Þjóðólfur - 22.12.1882, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 22.12.1882, Blaðsíða 4
126 að venja hann við sólargeislana. Ljómi saunleikans og frelsisins getur í fyrsta bragði orðið ofbirta og sjónir þjóðum, sem orðnar eru hálfblindar í húsi þrælkunarinn- ar, en látum þær að eins horfa og þess mun eigi langt að bíða, að þær venjist birtunni. (Macaulay: Milton). Messur í dómkirkjunni um hátíðirnar. Aðfangadagskvöld kl. 6, kvöldsöngur: kand. Jóhann J>orsteinsson. — Jóladag, kl. 11: síra Helgi Hálfdánarson. — kl. l'/s dómkirkju- presturinn (dönsk messa). — Annan í Jólum, áhádegi: dómkirkjupresturinn.— G-amlaárskvöld, kl. ö, kvöldsöngur: dómkirkjupresturinn. — Ný- ársdag, á hádegi: Sami. Rvik 2i. des. 1882. Hallgr. Sveinsson. Auglýsingar. M. L. Möller & Meyer Giothersgade ,M 8 i Kjöbcnhavn anbefaler alle Husholdnings- og Delikatesse- Varer; Farvevarer, Spirituosa, som Rom, Cognac og Banco.—Apothekervarer. Andre Varer hesörges uden Avance. Priskurant tilsendes Pranco. (M 7401) Hermed tillader jeg mig at bekjendt- gjöreatjeg har overdraget Herr Kjöb- mand W. Fischer i Reykjavik Eneudsalg af mine reelle ægte ungarske Vme og Spirituosaer for Faxebugten paa Is- land. ■ Jeg garanterer kun for disse Vines Ægthed naar mit Navn findes i Lak- ken. Kjöbenhavn, i November 1882. J. Bauer. í sambandi við ofanprentaða auglýs- ingu, auglýsist hjer með að verzlun W. Fischers’ nú hefir fengið nýjan aðflutn- ing af ýmsum tegundum af ungversku vini sem seljast með sama verði og J. Bauer selur þau í Kaupmannahöfn að innflutningsgjaldinu hjer viðbættu. Enn fremur fást ýms önnur vínföng svo sem : gott Sherry á 2 kr.—2 kr. 25 aur. Sherry Cordial Liqueurar, ýmsar tegundir Banco Almtafts Punch Champagne Cognac Egta Mumms Champagne og aðr- ar tegundir Carlsberger Export Ö1 Vindlar, ýmsar tegundir Sukat, Sago, Kartöflumjöl, þurkuð Epli, Kongothe, Citronolia, Soya, Gjærpulver, fínt Kex, Confect, Rusínur, Stearínljós, Reyktóbak, Sardínur, Kirsuber, Mac- caronie, Rismjöl, Lárberjalauf, Capers. G. Finnbogasen. íslenzkt hvalveiðafjelag. Svo framarlega sem nógir hluttakendur fást, ætlar undirskrifaður að stofna hvalveiða- hlutafélag, og er áformað, að aðalaðsetur fjelagsins verði á Isafirði.— Hlutabréf þurfa að vera hér um bil 150 að tölu, og hvort á 1000 kr. Sérhvern, sem vill taka þátt í þessu fyrir- tæki, bið eg hið bráðasta að snúa sér til hr. alþingismanns Th. Thorsteinson hér á Isa- firði. Skip og áhóld verða af hinum nýjustu og beztu, er fengist geta í Norvegi, þar sem hvalaveiðar hafa hin síðustu ár gefið hlut- takendum stórkostlegan hag. ísafirði, 28. sept. 1882. . A. Hansen. Dampkogeriet Torfnes. Hér með auglýsist, að þeir menn úr Rangárvalla- og Skaptafellssýslu, er verzlunarviðskipti hafa eða framvegis vilja hafa við verzlun J. P. T. Brydes i Reykjavik og sem hafa menn til útróðra suður við sjó, geta fengið úti látið salt á Míðnesi, Garði, í Njarðvíkum og Yogum. Einnig verður móttekin fiskur frá sömu verzlun á nefndum stöðum, og ef þess verður óskað, vörum svarað út á hann við verzlun hins sama kaupmanns í Yestmanncyjum. Reykjavík, 28. nóv. 1882. Ol. Amundason. Innri-Hólmur fæst til ábúðar á næstkomandi vori og geta þeir sem vilja, samið um það við eiganda jarðarinnar Kristján Símonarson bónda á Innra-Hólmi. þessi jörð, sem er nafnfræg fyrir það að hún var lengi í fyrri tíð höfð- ingja setur, hefir mikið til síns ágætis: töðu- völl góðan (400 hesta), engjar miklar og