Þjóðólfur - 10.02.1883, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.02.1883, Blaðsíða 1
ÞJÓDÓLFR XXXV. árg. Reykjavík, laugardaginn 10. febrúar 1883. M 6. aar- Í>ESSI ÁEGAWGR „FJÓÐÓXjFS" GILDIR EINISTIG SEM VI. ÁEGAWGR „SKDLDAE". þJOÐÓLFK. fmm hafa bæzt svo kaupendr síð- an um nýár, að upplagið er að þrotum komið. Að eins (5 r f á expl. eru til af inum út komnu blöðum, svo að þeir, sem vilja vera vissir um að fá árgang- inn heilan, verða að snúa sér til af- greiðslumaimsins sem allrafyrst. Frá 1. marz verffr upplagið stœkkað! Hrein og óskemd expl. af i.nr. þessa árg. verða keypt bæði á a/greiðslustofu og á skrifstofu pjóðólfs, og borguð margföldu verði. — Útsölumenn „þjóðólfs“ eða „Skuld- ar“ að undanförnu, sem eigi fá senda rétta exemplaratölu, eru beðnir að gefa það sem fyrst til vitundar afgreiðslu- manni þjóðólfs, herra Sighvati Bjarna- syni. „J>jóðólfr“ kemr venjulega út að forfallalausu hvern laugardag, ýmist >/s eða heil örlt, als 36 arkir um árið. Verð árgangs er innanlands 3 kr. 20 a.; erlendis 4 kr. 50 a. Sá, sem eigi hefir til- kynt útgefanda fyrir I. októb., að hann segi sig frá kaupinu, er skuldbundinn að halda blaðið næsta ár. —Auglýsingar eru teknar i blaðið fyrir 12 a. línan af meðal-letri (burgeois), en 10 a. smáletrs- linan, eða þá 70 a. fyrir þumlung af dálkslengd,— Engar auglýsingar eru tekuar upp, utan borgað sé út í hönd, nema frá sýslumönnum, hreppstjórum o. s- fr. eða mönnum, sem ritstj. hefir viðskifti við.— Auglýsingar, sem gjaldfrestr er veittr á, borgist 10°/o hærra, en ella, og sé borgaðar í síðasta lagi innan 3 mánaða. Ritstjórinn býr i Aðalstræti nr. 9. — Heima bk 4—5 e. m. HAUSTVlSA. (Sextánmælt með dýrra hætti). i_jand kólnar. Lind fölnar. Lund viknar. Grund bliknar. Svell frjósa. Fjöll lýsast. Fley brotna. Hey þrotna. Dug hættir. Dag styttir. Drótt svengist. Nótt lengist. Sól þrýtur. Sál þreytist. Sær rýkur. Snær fýkur. P. Ó. Veitt prestakall. 17. f. m. Breiða- bólstaðr á Skógarströnd veitt cand. theol. Magnúsi Helgasyni. (Móti honuin sótti séra Páll B. E. Sivertsen á Stað í Að- alvík, 10 ‘/2 ár prestr). — Styrkr til yísindalegra fyrir- tækja. 23. f. m. veittr tímakenn- ara í ensku við lærða skólann fóni Olafssyni, alþingismanni, 180 kr. styrkr til að gefa út Enskunámsbók handa byr- jöndum. Frá útlöndum. Á Ítalíu fóru þingkosningar svo í haust, að stjórnarflokkrinn bar hærra hlut, en það hefir vakið mikla eftirtekt, að sá eini flokkr á þingi, sem svo fjöl- mennr er, að talsverðu nemi, fyrir ut- an stjórnarflokkinn, er þjóðveldisft.6kYx- inn. Á undan síðustu kosningum voru að eins 17 þingmenn þjóðveldis-sinnar, en nú eru þeir 60. En þjóðveldis-flokkr þessi stendr alveg á löglegum grund- velli, og er enginn óaldarflokkr. Með vissum skilyrðum er þessi flokkr enda fús á að styðja stjórnina á þingi. En það áskilja þjóðvaldsmenn, að Ítalíu- stjórn sleppi þá öllu daðri við j>jóðverja og Austrríki, en leggi sem mest brœðra- lag við ið frakkneska þjóðveldi. í Noregi fóru kosningar til stórþings- ins svo í haust, að vinstri menn hafa nú 83 atkvæði á þingi, en hœgri menn 31. Næst á undan höfðu vinstri menn 72 og