Þjóðólfur - 22.12.1882, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 22.12.1882, Blaðsíða 1
PJÓÐÓLFUR 34. ár. Kostar 3 krónur (erlendis 4 krónur), á að borgast fyrir lok ágústmánaðar. Reylíjavík 22. des. 1882. XJppsögn á blaðinu gildir ekki, nema ni i^i X hún sé gjörð fyrir I. okt. árinu fyrir. »5X. UlchO. Verzliinarsamninguriin) við Spán. í „Dagblciðmu“ danska 21. okt. stend- ur aðsend grein, undirskrifuð P.; grein- in er þannig: „Hinn 18. okt. voru verzlunarsamn- jngar Spánar bæði við Svíaríki ogNoreg 3g Danmörk á enda. f>að, sem Noreg >g Danmörk mestu skiptir, er tollurinn . saltfiskinum, þar sem Spánverjar er ú þjóð í Evrópu, er mest neytir salt- sks. Til 23. júlí þ. á. var tollur af altfiski á Spáni iókr. 92 aura1 af 100 kílóum2, eða 27 kr. 7 aura af skippund- inu (320 pundum). Eptir tolllögunum 23. júlí þ; á. er tollurinn fyrir þau lönd, er verzlunarsamning hafa við Spán, 13 kr- 43 a. af 100 kílóum eða 21 kr. 54 aur. af skippundinu, en fyrir þau lönd, er engan verzlunarsamning hafa, verður tollurinn 16 kr. 56 aur. af :oo kílóum, eða 26 kr. 50 aur. af skip- pundinu. Svíariki og Noregur lagði þegar al- hug á, að fá verzlunarsamninginn end- urnýjaðan; fyrst varð því til vegar kom- ið, að einungis lægri tollurinn var lagð- ur á alla saltfisksfarma þá, er upp var skipað fyrir 18. okt., og svo fékst verzl- unarsamningurinn lengdur. þ>essi lönd hafa eigi horft i, að sýna Spáni ívilnun nokkura, með því að lækka tollinn á spönskum vörum, einkum vínum. J>að 1) Eiginlega 23 pesetur 50 sentimur í spönskum peningum, en peseta er 72 aurar. 2) Kílóa er spanskt þungamál, hjer um bil 2 pd. I liggur í augum uppi, hve mikilsvert málið er Noregi, er menn gæta þess, að á árunum 1875—79 fluttust jafnað- arlega á ári hverju 549,700 centner eða 27,485,000 kilóur af norskum saltfiski til Spánar. Við verzlunarsamninginn sparar Noregur sér 3kr. 10 a, afhverj- um 100 kílóum í tollfé, og þessi mis- munur yrði 852,035 kr. á ári, ef jafnað væri niður á 5 hin síðustu árin. Að tiltölu er málið einnig mikilsvarð- andi fyrir ísland. Saltfiskur sá, er flutt- ur var beina leið frá íslandi til Spán- ar, var: árin centner kíl. 1878— 79 hér um bil 55,000 eða 2,750,000 1879— 80— — —- 68,500 — 3,425.000 1880— 81 -— — — 86,000 — 4,300,000’ 1881— -82----------77,000 — 3,850,ooo2 og eptir því, |sem menn geta ætlazt á um, verður saltfiskurinn frá íslandi, er flytst beina leið til Spánar árið 1882—83 kílóur hérumbil 77,000 centn., eða 3,850,ooo3 í 5 ár hér um hil 18,175,000 eða jafnaðarlega á ári 3,635,000 Frá 18. okt. verður að borga hærri tollinn af íslenzka saltfiskinum og mun- urinn, 3 kr. 10 a. af hverjum xoó kíló- j um yrði að jöfnuði ár hvert af 5 síð- | 1) Auk þess hér um bil 11,000 sentner, eða 550,000 kílóur fluttar frá Kaupmannahöfn. 2) Auk þess hér um bil 7,600 sentner, eða 388,000 kil. fluttar frá Kmh. 3) Auk þess hér um bil 8,000 sentn., eða 400,000 kil. fluttar frá Kmh. ustu árunum hér um bil 112,585 krón. eða af 3 síðustu árunum 124,000 kr. ár hveri; en auk þess hér um bil 15,700 kr. af íslenzka saltfiskinum, sem flyzt frá Kaupmannahöfn. Framvegis verða ísland og Færeyar ver stödd en Nor- egur, og þurfa að borga hér um bil 5 kr. meira í toll af skippundinu a aðal- saltfisks-markaðinum. En afþessuleið- ir, að þeir, er fiskinn afla, sjómennirn- ir, munu framvegis fá hér um bil 5 kr. minna fyrir skippundið, en ef svo væri um hnútana húið, að þeir hefðu jöfn kjör og Norðmenn. Um þessar mundir, er menn sýna svo mikinn áhuga á ástandinu á íslandi, mundi almenningi þykja það máli skipta, að fá að vita hvað ráðgjafinn fyrir ís- land hefir gert til