Þjóðólfur - 22.12.1882, Blaðsíða 3
125
timanum, að þjóð vor er komin svo
langt í menningu, að það borgar sig
hér á landi eigi síður en meðal annara
mentaðra þjóða, að gera slík hús svo
vönduð og prýðileg, sem kostur er á.
Félagið „Ingólfur“.
Hér i bænum er nýstofnað félag, er
„Ingólfur" nefnist. „Tilgangur þess er,
að veita félagsmönnum kost á að koma
saman til siðsamlegrar skemtunar og
þar með að glæða félagslíf og annað
fagurt og gagnlegt, sem það getur
haft í för með sér“. Skemtun þessi
mun einkum verða í því fólgin, að fé-
lagsstjórnin er félögum úti um marg-
raddaðan söng á samkomukvöldunuin
og sér um, að þeir, er hún telur fær-
asta til þess, haldi ræður og fyrirlestra
um ýmis almenn efni, bæði til þess að
fræða og skemmta áheyrendum og
temja þeim, er slikt takast á hendur,
ræðuhöld og fyrirlestra. Félagar eru
annaðhvort ársfélagar eða gestfélagar,
jafnt karlar sem konur; gestfélagar
eru þeir utanbæjarmenn, sem ganga í
félagið að minnsta kosti um einn mán-
uð, þó eigi fullt félagsár; hafa þeir
félagsrétt, þó eigi atkvæðisrétt um fé-
lagsmálefni. Ársfélagar mega eigi
vera fleiri en 60, nema félagsmenn taki
aðra ákvörðun um það. Félaginu
stýrir fulltrúanefnd, er hverjir 5 félags-
menn kjósa einn í, en fulltrúanefndin
kýs framkvæmdarstjórn úr sínum flokki.
Oski einhver inntöku í félagið, verður
að bera hann upp við fulltrúanefndina
og séu 2/g hennar með inntökunni, er
hann borinn upp á fundi og verður
æskjandi félagsmaður, ef % fundar-
manna greiða atkvæði með upptökunni.
Tillagið er 1 króna fyrir hvern félags-
árs mánuð, en félagsárið telst frá 1.
söngur heima hjá honum. Svona leið æfi
hans hægt og þýðlega áfram ; hann lifði
spekingslífi, sem hélt sér langt frá glaumi
og glamri daglegra viðburða, og helgaði
alla krapta sína hinum djúpu leyndardóm-
um, myndun lífsmyndanna. Hann andað-
ist í faðmi Francis sonar síns, er hafði
verið skrifari hans og aðstoðari á síðustu
árum hans, 19. dag aprílmánaðar 1 vor er
leið ; England lét honum látnum í té hina
mestu virðingu, er það gat, með því, að
hann var jarðaður í 'Westminster-Abbedy
hjá tveimur hinum frægustu vísindamönn-
um heimsins, Newton og Herschel.
okt. til 30. apríl. Heimilt er hverjum
félaga að taka 1 mann með sér á
skemmtifund. Félagsmenn koma sam-
an fyrst um sinn tvisvar í mánuði, á
hótelli því hinu nýja og vandaða, er
hr. Halberg hefir látið reisa. Félagar
eru þegar orðnir um 50 og beiðast
margir inntöku á hverjum fundi.
Eins og hverjum manni er auðsætt
eru félagslög þessi mjög trjálsleg,
einkum þykja oss heppileg fyrirmæli
þau, að fimmt hver kjósi einn fulltrúa.
Vér höfum haft færi á, að komast að
því, hvað félagsstjórnin ætlar sér með
framkvæmdir fyrst um sinn og þykir
oss það allt heppilega og skynsamlega
raðið. Sérstaklega skulum vér taka
það fram, að það má verða til mikils
gagns og fróðleiks fyrir félaga, að
ræður og fyrirlestrar verði haldnir,
enda er bráð nauðsyn á því hjá oss,
að mönnum gefist færi á að temja sér
að tala á mannfundum. J>að er al-
gengt í öllum slíkum félögum erlendis,
en mun vera i fyrsta sinn, sem slíkt
kemst á hér á landi. Eigi er heldur
því að gleyma, að fagur og margradd-
aður söngur er skemmtun, sem eigi
er algengt að fá að njóta hér og má
að slíku verða hin mesta félagsgleði.
Fulltrúar eru þegar kosnir fyrir
fimmtir þær, er gengnar eru í félagið
og hefir fulltrúanefndin kosið Steingr.
Thorsteinson til forseta félagsins, faktor
Gunnlaug Briem til skrifara og faktor
Jón V. Jónsson til féhirðis.
Óveitt brauð
auglýst 25. nóv. þ. á.
