Þjóðólfur - 18.11.1882, Síða 2
108
fyrir og á Akureyri, hina ferðina aust-
urfyrir og á Akureyri. Sé nú t. d.
fært fyrir Horn og urn Húnaflóa, gæti
skipið komið á Borðeyri og' Skaga-
strönd, og farið aptur til Rvíkur. þ>ar
yrði þá nægar vörubirgðir. Enn með
þeirri tilhögun, sem nú er, hefði skipið
ef til vill, ekki getað komizt þangað
sökum ístálmunar austur. ísinn er svo
mjög á hreifingu, að það verður að taka
hverja stund sem gefst, og þetta yrði
hægra, ef aðalgöngur strandferðanna
færi frá Rvík til Akureyrar og frá Ak-
ureyri til Rvíkur á víxl fyrir Horn eða
Langanes, ávalt sömu leið aptur.
þ>að, sem haft er á móti þessu, er,
að landsmenn þurfi að láta ferðirnar
ganga til Rvíkur og frá Rvík, til þess
að þeim verði því hægra fyrir að kom-
ast til og frá Rvík ; annars verði þeir
að bíða næstu ferðar. Hinn ókosturinn,
sem á er talinn, er sá, að það þurfi að
ferma um í Rvík. þ>essu fylgir ekki
svo mikill kostnaður, ef skip er haft á
höfninni í Rvík til vörugeymslu, eins
og Slimon hefir gefizt svo vel. Hin
vandkvæðin eru verri, enn þó ekki svo
að þau sé í neinu verulegu meiri enn
agnúarnir á því fyrirkomulagi, sem nú
er á.
Á síðari árum hefir verið bæði hugs-
að og rætt um það, að koma á gufu-
bátaferðum á Faxaflóa og Breiðafirði,
og ætti menn ekki að láta það mál
kyrt liggja. Á þessu ári hefir og sá
atburður orðið, sem lengst er síðan að
skeð hefir, og það er að skip hefir á
þessu sumri farið hina írsku leiðy, og
lengst inn í Hvammsfjörð og hepnað-
ist það vel. Ef að gufuskip ekki getur
komizt fyrir Horn, getur það þó kom-
izt inn í Hvammsfjarðarbotn, og væri
þar kaupstaður með gufuskipsferðum,
gætu margir menn að norðan leitað
þangað, þegar allir vöruflutningar væru
bannaðir á höfnunum fyrir norðan* 2.
Norðlingar sóttu verzlun að Borgarnesi
í sumar, og voru þar ekki vörubirgðir
fyrir, enn hægt hefði verið að ná í þær
frá Rvík, ef gufubátur hefði farið þar
um flóann.
Fyrir ferðamenn og pósta getur það
munað miklu, ef gufuskipsferð gæti
verið til Rvíkur úr Hvammsfjarðar-
botni eða frá Hvítárósum. Ef vöru-
flutningar bregðast sumarlangt fyrir
norðan, er nauðsynlegt að gufuskip
komi á þessa staði, því þaðan er gatan
greið, bæði til Rvikur og útlanda.
Vér höfum nú talið upp nokkur at-
J) pað er í sögum haft, að eyjasund þetta sé köll-
uð „írska leið“, af því að Irar hafi í fyrndinni
farið inn í Hvammsfjörð til verzlunar um eyja-
sundið utan til í firðinum, og mun það reynast
hættulítið fyrir gufuskip að sigla þar inn.
2) Nú í haust voru vankvæði á að sigla upp Borð-
eyri í annað sinn, og var þá þaðan rekið á fimta
þúsund fjár hinn langa veg suður til Reykja-
víkur til þess að flytja þaðan til Skotlands; það
hefði verið hagkvæmara að þurfa ei að reka
það lengra enn i Hvammsfjörð.
riði sem rétt væri að hugsa um, til
þess að ráða úr það sem bezt má vera.
Aðalatriðið er að tryggja sem beztverzl-
unarvegi Norðlendinga, og um leið koma
samgöngunum í sem bezt horf, bæði
þar og annarstaðar á landinu. þ>ó að
Norðurlandi kunni að verða borgið í
þetta skipti, af því að tvær gufuskips-
ferðirnar hepnuðust, og meiri aðflutn-
ingar urðu enn við var búizt, ættu menn
eigi að láta hurð skella svo nærri hæl-
um sem nú, ef hjá verður komizt.
Fjárkaup í lteykjavík.
Fjárverzlun hér í bænum hefir í haust
verið allmikil. Eggert kaupm. Gunn-
arsson hefir flutt út á gufuskipi sínu
2500 fjár, og Coghill mun einnig flytja
héðan einn farm með norðlenzku fé og
nokkru héðan. Sauðfé hefir verið með
dýrasta móti. Verð á kjöti var; 25 a.
(50 punda föll), 22 a. (niður að 40 pd.),
og 20 aura fyrir rýrara kjöt, mör 30—
33 a. og gærur 30 aura pd. Aptur
hafa sveitamenn skipt hér mest við
kaupmenn, og þeir aptur selt bæjar-
mönnum ket, og lagt 2—3 aura á pd.,
á öllu fé rýrara enn með 50 pd. falli.