þess að spara íslandi árleg útgjöld, er nema 120,000 kr., og koma niður á þeim, er einna fátækastir eru af íslendingum, hvort hann hefir reynt til að koma til vegar verzlunar- samningi milli Spánar og íslands með því að bjóðast til að lækka eða jafnvel af nema toll þann hinn háa, er lögskip- aður er á íslandi af heitum vínum, 45 aura af flöskunni eða pottinum, ef vínið er á tunnum, og hvort útlit sé fyrir að slíkur samningur komist áinn- an skamms. Menn geta vonazt eptir að þér, hr. ritstjóri, með því vinsamlega að taka línur þessar í blað yðar, fáið ráðgjafann fyrir ísland til að skýrafrá, Charles Darwin. (Framh. frá bls. 113). I þessu eru fólgin hin fjarskamiklu áhrif, sem Darwin hefir, gert á sína öld, og eptir- tfðina. Hann hefir leitt það svo í ljós, að örðuglega verður í móti mælt, að hin mikla fjölgun og viðkoma allra skepna mundi leiða að því takmarki, að fylla hvert svæði og hvern kima í hinni stórkostlegu bústjórn náttúrunnar. Hann sýndi, að þessi offjölg- un leiddi óhjákvæmilega til hemjulausrar og hvíldarlausrar »baráttu um tilveruna«, og þar mundi að síðustu hinn sterkari lifa, en hinn veikari bíða ósigur og deyja. En með djúpskygni sinni sá hann á framrás náttúru einstaklinganna, að hverjar þær skepnur, er heyja stríð um tilveruna, breyt- ast af nauðsyn, þ. e. fullkomnast sífelt meira og meira, unz þær hafa öðlazt þá mynd og eiginlegleika, sem í öllu eru sam- kvæinir þeim kröfum, sem heimurinn fyrir utan þær, og viðureign þeirra við aðrar lif- andi skepnur þarf með af þeirra hendi til þess að þær geti staðizt. þar kemur því fram eins konar úrvalning einstaklinganna af hverrri tegund, sem betur eiga við og hægara geta svarað til skilyrðanna fyrir því að geta verið til, heldur en hin upp- haflega mynd þeirrar kyngreinar. Fyrir því er skoðun Darwins á uppruna tegund- anna nefnd mrvalsskoðum (seleetionstheori). þessi úrvalning kemur eigi fram af vitund skepnunnar sjálfrar, heldur er hún henni ósjálfráð, líkt og þegar fjármaðurinn velur til viðhalds beztu einstaklingana, eða bitur frostnótt drepur veiku blómin, enn sleppir hinum öflgari; þetta er líkt og fer um of- fjölgun manna á einhverjum stað. Hefir Darwin opt tekið það til dæmis. Vegna þess, að það er sífeld offjölgun í dýra- og plöntu-ríkinu, sífeld framsókn og viðleitni að brjótast út að og út fyrir takmörk viðhalds- meðalanna, hlýtur að koma fram barátta um tilveruna, þar sem þeir af hinum lif- andi hlutum (organism), er veikari eru fyrir, bugast fyrir hinum sterkari, eða sem betur eiga við þau lífsskilyrði, sem fyrir hendi eru. Ef þetta tilverustríð væri ekki, þá væri og heldur engin nauðung, er knýði til framfaranna hjá skepnunum, og þá mundi og vanta allar þær hvatir, er orsaka myndanir tegundanna, skipa þeim niður og leiða þær til lykta. þ>að, að finna þessar hvatir, og slæða þær upp úr völundarhúsi náttúrunnar, og sýna þær og sanna með mörg hundruð dæmum, það er — sem áður er sagt — hið mikilfenga starf þessa mikla náttúruf ræðings. í fám orðum að segja, er árangurinn af rannsóknum og vísinda-starfsemi Darwins þessi: Allar tegundir lifandi skepna, sem til eru, eru afkomendur annara eldri teg- unda, er áður hafa lifað, og þær eru aptur komnar af öðrum enn þá eldri, og svo koll af kolli fyrir hjálp afbrigða- og flokka- myndunarinnar. Framsókn lífsglæðingar- innar gengur hægt og hægt, koll af kolli gegn um margar kynslóðir dýra- og gróðrar- lífsins, og allar þær tegundir, sem finnast af dýrum og plöntum, eru þannig til komn- ar á eðlilegan hátt, án þess að þær hafi komið inn í lífsmyndunina utan að eða ver-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.