ferðaskipið getur farið tvær ferðir með-
an hitt fer eina, aðra ferðina vestur-