Sveitamenn hafa selt bæjarmönnum,
öðrum enn kaupmönnum með minna
móti af fé, ogaðjafnaði þá krafizt borg-
unar út í hönd, og sama verði og kaup-
menn selja aptur út frá sér. Af þessu
leiðir, að menn hér kaupa ket öllu
fremur að kaupmönnum enn bændum,
enn vér efumst stórlega um að þessi
verzlunaraðferð sé fjáreigöndum í hag,
og vér heyrum á hinn bóginn marga
bæjarmenn kvarta yfir þessari öfugu
verzlun. Enn þá tíðkast hin sama að-
ferð og áður, að bændur, þegar þeir
koma hingað, ekki hafa önnur úrræði
enn að reka fé sitt inn á milli húsa og
í allra handa skot, svo að lítt verður
þess vart þó að þeir komi með fé til
sölu. þ>að væri í þarfir bæði þeirra,
er selja og kaupa, að hér í bænum
væri eitthvert þrifalegt og hagkvæmt
gerði, sem féð væri rekið í, og allir
gæti gengið að kaupum. f>ar ætti og að
vera sláturvöllur og vog, svo að þeir
sem vildi selja föll og mörva og gær-
ur, gæti verzlað bæði fljótt ogvel. þ>að
mun vera ósk margra þeirra, sem mál
þetta skiptir nokkru, að bæjarstjórn
vor reyni til þesS að bæta úr þeirri
þörf sem er á að koma fjárverzluninni
í betra lag, og það verður ekki með
öðru enn að búa til hentugt stæði fyrir
fjárskurðarstað.
Bríí á Elliðaánum.
Vér getum nú glatt marga ferða-
menn með því, að segja frá því, að
sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu
hefir af ráðið að leggja brú yfirElliða-
árnar, og á nefndin þakkir skilið fyrir
það, að hún nú ætlar að ganga sköru-
lega fram í mál þetta. þ>að er altalað,
að skoðun hr. Balds á ánum í fyrra
sumar hafi til einskis leitt, og að í Rvík
sé jafnvel fleiri enn einn, sem vilji tak-
ast verk þetta á hendur, enda höfum
vér frétt að áreiðanlegur smiður hafi
boðizt til þess að ganga frá brúnum og
leggja alt til í þær fyrir 12—i^ookr.
að fráskilinni hleðslu á stöplunum undir
þær, enn hvað hún muni kosta, höfum
vér eigi heyrt.
Crjöf til íslemlinga.
Danska blaðið „Nationaltidende“
herma það eptir norska blaðinu „Berg-
ensposten“, að Mr. Collins nokkur frá
Glasgow, sem í sumar hefir siglt um
firðina á vesturströnd Noregs á skipi
sínu „Gladish“, hafi í Stafangri látið
hlaða skip þetta með vörur til íslands
og fengið norska menn á það tilþeirr-
ar ferðar. „Gladish“ á að færa bág-
stöddum íslendingum niðursoðnar mat-
birgðir fyrir 2000 kr. og önnur mat-
væli fyrir 3000 kr.
Yerzlunarsamniiigur I)ana við Spán
og íslenzki íiskurinn.
í „Nationaltidende“ 17. okt. stend-
ur; Hingað er komin hraðfrétt sú frá
Spáni, að Noregs stjórn hefir tekizt að
endurnýja verzlunarsamning sinn við
Spán. Sé þetta satt, og Danastjórn
takizt eigi að fá verzlunarsamning þann
milli Dana og Spánar endurnýjaðan,
sem er á enda 18. þ. m., er útflutningi
af fiski frá Færeyjum og íslandi hinn
mesti háski búinn.
Árferði eystra. Með gjafakorni
því, sem skipað var upp i Vestmanna-
eyjum, álíta menn að austan, að hung-
ursdauða sé forðað þar um sveitir í
vetur. Fé hefir ekki verið fækkað þar
meira en venjulegt er, en það kemur
af því, að menn alment feldu búpen-
ing í vor hrönnum saman, svo að ó-
hætt er að telja, að í Vestur-Skapta-
fellssýslu og Rangárvallasýslu hafi
menn í haust við réttir átt þriðjungi
færra fé en að undanförnu. þ>ar um
sveitir neyddust menn og í sumar til
að hirða hey sín lítt þur og stórskemd
og í haustrigningunum drap hey manna
svo, að komi eigi góður vetur, er hin-
um litla búpening manna mesti háski
búinn. Enn áttu menn úti hey svo
þúsundum hesta skipti, er aldrei varð
hægt að koma í garð, og má nú telja
það alveg tapað.
Að vcstan. Alþingismaður vestra
hefir ritað oss á þessa leið : Hér eru
allir reiðir við ísafoldargreinina í 21.
bl. 84. með hverri að höfundur greinar-
innar hefir gert mikið ilt, og við al-