Þjóðólfur - 20.01.1883, Síða 1

Þjóðólfur - 20.01.1883, Síða 1
ÞJÓÐÓLFR. XXXY. árg. Reykjavík, laugardaginn 20. janúar 1883. JH. 3 JjESSI ÁKGANGB „J>JÓÐÓIjI’S“ GILDIR EIirariG SEM VI. ÁRGAM'GK „SKUIjDAR". 'Wm_ ní>jöðólfr“ kemr venjulega út að forfallalausu hvern laugardag, ýmist */2 eða heil örk, als 36 arkir um árið. Verð árgangs er innanlands 3 kr. 20 a.; erlendis 4 kr. 50 a. Sá, sem eigi hefir til- kynt útgefanda fyrir r. októb., að hann segi sig frá kaupinu, er skuldbundinn að halda blaðið næsta ár, —Auglýsingar eru teknar í blaðið fyrir 12 u. línan af meðal-letri (burgeois), en 10 a. smáletrs- línan, eða þá 70 a. fyrir þumlung af dálksiengd.— Engar auglýsingar eru teknar upp, utan borgað sé út í hönd, nema frá sýslumönnum, hreppstjórum o. s. fr. eða mönnum, sem ritstj. hefir viðskifti við.— Auglýsingar, sem gjaldfrestr er veittr á, borgist lO°/0 hærra, en ella, og sé borgaðar í síðasta lagi innan 3 mánaða. Ritstjórinn býr í Aðalstræti nr. 9. — Heima kl. 4—5 e. m. Jón landritari Jónsson var fæddr hér í Reykjavík 1841 þann 23. apríl1 ; var faðir hans þá dómari hér í landsyfirréttinum. Hann fluttist barn að aldri til Danmerkur með for- eldrum sínum, er faön fiun cmbætti. Ilann var látinn ganga á latínuskóla í Kaupmannahöfn, af því að lækningatilraunir, sem jafnan voru reyndar við hann alla hans skólatíð, gjörðu það nauðsynlegt, að hann dveldi undir umsjá Kaupmannahafnar-lækna. Hann útskrifaðist af Metropolitan-skól- anum 1861. ö1/^ ári síðar tók hann próf í lögfræði með beztu einkunn við háskólann. Jafnframt lögnámi sínu hafði hann numið íslenzku að löndum sínum við háskólann í Höfn. Eftir þetta varð hann löggiltr umboðsmaðr föður sins, sem þá var bæjarfógeti í Álaborg. Var hann það um nokkur ár. 1868' heimsótti Jón ættjörðu sína og dvaldi hér um tíma. Var hann þá um stund settr sýslumaðr í Árnessýslu. 1872 fékk hann konungsveiting fyrir landritara- embættinu, og gegndi hann því embætti til dauðadags. 1875 var hann skipaðr lögreglustjóri í fjárkláðamálinu hvar þess, er kláða yrði vart hér á landi. Hélt hann því valdi, þar til er fjárkláð- inn var með öllu upprættr úr landinu. Viðrkendi alþingi þrek hans og dugnað í því máli með því að veita honum 1877 ioookr. sem viðrkenning í heiðrsskyni fyrir útrýming fjárkláðans. Ári síðar var hann settr bæjarfógeti í Reykjavfk, og gegndi hann því embætti 1878. f>að sama ár var hann kosinn alþingis- maðr í Skagafjarðarsýslu, og sat hann á alþingi 1879 í efri málstofu. 1880 var hann endrkosinn í Skagafjarðar- r) í vitnisburðarbréfi hans er hann talinn fæddr 29. apríl, og svo taldi hann sjálfr til. En í lcirkju- bókinni er 23. apríl talinn fæðingardagr hans. sýslu, og sat hann í neðri málstofu 1881. 1879 var hann kosinn bæjarfulltrúi í Reykjavík. Við landsyfirréttinn var hann um tíma skipaðr málaflutnings- maðr, ogjafnan fékst hann fyr og síð- ar mikið við málflutningar. það, sem hér er upp talið, bendir fljótt til þess, að það var starfsamt líf og efnisríkt, sem þessi maðr lifði; enda munu allir viðrkenna það, að annar eins elju- og starfsmaðr var hér eigi til. f>ótt líkaminn væri veikr og vanburða, þá var sálin sterk og starfsöm. Jón var skarpleiksmaðr að gáfum og skiln- ingrinn sér í lagi einkar-ljós. Jón unni ættjörðu sinni heitt og var mjög' frjálslyndr maðr í skoðunum, og það svo, að hann var að mörgu leyti langt