grasgefnar og liggur vel við öllum jarðabót- um; þaðan er útræði og afli jafnan í flest- um árum; jörðin á ítök og hlunnindi. Leigu- málinn skal verða sanngjarn og fáanleg er er jörðin til kaups. þegar hér í Landmannahreppi gekk yfir hin mikla neyð næstliðið vor,—þegar jarðir eyðilögðust hér af sandfoki enn sauðfé og hross hrundi niður sem gras og kýr urðu nytlausar og komnar að því að falla af fóð- urskorti, urðu hér svo mikil bjargar þrot manna á milli, að margt fólk dró fram lífið einungis á kjöti af horföllnum fénaði, urðu þá nokkrir til að rétta þessari bástöddu sveit hjálparhönd. Nefni eg þar til fyrsta Stokks- eyrarhreppmenn, sem sendu hingað mér til úthlutunar meðal þeirra bástöddustu mat af ýmsu tagi á 10 hestum sem þeir lögðu til ó- keypis. Maturinn var þessi: 140 pd. harðfisk 60 - smjör V* tunn. rúgmjöl 40 pd. kaffi 40 - kandís 20 - export kaffi 150 - grjón 20 pt. lýsi 20 pd. tólg 75 - rúg 75 - b.bygg Fyrirþessariríkmannlegugjöf gengust: herra kaupmaður G. Thorgrímssen á Eyrarbakka, Guðmundur ísleifsson, l-'orgari, á Háeyri og Grímur Gíslason bóndi á Óseyrarnesi. þor- varður Guðmundsson hreppstjóri á Sanda- vík gekkst einnig fyrir því með sína lirepps- menn að menn héðan fengu þar lánaða 7 hesta án allrar borgunar, til að flytja að sér bjargræði utan af Eyrarbakka. Einnig má geta bræðranna Amunda og Felixar á Bjólu og Jóns Eiríkssonar á Bjóluhjáleigu sem bæði tók kýr héðan til fóðurs og hjálpuðu þar að auki um hey að miklum mun og hafa og hafa tveir þeir síðar töldu gefið upp í þeirri skuld nær 30 kr. Fyrir hönd minna fátæku sveitunga þakka eg þessum mönnum og öllum sem fyrir þeirra orð og af eigin hvöt hafa sýnt þessum bá- stadda hrepp örlæti sitt og hjálp. Línum þessum bið eg útgefanda þjóðólfs að ljá sem fyrst rúm í blaði sínu. Flagveltu, 30. ágúst 1882. J. Jörundsson. Næstliðið sumar gaf herra kaupmaður H. P. Duus í Keflavík 6 fátækustu búendum Landmannahrepps korn og kaffi upp á 100 kr. Bóndinn Gísli Hannesson á Kotferju sendi hreppnum að gjöf 30 kr. í peningum. Fyrir hönd þiggjendanna, þakka eg þess- um veglyndu mönnum þetta mannkærleiks- verk. Flagveltu, 8. desember. J. Jörundsson. TT tapaðist úr heima högum brún hryssa 4. v., aljárnuð affext, stýft neðan af tagli, mark: hangandi fjöður framan bæði. Hver sem hitta kynni hryssu þessa er beðinn að koma henni til mín eða gjöra mér aðvart mót sanngjarnri borgun. Hvaleyri, 1882. Jón Jónsson. Nú í haust var mér dregin lambhrútur með mínu marki: lögg aptan hægra, hamar- skorið vinstra, sem eg ekki átti og getur eigandi vitjað hans til mín. Lækjarbotnum á Landi. Jóhann Sœmundsson. Hvít gimbur veturg. var mér dregin á næstliðnu hausti, mark, hálft af apt. hægra, standfj. fr., gat vinstra. Og getur eigandi vitjáð til Br. Jónssonar að Mikunesi í Holtum. I miðjum októbermánuði næstliðnum fannst ofarlega með Grímmannsfelli við Mosfellsheiðarveginn kútur með brennivíni og má sá sem sannar hann eign sína, vitja hans til mín ef hann borgar fundarlaun og þessa auglýsingu. Bústöðum, 5. des. 1882. Jón Olafsson. Að kveldi 12. nóvembers þ. á. andaðist að Yindási í Landmannahreppi merkisbóndi Jón þorsteinsson. Seinna verður hans helztu æfiatriða getið. mmmKmnmmmBKmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmtaxtmmmmmmaBmmmammm Afgreiðslustofa þjóðólfs: ,JW. 8 við Austurvöll. Útgefandi og ábyrgðarmaður Kr. Ó. þorgrímsson. Prentaður í prentsmiðju Isafoldar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.