Þjóðólfur - 10.02.1883, Blaðsíða 2
16
víðast hér í sýslu látin lifa kúgildi jarð-
anna og i og 2 kýr ; en hestar voru
reknir vestr að Breiðafirði á haga; og
þó það sé samvizkupóstr, verða þeir
látnir eiga sig þar, hvað sem á dynr,
því hér í sýslu eru ekki útigangsjarðir,
enda er nú þegar jarðbann hér alstað-
ar til fjalla; því það sem af þessum
mánuði er, hafa að kalla verið sífeldar
norðanhríðar. Frost hefir ekki verið
hér við sjóinn meira en 50 á Reaum.
Nú í dag lítr út fyrir, að hann ætli að
breyta til sunnanáttar. Eimskipið enska,
sem kom með fóðrbætinn, lagði út af
Borðeyri í dag, en kom inn í norðan-
veðri 5. þ. m. Fiskfátt hefir verið hér
við Steingrímsfjörð í haust, enda hefir
ekki orðið vart hér við kolkrabba nú
í haust; en komi hann, bregzt hér ekki
fiskr. Á Vatnsnesi var góðr afli hjá
þeim, sem gátu fengið krækling, en
hann var nær því ófáanlegr, því ísinn
eyðilagði hann á fjörunum. En í Sig-
ríðarstavatni, þar sem margir skipsfarm-
ar hafa verið teknir á haustin, er hann
nú allr dauðr, og eigna menn þaðsalt-
leysinu og kuldanum, enda var sjórinn
hér í sumar næstum drekkandi. Litlar
vörubyrgðir munu vera í kaupstöðum í
Strandasýslu. f>ó er eitthvað til á Borð-
eyri enn af matvöru; en af Reykjar-
firði er sagt, að kaupmaðrinn hafi orðið
að senda til Borðeyrar eftir matvöru
handa sínu húsi. Svo mjög var hann
búinn að hjálpa sveitungum sínum.
Skiptapi varð hér í flóanum aðfaranótt
10. september. f>að var 10-róið skip
með 6 mönnum á, eign formannsins,
ins mikla þjóðhaga klénsmiðs þorsteins
þ>orleifssonar á Kjörvogi við Reykjar-
fjörð. f>að var á heimleið af Ftólanesi
hlaðið af nauðsynjavöru. 5 mennirnir
voru bændur úr Árnessókn, en einn ó-
kvæntr. Mistist þannig ekki einungis
forstaða heimilanna, heldr nálega öll
matbjörg. Sagðr er nýlega andaðr
eftir stutta legu óðalsbóndi og læknir
Jón Guðmundsson á Hellu við Stein-
grímsfjörð.
IV.
Jökuldal, N.-Múlasýslu, 27. nóv. 1882.
Herra ritstjóri! — Heldr var sumarið
kalt hjá okkr ; snjór oft til fjalla, svo
að heiðarbúar gátu ekki verið við hey-
skap tímum saman. Aftr náðist gras-
ið ekki á útsveit fyrir vatni og óþurk-
um, svo að flestir hafa með minsta móti
hey, og gjörðu mislingarnir sitt að verk-
um til þess. — Nú er fallinn allmikill
snjór, einkum á útsveit, og ætla sumir
þar að fara að skera lömb sín, svo eru
þeir hræddir, því að fæstir eru það nú,
sem þola víkingsvetr.
v.
Akreyri, 8. jan. 1883.
Hr. ritstjóri! — Tíðarfarið hefir verið
fremr stirt, þangað til fyrir fám dögum
að hæga hláku gjörði, sem viðhelzt enn.
Jarðskarpt er fyrir allar skepnur, nema
snöp fyrir hross í miðjum firðinum. Skifti
ekki því betr um nú og jörð haldist fyrir
hross og sauði (á þeim fáu stöðum, sem
þeir eru til), verðr alt í voða, því að allir
settufjarska fyrirhyggjulaust á, ogheyin
reynast bæði skemd og létt. Mönnum
óaði við að gjörfella skepnustofninn.
J>eir þóttust vera komnir á höfuðið hvort
sem væri, og láta nú „vogun vinna eða
tapa“ öllu. Ásetningin mun víða vera
þannig, að fé var sett á þriðjungi minna
en forjáll bóndi hefir gjörtí góðum ár-
um, 1 kýr fram yfir á töðunum, og
hestar svo alveg settir á miskunn guðs
og frágang hinna skepnanna. Fiskiafli
allgóðr innfjarðar þegar beita fæst. Við
síld verðr alt af vart, en hún er alt af
í djúpinu. Tvö síldveiðafélög halda þó
út enn, annað innlent, en hitt norskt.
Til ísafoldar.
(Niðrlag frá bls. 14).
J>ótt ég ekki efist um, að ráðlegg-
ingar þær, er hra ritstjórinn hnýtir í
rófuna á svari sinu, séu sprottnar af
velvild til þeirra manna, er átt hafa
fundi með sér hér í Stykkishólmi, til
að ræða um vandræðaútlitið í þremr
sýslum hér í kringum Breiðafjörð, þá
vill svo óhappalega til, að þessar ráð-
leggingar hans geta eigi komið að nein-
um notum ; því hvað leiguskilmálum
þeim viðvíkr, er hann ætlast til að sjeu
gjörðir að fundarefni hér næst, þá get
ég sagt honum, að þeir hvorki eru
samdir hér í Stykkishólmi, né heldr
muni verða gjörðir þar að umræðuefni,
og ég ætla að hvergi sé þeim nú, né
muni framvegis verða beitt hér vestra.