á undan tímanum. Hann hafði inn mesta áhuga á að endurbæta alt, sem honum þótti miðr fara, og hvað deildar sem skoðanir kunna um það að vera, hvort hann hafi stundum verið heppinn í að koma því fram, sem hann hafði hug á, þá mun enginn neita því, að hann vildi ið bezta, og gjörði það eitt, sem hann var sjálfr sannfærðr um að rétt væri. Hann ferðaðist til Englands vetrinn 1877 — 78 , til að kynna sér réttarfar og stjórnarhagi landsins; því áhuginn á að læra af dæmi annaraþjóða var ávalt mikill hjá honum. J>ví til frekara dæmis má geta þess hér, að þeim, sem þetta ritar, var kunnugt um það, að það var ásetningr hans, er þingsumarið 1883 væri úti, að takast ferð á hendr á sjálfs síns kostn- að til Bandaríkjanna í Vestrheimi, til að kynna sér af eiginni sjón og raun stjórnarháttu og réttarfar þar í landi, og ef svo mætti segja, sjá frelsið og þess verkanir augliti til auglitis, þvi að hann hafði miklar mætur og sterka trú á frelsinu. Vandaðra mann í dagfari og strang- ari við sjálfan sig, en hann var, mun vandhitt að finna. Trúrækinn maðr og guðhræddr var hann flestum fremr. Tryggari og drenglyndari vinum sínum, en hann var, gat enginn verið. Ekki svo allfáir efnismenn munu mega þakka honum fyrir, að hann hafi brotið ísinn úr vegi af framtíðarbraut þeirra. En slíkt fór ekki í hámælum, því að hann lét aldrei mikið yfir því, sem hann gjörði í þá átt. í umgengni var hann inn skemti- legasti maðr, glaðr i viðmóti og ræðinn, áhuginn og þekkingin fjölhæf, og lund- in hrein og drengileg. —o— Útför Jóns var gjör inn 12. þ. m., og fylgdi honum til grafar mesti fjöldi fólks (um 600 manns). Bæði stúdentar og skólapiltar fylgdu í flokki með fán- um sinum. Kistan var þakin blóm- sveigum, þar á meðal frá stúdentafé- laginu, frá kjósendum hans í Skaga- firði (fyrir þeirra hönd frá verzlanstjóra Gunnlaugi Briem), og frá fjölda vina hans, sem til náðu. Allar stéttir fylgdu honum til grafar ; bæði vinir og mót- stöðumeun voru samtaka í að heiðra útför hans. f>ess skal getið hér (svo að engar missagnir þurfi um að verða, hversu á því stóð) að vinir hans ósk- uðu að mega tjalda kirkjuna sorgar- tjöldum, eins og tíðkazt hefir oft við lik tækifæri, en sá, sem útförina ann- aðst, fyrirbauð þeim það. £>að er að eins skylda við vini hans að geta þess, svo að ræktarleysi eða hugsunarleysi þeirra sé ekki um þetta kent. Að ending skal hér sett þetta, sem stóð á grafminningunni (er J. O. hafði samið): Hann var guðrœkinn og gjörði’ í kyrrþey fleira gott, en flestir vita. Til réttlætis-ástar hans alt hans lífsstarf átti sína rót að rekja. Bór var hann ekki, en ríkr í skapi, bermáll, en illmáll aldrei; andvígis-mönnum þótti’ hann ei aldœla; en óvild til einskis manns bar hann. Sínum var hann ættingjum inn ættrœknasti, vinum trygða-tröll; enginn gat unnað ættjörðu sinni heitara’, en hann gjörði. Að elju’ og starfsemi, árvekni’ og dugnaði átti’ hann hér engan sinn líka. Miklar voru gáfurnar, gott var hjartað. í engu var hann meðalmaðr. * * * Meðan dagur var uppi þú vaktir og vanst, já vanst fram á síðustu stund, og hvíld í dauðanum fyrst þú fanst, þá fyrst hlauztu væran blund. |>ví að líf þitt var alt saman starfsemi’ og stríð, það var stríð fyrir sannleik og rétt, og starfsemi fyrir þitt land og þess lýð; það lífsmark þú hafðir þér sett.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.