Breiðabólsstaffur á Skógarströnd
í Snæfellsnessýslu (Breiðabólstaðar- og
Narfeyrarsóknir), metinn 987kr. 6oa.,
veitist frá fardögum 1883. Frestsekkja
er i brauðinu, sem nýtur Vl2 af tekj-
um þess. Landssjóðsskuld hvílir á
prestakalli þessu, að upphæð 450 kr.,
sem árlega afborgast með 50 kr. og
ávaxtast með 4%.
„T0MBÓLA“
verður haldin í nýja barnaskólahúsinu á
Seltjarnarnesi, föstudaginn inn 29. ,þ. m. frá
kl. 12-4 og 6-12 e. m. Ágóðinn gengur til
barnaskólans,
Óskandi væri, að sem flestir vildu styðja
þetta fyrirtæki, þarsem Seltjerningar hafa í
verkinu hafa sýnt brennandi áhuga sinn á
máli þessu, með því að reisa barnaskólanum
prýðilegt hús. — Bitstj.
Skipstrand.
I seinustu viku strandaði skip fyrir fram-
an Vatnsleysuströnd um nótt; skipið nefnd-
ist »Ásta« og var fermt salti frá Englandi.
Skip og farmur eign Duus kaupmanns í
Keflavík. Menn allir björguðust í land.
Veðuráttufar í Reykjavík
í nóvembermánuði.
í þessum mánuði hefir verið fremur
óstöðugt og fremur kalt. 1. logn,
bjart veður, að kveldi genginn til norð-
urs ; 2., 3., 4. norðan hvass; 5. land-
norðan ; 6. logn (ofanhríð) ; 7. land-
norðan; 8., 9., 10. norðan. 11. logn,
fagurt veður; 12., 13. landsunnan með
talsverðri rigningu ; i4.útsunnan, hvass,
með byljum ; 15. hægur á austan með
krapasletting ; 16. bjartur við austur ;
17. landsunnan, hæg rigning; 18. logn,
dimmur, rigning ; ig. hægur á norðan ;
20., 21., 22. logn (norðan til djúpanna);
23., 24,, 25. hvass á norðan ; 26. kol-
dimmur á vestan með ofanhríð að
morgni, gekk síðan til norðurs, hvass ;
27. logn ; 28. logn að morgni, síðan
hvass á norðan ; 29. austan, haghríð
um kveldið ; 30. hvass á austan með
krapa og síðan rigningu, logn að kveldi.
Snjór hefir fallið hér fremur litill;
aðfaranótt hins 6. féll hér fyrsti snjór
og gjörði alhvítt.
Hitamælir hæstur (um hád.) 3. -þ 3°R.
-----lægstur (— —) 27.31-f- 8° -
Meðaltal um hádegi...........-f- 1 -
------ á nóttu.............-f-3,070 -
Mestur kuldi á nóttu (að.f.n. h.
28. 29.)...................-f- io°-
Loptþyngdamælir hæztur 2g. . . . 30,20
--------- lægstur 18. . . . 28,80
Að meðaltali.....................29,70
Rvík bis'ÍH J. Jónassen.
Hitt og þetta.
Vér ætlum oss ekki að skera úr því,
hvor hafi rétt af tveimur trúarbragðaflokk-
um, þegar þeir formæla hver öðrum. En—
— — öld eptir öld, alt til þessa dags hefir
sú lýgi hljómað til vor, að einungis trúin
geri menn sæla, en kærleikurinn þar á mót
blinda, og það er eigi hægt að reikna, hve
mikið blóð og hve mörg hafa runnið sökum
þessarar lýgi. Látum oss nú halda þeim
sannleik föstum, að það er kærleikurinn, er
gerir menn sæla, en trúin gerir þá blinda,
og látum oss berjast fyrir þessari setningu
allsstaðar, ávallt, af öllu voru hugskoti og
öllum vorum mætti.
Karl Emil Franzos : «Milli Don og Donau».
»Sú er stærst bölvun, er hvílir á vondum
manni«—segir áusturlandamáltak eitt—»að
hann getur eigi orðið góður, þótt hann
vilji«. Sú bölvun hvílir á harðstjórnarríkj-
um, að þau geta eigi orðið réttlát, þótt þau
vilji, og að þau hljóta að mylja jafnvel þar,
er þau gera sér far um að hefja og reyna að
breiða út hamingju.
(Karl Emil Franzos).
það er að eins eitt læknisráð við veiki,
er kemur af nýfengnu frelsi og þetta meðal
er—frelsi. þegar fanga er sleppt út úr
myrkrastofu sinni, þolir hann eigi dags-
birtuna þegar í stað, hann þekkir eig'i liti
hvora frá öðrum og kannast eigi við andlit
manna. Báðið við þessu er eigi það, að
hneppa bann aptur í myrkvastofu, heldur