En hvað hið annað atriði snertir, „að
næsti fundr brýni fyrir mönnum í hér-
uðunum þar í kring, að fara eigi oftar
að, eins og í fyrra, þegar Coghill kom
þar, og falaði fé af þeim fyrir fullkom-
ið verð í peningum eða kornvöru handa
mönnum eða skepnum með óvanalega
góðum kjörum ■— en peir hafi hafnað
kaupunum, og lent fyrir það í mesta
fóðurskort fyrir skepnur sínar, sem hefir
haft hinar hörmulegustu afleiðingar fyrir
þá“, þá kemr þessi ráðlegging vissu-
lega úr lausu lofti; og má sjá það af
þvf, hve margt fé fór úr Snæfellsnes-
sýslu af hinum litla stofni, sem eftir var
hjá bændum eftir fellirinn í voreðleið,
í höndur Coghills í haust, svo geta má
nærri að kaupunum hefði eigi verið
hafnað meðan fjárstofninn var hérmeiri.
En hér við bætist nú það, að hvorki
Coghill, né heldr nokkur fjárkaupa-
maðr frá honum hefir stigið fæti sínum
út yfir ána Straumu að norðan- og
Haffjarðará að sunnanverðu fjallgarðs-
ins hér, fyr en nú á næstliðnu hausti;
og ef nú hra ritstjórinn vill kynna sér
á uppdrætti íslands héraðið þar fyrir
vestan, og sem einungis verðr kallað
héraðið í kringum Stykkishólm\ hlýtr
hann sjálfr að sjá, að hér er—auðvitað
óviljandi ? — farið enn á bug við sann-
leikann. En hafi þessi saga hans, sem
einungis getr náð til Snæfellsnessýslu,
þar sem fellirinn varð mestr og neyðin
1) Að kalla Dalasýslu hérað í kringum Stykkis-
hólm, væri sama sem að kalla Árnessýslu hérað
kringum Reykjavík.
því mest, ogsemekki er byggð ábetri
grundvelli, en nú hefi ég leitt rök að
—átt að bæta úr greininni í ísafold, er
ég fyrir tilmæli nokkurra sýslubúa
minna svaraði (i Skuld V. 10. növ.), og
síðan—sem naumast er tilgetandi—átt að
kasta henni sem nokkurs k.onar hnútu
í fundarhöldin hér í Stykkishólmi útaf
harðærinu, verðr hér næsta lítiðúrhátt
reiddu höggi.
Oftar mun ég ekki hneyksla „ísafold“
með svari frá mér um þetta mál.
Stykkishólmi, 22. des. 1882.
E. Kúld.
Óhafandi embættismenn.
— „Yflrvöldin illa dönsk
á annari hverri þúfu“.
J. H.
J>að er hvorttveggja, að vér íslend-
ingar höfum lengst af átt í mörgu
hörðum kostum að sæta af stjórn vorri
fram á síðustu tíma, enda hefir veit-
ingarvaldið eigi sparað að láta oss
kenna á þeim myndugleika, er það að
lögum þykist hafa, til þess að skipa í
sum embætti landsins drotnunargjörn-
um, hirðulitlum, hrokafullum, óþjóðleg-
um og enda andlega voluðum mönn-
um, sem ekkert hafa annað til síns á-
gætis, en að þeir einhvern veginn hafa
náð embættisprófi. J>egar svo þessi
afarmenni (!) fyrir náð veitingarvaldsins
eru komin í hálaunuð embætti, láta
þeir sér mest um hugað að lifa eftir
þessu boðorði: „Et og drekk, sála
mín“, en um skyldur sínar gagnvart al-
menningi hirða þeir lítið. Sem slá-
andi dæmi upp á svona praktiska og
þjóðholla embættismenn, viljum vér
geta tveggja hér í Barðastrandarsýslu,
og það eru þeir herrarnir: sýslumaðr-
inn Adam I.udvig Emil Fischer og
Arngrímr Bjarnason á Brjánslæk. J>essi
prakt-exemplör af embættismönnum
koma oss þannig fyrir sjónir, að vér
álítum rangt, að geta þeirra eigi opin-
berlega með fáum orðum. Að vísu
munu þeir Fischer sýslumaðr og Arn-
grímr prestr nokkuð einstakir hvor í
sinni stöðu, en vér ætlum það fremr
hendingu að þakka en veitingarvald-
inu, að slikir embættismenn ekki eru
á hverri þúfu á íslandi.
Að þvi er oss er kunnugt, höfum
vér Barðstrendingar eigi átt því happi
að hrósa (!!) að hafa danskan sýslumann
yfir oss fyr en snemma í ágústmánuði
f. á., að oss var sendr þessi Fischer —
sællar minningar—; oss sagði þá þeg-
ar þungt hugr um þessa ráðstöfun
veitingarvaldsins, enda beiddust nokkr-
ir sýslubúar, að mega losast við send-
inguna, því álitið var, að henni yrði
eigi heppilega komið hér fyrir. Sú
bæn fékk, sem vænta mátti, ekki á-
heyrn. Vér lækkuðum seglin og von-
uðum að maðrinn—þó danskr væri og
þó hann eigi talaði máli voru — gæti
reynzt nokkurn veginn brúkanlegt yfir-
vald, en fljótt yfir sögu farið, hefir
þessi von vor orðið sér til skammar.