hœgri 42 atkv. — Stjórnin hefir látið hefja málsókn fyrir drottins-brot (crimen laesae majestatis) móti tveim nýkosnum þingmönnum, prestunum séra Vik á Aurum og séra Oftedal í Stafangri. Séra Vík er meðal annars gefið að sök, að hann hafi átt að segja á almennum fundi : „Eiginlega höfum vér engan konung; og þó—jú, vérhöf- um sœnskan konung, sem hefir haft i hótunum um, að aga stórþingið eða hleypa þvi upp með sœnskum her. f>að væri gaman að sjá inn scenska kon- ung ráðast hér inn í landið í broddi sœnsks hers til að reyna að framkvæma þessa hótun sína“.—Ið sœnska blað, sem vér tökum þetta eftir (Göteb. Hand. och Sjöf. Tidn.) segir, að eigi að sœkja hvern mann að lögum, sem líkt hafi sagt, þá mundi verða að ákæra piísundir manna, því að konungr hafi haft þessa hótun í frammi, og það sé ekki nema von,að hún hafi vakið slík ummæli hjá hverj- um sómakærum Norðmanni.—Séra Ofte- dal, sem er nafnkunnr afbragðsmaðr, og ritstjóri blaðsins „Vestlandsposten“ hafði 5. okt. sagt í blaði sínu : „Ef að því er spurt, hver orsökin sé til þessa á- greinings, þessa stríðs og baráttu, sem þjóðin nú verðr að slíta sínum beztu kröftum í, þá hlýtr vissulega hver ein- lægr ættjarðarvinr að svara, að það sé in grunnhyggilega aðferð stjórnarinnar, er þessu veldr, með öðrum orðum, að það sé árásir konungsvaldsins á stjórn- arskrána, sem sé in sanna orsök þessa. þ>að er álit alþýðu manna hér i landi, að konungr hafi um langa hríð verið á tálar dreginn af stjórn sinnni“. (Framh.). IJr öllum áttum. I. Hrútafirði, 12. jan. 1883. Hr. ritstjóri! — Hér í Strandasýslu hefir verið hörmungatíð nú á 3. ár; einkum gjörði sumarið næstliðna mest til vegna óþurka, kulda og grasleysis, svo margir urðu í haust að farga öllu alt að kúgildum, og þær fáu skepnur, er lifa, eru í voða, ef hart verðr, því heyin reynast skemd og létt. Utlitið er því óttalegt, að ég tali ekki um, hvað þessi harðindi drepa allan kjark úr mönnum. Hér var vaknaðr talsverðr framfarahugr, eftir því sem gjörist i ekki ríkari né betri sýslum, t. d. tals- vert hefir verið gjört af vegabótum og jarðabótum, og reynt til að stofna ung- lingaskóla, og er útlit fyrir að alt stansi og menn megi þakka hamingjunni fyrir að halda lífi. í fyrra vetr átti að stofn- ast hér síldarveiðafélag. Sem annað dó það út, og er sorglegt, önnur eins auðsuppspretta og það gæti orðið, þar sem slik gengd er af hafsíld sem hér er frá því á sumrin og fram á vetr. Nú t. d. er hún nýfarin héðan. Lílc- lega gæti orðið hér fult eins mikil veiði, sem á Eyjafirði, og um sama tíma mun hún koma hér. J>að er ósegjanlegr skaði, ef síldveiðin kemst ekki á, næsta sumar. II. Vatnsdal í Húnavatnssýslu, is.jan. 1883. „. . . Héðan er ekkert að frétta utan voðalegasta ástand, ef nokkur vetr verðr“. III. Broddaneshr., Strandas., 10. nóvbr. 1882. Herra ritstjóri! — Fréttir helztu héð- an eru in harða tið. Sumarið var eitt ið lakasta, er hér hefir komið í núlif- andi manna tíð. ísinn var viðloðandi til þess í ágústmánaðarlok; grasleysi ið mesia og eftir því nýtingin, svo hey- forði er hér mjög litillj verða þó all-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.